Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 18. desember 1993
LEIÐARI
Tefít á tvœr hœttur
THORP-endurviimslustöðin í Shellafield hefur fengið grænt ljós
hjá breskum stjómvöldum til að vinna geislavirkan úrgang úr
kjamorkuverum. Þessari furðulegu ráðstöfun er harðlega mót-
mælt heima og heiman og er Alþingi meðal þeirra mörgu aðila sem
mótmæla starfrækslu stöðvarinnar.
fbúar Bretlandseyja og írlands biðjást undan því að atómstöðin
verði starfrækt nánast í heimahögum og strandríkin við Norðursjó
benda á að stöðin bjóði heim stóraukinni hættu á sjávarmengun,
sem getur haft óbætanlegar afleiðingar fyrir lífríki sjávar og afkomu
þeirra þjóða, sem byggja afkomu sína meira eða minna á sjávaríangi
og allar eiga það sameiginlegt að fiskmeti er umtalsverður hluti af
fæðuöfluninni.
Breska rfldsstjómin hefur skellt skollaeyrum við öllum bænum
og mótmælum og neitar að horfast í augu við þá augljósu hættu, sem
af THORP- stöðinni stafar. Svokallaðir sérfræðingar og vísindamenn
em beggja blands og dregur það ekki úr tortryggni andstæðinga end-
urvinnslunnar.
Það er óskemmtileg tilhugsun fyrir íslendinga að eiga hríkaleg
mengunarslys yfir höfði sér, sem geta lagt allt efnahagskerfi þjóðar-
innar í rúst ef illa fer. Kjamorkueldsneyti og atómvopn em að tærast
upp á hafsbotni norður í höfum og geislavirkur úrgangur ógnar lífríki
sjávarins fyrir sunnan.
En það er svo langt frá því að þetta sé einkamál íslendinga, því
mengunin varðar lö og heilsu margfalt fjölmennari þjóða og er meira
í húfi en svo að óhætt sé að taka neina áhættu. En það er því miður
gert af hrokafullum vísindamönnum og stjómvöldum, sem ekki
horfa til annars en efnahagslegs ávinnings til skamms tíma.
íslendingar hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi meðal
þeirra þjóða sem beijast gegn mengun og að sýna áþreifanlega við-
leitni í þá vem að ofbjóða ekki náttúmnni, heldur hlúa að henni og
nýta gjafir hennar og gæði. Umgangast verður endumýjanlegar auð-
lindir með gát, því það er ekki hygginna manna háttur að murka lrfið
úr gullgæsum sínum.
Óspillt náttúra og hreinleiki lofts og lagar er ekkert síður auðs-
uppspretta en rányrlga og ofveiði, sem á tiltölulega stuttum tíma-
skeiðum er undirstaða eftirsóknarverðra lífsgæða.
Margir eygja vaxtarbrodd afkomumöguleika í þjónustu við
ferðamenn og ættu þeir að geta orðið drjúg tekjulind þegar fram í
sækir. Túrismi er þegar orðinn talsverður atvinnuvegur og mildlvæg-
ur. En það má gera enn betur og fátt er að verða efdrsóknarverðara
en strjálbýl og ómenguð landsvæði.
Heilsubrunnar heita vatnsins og hreina loftsins geta orðið allri
stóriðju arðvænlegri, ef vel er á málum haldið. Ef hægt er að gera ís-
land að ímynd hreinleika og heilsugjafa, getur það orðið öllum auð-
lindum dýrmætara.
En þá þarf líka að taka til hendi í byggð og óbyggð, bæta fyrir
gamlar syndir og þrífa til svo um munar.
Óþverri eins og geislavirkur úrgangur úr kjamorkuverum ógnar
öllu lífi og er í hrópandi andstöðu við þá náttúruvemd og það um-
hverfi sem flestir kjósa að lifa við. íslendingar mótmæla af öllum
kröftum þeirri fyrirlitningu, sem breska ríkisstjómin sýnir eigin
landsmönnum sem nágrannaþjóðunum með því að leyfa endur-
vinnslustöðina í Sellafield. Hún er í andstöðu við alla okkar hags-
muni og lífsskoðun.
Staðgreiðslukort
— lœgra vöruverð
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
starfsmaður Kennarasambands
íslands
Háværar umræður hafa að
undanfömu staðið yfir í fjöl-
miðlum um nýjung í
greiðslumiðlun hér á landi, svokölluð
debetkort sem hér verða nefnd stað-
greiðslukort. Bankar og samtök kaup-
manna deila hart um þessa nýbreytni
og nú síðast hafa nokkur samtök
launafólks blandað sér í deiluna.
Greiðslukort — til hvers?
í aldanna rás hafa viðgengist
greiðslumiðlar af ýmsu tagi. Vöm-
skipti voru á sínum tíma algengasti
greiðslumátinn. Ákveðnar vörur
urðu síðan algengar skiptimyntir,
ekki síst gull og silfur. Síðar var farið
að framleiða gull og silfur af ákveð-
inni vigt og verðgildi. Peningamynt-
irnar, sem þannig urðu til, tóku síð-
an við smám saman og hafa um
langt skeið verið fyrirferðarmesti
greiðslumiðiUinn í viðskiptum með
vöru og þjónustu. Seðlar komu til
sögunnar löngu á eftir myntinni og
er talið að fyrstu prentuðu peninga-
seðlamir hafi komist í notkun seint
á 17. öld.
Víxlar og verðbréf eru að sjálf-
sögðu greiðslumiðlar, en þeim fylgir
sá böggull að þá pappíra þarf að
greiða að lokum, oftast með pening-
um. Fyrir allmörgum árum var farið
að nota ávísanir sem ígildi seðla og
myntar og hefur notkun þeirra vax-
ið hröðum skrefum hér á landi og er
nú svo komið að íslendingar eiga
vafalítið heimsmet í ávísananotkun
miðað við fólksfjölda, eins og reynd-
ar á fleiri sviðum. Krítarkort vom
tekin upp hér fyrir um áratug eða
þar um bil og em frábmgðin ávísun-
um og peningaseðlum og -myntum,
en lík verðbréfum og víxlum, að því
leyti að handhafi kortsins þarf ekki
að eiga innstæðu fyrir viðskiptum
sínum, heldur fær andvirði þeirra
lánað hjá seljanda vörunnar/þjón-
ustunnar. Debetkortin, sem nú er
hvað mest rætt um, em á hinn bóg-
inn staðgreiðslukort, þannig að not-
andinn verður að eiga innstæðu fyi-
ir viðskiptum sínum, líkt og þegar
hann greiðir með ávísun. Þannig má
segja að staðgreiðslukortin komi
helst í stað ávísana og meginávinn-
ingurinn við þessi kort sé sá að skrif-
finnskan minnki, tími sparist í versl-
unum, öryggi aukist, þar sem strax
er gengið úr skugga um hvort inn-
stæða sé fyrir hendi, pappfrsnotkun
minnki, því kortin leysa ávísanir að
mestu af hólmi, og svo mætti áfram
telja. Staðgreiðslukortin em því fyrst
og fremst hugsuð í sparnaðar- og
hagræðingarskyni og með það að
markmiði að neytendur, kaupmenn
og bankar spari tíma, fé og fyrirhöfn.
Út frá þessum forsendum getur
varla nokkur maður dregjð nytsemd
slíkra korta í efa.
Um hvað er deilt?
En er málið svona einfalt? Geta
allir hagnast á kortunum góðu?
Svarið við því getur auðvitað bæði
verið já og nei — það fer allt eftir því
út frá hvaða forsendum menn
ganga við arðsemisútreikninginn.
Sennilega er þó tiltölulega auðvelt
að komast að þeirri niðurstöðu að
allir þessir aðilar geti hagnast. Eins
og að líkum lætur deila menn í
þessu máli fyrst og fremst um það
hver hagnaðurinn af kortunum er
og hveijir eigi að njóta hans og í
hvaða hlutföllum. Fyrir þá, sem ekki
em á kafi í þessu kortamáli, virðist
sem deilt sé um keisarans skegg.
Greinarhöfundur er í hópi þeirra
sem telja að nú verði karpinu að
ljúka og semja þurfi um fyrirkomu-
lag sem öllum getur hugnast. Því
miður hefur málið hins vegar þróast
þannig að bankamir segja að kaup-
menn hagnist svo mikið að þeir
verði að bera nokkurn kostnað af
kortunum, sem kaupmenn segja að
sé of mikill og nær væri að bankam-
ir tækju á sig meiri kosmað vegna
þess mikla hagnaðar sem þeir njóti
af kortunum og svona heldur ballið
áfram. Bankamir segja ekki ég,
kaupmenn segja ekki ég, greiðslu-
kortafyrirtækin segja ekki ég. Ef til
vill hefur ekki verið tekið nógu mik-
ið tillit til hagsmuna neytenda og
sennilega fáir sem vilja segja að þeir
eigi að borga brúsann.
Hlutur samtaka
launafólks
Nú hafa Alþýðusambandið, BSRB
og Neytendasamtökin bæst í hóp
deiluaðila og krafist þess að Sam-
keppnisstofnun gerist dómari í mál-
inu, rannsaki það í krók og kring og
kveði upp úrskurð sinn. Talað er um
meint ólöglegt samráð bankanna
um verðlagningu á þjónustunni og
við að koma staðgreiðslukortum á
markaðinn. Stundum getur það átt
við að samtök launafólks beri hag
neytenda fyrir bijósti. Sérstaklega
þegar umræddir neytendur em fé-
Iagsmenn í viðkomandi samtökum.
