Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. desember 1993 tímlnn H- Verkafólk dregist afturúr öðru ASI-lólki í launum Greitt tímakaup breyttist lítið hjá ASÍ-fólki milli 3. ársfjórð- ungs í fyrra og sama tímabils í ár, eða aðeins um 1,4% að meðaltali. Á sama tíma varð 5% haekkun á framfærslukostnaði. Mánaðartekj- ur fólks í fullu starfi hækkuðu heldur meira að meðaltali, sem skýrist af því að vinnuvika verka- fólks lengdist um nærri því klukkustund og litlu minna hjá iðnaðarmönnum. Vinnutími verkafólks var þá aftur orðinn jafn langur og hann hafði verið á 3. árs- fjórðungi 1991 — tæpar 50 stundir hjá körlum og tæplega 45 stundir hjá konum. Heildartekjur verkafólks hafa hins vegar hækkað mun minna en hjá öðrum þessi tvö síðustu ár, eins og glöggt kemur í Ijós við saman- burð á mánaðartekjum 3. ársfjórð- ungs 1991 og 3. ársfjórðungs 1993. Verkakarl 103.400 107.400 3,9% Verkakona 85.900 88.600 3,1% Iðnaðarm. 136.300 144.400 5,9% Afgr.karl 110.600 118.800 7,4% Afgr.kona 76.400 82.500 8,0% Skrst.karl. 127.900 139.400 9,0% Skrst.kona 90.600 101.300 11,8% Meðalt.: 104.900 111.000 5,8% . Tekjur verkafólks hafa þannig hækkað aðeins tæplega 3 til 4 þús.kr. á mánuði á sama tíma og tekjur hinna stéttanna hafa hækk- að frá 6.100 og upp í 11.500 kr. á mánuði. Á þessum tveim árum hækkaði verðlag í landinu um 7,5%. Til að halda í við þá hækkun hefðu mán- aðartekjur verkafólks þurft að hækka tæplega 4.000 kr. meira en þær hafa gert. Mánaðartekjur hinna stéttanna hafa hins vegar nokkum veginn haldið í við verðlagshækkanir og meira en það hjá skrifstofufólki. -HEI Nýr dýralæknir í Mýrasýslu Óánægja meðal bænda í sýslunni Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra veitti í gær Rúnari Gísla- syni, dýralækni f Stykkishólmi, embætti héraðsdýralæknis í Mýra- sýslu. Talsverð óánægja er meðal bænda í Mýrasýslu með ákvörðun landbúnaðarráðherra, en þorri allra búfjáreigenda í sýslunni höfðu skorað á ráðherra að skipa Gunnar Gauta Gunnarsson dýra- lækni í stöðuna. Yfir 200 bú§áreigendur í Mýra- sýslu skomðu á ráðherra að veita Gunnari Gauta stöðuna, en hann hefur gegnt störfum fráfarandi hér- aðsdýralæknis í forföllum hans undanfarin ár. Klemens Halldórs- son, bóndi og einn af forsvars- mönnum undirskriftasöfnunar- innar, segir marga bændur óánægða með ákvörðun ráðherra. Hann tók fram að sú óánægja bein- ist ekki að Rúnari Gíslasyni, heldur hafi menn góða reynslu af störfum Gunnars Gauta og því lagt áherslu á að hann fengi stöðuna. Sú hefð hefur skapast við emb- ættisveitingar til dýralækna að þeir, sem lengstan starfsaldur hafa, fái þær stöður sem losna. Rúnar hefur heldur lengri starfsaldur en Gunnar Gauti. Klemens sagði að þó nokkur dæmi séu um að þessi starfsaldursregla sé sniðgengin við embættisveitingar, auk þess sem skiptar skoðanir séu um ágæti herrnar innan Dýralæknafélagsins. Klemens sagðist telja að stjóm- málaskoðanir umsækjenda hafi ráðið miklu um hver fékk þetta starf. -EÓ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - góð bók um jólin Fólkið hjá Eimskip Bókin Milli sterkra stafha - fólkið hjá Eimskip styður þau algildu sannindi að þegar grannt er skoðað er fyrirtæki ekki skip, bókhaldsgögn eða húseignir, heldur fólkið sem vinnur þar. I bókinni segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt tólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjór Tveir útlendingar sem verið hafa í samstarfi við Eimskip áratugum saman segja tæpitungulaust frá viðskiptum sínum við Islendinga og skoðun sína á landi og þjóð. Fjallað er um ástina og gleðina, sorg og sigra. Sögusviðið er meðal annars menningarpláss vestur á fjörðum á öndverðri öldinni, Esbjerg í Danmörku á tímun þýskrar hersetu og danskrar andspyrnuhreyfmgar, London á stríðsárunum, farþegaskipið Gullfoss og ævintýrin þar, Palestína meðan Suezdeilan stóð sem Kaupmannahöfn í stríði og friði og Reykjavík frá aldamótum til dagsins í dag. Flestir sem segja sögu sína í þessari bók hafa starfað með þremur forstjórum á starfsævi sinni og þeir greina frá því hvernig persónuleiki þeirra hvers um sig hafði og hefur enn áhrif á starfsemina og andann í þessu stóra fyrirtæki. Afar skemmtileg og óvenjuleg viðtalsbók - prýdd fjölda Ijósmynda. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.