Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 11
Frá Þórshöfn í Fœreyjum.
Hver verða ör-
lög Færeyinga?
Aótrúlega skömmum tíma
hefur færeyskt samfélag
breyst úr blómlegu búi í
nánast gjaldþrota verstöö. Gíf-
urleg þensla liöinna ára var
meira og minna sjálfvirk og tók
ekki miö af sveiflum í afkomu
þjóöarinnar.
Þegar ljóst varö aö hverju
stefndi, hlupu Danir undir
bagga meö Færeyingum, enda
má meö sanni segja aö þeir eigi
nokkum hlut aö máli. Dönsk
stjómvöld hunsuðu skýrslur
sérfræöinga, sem höföu lýst því
í mörg ár hvert stefndi.
Vilja ekki framseljan-
legan kvóta
í fyrrasumar samdi danska
stjómin viö landsstjómina í
Færeyjum um að komiö yröi á
kvótakerfi í sjávarútvegi með
framseljanlegum veiöiheimild-
mn. Þessu hefur færeyska Þjóö-
þingiö nýlega hafnaö og í fram-
haldi af því neitaöi danska
stjómin aö endurgreiða gjald-
falliö lán Færeyinga, sem nam
sem svaraöi tveimur milljörö-
um íslenskra króna. Þjóöþingið
gæti þó átt eftir að skipta um
skoðun bráölega, því að lands-
sjóöur er nánast tómur og ekki
hægt aö greiöa opinbenun
starfsmönnum laun, hvaö þá
annaö. Það er því almennt taliö
aö Færeyingar eigi ekki annarra
kosta völ en aö samþykkja
kvótakerfi að hætti íslendinga.
En hver verður þjóöréttarleg
staða Færeyinga í framtíöinni?
Varla fer á milli mála að fuil-
veldi þjóðarinnar er í hættu og
rætt hefur verið um þaö á æðstu
stöðum aö fóma því til að geta
horfiö til baka í hlýjan faðm
danska konungsveldisins. Það
kann og að þykja sjálfgefið aö
Danir innlimi eyjamar eftir að
hafa mokað í þær peningum,
sem aldrei fást til baka, og
sennilega er fjárhagslegt sjálf-
stæöi Færeyinga úr sögunni um
sinn.
Danska ríkib í bútum
Þaö er því afar athyglisvert aö
heyra hvaöa augum Daninn
Frederik Harhoff lítur samskipti
Dana og Færeyinga. Harhoff
hefur undanfarin ár veriö lektor
í Evrópurétti og þjóðarétti við
Kaupmannahafnarháskóla. í
fyrra varði hann doktorsritgerð
við lagadeild skólans og bar
hún heitið „Rigsfællesskabet".
ÚTLÖNP
{verkinu heldur hann því fram
að staöa Færeyinga og Græn-
lands innan danska ríkisins hafi
breyst svo mikið aö ekki sé leng-
ur hægt aö tala um danska ríkiö
sem eina heild, heldur samband
þriggja ríkishluta, sem hver um
sig fari meö löggjafarvald og
framkvæmdavald að nokkm, og
hafi landfræöileg og málefna-
lega aöskilin valdamörk.
Valdfb ekki einhlfba
afturkallab
Höfundur gagnrýnir þá kenn-
ingu í dönskum stjómskipunar-
rétti að danska þjóöþingiö geti
afturkallaö þær heimildir, sem
heimastjómir Færeyja og Græn-
lands hafa öðlast fyrir framsal
frá danska ríkinu.
Kenning Harhoffs er sú að
heimastjómum hafi í raun veriö
framselt slíkt vald, að þaö veröi
ekki einhliða afturkallaö. Þessu
til stuönings vísar höfundur til
þeirrar framkvæmdar sem hefur
veriö Iátin átölulaus, m.a.
samninga sem geröir hafa veriö
milli heimastjóma Færeyja og
Grænlands og annarra ríkja og
sem höfundur telur á ábyrgð
heimastjómanna en ekki
danska ríkisins. Til stuönings
kenningu sinni vísar höfundur
til sjónarmiöa þjóöaréttar um
rétt innfæddra til ákvöröunar
um eigin málefni.
ísland sem fyrirmynd
í verkinu er saga heimastjómar
í Færeyjum og á Grænlandi rak-
in ítarlega og gerö grein fyrir
samningum landanna við önn-
ur ríki og þeirri framkvæmd,
sem höfundur vísar til sem und-
irstööu þess aö Færeyjar og
Grænland njóta nú sérstakrar
stööu aö dönskum stjómskip-
unarrétti. í bókinni er sjálfstæð-
isbarátta íslendinga rakin að
nokkm og gerö grein fyrir þeirri
fyrirmynd sem Færeyingar
sóttu í íslenska sögu.
Ágúst Þór Ámason,
Dóra Guðmundsdóttir
Landsbanki íslands auglýsir nú fimmta árið í röð eftir
umsóknum um NÁMU-styrki. Veittir verða 7 styrkir.
21 Einungis aðilar að NÁMUNNI, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa
styrki.
@ Allir þeir sem gerst hafa félagar í NÁMUNNI fyrir
15. mars 1994 eiga rétt á að sækja um styrk vegna
þessa námsárs.
IH Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir
verða afhentir í apríl 1994 og veittir NÁMU-félögum
skv. eftirfarandi flokkun:
2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 2 styrkir til náms
við framhaldsskóla hérlendis, 2 styrkir til fram-
haldsnáms erlendis og 1 styrkurtil listnáms.
31 Umsóknum ertilgreini námsferil, námsárangur,
heimilishagi og framtíðaráform, skal skilað til Lands-
banka íslands eigi síðar en 15. mars næstkomandi.
{H Umsóknir sendist til:
Landsbanki íslands, Markaðssvið
b.t. Berglindar Þórhallsdóttur
. Bankastræti 7, 155 Reykjavík
L
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna