Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 1
Starfsmenn Stálsmiðjunnar: lægra kaup eða brottrekstur__Sjá bls. 4 Unglingum í sjoppum gert að vinna svart fyrir lítið kaup Sjá bls. 4 Laugardagur 18. desember 1993 S JÁLFSTÆÐUR, MÁLEFNALEGUR OG GAGNRÝNINN 239, tbl. 77. árg. Verð í lausasölu 125 kr. Skráðir atvinnuleysisdagar svðruðu til 4,7% atvinnu- leysis í nóvember og hefur það aldrei áður rhælst meira í þeim mánuði. Hefur atvinnuleysi aukist um 41% frá sama tíma í fyrra. Ýmis- legt þykir benda til að atvinnu- lausum geti fjölgað um allt að 3.000 manns á tveim síðustu mánuðum ársins. Meðalfjöldinn var 4.700 í október, fór í rúmlega 6.000 í nóvember og virðist nú stefna í allt að 7.700 manns í des- ember. Raunar töldu atvinnuleys- isskrár þegar orðið 6.700 manns í nóvemberlok, sem skiptist hníf- jafnt í karla og konur. Hlutfall atvinnulausra eftir landsvæðum og meðalfjöldi var sem hér segir f nóvemben d n ISvæöi: Konur: Karlar: Fjöldi: 1 Höfuðb.sv. 5,5% 3,9% 3.520 Landsb. 6,4% 3,7% 2.510 Vesturland 6,4% 3,7% 320 Vestfíróir 2,1% 1,3% 80 Nl. vestra 5,7% 3,9% 240 Nl. eystra 7,3% 4,7% 690 Austuriand 3,8% 3,1% 200 Suöuriand 7,3% 4,4% 530 Suöumes 9,2% 3,7% 440 Samtals: 6,0% 3,8% 6.030 Nóv. ■92: 4,1% 2,8% 4.280 Gífurleg aukning milli ára sést glöggt við samanburð síðustu tveggja dálkanna hér að ofan. í nóvember var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu hið sama og meðaltalið á landsvísu (4,7%). At- Vlvinnulausuni fjölgað uni rúm 40%áeinuári Reuter Palestinskur starfsmaður Sameinuðu þjóöanna veifar til Ijósmyndarans eftir að hafa sett stjörnu á jólatréö á Mangertorgi I Betlehem. vinnuleysi hefur aukist gífurlega milli mánaða um allt land, þó mest á landsbyggðinni eða um meira en 50% að meðaltali. Skýr- ingar Vinnumálaskrifstofunnar eru óvenjulega slæm aflabrögð í nóvember, lok sláturtíðar og mik- ill samdráttur í allri útivinnu vegna veðurs. Par við bætist að mörgum átaksverkefnum hafi lokið í mánuðinum, auk þess sem vísbendingar séu um samdrátt í sumum atvinnugreinum. Að sögn Vinnumálaskrifstof- unnar eru ýmsar vísbendingar um það að atvinnuleysi muni aukast töluvert í desembermánuði og gæti orðið á bilinu 5,5 til 6%, því nú gæti vaxandi árstíðasveiflna. Tímabundið veiðihlé og lokun fiskvinnsluhúsa muni að öllum líkindum verða mjög þungt á metunum. Auk þess bendi ýmis- legt til þess að slíkt sé nú meira í undirbúningi, vegna boðaðra verkfalla. HEI Líkur á að hætt verði við ferðamannaskattinn Andstæðingar skattsins á Alþingi hafa fengið aukinn þrótt eftir að ákveðið var að strætó þyrfti ekki að borga skattmn Ákvörðun fjármálaráðherra um að endurgreiða virðisaukaskatt af strætisvögnum hefur fært baráttu- mönnum fyrir niðurfellingu skatts á ferðamannaþjónustu nýjan þrótt. Samkvæmt heimildum Tím- ans mun stjómarandstaðan ætla að leggja ofuráherslu á að reyna að koma í veg fyrir að skatturinn taki gildi um áramót. Tvennt bendir til að það kunni að takast, annars vegar óánægja margra stjómar- þingmanna með skattinn og hins vegar tímaþröng á Alþingi. Mikil óánægja er á þingi með þá ákvörðun fjármálaráðherra að endurgreiða virðisaukaskatt af ferðum almenningsvagna sem sveitarfélögin reka. Fylgismenn skattlagningar telja óeðlilegt að undanþiggja strætó við álagningu skattsins. Þingmenn af lands- byggðinni segja að þetta komi fyrst og fremst íbúum á höfuðborgar- svæðinu til góða, en íbúar á lands- byggðinni sitji upp með skatt á innanlandsflug. Ákvörðun fjármálaráðherra hef- ur hert andstæðinga álagningar virðisaukaskatts á ferðamanna- þjónustu í andstöðu sinni. Tíminn hefur heimildir fyrir því að stjóm- arandstaðan á Alþingi hafi einsett sér að leggja alla áherslu á að knýja ríkisstjómina til að draga í Iand í þessu máli. Sagt er að ekki þurfi að leggja hart að mörgum þingmönn- um ríkisstjómarflokkanna að skipta um skoðun, því margir þeirra telja þennan skatt óréttlátan og óskynsamlegan. Það skiptir einnig máli að fáir dagar eru eftir af þinghaldi fyrir jól og mörg mál eru óafgreidd. Við þær aðstæður getur stjómarand- staðan haft talsverð áhrif á hvaða mál fá afgreiðslu fyrir jól. Ekki er búist við að þinghaldi ljúki fyrr en á þriðjudag eða mið- vikudag í næstu viku. EÓ I i ímii ii11 Askrift sími \ 618300 Vistvænir vextir „Grænn" skiptasamningur milli Svisslendinga og Pólveija var samþykktur í Sviss í gær. Sam- kvæmt samningnum munu Pólverjar verja upphæðum, sem svara til vaxta og vanskila af lánum þeirra í Sviss, til um- hverfisvænna verkefna heima fyrir. Stofnaður verður þar um sérstakur sjóður, „Ecofund', og er ætlunin að fé úr honum verði aðallega varið til að draga úr mengun sem berst til ná- grannaríkja Póllands. Upphæð- in, sem hér um ræðir, nemur um þremur og hálfum milljarði íslenskra króna, eða einum tí- unda af skuld Pólveija við Sviss- lendinga. Pá hafa Bandaríkja- menn og Frakkar samþykkt svipuð kjör gagnvart Póllandi. í PAG Aöeins 13% bama undir þriggja ára aldri era á dagheimili bloðsíða 4 Horfur á aö Jeltsín og Zhírínovskíj berjist um völdin í Rússlandi blaðsíða 8-9 Heimsókn í melluhverfi Hamborgar blaðsíða 10 Nýjar upplýsingar um áhrif reykinga á blóö- streymi í fótum baksíða ÞJÓNUSTA Sjónvarpsdagskrá bls. 16 og 17 Bridge bls. 14 Gengisskráning bls. 18 Bíó bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.