Einhvem veginn finnst þó greinar-
höfundi að það sé í raun hálfgerð
sýndarmennska að ganga ítrekað til
samninga við atvinnurekendur og
ríkisvald um áframhaldandi kaup-
máttarrýmun, en hlaupa svo til þeg-
ar færi gefst og beija á bönkunum
um afnotagjöld af staðgreiðslukort-
um. Ekki svo að skilja að bankamir
eigi einhveija samúð mína — þvert
á móti. Mér finnst hins vegar að
launþegahreyfingin sé á rangri hillu
að þessu leytinu og það færi henni
betur að beijast á þeim vígstöðvum
sem henni er ætlað, t.d. gegn ítrek-
uðum atlögum að kjömm og rétt-
indum launafólks. Þannig mætti
hugsa sér að Scmtök launafólks
héldu uppi áróðri fyrir staðgreiðslu-
kortum og gegn krítarkortum í þeim
tílgangj að ná niður vömverði. Vita-
skuld verða bankar og sparisjóðir að
hafa samráð um að koma nýjung af
þessu tagi á markaðinn, þ.e. tækni-
hliðina. Hins vegar er rétt að bank-
amir mega ekki hafa samráð um
verðlagningu þjónustunnar.
Hver er vandinn?
Ef tíl vill er vandi okkar sá, að þeg-
ar krítarkortin komu á markað á
sínum tfrna fóm menn rangt í hlut-
ina. Þá var valin sú leið að korthaf-
inn þyrftí ekki að greiða fyrir notk-
un á kortinu, aðeins árgjald og síðan
útskriftargjald vegna úttektaryfirlits.
Kaupmenn tóku á sig vemlegan
kostnað (sem síðan hljóp út í verð-
lagið) og nú finnst þeim nóg komið
og vilja ekki meira. Lái þeim hver
sem vill. Ef farin hefði verið sú eðli-
lega leið á sínum tfrna að korthaf-
amir greiddu þóknun fyrir hveija
færslu á kortíð, í stað þess að velta
kosmaðinum út í verðlagið, værum
við sertnilega betur komin nú þegar
staðgreiðslukortin halda innreið
sína. Krítarkortafyrirkomulagið er í
raun þannig að korthafinn tekur
lán, greiðir enga vexti beint, heldur
er vaxtakostnaðinum dreift á alla
neytendur, hvort sem þeir taka lán-
ið eða staðgreiða. Þessi aðferð er
vitaskuld svívirðileg gagnvart þeim
fjölmörgu, sem vilja eiga fyrir út-
tektinni og notast nær eingöngu við
staðgreiðslu. Ekki minnist ég þess að
samtök launafólks, hvað þá Neyt-
endasamtökin, hafi amast við þessu.
Hvemig á að leysa málið?
Þá hlýtur að vera komið að spum-
ingunni hvort einhver leið sé út úr
þeim ógöngum, sem menn virðast
komnir í með þetta staðgreiðslu-
kortamál. Að mínu mati er málið
allt hið einfaldasta. Lítum á dæmið
frá sjónarmiði korthafans. Stað-
greiðslukortin spara honum aug-
ljóslega bæði tíma og fyrirhöfn,
hvort sem hann hefur hingað til
notast við ávísanir eða beinharða
peninga. Það tekur meiri tíma og er
meiri fyrirhöfn að skrifa alitaf ávís-
anir í stað þess að nota kortíð. Það
sparar líka bankaráp að hafa kort í
stað peninga. Sömuleiðis eykur það
öryggi hans að hafa kort í stað pen-
inga eða ávísana, því nær ógerlegt á
að vera að annar en raunverulegur
eigandi kortsins geti notað það, en
eins og allir vita getur hver sem er
notað peningaseðlana manns, því
þeir em ekki merktír ákveðnum eig-
anda, og ávísanafals færist stöðugt í
aukana. Beinn peningalegur hagn-
aður neytandans þarf því ekki að
vera mikill til að kortin þjóni hags-
munum hans. Ef kostnaður vegna
staðgreiðslukortsins verður örlítíð
minni en við ávísanir, er ávinningur
neytandans augljós. Síðan ætti að
taka upp sama kerfi við krítarkortin,
þannig að korthafi greiði fyrir hveija
færslu einhveija tiltekna upphæð,
svo hægt sé að taka kostnaðinn út
úr verðlaginu. Þetta er eitthvað fyrir
Neytendasamtökin að skoða — og
sennilega líka eitthvað fyrir bank-
ana og kaupmennina. Bankamir og
greiðslukortafyrirtækin verða að
horfast í augu við þá staðreynd að
með staðgreiðslukortum mun draga
verulega úr ávísananotkun og þann
ávinning verða bankamir að taka
inn í sitt reikningsdæmi.
Síðan ættu allir aðilar þessa máls
að hefja áróðursherferð og hvetja
fólk til þess að draga úr notkun krit-
arkorta og flytja sig yfir á stað-
greiðslukortin. Með því mótí skap-
ast grundvöllur til að lækka vöm-
verð — öllum tíl hagsbóta.