Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.01.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. janúar 1994 líðl&ltítitíilEfílfdL «rf 9 ■■ l.l ■■■■■—'■■■ .... ■ HELGAR- VIÐTAL ÁRNI GUNNARSSON feta hæö frá sjónum og hröktust á endanum inn á Norðfjörð. Sills segist alveg eins hafa búist við að þeir þyrftu að lenda einhvers staðar meö ströndinni og láta þar fyrir berast. En gæfan hélt áfram í höndina á björgunarsveitinni. Á leiðinni inn Noröfjörð grilltu þeir í upp- lýst kauptún framimdan og þegar þeir lentu á síldarplaninu gamla í Neskaupstað höföu þeir ekki hugmynd um hvar þeir voru, hvað þá að þeir hefðu lent í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Fjórðungssjúkrahúsi Austur- lands. Bandaríkjamennimir gistu í Neskaupstað og eins og til þess að setja punkt yfir i-ið tóku þeir sjúkan mann með sér frá Höfn til Reykjavíkur á leiðinni til baka daginn eftir. Þeir eru allir hetjur — Sills undiroffursti er hetja dags- ins, en hvemig er að vera hetja? „Það er erfitt. Við sem fljúgum þyrlunum erum bara toppurinn á ísjakanum. Það eru hundrað menn I þyrludeildinni og þeir eru allir hetjur. Það kom ekki upp ein einasta bilun eða vanda- mál á þessum tveimur dögum. Það er erfitt að njóta allrar at- hyglinnar, vitandi að án allra þeirra, sem sjá um viðhald, fjar- skipti og vinna á annan hátt í deildinni, hefði björgunin verði óhugsandi. Ég tek þessu bara eins og það kemur fyrir. Sem yfirmað- ur Björgunarsveitar hersins í Keflavík er ég eins og heimilis- faðir, þetta em allt bömin mín. Mig langar að benda á deildina mína og segja. „Þetta er besta björgunarlið í heiminum og vegna þess að það er héma get- um við bjargað fólki þegar okkar er þörf." Væri til í eitt ár í vibbót Aðalhlutverk björgunarsveitar- innar er að bjarga hermönnum af landi og oftast innan víglínu. Þeir eru hermenn og þyrlurnar eru málaðar í felulitum. Þau björgunarstörf sem sveitin hefur sinnt hér á landi og samæfingar með íslenskum björgunarmönn- um em í raun í öðm sæti. „Við æfum mikið með íslensk- um björgunarmönnum og það er okkur heiður að starfa með þeim, þeir em yfir höfuð mjög vel þjálf- aðir," segir Sills. „Vinnubrögðin em í raun ékki ólík. Við æfum mest að síga eftir slösuöu fólki við erfiöar aðstæður. Það dýr- mætasta fyrir okkur í þessu sam- starfi er ef til vill aö fara út á land, sjá landið og kynnast ís- lendingum. Fyrir um ári síðan tókum við t.d. þátt í tveggja daga björgunaræfingu á Sauðárkróki með um 300 mismunandi björg- unarsveitum og samtökum. Þetta var stórfenglegt og ég vona að hægt verði að endurtaka þetta næsta sumar. Svona æfingar era gagnlegar fyrir hvoratveggju. Mennirnir sem voru í landi í Vöðlavík voru vel þjálfaöir og vissu nákvæmlega hvað þeir þurftu að gera til þess að við gæt- um lent. Það er skipulag af þessu tagi, sem gerir gæfumuninn við björgunarstörf." Skyldutími Jims Sills á íslandi rennur út í ágúst á þessu ári. „Ég hef ekki hugmynd um hvað tek- ur við, eða hvert ég verð sendur," segir hann. „Mér finnst gaman að því sem ég er að gera og vildi gjaman vera hér eitt ár í viðbót." jim Silis. Starfíb á hug hans allan og hann langar ekkert sérstaklega ab skipta um herstöb á þessu árí. Björgunarafrek Jims Sills og manna hans á öldum heimsljósvakans: Besta björgunar- sveit í neimi tíma missa. Ef fjallshlíð heföi einhverra hluta vegna birst fyrir framan okkur hefðum við flogið beint í hana, skyggnið var svo slæmt að það hefði ekki verið möguleiki að snúa frá. Þetta tók mjög á taugamar. Það var ekki hægt að slaka á eitt augnarblik. Maður var alltaf aö berjast við veðrið og gat búist við að sviptivindar keyröu þyrluna til jarðar. Maður var sífellt með áhyggjur af því hvað kynni að birtast fyrir framan vélina, kvíð- inn um að ná ekki á slysstaðinn í tæka tíð eða að veðrið þar væri svo slæmt að við neyddumst til að snúa við. Þaö eina sem hægt var að gera var að reyna að fylgj- ast meö flughæðinni og horfa á