Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. janúar 1994
wSÆJBEIDlulmX
7
Slátrarinn
frá Brixton
Hann var ekki ab-
eins ákvebinn í ab
drepa. Hann var
sérþjálfabur í ab
beita hnífnum.
Hann var slátrar-
inn frá Brixton.
Klukkan var 19.30 föstudags-
kvöldið 8. september 1991.
Kvöldsólin speglaðist í rökum
strætum Brixtonhverfisins í suð-
urhluta London eftir síödegis-
skúr. Einstaka regndropar á und-
anhaldi vegna sólarinnar láku
letilega niður þök húsanna, þ.á
m. lítillar þakíbúðar í Femdale
Road, íbúð Barböru Hunt.
Barbara var 27 ára gömul og
leigöi íbúðina ásamt kærasta sín-
um — eða öllu heldur einum
kærasta sinna, því hún átti þá
nokkra. Einu skilyrðin fyrir að
komast í hóp elskhuganna vom
vilji og sameiginlegur áhugi á
drykkjuskap, en Barbara var virk-
ur alkóhólisti. Þeir vora margir
sem uppfylltu þessi skilyrði og
engar tvær nætur liöu eins í
heimi Barböra Hunt.
Eitt af aðalvandamálum Barböru
var að því meira sem hún drakk,
því meira var hún gefin fyrir
tryllingslegan hávaða. Þá greip
hún oft til þess aö stilla hljóm-
flutningstækin sín á hæsta styrk,
nágrönnum sínum til sárrar ar-
mæðu.
Þannig var það kvöldið 8. sept-
ember. Lengi vel létu grannamir
kyrrt liggja, en að því kom að
þeim var nóg boðiö og þeir bönk-
uðu upp á hjá henni. Þrátt fyrir
kurteislega beiðni þeirra um að
Barbara og vinur hennar minnk-
uöu hávaöann, brást parið
ókvæða við. Þau hreyttu ónotum
í nágrannana, skelltu huröinni á
nefið á þeim og hækkuðu enn
frekar í hljómflutningstækjun-
um. Eftir það áttu grannamir
ekki annars kost en að hringja á
lögregluna.
Lögreglan köllub til
Lögreglumennimir tveir, sem
komu á vettvang, vissu nákvæm-
lega um hvaö máliö snerist, þegar
þeir vissu heimilisfangið. Þeir
höfðu oft áöur verið kallaðir til
íbúðar Barböra, undantekninga-
lítið vegna ofurölwmar hennar
sjálfrar.
í þetta skipti virtist Barbara taka
sönsum og var samvinnuþýö við
lögregluna. Vandamáliö var hins
vegar kærastinn hennar. Hann
virtist ákveðinn í því frá fyrstu
stundu að vera til vandræða og
reifst og skammaðist í laganna
vörðum og sagðist hvorki hlíta
þeirra skilmálum né annarra.
Máliö tók þá stefnu að hann sló
til annars þeirra og eftir þaö var
ekkert annað að gera en að fara
með hann niður á stöð og láta
hann sofa úr sér. Barbara varð ein
eftir í íbúðinni.
Um það bil hálfri klukkustundu
seinna sá nágranni Barböru yfir-
gefa íbúðina, ganga niður stig-
ann og út. Þetta var í síöasta
Thomas King dreymdi um oð
komast á spjöld alheimssögunnar.
skipti sem Barbara olli nágrönn-
unum óþægindum.
Morguninn eftir var kærasta
Barböra sleppt úr haldi og hann
fór strax heim til sín. Hann
dvaldi allan daginn í íbúðinni og
beið eftir Barböra, en hún kom
ekki heim. Daginn eftir fór hann
að svipast um eftir henni, en alls
staðar fékk hann sama svarið:
enginn haföi séö hana. Hann
varð nú æ áhyggjufyllri, því þrátt
fyrir óregluna hafði Barbara alltaf
skilað sér heim strax daginn eftir,
þótt hún verði nóttunum oft ut-
SAKAMÁL
an heimilis.
Mánudagsmorguninn 11. sept-
ember tilkynnti kærastinn hvarf
Barböra Hunt. Skipulögð rann-
sókn fór fram, en án árangurs.
Ekkert spurðist til hennar.
Annab hvarflb
Þannig var staðan að hvorki gekk
né rak, uns 21. september að
miöaldra maður gekk inn á sömu
lögreglustöð og tilkynnti hvarf
dóttur sinnar, Joanne Ranklin, 24
ára. Hún hafði ekki komið heim í
tvo sólarhringa og það var harla
óvenjulegt, ekki síst vegna þess
að hún átti tveggja ára dóttur,
sem hún vék sjaldnast frá nema
stutt í einu. Öll föt hennar vora á
sínum stað, engar nýlegar banka-
færslur og því þótti sýnt aö eitt-
hvað væri öðravísi en það átti aö
vera. Joanne bjó með foreldram
sínum og dóttur í West End, Brix-
ton, aðeins spölkom frá heimili
Barböra.
