Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 10
10
yftwiiw
Laugardagur 19. febrúar 1994
Hagyrbingaþáttur
Búl sendi eftirfarandi limm og er tilefniö þegar Ólafur Ragnar
deildi á forsætisráöherra fyrir bréfaskriftir á Alþingi. Davíð
kvaöst ekki sitja í skjóli Ólafs og þyrfti ekki leyfi til aö skrifa
vinum sínum.
Ég tróna í toppkrata skjóli
á traustbyggðum landsföðurstóli,
og leyfi ég hef
að handskrifa bréf
til Heimis — og þegiðu, Óli.
Þ.D. orti eftirfarandi:
Á kalkúnalöppunum labbar
Langhala-Jón B. og rabbar
við Pétur og Pál
um EB og ál,
til Kanans um meiri her kvabbar.
Og Búi heldur sig viö sama heygaröshomiö:
Dapur á sér enga von
uppreis'nar hjá presti,
Arthúr Björgvin Bollason,
bcendavinur mesti.
Örlög þung, en einnig grín
íslandssagan geymir.
Gcetum okkar, elskan mín,
*■ ennþá rekur Heimir.
Fleiri yrkja um brottreksturinn og er eftirfarandi eftir Aðal-
stein Sigurösson:
Útskúfunar var þar von
frá virtum höfðingjunum,
því Arthúr Björgvin Bollason
beitti sannleikanum.
Sama varö aö vísu, þegar hann heyrði þrjár ungar konur ræða
um aö ómögulegt væri aö nota karlmenn til að gera nokkuð
innanhúss.
Langt hefég séð um lífsins hlaup
og langar að segja sprundum,
að karlagrobb og kvennaraup
kann að líkjast stundum.
Aðalsteinn Ólafsson sendir vísur:
Mannlýsing
Einn vill Jóninn öllu spilla,
ill er frétt.
Honum lýsa allir illa
og allir rétt.
Auglýsing
Flestum verða augnayndi
auglýsingar hér.
Dásemd mesta, dömubindi,
dag hvem birtist mér.
Glaður margur gaeðin lítur,
gaman þykir mér.
Það, sem bindið hylja hlýtur,
hugsar maður sér.
Enn berast botnar við fyrriparta.
Markús týndi milljarði
og minnihlutinn fann hann.
Margur gaur í gjaldþroti
gceti þegið annan.
Öld er köld með vaxtagjöld,
veldur höldum tjóni.
Eru gjöldin og margföld,
ill er stjóm á Fróni.
Þennan botn sendi K.S.M., Gautsdal. Annar botn:
Þegar gjöldin þúsundföld
þjaka öldnum fóni.
Viö síöasta fyrripart var bætt:
/ tómri tunnu bylur hcest,
tcemdur er orðaforðinn.
Upphafið er ekki glcest,
illt að gera sporðinn.
Og hér trieð er lýst eftir fyrriparti fyrir hagyröinga aö spreyta
sig á.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Stakkholti 4.
105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA!
Símbréf: 16270 Góöa skemmtim!
Forseti Alþjóbaráös Rauba krossins segir ab ekki eigi oð blanda
saman abstob og árásum:
Sameinuðu þjóöirnar ekki
hlutlausar í Bosníustríðinu
Scenskir lœknar finna einfalda lausn á iœknisfrœbi-
legu vandamáli:
Parkinsons-skjálfti
læknaður með gangráði
Cautaborg, Reuter
Comelio Sommaruga, forseti
Alþjóöaráös Rauöa krossins seg-
ir að þaö hafi verið mikil mistök
af hálfu Sameinuöu þjóöanna
að senda vopnaö friöargæslulið
til lýðvelda gömlu Júgóslavíu.
Sommaruga sagöi í viðtali sem
birtist nýlega við hann í
Svenska Dagbladet aö þegar
sama stofnunin hefði afskipti af
hjálparstarfi, vopnabri friðar-
gæslu og loftárásum væri lítið
eftir af hlutleysinu. Hann sagö-
ist heldur ekki sjá að nokkur
stofnun gæti þóst vera hlutlaus
þegar hún tæki pólitískar
ákvaröanir á borö viö refsiað-
gerðir og viðskiptabann á sama
tíma og hún stýrbi friöarviöræö-
um stríðandi fylkinga.
Sommama segist ekki véfengja
einlægan ásetning stofnana á
borð viö Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóöanna og Friðar-
gæsluliösins. Staöreyndin sé
samt sú að íbúar á átakasvæðim-
um, eins og í Bosníu, líti öðra-
vísi á hlutina og það sé þaö sem
máli skiptir.
Heyrst hefur aö ýmsar hjálpar-
stofnanir ætli aö kaUa starfsfólk
sitt heim frá Bosníu ef til loft-
árása kemur. Sommaraga segir
að hjálparliöar Rauöa krossins
verði áfram í landinu þó ab or-
ustuþotur Atlantshafsbanda-
lagsins geri árásir á stöðvar
stríðandi fylkinga. Það muni þó
hægja á hjálparstarfinu því aö
tryggja veröi öryggi starfsfólks-
ins eins og framast sé kostur.
Tveir sænskir læknar, Bo Jonn-
els og Lars-Erik Augustinsson,
segjast hafa fundið einfalda að-
ferö til aö koma í veg fyrir
skjálfta sem fylgir Parkinsons-
veikinni án þess aö skaöa heila
sjúklingsins.
Læknarnir segja ab meö því að
nota gangráb til að „stuba" þær
stöövar heilans sem valda
skjálftanum geti sjúklingurinn
boröað og drakkiö áhyggju-
laust.
ÍtSPRRISJÓÐURlHH
í KEFLAVÍK
gúmmIbátaþjónusta
norðurlandssf.
Akureyri
Kjötvinnsla
B. JENSEN
Glæsibæjarhreppi
6UMMIVINNSLAN
Réttarhvammi 1 - Akureyri
Akureyri
Iðjulundur
Vemdaður
vinnustaður