Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. janúar 1994 —±-- 5 ---7' t Bátarnir liggja tómir vib kœjann. Tímamynd C.S. Sí&ustu viku hefur sjómannaverk- fall verið mál málanna, ásamt því að þjóðin hefur verið minnt á hina eilífu baráttu við hafið. Enn heimta fár- viðri líf sjómanna, þrátt fyrir það að enn eitt björgunarafrek hafi verið unnið. Ég ætla ekki að skrifa um málefni björgunarþyrlu að þessu sinni, að öðru leyti en því að atburðir síöustu viku sýna okkur enn mikilvægi þessara björgunartækja og undirstrika nauðsyn þess að koma á framtíðarskipulagi í þessum málum. Það ber að minna á það að Alþingi hefur fyrir löngu afgreitt full- nægjandi heimildir til þess að semja um kaup á björgunarþyrlu, en framkvæmd málsins hefur dregist á langinn. Það er ekki viöunandi að búa Landhelgisgæslu íslands svo ’út að tækjum sem nú er, og bollaleggingar um framtíð flugsveitar- innar í Keflavík mega ekki tefja fyrir kaúpum á fullkominni björgunárþyrlu, sem Landhelgisgæslan verður að fá. Fjöldaatvinnuleysi Nú er kominn miður janúar og þaö er satt að segja ekki björgulegt um að litast í atvinnulifi landsmanna. Það er ekki nýtt að atvinnuástand hafi verið slakt upp úr áramótum, og dæmi eru þess að fiskvinnsla hefur ekki farið af stað fyrr en liðið er á janúarmánuð. Hins vegar er ástandið þannig nú að atvinnulífið er lamað um allt land og drungi athafna- leysis leggst yfir þau byggðarlög, sem byggja allt sitt á sjávarafla. Þetta hefur síðan áhrif út um allt þjóðfélagið. Þetta ástand mun halda áfram, þótt verkfallið leysist, því það tekur sinn Jón Kristjánsson skrifar tíma að koma hjólunum til að snúast á ný. Sjómannaverkfallíb Menn hljóta að spyrja sem svo: Hvem- ig stendur á því að svona er komið, þegar tekið er mið af því að sæmilegur friður er á vinnumarkaði al- mennt? Það er ljóst að hér er um flókna vinnudeilu að ræða, sem snýst að öðrum þræði um það, sem kallað er í daglegu tali kvótabrask. Kvótabrask lýsir sér í því að sjómenn em neyddir til að taka þátt í kvótakaupum að hluta og leggja fram til þess hluta af launum sínum. Þetta mál snertir skipulag fiskveiða og fiskveiði- stefnima. Samrábsvettvangur horfinn Þeir, sem em á móti kvótakerfinu, kenna því um ástandið. Það sé kerfinu að kenna að svona er komið. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Vissulega snertir þetta mál fiskveiðistjómunina, en meginástæðan fyrir því hvemig komið er telst vera sú staðreynd að fisk- veiðistjómunina þarf að endurskoða og sníða af henni þá agnúa sem upp koma. Hún hefur dregist úr hömlu. Átökin, sem komið hafa upp um fiskverðið og hlutaskipti sjómanna, em meðal annars vegna þess að sá samráðsvettvangur milli fiskkaupenda og útgerðarmanna og sjómanna, sem var í verölagsráði, er horfinn. Samskipti þessara aðila fara því fram í skeytasendingum í fjölmiðlum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það þarf að skapa umræðuvettvang og úrskurðaraðila til þess ........ að skera úr deilumál- um og um það snúast viöræður meðal ann- ars. Finna þarf leiðir til þess að sjómenn geti með virkum hætti komið í veg fyrir að þeir séu neyddir til þess að taka þátt í kvótakaupum. Menn og mál efni Hálfkvebnar vísur um lög Nýjustu fréttir em þær að sjávarútvegs- ráðherra telur viðræður um málið til- gangslausar og forsætisráðherra hefur stöðugt verið með hálfkveðnar vísur um lagasetningu. Það væri að ganga á svig við þingræðið nú, ef bráðabirgðalög væm sett, og þingið getur hæglega kom- ið saman á mánudaginn til þess að fjalla um deiluna. Stöðugar bollaleggingar um að lagasetning sé ekki útilokuð örva ekki deiluaðila til þess að leggja sig fram í viðræðum. Seinlæti — tortryggni Því hefur verib haldið fram hér í blað- inu að seinlæti stjómvalda og sundur- þykki stjómarflokkanna eigi stóran þátt í því hvemig komið er í þessari deilu. Þab er hægt að færa full rök fyrir því. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar tók við völdum 1. maí 1991 og fram í ágúst þab ár vom stjómarflokkamir að togast á um nefndarskipan til þess að endur- skoða fiskveiðistefnuna. Niöurstaðan varð sú að skipa tvíhöfða nefnd, vegna tortryggni þeirra á milli. Nefndin skilaði ekki af sér fyrr en í apríl 1993. Tor- tryggnin milli stjómarflokkanna var slík, að formennimir báðir vom sendir um landið til þess ab rífast um málið, en rábherrann fór hvergi. Fmmvarp byggt á áliti nefndarinnar velktist síðan í stjómarflokkunum í hálft ár og hefur ekki verið tekið til fyrstu umræðu á Al- þingi ennþá, enda liggur ekki enn fyrir hvort ráðherramir standa allir ab því. Óvissan söm eftir nær þrjú ár Það em nú liðin nær þrjú ár af valda- tíma ríkisstjómarinnar, án þess að óvissu hafi verið eytt um framtíðarskip- an sjávarútvegsmála. Hins vegar hefur samráð milli aðila horfið á þessu tímabili. Þessi óvissa um skipulagsmálin em einn stærsti þáttur- inn í þessari illvígu deilu. Hana verður að leysa. Alþingi verður að koma frá sér löggjöf um framtíðarskipan sjávarút- vegsmálanna. Annab er ekki boðlegt. Hins vegar verður málið erfiðara eftir því sem lengra líður, því unnið er að því af kappi ab brjóta niður gmndvöll fisk- veiðistefnunnar. Þess er ekki þörf, en jafnsjálfsagt er að laga þá agnúa sem upp koma, svo sem að koma í veg fyrir að sjómenn séu þvingaðir til þess að taka þátt í viðskiptum með kvóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.