Rannsókn leiddi í Ijós aö síðast
hafði sést til Joanne í neðanjarð-
arlest í Brixton. Þá hafði hún ekki
verið einsömul, heldur með
manni, og þau virtust skemmta
sér vel.
Gardiner yfirforingja var fengið
málið. Ef hvörfin tvö tengdust
innbyrðis, var mögulegt að enn
einn raömorðinginn hefði komið
fram. Gardiner ályktaði fljótlega
að maðurinn, sem síðast sást tala
við Joanne, væri lykilinn aö
lausn málsins.
Gardiner lagöi því áherslu á að
ræða við vini og kunningja Jo-
anne, í þeirri von að þau vissu
hverjum hún hún hefði verið að
slá sér upp meö, en enginn kann-
aðist viö það.
Vikumar liðu og rannsókn mál-
anna tveggja sigldi hægt og ró-
lega í strand án árangurs, Gardin-
er og mönnum hans til mikillar
gremju. Gardiner beið þess eins
að morðinginn léti til skarar
skríða í þriðja sinn, því þótt eng-
in lík hefðu fundist, var hann viss
um að konumar tvær hefðu verið
myrtar.
Þríbja atlagan
16. október sama ár var hringt
frá stöðinni heim til Gardiners og
honum sögð óvænt tíðindi. Svo
virtist sem máliö væri skyndilega
leyst.
Nokkrum klukkustundum áður
hafði Betty Taylor verið á gangi
heim til sín eftir vinnudag. Tekið
var að skyggja er hún staðnæmd-
ist fyrir utan kjallaraíbúð sína.
Hún rótaði i handtöskunni eftir
lyklunum, en þá var gripið um
hana aftan frá og hún fann heit-
an andardrátt á hálsinum aftan-
verðum. „Ef þú segir eitt einasta
orð, þá mun ég drepa þig," sagði
rám og hvíslandi rödd. Betty var
einn þessara hugrökku einstak-
linga, sem gefa sig ekki fyrr en í
fulla hnefana. Hana granaði
strax að ásetningur mannsins
væri að drepa hana, hvort sem
hún reyndist „samvinnuþýð" eða
ekki, og því rak hún upp öskur
eins hátt og hún mögulega gat,
með undraverðum árangri. Ópið
bergmálaði í háhýsunum í
grenndinni og ljós kviknuðu í
flestöllum íbúðum, þar sem áður
hafði verið slökkt. Arásarmaður-
inn hafði auðsjáanlega ekki búist
við þessu og ósjálfrátt losaði
hann takið, svo að Betty tókst að
slíta sig frá honum og tók á rás.
Það dugði henni þó skammt, því
morðinginn var fljótur að hlaupa
og örfáum sekúndum síðar náði
hann henni. Hann réðst að
henni framan frá og þá sá hún
þann ógeðslegasta hníf, sem hún
hafði nokkra sinni séð, risastóran
kjöthníf með glampandi 12
sentímetra löngu, flugbeittu
blaði. Hún fann fyrir hnífsoddin-
um á barkanum og síðan sker-
andi sting. Blóðið bunaði úr háls-
inum, en hún var ekki enn tilbú-
in aö gefast upp. Henni tókst að
sparka með hnénu á milli fóta
árásarmannsins, hann seig sam-
an og henni tókst aftur að slíta
sig frá honum. Þá var gripið í fót
hennar og hún fann fyrir annarri
stungu og enn annarri, en þá var
skyndilega öllu lokið. Tveir
menn réðust aftan að árásar-
manninum og náðu að fella
hann í götuna. Hann stóö upp og
hljóp af vettvangi, en ekki nema
nokkra metra, því hann renndi
beint í flasið á lögreglunni sem
kom í þessum svifum.
Þgar nágrannamir heyröu skelf-
ingarópið, höfðu þeir litið út um
gluggana og séð hvað var að ger-
ast. Ymsir urðu til að hringja á
lögregluna, en tveir karlmenn
höfðu hlaupið út til að bjarga
stúlkunni. Það mátti ekki tæpara
Barbara Hunt var fyrsta fórnarlambiö.
standa. Árásarmaðurinn var enn-
þá meö hnífinh í hendinni og
viðurkenndi strax að hafa reynt
að drepa stúlkuna.
