Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 6
6
tímÍTixi
Laugardagur 18. desember 1993
Vilhjálmur Árnason:
Siðfiræði lífs og dauða
Rannsóknarstofnun í siðfræði,
1993
Á allra síðustu árum hafa ný sið-
ferðileg vandamál sprottið upp eins
og gorkúlur. Því valda m.a. ýmsar
nýjungar á sviði tækni og vísinda
sem hafa opnað áður óþekkta mögu-
leika, m.a. til sköpunar og viðhalds
lífs, en jafnframt léð okkur fjölda úr-
lausnarefna sem áður tilheyrðu ein-
ungis vísindaskáldskap. Ekld bætir úr
skák að heimilin, sem löngum hafa
verið vermireitur siðlegs uppeldis í
heimshluta okkar, eiga nú víða undir
högg að sækja. Við getum ekki leng-
ur treyst í blindni á hina siðferðilegu
heimafylgju baðstofunnar. Heil-
brigðisstéttirnar, sem hin nýju úr-
lausnarefni hrina ekki hvað síst á,
hafa brugðist við þeim með ýmsu
móti, m.a. með því að auka þátt sið-
fræðikennslu í menntun og endur-
menntun og endurmenntun heil-
brigðisstarfsfólks. Þannig hefur
sprottið upp ný og kraftmikil undir-
grein heimspekilegrar siðfræði sem á
erlendum málum er kennd við „lífs-
siðfræði': „bioethics'. Það er sannar-
lega vel til fundið hjá Rannsóknar-
stofnun í siðfræði við Háskóla íslands
að standa nú að útgáfu viðamikils
fræðslurits um þetta efni.
„Fræðslurit' er kannski of viður-
hlutalítið orð um hina nýju bók dr.
Vilhjálms Ámasonar, Siðfræði lífs
og dauða. Hér er um að ræða bók
upp á 325 blaðsíður sem skemmst er
frá að segja að hlýtur að teljast eitt-
hvert voldúgasta fræðirit sem gefið
er út á íslandi á þessu ári og hefur nú
þegar, að maklegheitum, verið til-
nefnt til Hinna íslensku bókmennta-
verðlauna. Raunar myndi ég taka
svo djúpt í árinni að fullyrða að þau
verk heimspekilegs eðlis (í víðustu
merkingu) sem gefin hafi verið út
hér á landi frá upphafi, og komist í
hálfkvisti við bók Vilhjálms að breidd
og dýpt, séu teljandi á fingrum ann-
arrar handar. Sérstaða hennar liggur
BÓKMENNTIR
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Voldugt heimspekirit
m.a. í því að vera samfellt kennslurit,
sem fylgir rauðum þræði frá upphafi
til enda, en ekki safn meira og minna
ósamstæðra ritgerða, eins og við
kollegar Vilhjálms höfum flestir verið
að senda frá okkur.
Margir munu kannast við þann
gamla brandara að í tveimur há-
skólagreinum, hagfræði og heim-
speki, séu lögð fyrir nákvæmlega
sömu prófin ár frá ári. Munurinn sé
eingöngu sá að í hagfræðinni breytist
hin „réttu svör' frá ári til árs, en í
heimspekinni séu réttu svörin ávallt
hin sömu. Það er einkenni hinnar
nýju siðfræði heilbrigðisstétta, sem
Vilhjálmur hefur sinnt öðrum ís-
lenskum heimspekingum fremur, að
þessi brandari á ekki við hana. Mörg
úrlausnarefnin, sem þar er glímt við,
eru það ný og í svo stöðugri þróun,
að úrlausnir dagsins í dag eru orðnar
úreltar á morgun. Líftími bóka í þess-
um fræðum er því yfirleitt ekki lang-
ur; þær sem voru gefnar út í Bret-
landi og Bandaríkjunum á 7. og 8.
áratugnum eru þegar orðnar ansi
velktar. Slík staðreynd breytir þó
engu um gildi þess verks sem nú er
komið fyrir sjónir lesenda, enda veit-
ir það þeim mjög greinargott yfirlit
yfir helstu álitamál heilbrigðissið-
fræðinnar, eins og þau horfa við
mönnum um þessar mundir. Ógnar
tæknin mannúðlegri heilbrigðis-
þjónustu? Hvenær á að segja sjúk-
lingum allan sannleikann? Hvað er
átt við með upplýstu samþykki sjúk-
lingsins? Hver er siðferðileg staða
hinna ýmsu tegunda tæknifrjóvg-
ana? Eru fóstureyðingar og líknar-
dráp siðferðilega réttlætanleg? Hver
er réttlát forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu? - og svo mætti lengi telja.
