Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 19. febrúar 1994 Einar E. Císlason meb hvíta refalœöu í fanginu. Skinnib afþessum dýmm er nú aftur orð/'ð verbmœtt. Tekib hús á Einari E. Císlasyni, bónda á Skörbugiii í Skagafirbi: Tímamynd ÁC Ekki búist vib nýju lobdýraævintýri Loðdýrabændur horfa fram á bjartari tíma. Skinnaverðið hefur hækkað verulega undanfarin misseri og nú er svo komiö aö þessi búgrein hefur rekstrar- grundvöll. Eftir kreppu í nær áratug eru hins vegar fáir loðdýrabændur eftir uppi- standandi. Þeir, sem hættu, fóm margir það illa út úr ævintýrinu að þeir munu ekki byrja aftur. í öðm lagi em fáar af þeim fóð- urstöðvum, sem byggðar vom upp á sínum tíma, ennþá starfandi. Menn búast ekki við nýju loðdýraævintýri. Einn þeirra sem þreyöu þorrann og góuna er Einar E. Gíslason, bóndi á Syðra-Skörðu- gili í Skagafirði. Blaöamaöur Hmans tók hús á Einari á dögunum og spjallaði viö hann um loðdýraræktina. Einar býr með ref og minkog var um tíma í forsvari fyrir loö- dýraræktendur. Hann er auk þess vel þekkt- ur sauðfjár- og hrossaræktandi. Undanfarin ár hefur ekki verið mikiö upp úr loðdýmn- um að hafa og þau hafa verið alger aukageta meþ hrossunum og fénu. En nú ern, tímam- ir ab breytast. Þeir fáu refabændur, sem eft- ir em, græöa og minkurinn er einnig farinn að gefa af sér. „Þab er ágætur gmndvöllur til þess ab lifa á refarækt," segir Einar, en hann er með um 50 refl. „Þab era bara sárafáir meö refabú- skap. Þetta er að verba lúxuslíf. Verð refa- skinna hefur aldrei verið hærra síðan ég hóf loödýrarækt. Þetta á fyrst og fremst viö um blárefinn og afbrigbin af honum. Silfur- refurinn hefur farib miklu hægar upp. Satt að segja er sáralítið af silfurref eftir í land- inu, abeins örfá dýr." — Liggur þá ekki beinast við að menn haetti með mink og fari í ref? „Ég myndi ekki ráðleggja neinum aö gera það. Ekíd þá nema í smáum stíl. Það em miklu meiri sveiflur á verði refaskinna. Þær verða miklu dýpri." Fyrsta flokks minkaskinn vom á síbasta uppboði í Kaupmannahöfn komin í 2100 krónur. Fóðurkostnabur á skinn er um 1000 krónur. Vib þetta bætist verkunarkostnaöur og sölulaun, auk afborgana af lánum vegna loðdýrahúsanna. „Ég tel það nauösynlegt að við fáum ein- hverja niburgreiösíu til fóburstöövanna. Það er betra að fara varlega af stað á meðan greinin er ab ná sér. Flestir íslenskir loð- dýrabændur em eingöngu með mink og minkaskinnin gefa enn ekki nóg af sér til þess aö þau geti staöið undir afborgunum af lánum." — Em ekki sárafáir refabændur uppistand- andi eftir verðhmnið undanfarinn áratug? „Þeir em ekki margir. Flest búin em hætt. Ætli ab það séu ekki nema 5-6 þúsund refa- læður eftir í landinu." Búháttabreyting úr öskunni í eidinn „Ég tók strax þá stefnu, að halda bústofnin- um og húsunum viö og eiga svolítinn stofn til þess að geta byrjað aftur, þegar úr rættist. Okkur loðdýrabændum var hjálpab mikiö. Fóðrið hefur veriö greitt niður og afborgun- um af lánum vegna bygginga hefur verið frestað. Okkar kostnaður var kannski fyrst og fremst ab vinna kauplaust vib þetta. Verðið á refaskinnunum féll miklu fyrr heldur en á minkaskinnunum og það fóm margir úr refabúskap í mink, þegar þeir fengu á sínum tíma styrk til þess. Tveimur ámm seinna hmndi verðið á minkaskinn- unum." Gat tekiö 40 ár „Þetta var ekkert álitlegt. Ég var formaður Sambands íslenskra loödýraræktenda þegar þetta gerðist. Ég man að ég var á aðalfundi samtaka loödýraræktenda og hitti þar for- mann dönsku samtakanna. Þá fóm skinna- veröin sífellt lækkandi og