Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 8
8 timinn Laugardagur 18. desember 1993 Jeltsfn með einum ráðgjafa sinna: hann lagöi megináherslu á aö fá nýju stjórnarskrána samþykkta. Pavel Gratsjev, vamarmálaráðhen-a, með forsetanum: herinn kvartar varla yfir úrslitunum. Rússar biðja mii sterkan nianii BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON pEaT þetta er ritað eru horf- I Jur á að sigur svokallaðs JL Fijálslynds lýðraeðisflokks, undir forustu Vladímírs Volfovítsj Zhírínovskijs, í þingkosningunum í Rússlandi verði ekki eins mikill og í fyrstu var gert ráð fyrir. Helmingur þingmanna (225 af 450) í neðri deild (ríkisdúmu) hins nýja Rússlandsþings er kos- inn af landslistum, og í þeim hluta kosninganna fékk flokkur Zhír- ínovskíjs að vísu tæpan fjórðung atkvaeða. En hinn helmingur dúmuþingmanna er kjördaema- kosinn og svo er að sjá að rúmur helmingur þeirra frambjóðenda, sem kosningu náðu í kjördæm- um, sé óháður. Á miðvikudag, þegar kunn voru úrslit úr 187 kjördæmum af 225, hafði flokkur Zhírínovskíjs ekki fengið nema fimm menn kjördæmakosna. Zhírínovskíj er eigi að síður almennt kallaður sig- urvegari kosninganna, þar eð hann fékk miklu meira fylgi en spáð hafði verið. Óbrotinn áróður Áróður Zhírínovskíjs hefur alla tíð á þeim þremur árum eða .svo, sem liðin eru frá því að hann fór að láta verulega á sér kraela, verið fremur óbrotinn. í kosn- ingaáróðri hans fór mest fyrir þrennu: í fyrsta lagi lofaði hann að gera Rússland að risaveldi á ný, í öðru lagi að útrýma glæpum og síðast en ekki síst að tryggja öllum góða og örugga afkomu. Til að fá því fyrstnefnda framgengt, sagði Zhírínovskij, ættu Rússar að leggja undir sig ekki einungis öll fyrrverandi sovétlýðveldi (og byija á Eystrasaltslöndum), held- ur og öll þau lönd er einhvem- tíma lutu Rússakeisurum (þ.á m. Pólland og Alaska). Glæpaógnina kvaðst hann í síðasta útvarps- ávarpi sínu fyrir kosningar ætla að kveða niður á þessa leið: „Við setjum upp skyndidómstóla og skjótum foringja glæpagengjanna vafningalaust.' Ástæða er til að ætla að allt þetta hljómi nokkuð vel í eyrum ófárra Rússa og sumt í eyrum flestra þeirra. Þeir em þjóðemis- sinnar talsverðir og fyrirverða sig ekki fyrir að vera það, eins og margir Vesturlandamenn nú til dags. í augum fjölmargra Rússa er hrun sovétblakkarinnar, svo að ekki sé minnst á hnm Sovétríkj- anna sjálfra, illþolandi auðmýk- ing, og ekki bætir þar úr skák í augum þjóðemissinnaðra Rússa að risaveldisbákn þetta, sem heimurinn hafði hneigt sig fyrir og óttast í yfir sjötigi ára, hrundi þegar til kom nánast viðnáms- laust eins og innihaldslaus spila- borg. Það að vera stórveldi, sem ráði yfir smæni grannþjóðum og heimurinn beri óttablandna virð- ingu fyrir, er dijúgur þáttur í hóp- sjálfsímynd Rússa. Gamla kerfið bauð upp á frem- ur kröpp kjör fyrir flesta og tak- markaða neyslu, en eigi að síður lágmarksöryggi. Það öryggi er nú rokið út í veður og vind, margir líða skort, bilið milli ríkra og fá- tækra er meira eða a.m.k. miklu meira áberandi en fyrr og versni lífskjör almennings að ráði frá því sem nú er, er hætt við að hungur verði hlutskipti margra. Þar við bætist að almenningur lifir í stöð- ugum ótta við mafíur og annan glæpalýð. Fjöldi fólks er orðinn þreyttur á að bíða þess að núverandi ráða- menn geri eitthvað sem dugi til þess að lífskjörin batni, afkomu- öryggi