Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 4
4
mn » n ir»
Laugardagur 14. desember 1993
Sjoppuþrælar
hlunnfarnír í
svartri vinnu
Unglmgar eiga oft ekki
kost á öðru en að vera of-
urseldir vinnuveitanda sín-
um, annars fá þeir ekki
vinnu
Elías Magnússon hjá kjara-
máladeild VR segir að það sé
mjög algengt að krakkar á skóla-
aldri vinni svarta vinnu í sölu-
turnum og hvorki fái vinnu né
sjái sér hag í að vinna nema
þannig sé í pottinn búið. Þá segir
hann að algengt sé að krakkamir
séu látin vinna alls óskyld verk-
efni, eins og raestingar. „Það er oft
svínað á þeim á allra handa
máta/ segir Elías og telur að oft
fái þau t.d. ekki greitt fyrir yfir-
vinnu.
Hann segir að þetta hafi tíðk-
ast lengi, en telur að ástandið hafi
versnað í seinni tíð og vísar til at-
vinnuleysis og erfiðleika í þjóðfé-
laginu.
Hann segir að þegar ung-
menni hafi unnið um lengri tíma
í svokallaðri svartri vinnu sé erfitt
að aðstoða þau, komi upp vand-
kvæði með launagreiðslur.
„Þetta eru ungir krakkar sem
vinna þarna og menn nýta sér
það oft á tíðum,' segir Elías.
Hann segir að svona mál komi
alltaf annað slagið til kasta VR, en
telur að það sé brotið á miklu
fleirum en þangað leita.
Hann bendir á að ungmennin
hafi ekkert í höndunum um að
þau hafi unnið á viðkomandi
stað og af þeim ástæðum er einn-
ig erfitt að koma lögum yfir eig-
andann. »Það er ekkert hægt að
gera í mörgum þessara mála,'
bætir Elías við.
Jafnframt eru þessi ungmenni
oft látin fást við verkefni, sem eru
óskyld þeirri vinnu sem þau eru
ráðin til, eins og t.d. að ræsta
vinnustaðinn.
Hann segir að það sé auðvelt
að skýra hvers vegna svona
ástand viðgengst. ,Það eru marg-
ir sem eru tilneyddir, en aðrir
telja að annars borgi sig ekki að
vinna þessa vinnu,' segir Elías og
vísar til lágra launa og skatta.
Hann samsinnir því að það
þurfi að upplýsa krakkana sem
og aðra um hvað það hefur í för
með sér að vinna svarta vinnu,
en við það glatar launafólk öllum
réttindum.
Launþegar geta fengið staðl-
aða ráðningarsamninga hjá
Verzlunarmannafélaginu, að
sögn Elíasar. ,Atvinnurekendur
vilja bara ekki gera neitt í þessu,
sérstaklega eigendur sölutuma.
Þeir hafa engan áhuga á að gera
þetta löglegt,' segir Elías. Hann
telur að séu launþegamir eitt-
hvað að velta ráðningarsamningi
fyrir sér, séu þeir einfaldlega ekki
ráðnir til starfans, því margir séu
um hituna.
Hann segir að oft hafi Verzl-
unarmannafélagið reynt að ræða
við starfsfólk sölutuma og gert
sér ferð í þeim tílgangj. ,Það hef-
ur ekki skilað sér í neinum
mæli,' segir Elías.
Hann segir að oft hafi komið í
ljós að ungt fólk starfi í vissum
sölutumum, en þrátt fyrir það
hafi þeir aldrei skilað neinum
gjöldum.
Þá segir hanri að oft sé erfitt
um vik að ætla sér að fylgja mál-
um eftir, þar sem eigendaskipti
sölutuma séu mjög tíð. „Um leið
og þú ert búinn að fara eina ferð
og ætlar að gera eitthvað í mál-
inu, er kominn nýr eigandi og
nýtt starfsfólk,' segir Elías.
-HÞ
Likamsrækt Callíar og Rás tvö efndu til átaks I gær til aö safna peningum fyrir Spltalasjóö bamadeildar Hríngsins.