Helstu kostir hinnar nýju Sið-
fræði lífs og dauða eru að mínum
dómi þrír: í fyrsta lagi sá sem áður
var nefndur, að umfang verksins er
slíkt að það ljær hveijum sæmilega
upplýstum lesanda glögga mynd af
stöðu rökræðna í þessum fræðum.
Maður saknar fárra sjónarmiða eða
umræðuefna. í öðru lagi að Vil-
hjálmur lætur flest viðhorf njóta
sannmælis: hann hafnar engum fyr-
irfram án þess að hafa kannað rök
þeirra og réttmæti. Þriðji kosturinn,
og sá sem vegur kannski þyngst, er sá
að umfjöllun hans koðnar hvergi
niður í moðvelgju eða vöflur: Hann
tekur afstöðu. Það þykir kannski
kyndugt að lýsa þessu sem sérstök-
um kosti á bókinni, en staðreyndin
er sú að ýmsar erlendar fræðibækur
á þessu sviði eru nánast óþolandi
lesning fyrir þá sök hvað höfundur-
inn reynir að vera óskaplega „hlut-
Iaus'. Það gerir Vilhjálmi að vísu
auðveldara fyrir að við íslendingar
erum enn ekki bundnir á klafa þess
pólitíska rétttrúnaðar („political cor-
recmess') sem heft hefur ýmsum er-
lendum fræðimönnum orð á tungu á
allra síðustu árum.
Mætti ég svo bæta við fjórða kosti
þessarar bóka sem raunar leiðir beint
af hinum þriðja. Þar sem Vilhjálmur
skirrist ekki við að taka afstöðu til
þeirra málefna sem hann fjallar um,
getur bókin orðið óþijótandi rifrildis-
efni! Þótt röksemdafærsla höfundar
sé oftast sannfærandi og skýr, eru
ýmsar einstakar ályktanir í bókinni
sem ég er t.d. ekki reiðubúinn að fall-
ast á og vildi mega rökræða við hann
á öðrum vettvangi en í stuttum
blaðadómi. Eitt er áhersla hans á
samræður sem lykil að lausn ýmissa
erfiðra vandamála. Stundum er tor-
velt að greina á milli þess í málflutn-
ingi Vilhjálms hvort samræðurnar
leiði okkur að réttu svari, sem samt
sé til óháð þeim, og hins að rétta
svarið sé hvert það svar sem sprettur
fram í einlægum samræðum (er leið-
ir okkur í þann vítahring að rétta
svarið sé ekki til fyrr en við höfum
komið okkur niður á hvert rétta
svarið sé). Annað ágreiningsefni
okkar Vilhjálms er hvaða ályktun
beri að draga af þeirri niðurstöðu að
hefðbundin rök fyrir fijálsum fóstur-
eyðingum standist ekki nákvæma
skoðun. Þýðir það að þrengja beri
löggjöfina um fóstureyðingar frá því
sem nú er? Vilhjálmur vill ekki draga
. Siöfræði
lifs og dauða
VlIJijáhmtr Ánnisön
þá ályktun, sem ég myndi aftur hyll-
ast til að gera. Þá er ég á því að Vil-
hjálmur sé á villigötum er hann
reynir að gera skýran greinarmun á
beinu og óbeinu líknardrápi: því að
stuðla að dauða sjúklings annars
vegar með aðgerð og hins vegar með
aðgerðaleysi. Ég held sjálfur að þessi
munur sé reistur á sandi og því frá-
gangssök að rökstyðja að önnur teg-
undin (beint dráp) sé alltaf siðferði-
lega óréttmæt á sjúkrastofnunum þó
að hin (óbeint dráp) sé það ekki. Enn
má nefna drög Vilhjálms að lausn
forgangsröðunarvanda í heilbrigðis-
þjónustu en þar sækir hann í smiðju
þeirra erlendu fræðimanna sem mest
hafa skotið öldruðu fólki skelk í
bringu — og ekki alveg að ófyrir-
synju. Vilhjálmur leggur þannig til
lífskostakvarða sejm að mínum
dómi mismunar fólki á ólíkum ald-
ursskeiðum (einkum hinum háöldr-
uðu) undir því yfirskini að kostir ein-
staklinga til lífsgæða á heilli ævi eigi
að vera hinir sömu. Ef ekki er til
nægilegt fjármagn í þjóðfélaginu til
að veita öllum „bestu mögulega heil-
brigðisþjónustu' væri þá ekki nær að
beita hnífnum fyrst á þá sem eiga
slika þjónustu síst skilíð, t.d. þá sem
hafa sjálfir bakað sér mein sín með ó-
ábyrgum og óheilbrigðum lífsháttum
— fremur en að láta fæðingarár
ráða? Hvað t.d. um þá tvo þriðju
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
Mergurinn málsins
Jón G. Friðjónsson:
íslensk orðatiltæki —
Mergur málsins —
uppruni, saga og notkun.
