Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.02.1994, Blaðsíða 14
14 fjfamnii Laugardagur 19. febrúar 1994 Elín Gubbjörg Sveinsdóttir Tengdaamma mín, Elín Gub- björg Sveinsdóttir, Álfheimum 8, Reykjavík, andaöist á Land- spítalanum 29. desember síðast- liðinn, 95 ára að aldri. Mig langar aö fara um Elínu fá- einum orðum, þótt seint sé, enda er hún mér og flestum öðrum, er til hennar þekktu, einkar minnisstæð. Elín átti mikið andlegt og lík- amlegt þrek; var sívinnandi langt fram á elliár, enda kvik í hreyfingum og grönn. Elín var kona alvörugefin, en átti líka mannlega hlýju í ríkum mæli og gat bmgðib fyrir sig græsku- lausu gamni. Hún var hógvær og kurteis, en gat verið ákveðin, ef því vár ab skipta; abfinnslur hennar meira í ætt viö ,um- hyggjusemi en nöldur og kvart- anir. Jafnframt vom greiðvikni og gjafmildi ríkir þættir í eðlis- fari hennar, þótt aldrei bæri ' hún há laun. Nutu margir þess- ara eðliskosta hennar, þar á meðal ég og mín fjölskylda. Elín fæddist á Reyni í Mýrdal 7. júlí 1898. Vom foreldrar hennar hjónin Gróa Guðmundsdóttir (f. 1859, d. 1905) og Sveinn Sig- urðsson (f. 1855, d. 1910) bóndi þar. Vom böm þeirra auk Elín- ar: Gubmundur (f. 1884), lést innan mánaðar; Gubríður (f. 1886), húsfreyja í Vík og Reykja- vík; Ásgeir (f. 1889), dó það sama ár; Ólöf (f. 1891), dó ung; Ásgeir (f. 1895), dmkknaði ung- ur vib sjóróðra; Ágúst (f. 1895), verkamaður lengst af í Keflavík, lifði til hárrar elli. Ekki var heiglum hent ab færa björg í bú af miðunum út af hafnlausri sandströnd Suður- lands frá sveitabæjum í Skafta- fellssýslum, og alltof oft tók Æg- ir sinn toll í mannslífum, þótt gjöfull væri; en Ásgeir bróðir El- ínar dmkknaði ungur við sjó- róðra og ennfremur dóu bábir foreldrar hennar, meðan hún var enn innan við fermingu. Hljóta slíkir atburbir í lífi ungrar stúlku að hafa áhrif á ómótaöa unglingssál, en Elín brotnabi ekki undan þessum þunga, og aldrei varb ég var vib beiskju í fari hennar. Þegar móbir Elínar dó, sá hún um heimili föður síns, en við fráfall hans tóku hjónin á hinni hálflendunni á Reyni hana í fóstur næstu fjögur árin. Hém þau Sigríður Brynjólfsdóttir og Einar Brandsson. Reyndust þau Elínu sem besm foreldrar og taldi hún þab mikið lán að hafa fengib skjól hjá þeim á þessum mótunarárum. Ekki var fjölbreytt atvinna í boði á fyrstu áratugum aldar- innar fyrir ungar stúlkur, síst þær sem stóðu uppi einar síns liðs; því síður kom til greina að setjast á skólabekk, þó að góðar gáfur og vilji væri fyrir hendi. Þar réðu peningamálin og aldar- andinn úrslitum. Þegar Elín fluttist frá Reyni, gerðist hún því vinnukona í Norður- Vík á áranum 1914-15 og í Suður-Vík 1915-18, en fór þá til Reykjavíkur og vann ýmis störf á vetuma, en var kaupa- kona í sveit á sumrin. Elín giftist 12. október 1921 Þórami Auðunssyni (f. 15.2. 