Fulltrúar fyrirtækja og einstaklingar púluöu I llkamsrækt tlmunum saman og gáfu jafnframt fjármuni til Spitalasjóösins.
Seinni part dags I gær höföu safnast á aöra milljón I söfnuninni. Tlmamynd Ami Bjama
12,5% laimalækkun,
brottrekstur ella
Stálsmiðjan hefur í hótun-
um við starfsmenn. Fátítt,
segir forseti ASÍ
„Það er nú sjálfsagt ekki eins-
dæmi að laun séu lækkuð einhliða.
En það er hinsvegar fátítt að menn
fái hótunarbréf um leið, þess efnis
að ef starfsmenn verða ekki búnir
að gangast undir einhver tiltekin
skilyrði fyrir einhvem tiltekinn
tíma, þá verði þeir reknir. Ég held
að það fari verst í menn,' segir
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ.
Á síðasta miðstjómarfundi ASÍ
var samþykkt harðorð ályktun þar
sem mótmælt er tilkynningu Stál-
smiðjunnar hf. um 12,5% launa-
lækkun starfsmanna frá og með 1.
febrúar n.k. og hótunum um upp-
sögn frá sama tíma, ef starfsmenn
samþykkja ekki að taka á sig vem-
lega kjaraskerðingu. Á fundinum
var einnig upplýst að starfsmenn
fyrirtækisins innan VR hefðu þegar
verið lækkaðir um 10% í launum
og myndu taka á sig 2,5% launa-
lækkun til viðbótar í byxjun febrú-
ar.
Miðstjómin lítur svo á að hóp-
uppsagnir starfsmanna sé ólögmæt
verkbannsaðgerð og gróft brot á
friðarskyldu, þar sem kjarasamn-
ingar em enn í gildi.
f ályktuninni kemur einnig
fram að miðstjómin mun beita öll-
um tiltækum ráðum til að koma í
veg fyrir að launalækkunin nái
fram að ganga. Jafnframt fól mið-
stjómin forsetum ASÍ að hafa náið
samstarf við viðkomandi verka-
lýðsfélög um aðgerðir.
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta,'
sagði Skúli Jónsson, forstjóri Stál-
smiðjunnar. Hann fagnar hinsveg-
ar þeim ummælum forsætisráð-
herra á þingi í vikunni, að jöfntm-
argjald sé raunhæfur kostur til að
jafna samkeppnisstöðu innlends
skipaiðnaðar í samkeppni við ríkis-
styrktan erlendan skipaiðnað.
Halldór Bjömsson, varaformað-
ur Dagsbrúnar, segir að þessi að-
ferð Stálsmiðjunnar að hóta starfs-
mönnum brottrekstri, ef þeir sam-
þykkja ekki einhliða ákvörðun fyr-
irtækisins, sé algjört einsdæmi r
samskiptum fyrirtækis og starfs-
manna. Hann segir að verkalýðsfé-
lögin muni reyna fljótlega að koma
á viðræðum við fulltrúa fyrirtækis-
ins, en starfsmennimir hafa frest til
15. janúar n.k. til að gera upp hug
sinn.
-GRH
Rflds-
, • /
stjornm
mótmælir
Sella-
field
Sendiherra Bretlands á ís-
landi, Michael Hone, vom í
dag afhent eindregin mótmæli
íslensku ríkisstjómarinnar
vegna ákvörðunar breskra
stjómvalda um að heimila
rekstur nýrrar endurvinnslu-
stöðvar fyrir geislavirkan
kjamorkuúrgang í Sellafield.
Sendiherrann var boðaður á
fund starfandi utanríkisráð-
herra, Sighvats Björgvinsson-
ar, þar sem hann tók við mót-
mælunum. Jafnframt var
honum afhent ályktun AI-
þingis, þar sem þessari
ákvörðun er harðlega mót-
mælt.
Aðeins 13% barna undir
3ja ára á dagheimilum
Ijölgun leikskóla einskorðast
|H nánast við böm á aldrinum
JL 3-5 ára. En fyrir foreldra,
sem þarfnast daggæslu fyrir böm
yngri en 3ja ára, virðast dagmæð-
urnar ennþá vera einasti kostur-
inn í flestum tilfellum. Aðeins
rúmlega 11 % bama undir 3ja ára
em á leikskólum sveitarfélaga í
landinu og það hlutfall hefur nær
ekkert hækkað í hálfan áratug.
