Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 20
FJÖLBREYTTAR FÓÐURVÖRUR . MR búðineLaugavegi 164 simi 11125 -24355 NYTTOG FERSKT DAGLEGA ^ þ reiðholtsbakarí ^ VÖLVUFELL113 - SlMI 73655 ASIgegn kvótabraskinu Benedikt Davíðsson, for- seti ASt segir það ekkert ólík- legt að samtökin muni reyna að beita áhrifum sínum tíl að fá fram nauðsynlegar breyt- ingar á ákvaeðum kvótalaga um frjálst framsal. Hann segir að það séu all- ar líkur fyrir því að farið verði að taka af launum fisk- vinnslufólks í landi til að fjár- magna kvótakaup, að óbreyttum lögum um frjálst framsal aflaheimilda. Hann segir kvótabraskið einnig stuðla að því að halda laun- um fiskvinnslufólks niðri. Á nýafstöðnum mið- stjómarfundi ASÍ var lýst yfir fullum stuðningi við kröfur sjómanna í kjaradeilu þeirra við útvegsmenn, en sjómenn hafa boðað verkfall á fiski- skipaflotanum frá og með áramótum. En höfuðkrafa sjómanna beinist gegn kvóta- braskinu og þeirri nauðung, sem þeir em beittir til þátt- töku í kvótakaupum útgerða. -GRH Ganglimir í meiri hættu af reykingum en háu kólesteróli Rannsókn á áhrifum tób- aksreykinga og kólesteróls á blóðrennsli til ganglima miðaldra karla leiddi m.a. í ljós að tóbaksreykingar valda mun meiri tmflun á blóðrennsh til fótanna heldur en hátt kólesteról gerir. Hjá reykingamönnum, sem þar á ofan hafa hátt kólesteról, tmflast blóðrennsli til fótanna ennþá meira. Koma þau áhrif greinilega fram við áreynslu. Fram kemur hærri blóðþrýstingur og hraðari hjartsláttur reykingamanna baeði í hvfld og við áreynslu, sem gaetí bent til skerts áhersluþols. Tób- aksreykingar em taldar ein helsta orsök aeðakölkunar, enda reykja 90% þeirra sem greinast með slagaeðasj úkdóma. Tilgangur fyrmefndrar rann- sóknar var að meta óháð áhrif reykinga og kólesteróls á slag- aeðablóðflæði til ganglima mið- aldra karlmanna, sem ekki höfðu fundið til einkenna slagæðasjúk- dóms, segir Guðmundur S. Jóns- son í grein í Læknablaðinu. Til rannsóknarinnar var boðið rúm- lega níutíu körlum á aldrinum 40-60 ára, án einkenna um slag- æðasjúkdóm, sem komið höfðu til rannsóknar á hjarta og æða- kerfi í Rannsóknarstöð Hjarta- vemdar. Tæplega helmingur þeirra vom reykingamenn. Um þriðjungur reykingamannanna og um fimmtungur hinna höfðu hátt kólesteról (yfir 270 mg/dl). Rannsókninni var þannig háttað að reiknað var hlutfall blóðþrýstings, sem mældur var í ökla og upphandlegg. Ennfremur var mældur hraði á blóðrennsli í náraslagæðum fyrir og eftir létta áreynslu. Niðurstöðumar sýna að blóð- flæði til ganglima miðaldra karla, sem hvorki hafa þekkta sjúk- dóma í slagæðakerfinu né ein- kenni um slagæðaþrengsli, er vemlega háð reykingavenjum. Kólesteról virðist hins vegar ekki vera sjálfstæður áhættuþáttur hvað þetta varðar, en fari saman há gildi kólesteróls og reykingar em greinilega auknar líkur á trufluðu blóðrennsli til ganglima. .bessi rannsókn virðist því styðja þá tilgátu að tóbaksreyk- ingar hafi meiri áhrif til minnk- unar blóðrennslis í ganglimum en hátt kólesteról,' segir greinar- höfundur. Rannsóknin sýnir einnig önn- ur merki um hagstæðara ástand hjarta og æðakerfis meðal þeirra sem ekki reykja, sem lýsi sér með hægari hjartslætti og lægri blóð- þrýstingi bæði fyrir og eftir áreynslu. -HEI Co<< clöÁJc Shni 5 34 66 Iðnrekendur halda að sér höndum Störfum fjölgar ekki, þrátt fyrir umtalsverða söluaukn- ingu ,Það hefur ekki fækkað á atvinnu- leysisskrá hjá okkur. Fyrirtækin ganga fyrst á það, sem er til á lager, áður en farið er að fjölga fólki. At- vinnurekendur eru einnig tregir við að ráða nýtt fólk til starfa, því þeir vita ekki hversu lengi þetta varir,* segir Guðmundur Þ. Jóns- son, formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks. Hann er engu að síður ánægður með árangur átaksins, það sem af er. Þrátt fyrir að vísbendingar innan iðnaðarins gefi til kynna söluaukn- ingu um allt að 20% og jafnvel meira í sölu matvæla og annarra neysluvara í átakinu íslenskt, já takk, þá virðist það ekki hafa skilað sér með fjölgun starfa. Að minnsta kostí ekki enn sem komið er. Þetta vekur óneitanlega athygli í ljósi þess að átakið íslenskt, já takk er sameiginlegt átak samtaka at- vinnurekenda og launafólks fyrir íslenskri framleiðslu og íjölgun at- vinnutækifæra. Á atvinnuleysis- skrá hjá Iðju eru rúmlega 140 manns, sem er nokkur fjölgun frá sama tíma í fyrra, en þá voru 115 Iðjufélagar án atvinnu. »Þegar komið hafa svona toppar þá hafa fyrirtækin mætt þeim með auknu álagi á starfsfólkið, en ekki ráðið nýtt fólk. En hitt er rétt að at- vinnurekendur hafa verið tregir við að taka inn nýtt fólk. Það er sjónarmið út af fyrir sig að ráða ekki mann til þess að segja honum fljótlega upp." Formaður Iðju telur að hægt sé að þurrka upp atvinnuleysið að vem- legu leytí með því að landinn kaupi innlendar framleiðsluvömr í stað eriendra. »Við erum að flytja inn störf í stór- um stfl með kaupum erlendis frá, eða sem nemur allt að sex þúsund störfum,' segir Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks. -GRH VSK kostar ÍSÍ10-15 m. T Ttgjöldíþróttasambandsíslands U munu aukast um 10-15 millj- ónir á árinu 1994 vegna álagningar virðisaukaskatts, samkvæmt bréfi sambandsins tíl efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Þar kemur fram að kostnaður ÍSÍ við innan- landsflug var á síðasta ári tæplega 71 milljón og verður síst lægri á þessu ári. Skattlagningin kemur því afar illa niður á íþróttahreyf- ingunni, einkum og sér í lagi á landsbyggðinni, eins og segir í bréfi ÍSÍ. -GK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.