aukist og glæpaplágunni lirmi. Hvort sem Rússar almennt hafa meira eða minna álit á Zhír- ínovskíj, má vera að mörgum þeirra hafi þótt ómaksins vert að „gefa honum tækifæri", hann yrði þá varla lélegri og úrræða- lausari en núverandi ráðamenn. „Borís keisari" Við þetta er því að bæta að Zhírínovskíj virðist í kosningabar- áttunni hafa tekist nokkuð vel upp sem ræðumanni, ekki síst í sjónvarpi, en svo er að heyra að aðrir flokksleiðtogar hafi ekki tek- ið sig neitt afburða vel út í þeim áhrifamikla fjölmiöli. Fréttaskýrendur ýmsir voru fyrir nokkru famir að skrifa á þá leið, að Jeltsín forseti væri ekki mjög áhugasamur um kosning- amar á dúmuna. Aðaláhugamál hans væri að fá samþykkta nýju stjómarskrána, sem kvað veita Rússlandsforseta meira vald en forsetar Bandaríkjanna og Frakk- lands hafa. Og það tókst honum, þótt litlu munaði. í vestrænum blöðum er nú al- gengt orðið að kalla Jeltsín „Borís keisara" og sumir dálkahöfunda þeirra komast að orði á þá leið að í krafti nýju stjómarskrárinnar verði Rússlandsforseti álíka valdamikill og „austrænn einræð- isherra", eins og Matthew Camp- bell lætur það heita í Simday lim- es. Standist það, er hætt við að nýja dúman verði ekki miklu valdameiri en sú gamla á loka- skeiði keisaratímans. í samræmi við það að Jeltsín lagði höfuðáherslu á að fá stjóm- arskrána samþykkta, er sagt, var það að hann hafði sig ekki í fram- mi í kosningabaráttunni fyrir þingkosningamar, kynnti sig í henni sem þjóðarleiðtoga hafinn yfir flokkapólitík. Hann hafi ekki reiknað með öðm en að hið nýkjöma þing yrði án nokkurs stöðugs meirihluta (eins og komið virðist á daginn), en gert ráð fyrir að vega upp á móti því með sterku forsetavaldi. Nú má ætla að þeir, sem gera ráð fyrir að Jeltsín hafi hugsað eitt- hvað á þessa leið, telji að hann hafi misreiknað sig illa, þar eð hann hafi ekki reiknað með þetta miklu fylgi fyrir Zhír- ínovskíj. Miðað við fylgi flokks Zhírínovskíjs nú, virðist hann hafa dijúga möguleika á að komast í hið valdamikla forseta- embætti, þegar kosið verður um það næst. Og hann fer ekki í launkofa með að hann stefni á það. Ekkert grín Hingað til hefur ekki borið á því að hann væri tekinn mjög al- varlega, ekki heldur í Rússlandi. Viðkvæðið hefur verið að hann væri einskonar trúður, en að vísu fremur óhugnanlegur sem slíkur. En varla er mikil ástæða til að ef- ast um að honum sé nokkur al- vara með flest af því sem hann segir, a.m.k. ekki síður en stjóm- málamönnum yfirleitt. Ummæli hans í garð íslands em t.d. að lík- indum ekkert grín frá hans hálfu og vel mætti vera að hann talaði um það efni út úr hjarta ófárra Rússa. Sjálfstæðisbarátta Eystra- saltslanda varð upphafið að upp- lausn sovéska risaveldisins og for- ganga íslands í því að viðurkenna lönd þessi þijú sem sjálfstæð ríki var ekki án þýðingar. Hefðbundin og nokkuð almenn afstaða Rússa til smáþjóða er að líkindum á þá leið að taka þær ekki mjög alvar- lega. Með hliðsjón af því kann uppreisn Eista, Letta og Litháa gegn rússneska valdinu, sem gerð var með stuðningi alls þorra fólks af þessum þjóðum svo að segja jafnskjótt og tækifæri bauðst, að hafa komið flatt upp á Rússa yfir- leitt. Og ætla má að í augum mar- gra þeirra sé það sérstök auðmýk- ing, ofan á allar aðrar, að svo litlar þúfur sem Eystrasaltsþjóðimar þijár skyldu velta því þunga hlassi sem Sovétríkin vom. Að hafa misst