Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. janúar 1994 nfxrH — *. TOtwfHtt 3 Ný skýrsla Ríkisendurskoöunar um laun bankastjóra ríkisbankanna upplýsir um ótrúleg starfskjör stjórnenda bankanna: Laun 25 bankastjóra um 170 milljónir Tuttugu og fimm bankastjór- ar ríkisbankanna og opin- berra lánasjóða sem undir vibskipta- og iðnaðarráðu- neytib heyra fengu samtals um 170 milljónir í laun á ár- inu 1992. Meðallaun banka- stjóra Landsbankans og Bún- aðarbankans eru 800-900 þúsund á mánuði. Launa- hæsti bankaráðsmaðurinn hefur yfir 200 þúsund á mán- uöi fyíir setu í bankaráöi. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Sighvatur sagðist ætla að kalla formenn bankaráða ríkis- bankanna á sinn fund og kynna þeim skýrsluna og óska eftir að þeir gerðu breytingar á launakjörum stjómenda bank- anna. Bankaráösmönnum í hag aö hækka laun bankastjóra Bankaráðsmenn ákveða laim bankastjóra og annarra æöstu yfirmanna bankanna. Við- skiptaráðherra kemur þar hvergi nærrj. Þab vill hins veg- ar svo skemmtilega til að laim bankaráðsmanna em ákveðin sem ákvebib hlutfall af launum bankastjóra. Þegar bankaráðs- menn ákveða að hækka laun bankastjóra tru þeir um leið að hækka sín eigin laun. Á sama hátt væm þeir að taka ákvörð- un um að lækka sín eigin laun ef svo ólíklega vildi til aö þeir ákvæbu að lækka laun banka- stjóra. Ef einhver heldur því fram ab það sé í öllum tilvikum vont ab Hjúkrunar- fræðingar sameinast í dag verður stofnað Félag ís- lenskra hjúknmarfræðinga, en í því munu sameinast í eitt félag Félag háskólamenntaöra hjúkr- unarfélaga og Hjúkmnarfélag íslands. Gert er ráb fyrir að fé- lagsmenn í hinu nýja félagi verði um 2.700. Um margra ára skeið hefur ver- ið rætt um möguleika á samein- ingu hjúkmnarfélaganna í landinu. Niðurstaða könnunar, sem gerb var meðal félags- manna beggja félaganna á ár- inu 1990, benti eindregið til þess að íslenskir hjúknmarfræö- ingar vildu starfa saman í einu félagi. Síöan hefur markvisst verið unnið að því að undirbúa sameiningu. Á libnu hausti var síðan efnt til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna beggja fé- laganna. Niburstaða hennar var að 95% þeirra sem greiddu at- kvæði vildu sameina félögin. Mjög góð þátttaka var í at- kvæöagreibslunni. -EÓ vinna hjá ríkinu er óhætt að fullyrða eftir lestur skýrslunnar ab viðkomandi hefur rangt fyr- ir sér. Bankastjórar Landsbank- ans og Búnaðarbankans hafa um 800 þúsund í laun á mán- uði. Aðstoðarbankastjórar þess- ara sömu banka hafa um 500 þúsund í laun á mánuði. Bankastjórar Seðlabanka, Iðn- þróunarsjóbs og Iðnlánasjóðs hafa rúmlega 500 þúsund á mánuði. Þeir sem sitja í banka- ráðum bankanna fá einnig ágætlega borgað fyrir störf sín, sem reyndar em í öllum tilvik- um aukastörf. Bankaráösmenn í Seðlabankanum og sjóðum iönaðarins fá reyndar ekki nema um 50 þúsund á mánuði. Bankaráðsmenn í Landsbanka fá um 70 þúsund á mánuöi, en bankaráösmenn í Búnaðar- bankanum fá um 120 þúsund á mánuði. Bankaráðsformenn fá tvöfaldan hlut óbreyttra banka- ráðsmanna. Bankastjórar meö þreföld ráöherralaun Þær tölur sem nefndar hafa verið em í öllum tilvikum heildarlaun. Bankastjórar í rík- isbönkunum hafa ekki nema 300-400 þúsund í gmnnlaun, sem er svipað og ráðherrar í rík- isstjóm íslands hafa í heildar- laun. Bankastjóramir fá hins vegar greidda yfirvinnu, þókn- anir af ýmsu tagi, risnu, akst- urspeninga, dagpeninga og ýmis önnm laun. Þegar þetta allt er lagt saman nálgast laun þeirra um milljón á mánubi. Bankastjóramir fá nefnilega ekki aðeins laun fyrir að vera bankastjórar. Þeir fá einnig laun fyrir ab sitja í stjómum margs konar fyrirtækja sem bankamir eiga hlut í. Þar má nefna greiðslukortafyrirtækin, verðbréfafyrirtækin og fleiri fyrirtæki. Þannig em dæmi um að bankastjóri fái greidd laun frá sjö fyrirtækjum eöa stofn- unum í eigu ríkisins. Reyndar nær skýrslan ekki til allra fyrirtækja sem bankastjór- ar koma nærri. Hún nær t.d. ekki til Fiskveiðasjóðs, en for- maður hans er bankastjóri og skýrslan nær heldur ekki til Landsvirkjunar, en formaður stjómar hennar var til skamms