Gardiner yfirheyrði manninn
skömmu síðar. Það, sem var sér-
kennilegast við hann, vora aug-
Cardiner lögregluforíngi.
un, sem vora útstæð og ofsafeng-
in og það 'fyrsta sem Gardiner
datt í hug var aö maðurinn væri
ekki heill á geði.
Hann hét Thomas King og var
42 ára gamall slátrari og mat-
reiöslumaöur. Hann haföi verið í
ágætum stöðum, bæði sem sjálf-
stæður kjötverkandi og einnig í
veitingahúsum við matseld, en
síðustu árin hafði hallað undan
fæti. Fyrir hálfu ári hafði hann
svo endanlega misst vinnuna
vegna samstarfsörðugleika.
Upp frá þeirri stundu hataöi
hann heiminn og fólkið sem í
honum bjó. Hann lagði sérstaka
fæð á konur, aðallega vegna þess
að honum fannst þeim vegna
betur í tilveranni. Thomas tjáði
Gardiner að hann hefði ákveöiö
að skilja eftir sig spor sem tekið
yrði eftir: Hann ákvað að gerast
Jack the Ripper II.
Thomas King var ekki aðeins
ákveðinn í að myröa fómarlömb
sín, hann kunni einnig sérstak-
lega vel til verka. Hann hafði
unnið fyrir sér meö kjöthnífnum
og vissi nákvæmlega hvemig
taka átti á málunum.
Hann viðurkenndi aö hafa myrt
bæði Barböru Hunt og Joanne
Rankin. Barbara hafði verið hon-
um kunnug, enda hafði hann
iðulega boðiö henni í glas. Nótt-
ina sem kærastinn hennar var
handtekinn, hélt hún til Thom-
asar og spurði hvort hún mætti
sofa hjá honum um nóttina.
Hann játti því, gaf henni þrjú eöa
fjögur glös og hún leið út af,
áfengisdauð. Hann horfði á hana
í rænuleysi sínu og ákvað að „æfa
sig" á henni, hún yröi fyrsta fóm-
arlambið. Hann renndi hnífnum
yfir háls hennar og það eina sem
gerðist var undarlegt soghljóð, en
að öðra leyti heyrðist ekkert í
Barböra. Það tók hana u.þ.b.
hálfa mínútu að deyja. Þá varð
hann að horfast í augu við hvað
gera ætti við líkið og enn kom
fagleg kunnátta honum til hjálp-
ar. Hann hlutaði líkið niður í lítil
stykki og kom fyrir í raslinu, svo
lítið bar á. Hann hafði vit á að
setja aðeins lítinn hluta í einu og
því tók það hann þrjá daga að
losa sig við allar líkamsleifar Bar-
böra.
Joanne var næst á dagskrá. Líkt
og Barbara var hún búin að vera
honum kunn um tíma. Ástæöa
þess aö enginn vina hennar
kannaðist viö Thomas var aö
hann hafði sagt Joanne aö hann
væri kvæntur og enginn mætti
vita um hann. Hann bauö henni
heim til sín 21. september og
hún hafði blundað í stofunni.
Sagan endurtók sig og hann los-
aði-sig viö líkið með sama hætti.
Eftir þessi velheppnuðu morð
ákvaö Thomas að velja sér fómar-
lamb sem hann þekkti ekki.
Draumnum um Jack the Ripper
skyldi hrandið í framkvæmd.
Ef einhver önnur en Betty Tayl-
or heföi orðið fyrir valinu, hefði
draumur hans getað orðið að
veraleika.
Gardiner var ekki nema hæfi-
lega bjartsýnn á að játning
Thomas King væri sönn. En þeg-
ar búið var að skoða híbýli hans,
fundust ábreiður, litaöar blóði
Barböra Hunt og Joanne Rankin.
Ýmis önnur sönnunargögn fund-
ust, þannig að sekt hans var
óvefengjanleg.
í júní 1992 var Thomas King
dæmdur í margfalt lífstíðarfang-
elsi fyrir morðin tvö og tilraun til
morös. Hann hafði gengið í gegn-
um geðrannsókn og reyndist sak-
hæfur. Beiskja hans út í heiminn
virtist vera aðalástæöan fyrir
morðunum. Thomas var með
hreina sakaskrá fram að þessu og
ef ekki hefði náðst til hans á vett-
vangi, er líklegt að fómarlömbin
hefðu orðið mun fleiri. Því má
segja að Betty Taylor hafi ekki að-
eins bjargað eigin lífi meö hug-
rekki sínu og snarræði, heldur
e.t.v. einnig fjölda annarra.