refurinn hafði fallið í verbi í þrjú ár í röð. Ég spurði Dan- ann hvort hann héldi ekki að þessi fjandi færi að verða búinn og verbin ab hækka aft- ur. „Ég hef ekki hugmynd um það, en síb- asta verðfall stóð í 40 ár," sagði hann. „En þetta stób þó ekki nema í sjö til átta ár." Loödýrarækt er sveiflukennd búgrein. Þeg- ar veröið á refaskinnum var lægst, fengust 1200 krónur íslenskar fyrir skinnið og dugbi ekki fyrir fóðurkostnaði. Á síðasta uppboöi í janúar fengust 7200-7300 krónur fyrir refaskinn í hæsta gæöaflokki. íslenskir refabændur geta búist við því í dag að fá ab meöaltali rúmar 6000 krónur fyrir hvert skinn. Ef gert er ráð fyrir frjósemi upp á 4-6 hvolpa, má reikna með að um 125 kg af fóbri þurfi til þess að framleiöa hvert skinn. Fóburkostnaður er um 2000 kr. á skinn, miðaö við fóburveröib í Skagafirbi." — Em fóðurstöðvamar í stakk búnar til þess að auka framleiðsluna ef bcendur, sem vom hcettir, fara aftur afstað? Fóöurstöðvar farnar á hausinn „Nei, víðast hvar ekki. Þær em í mörgum tilfellum famar á hausinn og búið að selja úr þeim vélamar. Staðan í Skagafirði er dá- lítið sérstök að því leyti að Stofnlánadeildin á fóðurstöðina hér og leigir okkur hana, þannig að við borgum ákveöiö verð fyrir hvert framleitt kíló. Þetta em hagstæðir samningar fyrir okkur." — Þurfa þeir loðdýrabcendur, sem hcettu á sín- um tíma, að leggja út í mikinn kostnað til þess að byrja aftur? „A þessu svæöi, sem ég þekki best, em langflestir sem hættu búnir að breyta hús- unum. Þeir em búnir að losa sig við dýrin og dýrabúrin, einangra húsin og innrétta þau upp á nýtt fyrir hesta eða aðrar skepn- ur. Þessir menn held ég ab byrji ekki aftur. Síðan em örfáir sem létu loðdýrahúsin standa alveg óhreyfb og ég hef heyrt ab þeir hugleibi ab kaupa hvolpa strax við fráfæmr í vor. Einstaka menn, sem hafa sett á fleiri Tíminn spyr... EINAR E. GÍSLASON dýr en þeir ráða vib, geta selt hvolpa við frá- fæmr og þab em þá gób viðskipti fyrir bába aöila." — Er nokkur hcetta á að sagan endurtaki sig og menn fari ofgeyst afstað aftur? „Það er ekki mikil hætta á því í refabú- skapnum. Framleibslan þar var komin svo ofboðslega langt niður. Gjaldþrotin í grein- inni í Finnlandi vom ofboðsleg. Þar var engum hjálpab og fóðurstöðvar og bændur fóm unnvörpum á hausinn. í Danmörku hættu menn nánast meb ref, en héldu minknum. Ég hef heyrt að í báðum þessum löndum sé bankakerfið ekkert æst í ab lána til þess ab hleypa nýjum mönnum inn í greinina. En þeir sem drógu saman, en hættu ekki, þeir fjölga dýmm hjá sér aftur. Markaðurinn ræðst í raun af því hvað Dan- ir gera, því þeir em langstærstir á sviði loð- dýraræktarinnar. Þeir em með franileiðslu upp á um 11 þúsund skinn, en við emm með innan við 300 þúsund." Uppbygging veltur á lána- stofnunum „Ég hef ekki trú á að minkunum fjölgi mjög mikið. Fjölgunin byrjar þannig að viö, sem eram í þessu, bætum við okkur dýmm, þannig að við nýtum það húspláss sem við höfum. Síöan fara aðrir ab tínast inn og fjölgunin fer sjálfsagt eftir því hvað lána- stofnanir em viljugar að hjálpa þeim að byrja aftur. Ekki geta menn fjármagnað þetta sjálfir, því það em engar fymingar eft- ir í landbúnabinum í dag. Nú er allt skorið niður. Þaö em hvergi peningar á lausu." — Em gceði skinnanna viðunandi? „Við þurfum ekkert ab skammast okktir fyrir þau. Fjölgunin var náttúrlega allt of hröö í upphafi og þab tók líka tíma að ná tökum á verkuninni. Nú höfum vib 15 ára reynslu af loðdýrabúskapnum og búum ab henni." -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.