Eystrasaltslönd er Rússum af fleiri ástæðum við- kvæmt mál. Til dæmis að nefna vom þessi lönd í augum margra Rússa „þeirra' hlutur af hinum (í þeirra augum) fínu og eftirsókn- arverðu Vesturlöndum. Spádómar um hvað gerist í rússneskum stjómmálum alveg á næstunni em nokkuð á reiki. Jeltsín ætti að standa þar vel að vígi með nýju stjómarskrána sem grundvöll. Lfidega reynir Valkost- ur Rússlands, flokk’ur sá er stend- ur Jeltsín næst, að taka höndum saman við aðra flokka sem frétta- menn skilgreina sem umbóta- sinnaða, auk þess að fiska eftir stuðningi sem flestra óháðra þingmanna. Þannig kynni að nást saman á þingi allstór samfylking eða jafnvel meirihluti með stjóm Jeltsíns. En flest er enn í óvissu um það. Kommúnistaflokkur Rúss- lands og Bændaflokkur svo- nefndur, sem kvað standa komm- únistum nærri, fengu allmikið fylgi. Það kom ekki á óvart og er í samræmi við tilhneigingar sem gætt hefur undanfarið í fleiri fyrr- verandi austantjaldslöndum. Ekki er óhugsandi að sú staða komi upp að þeir flokkar verði lóðið á vogarskálinni milli Valkostsins og áþekkra flokka annarsvegar og Zhírínovskíjs hinsvegar. Lang- stærsta spumingarmerkið í þessu samhengi er að lfldndum hver af- staða óháðu þingmannanna verður, en miðað við síðustu töl- ur þegar þetta er ritað er Ifldegt að þeir verði um fjórðungur þing- manna í dúmunni nýju. Sigur fyrir herinn Einn er sá aðili rússneskur, að formi til utan stjómmála, sem ætla má að sé ánægður með kosningaúrslitin, en það er her- inn. Hann er dapur í bragði yfir hruni rússneska risaveldisins. Því veldur sært þjóðemis- stolt og ekki síður það að áminnst hmn hefur komið illa við hagsmuni hersins og margra sem honum em á einhvem hátt tengdir. Zhírínov- skíj mun hafa fengið mikið fylgi meðal her- manna og það er einkar alvarlegt mál fyrir Jelt- sín, sem lagt hefur kapp á að hafa herinn, sem trúlega er valdamesti aðili Rússlands í raun, sín megin. Stuðningur hersins við Jeltsín réði að lfldndum úrslitum um að hann varð ofan á í viðureigninni við gamla þingið (æðstaráð- ið) í október. (Þótt ein- hveijum kunni undar- legt að virðast, hélt Zhír- ínovskíj sig utan þeirrar samfylk- ingar fasista og kommúnista, sem þá gerði uppreisn gegn Jeltsín. Það mun hafa verið vegna þess að Zhírínovskíj var frá upphafi með- mæltur nýju stjómarskránni, sem Jeltsín beitti sér fyrir og hefur nú verið samþykkt, þar eð hann var sammála Jeltsín um brýna nauð- syn á sterku forsetavaldi.) Zhírínovskíj hefur sagst reiðu- búinn til samstarfs við Jeltsín og Jeltsín mun ekki hafa útilokað það, miðað við það sem haft er eftir einhveijum talsmanna for- setans. Hefur í því sambcindi verið bent á að í ýmsum atriðum sé ekki mjög mikill munur á stefnu þeirra. Einnig Jeltsín mun vilja efla Rússland út á við, enda þótt ekki sé hann eins róttækur í þeim efnum og hinn. í augum Vesturlanda em þeir andstæður: Jeltsín hinn ábyrgi fulltrúi stöðugleika, markaðsfrels- is og lýðræðis, Zhírínovskíj á hinn bóginn óábyrgur, óútreiknanleg- ur og hættulegur lýðskrumari og fasisti. (Því síðastnefnda neitar Zhírínovskíj á þeim forsendum að fasistar séu siðastrangir í kynferð- ismálum; „ég held því hinsvegar fram að tilbreytni í þeim efnum sé manninum til góðs.") En ekki er víst að menn þessir tveir, sem lflc- Zhírlnovsklj: skyndidómstólar gegn glæpamönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.