Að meðtöldum einkadagheimil-
um og þeim, sem sjúkrahúsin
reka, vom um 13,5% bama yngri
en 3ja ára á dagvistarstofnunum
á síðasta ári. Aftur á móti vom þá
hátt í 74% allra 3ja til 5 ára bama
á landinu í leikskólum og það
hlutfall hefur hækkað úr 68% á
fimm árum.
Leikskólar í landinu vom
orðnir 210 talsins á síðasta ári,
hvar af 175 vom reknir af sveit-
arfélögum, 18 af sjúkrahúsum og
17 af öðrum aðilum. Þeim síðast-
nefndu fjölgar mjög, því fyrir
fimm ámm voru aðeins 7 leik-
Norðurstofnun til Akureyrar?
Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður hefur lagt fram
þingsályktunartillögu á Al-
þingi um að sett verði á fót á Akur-
eyri Norðurstofnun, sem hafi það
hlutverk að stuðla að sem öflugust-
um rannsóknum innlendra aðila á
norðurslóðum og alþjóðlegri þátt-
töku íslendinga í málum er varða
heimskautasvæðið.
Hjörleifur sagði að það sé sérstök
ástæða til að sinna rannsóknum á
umhverfi norðurslóða. Að því steðji
hættur frá mengun í Rússlandi og
eins mengun, sem berst sunnan að
með loftstraumum og sjávar-
straumum. Hjörleifur sagði að auk
þess sé sérstök ástæða til að sinna
rannsóknum á fólki og fomminjum
á þessu svæði, svo dæmi sé tekið.
Hjörleifur sagði að það eigi ekki
að þurfa að fylgja mikill kosmaður
rekstri stofnunar eins og Norður-
stofnunar. Hægt sé að hugsa sér að
Háskóli íslands, Háskólinn á Akur-
eyri, rannsóknarstofnanir og Veð-
urstofan geti átt aðild að stofnun-
inni með því að flytja til hennar
verkefni og fjármuni. Hjörleifut
sagði að nágrannaþjóðir okkar í
Evrópu og Bandaríkjamenn og
Kanadamenn verji árlega miklum
fjárhæðum í rannsóknarverkefni á
norðlægum slóðum. Norðurstofn-
un ætti auðveldlega að geta tengst
eitthverju af þessum verkefnum og
fengið þannig til sín fjármagn. Hann
sagðist raunar vita að fjármagn til
rannsóknarverkefna, sem íslend-
ingar hafa átt kost á að fá, hafi ekki
skilað sér til íslands, vegna þess að
það hafi vantað stofnun til að taka
við þeim. Norðurstofnun ætti að
geta bætt úr því.
-EÓ
skólar reknir af öðrum en sveitar-
félögum og sjúkrahúsum. Auk
þessa eru 30 skóladagheimili.
Samtals voru því starfræktar 240
dagvistarstofnanir r landinu á síð-
asta ári, samkvæmt skýrslum
Hagstofunnar.
Alls voru um 12.400 böm á
þessum stofnunum á síðasta ári.
Af þeim vom um 9.800 böm á
aldrinum 3ja til 5 ára, en aðeins
um 1.900 böm yngri en 3ja ára.
Þetta þýðir að tæplega 43% allra
bama undir 6 ára aldri hafi verið
á leikskólum í fyrra. Á skóladag-
heimilum vom 720 böm, eða að-
eins 3,5% af öllum 6-10 ára
bömum í landinu.
Stöðugildi á dagvistarstofmm-
um vom um 2.020 á síðasta ári,
hvar af fóstmr vom tæplega 600
talsins. Stöðugildum hafði þá
fjölgað um 40% frá árinu 1987. Á
sama tíma fjölgaði börnum á
þessum stofnunum um 16%, en
um 22% ef fjöldinn var umreikn-
aður í „heilsdags' böm. Bama-
fjöldi á hvem starfsmann hefur
því farið lækkandi undanfarin ár.
-HEI