Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. febrúar 1994 SSwwww 9 HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR SVARAR Hvernig áégað vera? I síöasta þætti svaraði Heiöar spumingum um gagnsemi húökrema og hvers bæri að gæta í notkun þeirra. í fram- haldi af því vildi spyrjandi fræðast meira um krem og hvort eitthvert mark væri tak- andi á auglýsingum og með- mælum framleiðenda og sölu- manna á þeirri vöm sem þeir falbyðu. Spumingamar fara hér á eftir: Eftirfarandi er allt saman orð- réttar og ákaflega algengar full- yrðingar og loforð um virkni andlitskrema. Viröist þá litlu skipta hvort um er að ræða mörg þúsund króna krukku úr dýrri „merkjalínu" ellegar 300- 400 króna kmkku úr Hagkaupi. Stuölar að náttúrulegum vöm- um húöarinnar og gerir hana sléttari og bjartari. Byggir upp teyganleika húðar- innar. Styrkir húðina og kemur í veg fyrir að húðvefir slakni. Örvar endumýjun frumna og gefur húðinni unglegt yfirbragð. Gefur húðþekjunni raka og jafn- ar sýrustig. Dregur úr viðkvœmni húðarinn- ar og gerir hana slétta og silki- mjúka. Yngir húðina, mýkir hrukkur og hindrar ótímabcer ellimörk. Hvemig á venjuleg kona að átta sig á þessum loforða- fmmskógi og velja ,á milli að minnsta kosti 20 til 30 krem- tegunda sem allar lofa því sama? Er það alltaf gefið að dýmstu kremin hljóti að vera þau áhrifaríkustu í hmkkubarátt- unni? Þarf heilbrigö og eðlileg húð á öllum þessum olíum, lotion- um, kremum, gelum og mösk- um og styrkingarlyfjum að halda? Svar: Þetta em allt eðlilegar spum- ingar og er von aö konur velti þessu fyrir sér. Öll krem em bú- in til í ákveðnum tilgangi og gera eitthvert gagn. En gæðin em misjöfn og byggist verð- munurinn á ýmsu, svo sem því að yfirleitt em dýrari kremin betri. Að baki samsetningu þeirra liggur mikil vinna í rann- sóknum og í þau em notuð betri efni en í þau ódýrari. Eins og á öðrum sviðum er það spuming um peningaráð og í hvað maður vil eyöa sem ráöa því hvaða snyrtivörur em keyptar. Ég ek til dæmis á jap- önskum bíl en vildi helst eiga BMW, en sá japanski verður að duga. Hann gerir líka sitt gagn. hann kemur mér á milli staða alveg eins og BMW-inn gerir fyrir þá sem eiga svoleiðis bíl. Ódýr krem þurfa ekki endilega að vera verri en hin dýrari, en hátt verð á samt aö vera trygg- ing fyrir betri og vandaðri vöm. En konur verða sjálfar að finna út hvað þeim hentar og hvað buddan leyfir. Allar koniur ættu að prófa nokkrar tegundir af snyrtivömm og finna út hvað passar þeim bæði hvað varðar gæði og verö. Það er engin afsökun fýrir þær aö hugsa ekki um útlit sitt og heilbrigði húðarinnar þótt þær hafi ekki efrii á dýmstu línum í kremum og snyrtivörum. Um auglýsingamar og orða- notkunina er það að segja, að íslenskan er orðfá á sumum sviöum og lýsingarorðin fá- brotin og þeir sem auglýsa snyrtivömr nota allir sömu orðin hvemig sem varan er. Þegar farið er að tala um krem og tísku og fegurðardísir er ís- lenskan ekki heppilegasta mál- ið, þótt hún sé stórkostleg til að lýsa mörgu öðm. Á ensku og frönsku em miklu fleiri orð og blæbrigði nomð í svona auglýs- ingum og gefa þau betri lýsingu á vörunni en hér er gert. Ef húð er látin óvarin lengi læmr hún á sjá fyrr en ella og verður gróf og hrukkótt jafnvel fyrir tímann. í sambandi við það smáskilaboð til karlanna á sjónum, að þeir þurfa öllum öðmm fremur á húðkremum að halda. Þeir verða fyrir mesm veðruninni og reynir mikið á húð þeirra þegar þeir vinna lengi viö vosbúð og kulda. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til há- skólanáms í Finnlandi Finnsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til há- skólanáms og rannsóknastarfa i Finnlandi námsárið 1994-95. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjártiæðin er 3.000 finnsk mörk á mánuði. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 25. mars n.k. á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þarfást. Menntamálaráöuneytið, 18. febrúar 1994. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR J Síöumúla 39-108 Reykjavík • Sfml 678500 ■ Fax 686270 'V Forstöðumaður vist- heimilasviðs Laus er staða forstöðumanns vistheimilasviðs I flölskyldu- deild. Krafist er félagsráðgjafamenntunar og a.m.k. 3ja ára starfs- reynslu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anni G. Haugen, yfir- maður fjölskyldudeildar, f sfma 678500. Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. ÚTBOÐ F.h. Garðyrkjustjórans f Reykjavík, er óskaö eftir tilboðum I gerð malar- götu og að leggja jarðvatnslagnir f 4. áfanga í kirkjugarð f Gufunesi. Um er að raeða 427 m malargötu og u.þ.b. 2.080 m af lögnum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 8. mars 1994, Id. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 •Q cftít boltc lamut Itctn ! yUMFERÐAR RÁÐ GÆÐINGAR þurfa aott fóður! Fersk-Gras og graskögglar eru úrvalsfóður í hentugum pakkningum, sem er sérstaklega ætlað hrossum. Nýjung: Bjóðum nú upp á grasköggla í 10 kg pakkningum. Hafið samband í síma 95-38233, faxnúmer 95-38833 og fáið nánari upplýsingar. GRASKÖGGLAVERKSMIÐJA K.S. SKAGAFIRÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.