Öm og Örlygur 1993.
Með samantekt og útgáfu ritsins
„íslensk orðatiltæki — Mergur máls-
ins — uppruni, saga og notkun' bæt-
ist enn eitt höfuðrit í röð rita og ritr-
aða sem örlygur Hálfdanarson hefur
gefið út, og er þetta e.t.v. það merk-
asta að öðrum ólöstuðum. Þáttaskil
urðu í orðabókaútgáfu með Ensk-ís-
lenskri orðabók Jóhanns Hannes-
sonar og Sörens Sörenssonar árið
1985 og síðan var Alfræðiorðabókin
gefin út, en í henni er að finna þýð-
ingar erlendra hugtaka á íslensku, —
hugtaka, sem em ný af nálinni í ís-
lenskum búningi.
Það má segja að orðatiltæki séu
mergur málsins, því er titillinn hnytt-
inn og lýsandi. Fastmótuð orðatil-
tæki nomð á réttan hátt styrkja ræðu
eða skrif og gera málflutninginn eða
skrif og gera málflutninginn skýrari
og myndrænni. Höfundurinn af-
markar efnið í formála: „Orðtök em
föst orðasambönd, merking þeirra
ekki yfirfærð, en oft breytt; fastar lík-
ingar, ýmist beinar eða óbeinar; Deyg
orð, vísa til setninga nafngreindra
höfunda eða til tiltekinna heimilda...
virðist sem Deyg orð eigi samleið
með orðatiltækjum en ekki máls-
háttum, þarfnast oft skýringar, sem
málshættir þarfnast ekki; samstæður,
kjamorð þeirra em svipaðrar merk-
ingar.' Höfundur nefnir dæmi til
skýringar þessum hugtökum. Með
þessari Dokkun leitast höfundur við
að afmarka „þau orðasambönd sem
ég nefni einu nafni orðatDtæki'.
OrðatDtæki eða orðtök era frá-
bragðin málsháttum á þann hátt að
þau era ekki fullgerðar setningar
eins og málshættir, sem skiljast einir
sér. Orðatiltæki era notuð til áherslu
og skýringarauka á því sem sagt eða
skrifað er.
Markmið höfundar og útgefanda
með þessu viðamikla riti, er „að gefa
sæmilega gott yfirlit yfir orðatiltæki í
íslensku, aldur þeirra og uppruna,
breytingar á merkingu og búningi og
notkun þeirra í daglegu máli...' Höf-
undurinn telur að um 70% þess efn-
is, sem fjallað er um í ritinu, sé nýtt,
að því leyti að það finnst ekki í orða-
bókum. Því er þetta rit ekki lítill akk-
ur fyrir þá, sem áhuga hafá á ís-
lenskri tungu og nota málið í tali eða
skrifum. Ritið ætti að víkka skilning á
því hvflík ótæmandi náma tungan
er, endalausum blæbrigðum og
áhersluhrynjandi. Höfundurinn hef-
ur safnað efninu eða orðatiltækjun-
um úr frumheimildum úr fomu máli
og máli síðari alda. Safnað efni var
síðan borið saman við orðabækur og
síðast en ekld sfst við söfn Orðabókar
Háskóla íslands.
FjaUað er um hvert orðatUtæki og
er fjaUað um tíltekna þætti í ákveð-
inni röð. Fyrst kemur uppflettiorð
eða lykilorð orðatiltækisins, síðan
gerð eða mynd orðatiltækisins, þá
stflgUdi, sem höfundur hefur aUan
vara á að ákveða neitt um, en bendir
þó á nokkur atriði og telur sig þá vera
kominn út á hálan ís, sem er hárrétt.
Engar reglur verða gefnar um stfl-
notkun, þar er komið að smekknum,
en sem kunnugt er, er „de gustibus
non disputandum'.
Merking orðatiltækja er skil-
greind og merkingarafbrigði. Notk-
unardæmi era flest tekin úr mæltu
máli eða rituðu. Höfundur gerir
grein fyrir aldri orðatfltækja svo og
upprana og að lokum erlendum
samsvörunum.
Höfundur gerir skýra grein fyrir
byggingu, efnismeðferð og tilgangi
bókarinnar í ítarlegum formála, síð-
an koma orðatUtækin á næstu 900
blaðsíðum og er hver blaðsíða tví-
dálka. Ólafur Pétursson myndskreyt-
ir með 700 myndum. Sé tekið dæmi
um orðatfltæki, má taka lykilorðið
„fjall', en orðatUtæki sem byggja á
því lykilorði og skýringar og dæmi
um þau fyUa heUa tvídálka blaðsíðu.
Skráin yfir heimUdir og uppfletti-
rit er 17 blaðsíður.
Jón G. Friðjónsson.
Eins og áður segir, er þetta rit höf-
uðrit um íslenska tungu, lykflrit,
unnið af elju og vöndugleika, byggt á
yfirgripsmikilli þekkingu og næmum
smekk. Til aUrar hamingju hefur
margt þarfra orðabóka komið út
undanfama áratugi, og meðal útgef-
enda þeirra rita er hlutur útgáfunnar
Amar og Örlygs rismestur. örlygur
Hálfdanarson hefur hvorki sparað fé
né hikað við að taka á sig áhættuna.
Þetta er þörf starfsemi, ekki síst þegar
litið er til þeirra óheillabreytinga,
sem orðið hafa í kennslu íslenskrar
tungu í íslenska skólakerfinu síðustu
tvo áratugina, eins og kannanir á
málkennd og kunnáttu skólanem-
enda votta.
„Sérhver tUvitnun stuðlar að því
að styrkja tunguna og efla vídd og
notkun hennar' (Samuel Johnson í
formála að Orðabókinni 1755).
Það má hafa sömu orð um þessa
hluta kvenna sem fara í fóstureyð-
ingu án þess að hafa notað nokkra
getnaðarvöm; er ástæða til að samfé-
lagið kosti þá þjónustu?
Þannig mætti lengi telja. Aðrir les-
endur munu síðan verða ósammála
öðrum niðurstöðum Vilhjálms og
þannig getur umræðan um þessi mál
þróast, eins og jafnan gerist þegar ó-
líkum rökum lýstur saman. VU-
hjálmur hefur lagt tíl brennifómina
sem bíður neistans: þess að hún sé
nýtt í þrotlausar umræður um sið-
fræði lífs og dauða, á meðan aðrar
bækur, sem enga skýra afstöðu taka,
verða dauð heUa- og hUlufylli.
Eitt helsta mein okkar er að hér á
landi hefur ekki náð að myndast
gagnrýnin, þverfagleg umræðuhefð.
PáU Skúlason, fyrrum lærifaðir okkar
VUhjálms, viU jafnvel ganga svo langt
að fullyrða að við séum enn á öld
upplýsingarma en höfum ekki náð
öld upplýsingarinnar: hinnar
fijálsu notkunar skynseminar í opin-
berri umræðu. Það er nokkuð tU í
orðum Páls þó að sumum kunni að
þykja of djúpt í árinni tekið. Sérfræð-
ingar okkar vflja lokast inni í hring
eigin smásjársviða og í þjóðfélaginu
er ekki borin sama virðing fyrir alúð-
arfullri fræði- og vísindamennsku og
t.d. fyrir alls kyns listglingri. Við þurf-
um að skapa hina akademísku um-
ræðuhefð hér á landi þar sem menn
vega hver annan í góðsemi, með
vopnum raka en ekki persónuníðs,
og við þurfum að hefja metnaðar-
fulla fræðimennsku, í víðustu merk-
ingu þess orðs, til vegs og virðingar.
Siðfræði lífs og dauða eftir VU-
hjálm Ámason verður ekki betur lýst
en sem metnaðarfullu, voldugu
fræðiriti sem ætti að geta orðið ákjós-
anlegt innlegg í slíka umræðuhefð.
Ég vona að sem flestir lesi það nú
strax um þessi jól og áramót, á þeim
árstíma þegar fæðing lífs og hverful-
lefld tímans era mönnum ofar í huga
en endranær.
Kristjín Kristjánsson er doktor í heimspela frá St.
Andrews háskáUmum t Skotlandi. Ham er lektor
við Háskólam á Akureyri.
Örtygur Hálfdanarson.
bók Jóns G. Friðjónssonar. TUvitnan-
ir í orðatíltæki íslenskrar tirngu, orð-
tök, talshætti, fastar lflcingar, fleyg
orð og samstæður.
Þegar blaðað er í þessari bók,
opnast skýr og víður heimur — auð-
ur tungunnar — orðatiltækin skeip-
ast og tUvísanir í önnur lyldlorð teng-
ja efni bókarinnar innbyrðis. Bókin
er fróðleiksnáma um íslenska tungu,
orðvenjur og föst orðasambönd og í
meðferð höfundar, sem tekur dæmi
um notkun, verður hún skemmti-
lestur öðrum þræði, anekdótusafn
bæði frá fyrri tíð og ekki síður úr nú-
tímanum.
Sum bókaár gerist það að rit eru
gefin út, sem bijóta blað í íslenskri
bókmenntasögu og bóksögu. í ár er
þessi bók tvímælalaust þeirrar gerð-
ar. Það er mergurinn málsins.