tíma bankastjóri. Það mun því óhætt að fullyrða að laun bankastjóra sem fram koma í skýrslunni séu ef eitthvaö er meiri en þar kemur fram. Skattur bankastjóra af bílastyrkjum greiddur Laun segja ekki alla söguna um starfskjör stjómenda ríkis- bankanna. Lífeyriskjör þeirra em einnig mjög gób. Þannig má nefna að bankastjórar í Búnaöarbankanum öðlast líf- eyrisrétt sem nemur 20% af föstum launum strax eftir eins árs starf í bankanum. Banka- stjórar Seðlabankans öðlast ein- ungis 5% lífeyrisrétt á ári og líf- eyrisréttur þeirra getur aldrei orðið hærri en 90% af föstum launum. Lífeyrisréttindi og ým- is önnur starfskjör em því nokkuð mismunandi milli ein- stakra banka. Bankastjórar fá að sjálfsögðu bíl frá bankanum og bílastyrki. Það þarf vart að taka fram að bílamir em ekki af ódýmstu gerð. Búnaðarbankinn greiðir bankastjórum sínum meira en sem nemur eiginlegum bíla- styrkjum. Ástæöan er sú að bankinn greiðir bankastjómn- Segja má að Siðanefnd um aug- lýsingar taki aðeins undir eitt af þremur kæmatriðum í kæm Happdrættis DAS vegna auglýs- ingar frá Happdrætti Háskóla ís- lands (HHÍ) frá 8. janúar sl. Þab varðabi notkun hástigs lýsingar- orbs, „Spilar þú ekki í besta happdrættinu?", sem nefndin telur nánast óhæft í auglýsing- um. Breyti þá engu þótt fullyrð- ingin sé sett fram í formi spum- ingar. En um leið og Siðanefnd- in fjallaöi um kæm Happdrættis DAS notaði hún tækifærið til að benda því á bjálka í auga þeirra. Siöanefnd skorar nefnilega á Happdrætti DAS að verða nú þegar við tilmælum sem hún beindi til DAS fyrir tæpu ári, að gera úrbætur á auglýsingu í um það sem þeir eiga að greiða í skatt af bílastyrkjunum. Athyglisvert er að bankaráð Landsbankans ákvað að hækka laun bankastjóra hans vegna kaupa á Samvinnubankanum árið 1991 og vegna uppgjörs á skuldum Sambandsins og tengdra fyrirtækja á árunum 1992 og 1993. Ekíd kemur skýrt fram í skýrslunni hvort þessum álagsgreibslum hefði verið hætt. En það er fleira en bíllinn sem banldnn greiðir. Allur síma- kostnaður bankastjóra er glugga á þess, sem talin var gefa villandi upplýsingar um vinn- ingshlutfall Happdrættis DAS. „Þrátt fyrir munnlegar ítrekanir frá ritara siðanefndar, hefur engu verið breytt," segir í frétta- tilkynningu frá Siðanefnd. í ljósi þessa er athyglisvert ab lesa úrskurð Siðanefndar varð- andi kæru DAS, vegna fullyrö- ingar HHÍ að það byði hæsta vinningshlutfallið. „Þótt alltaf sé varasamt að nota hástig lýs- ingaroröa í auglýsingum, hefur ekki verib sýnt fram á að full- yrðing HHÍ um vinningshlutfall og vinningslíkur séu rangar," er niðurstaða Sibanefndar. Þriðja kæran var vegna saman- burðar á vinningshlutfalli og heildampphæö vinninga í aug- greiddur af bankanum. Bankastjóramir fá eins og aðr- ir bankamenn 13 launagreiðsl- ur á ári en ekki 12 eins og aðrir launamenn. Til viðbótar fá þeir sérstakar afmælislaunagreiðsl- ur. Bankastjóri sem hefur veriö 15 ár í starfi fær einn aukamán- uð greiddan. Eftir 20 ára starf fær hann einn og hálfan mán- uð greiddan. Eftir 25 ára starf fær hann tvo mánuði aukalega greidda og eftir 30 ára starf og á 5 ára fresti eftir það tvo og hálf- an mánuð greiddan aukalega. -EÓ lýsingu HHÍ. Siðanefnd telur HHÍ hafa staðið slaklega að því hvemig heimilda varöandi heildarveltu DAS var aflað og þær síðan notaðar. Ekki virbist hins vegar hafa verið um vísvit- andi rangfærslur ab ræða á veltutölum DAS, „enda var aug- lýsingin leibrétt þegar í stað eft- ir að mistökin uppgötvuðust, og telur nefndin þab til fyrirmynd- ar.". Þótt Siðanefnd birti ekki niður- stöður sínar í fjölmiðlum nema í undantekningartilvikum taldi hún ástæbu til þess ab heimila birtingu niðurstaðna þessa fundar vegna óvenjumikillar umfjöllunar fjölmiðla um þessa kæm undanfama daga. - HEI Þrettándinn er löngu liöinn en samt hangir jólaskraut enn uppi víba í Reykjavík. Þessi mynd var tekin íAusturstrœti í gær, en þar er jólalegt um ab litast. Tímamynd cs Siöanefnd um auglýsingar bendir DAS á bjálka í auga þeim: Fullyrðing HHÍ um mestu vinningslíkur ekki röng

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.