ratsjána. Þyrlunar em mjög vel búnar og þaö er mikið örryggi í að geta lagt traust sitt á þær viö svona aðstæður." Afísingarbúnabur naub- synlegur Sikorsky-þyrlur björgunarsveit- arinnar em með fullkomnum af- ísingarbúnaði á þyrluspöðunum. Án þess útbúnaðar hefði björg- unarflugiö verið vonlaust, enda þurfti þyrla Landhelgisgæslunn- ar, sem ekki hefur afísingarbún- að, að snúa við. Sills hefur að baki langa reynslu sem þyrluflug- maður og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann dansar við óblíð náttúmöfl. „í Alaska varö ég fyrir því að fá ísingu á spaöana á þyrlu sem ekki var búin afísingarbúnaði og var nærri því dauður," segir hann. „Við féllum niður eins og steinn, þrátt fyrir að vélin væri staðin í botni. Viö köstuðum varatönk- um meö einu og hálfu tonni af eldsneyti og það var það eina sem bjargaði okkur. Annars hefð- um við farist. Ég þekki ísinn. Þyrlur geta ekki flogið í ísingu, jafnvel örlítil ísing á spöðunum getur valdiö því að þær hrapi. Vegna veðuraðstæðna hér mynd- ast ísing aubveldlega og þess vegna er ákaflega mikilvægt að hafa þennan búnað." Einstök tilfinning ab bjarga mannslífi — Þið tókuð mikla áhœttu með því að fljúga í svona kolvitlausu veðri. „Þetta var áhætta, en það var um líf eba dauða fólks að tefla. Fólk sem vinnur vib að bjarga mannslífum öðlast annað gildis- mat og önnur viðhorf til lífsins. Fyrsta mannveran sem ég bjarg- abi var sjö ára gömul stúlka, sem fékk hjartaáfall. Þetta var í fjalla- héraði í Alaska. Vib flugum af staö í slæmu veöri, nábum á áfangastað í tíma og komum stúlkunni á sjúkrahús. Hún nábi heilsu og er nú sjálf orðin móðir. Við fáum reyndar sjaldnast tæki- færi til þess að kynnast fólki sem við björgum, en tilfinningin, að bjarga mannslífi, er svipuð og fá eitthvað beint í æð. Upp frá því kemur ekkert annað til greina en að helga sig björgunarstörfum. Þab er engin tilfinning sem jafn- ast á við þessa. Þannig var þetta líka þegar vib björguðum mönn- unum sem þraukuðu á flaki Goð- ans. Við uröum að fara um borð og leggja af staö þótt veðriö væri slæmt. Við vissum að ef við gerð- um þaö ekki myndu þessir menn deyja. Ég veit hvað þaö er að missa vini af slysförum. Ég hef horft upp á félaga mína farast í þyrluslysi. Þegar um þetta er að ræða hugsar maður ekki um sjálf- an sig. Við erum atvinnumenn og það er skylda okkar að bjarga fólki. Þama biðu sex fjölskyldur á milli vonar og ótta um afdrif feðra sinna og eiginmanna." „Líkt og Gub gæfi okkur tækifæri" Atburbarásin við strand Goðans var um margt undarleg. Fram kom í fréttum Stöövar 2 að brot- sjóarnir sem sökktu bátnum komu óvænt og skipverjar skildu ekki hvernig þeir gátu myndast þama. Þegar þyrlusveit Sills und- irofursta átti eftir skamman spöl ófarinn að strandstaðnum lægði skyndilega og allan þann tíma sem björgun stób yfir hélst veöur þannig, en versnaði síðan aftur þegar haldið var af stað úr vík- inni. „Þegar við sveigbum inn á vík- ina lægði veðrið," segir Sills. Það var engu líkara en Guð væri ab segja: „Þib komust alla leið og nú ætla ég að gefa ykkur tækifæri, þið fáiö gott veður í klukku- tíma". Vindhraðinn var ennþá 50 hnútar og talsveröur sjógang- ur, en þetta var besta veður sem vib fengum þessa tvo daga sem ferðin tók. Stundum er maður einfaldlega heppinn." — Hefði björgunin tekist án þess að veðrið lægði? „Já, ég held þab. Þetta hefði ver- ið miklu erfiðara, en veðriö má vera mjög slæmt til þess að viö getum ekki athafnab okkur. Við heföum í versta falli þurft aö fresta því að fljúga til baka og láta fyrir berast í víkinni." Veðrið versnaði aftur til muna eftir að búið var að bjarga skip- verjunum í land í Vöðlavík. Það þurfti að fara með tvo af áhöfn- inni á sjúkrahús og á leiöinni af slysstaö var skyggni svo slæmt vegna élja að þrátt fyrir að ein- ungis væra rúmir 100 metrar á milli vélanna, sáu flugmennimir ekki hvor annan. Þeir flugu í 50

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.