1892) frá Eystri-Dalbæ í Land- broti. Átm þau heima í Eystri- Tungu 1921-22, en þá fóm þau ab Fagurhlíð í sömu sveit. í Fagurhlíð byggbu þau upp öll hús bæði fyrir fólk og fénað og bættu jörðina á margan hátt. Meöal annars leiddu þau bæjar- lækinn gegnum kjaUarann á ný- reistu íbúðarhúsi og komu þár fyrir 6 kW túrbínu, sem gekk framyfir 1970, einni þeirri fyrsm á sveitabæ á landinu. Var rafmagniö notað til ljósa, hitun- ar og eldunar, enda enginn reykháfur á íbúðarhúsinu. Vom SkaftfeUingar í fararbroddi um raflýsingar frá heimarafstöbv- um á þessum ámm. Þau Elín og Þórarinn bjuggu í Fagurhlíð til ársins 1940, er þau fluttu búferlmn í Mosfellssveit, en á þeim tíma var uppgangur í landbúnaði í sveitunum um- hverfis Reykjavík, enda nutu þær nálægðar við stærsta mark- að landsins í ört vaxandi höfub- borg, og átti það ekki síst vib um mjólkurframleiðsluna. Hins vegar vom aðdrættir og sam- göngur allar enn meb því örb- ugasta í Skaftafellssýslum á þess- um áram sökum vegalengda, óbrúabra stórfljóta og hafnleys- is. Þau Elín og Þórarinn vora fyrst í ráðsmennsku hjá Eiríki Orms- syni og hans fjölskyldu á Skeggjastöbum í Mosfellssveit í fjögur ár. Eftir það áttu þau heima í eitt ár á Úlfarsá og Markholtsmelum, en hófu síð- an að reisa nýbýlið Láguhlíð 1945 úr landi Lágafells, er Thor Jensen átti. Fluttu þau í Lágu- hlíb 1946. í Hlíö reistu þau Elín og Þórar- inn eigin höndum og með dyggri aðstoð bama sinna íbúð- arhús, hlöðu og fjós, og vom mannvirki þessi sambyggö, en slíkt byggingarlag var algengt um þessar mundir. Auk þess byggöu þau hænsnahús með geymslu og lítið fjárhús. Þórarinn lagöi allar raflagnir sjálfur, og þau leiddu líka heitt vatn í bæinn og fjósið og komu upp súgþurrkun með heitum blæstri. Þá ræktuðu þau og Sveinn sonur þeirra síðar nálega hvem lófastóran blett á jörð- inni, rúmlega 20 ha, tíndu grjót úr skriöum og létu ræsa fram mýrar. Var mjög vandab til allra framkvæmda í Hlíð og um- gengni öll hin snyrtilegasta. Enda þótt mjóíkurframleiðsla væri gildasti þátturinn í búskap þeirra Elínar og Þórarins, lögbu þau einnig stund á aðrar bú- greinar, svo sem eggjafram- leiðslu og rófna- og kartöflu- rækt, enda bauð nálægbin við þéttbýlið upp á slíka búskapar- hætti. Komrækt reyndu þau ennfremur um tíma sem for- ræktun fyrir túnaræktim. Hlíð var lítil jörð og bauð ekki upp á stórkostleg umsvif, en með alúb og útsjónarsemi tókst þeim Elínu og Þórami að reka þar ágætt bú á þeirrar tíðar mælikvarba. Þau fóm vel meb skepnur og vom samhent og dugleg og nutu hjálpar bama sinna við bústörfin. Elín og Þórarinn eignuöust fjögur böm. Þau em: 1) Valgerö- ur (f. 1922) húsmóðir, ekkja Stefáns Gubjónssonar verka- manns. Eignuðust þau tvær dætur, Dóm og Kristjönu, en misstu einn son ungan. Val- gerbur átti áöur Elínu Sigurðar- dóttur. 2) Guðlaug Gubný (f. 1925), sérleyfishafi og rútubíl- stjóri, ekkja Ingvars Sigurbsson- ar sérleyfishafa. Eignuðust þau tvo syni, Þór og Sigurð, og tvær dætur, Sigríöi og Elínu. 3) Ólöf (f. 1928), kennari vib Lang- holtsskóla. Fyrrverandi eigin- maður hennar er Ámi Jóhanns- son verktaki. Eiga þau tvo syni, Ágúst Þór og Guðjón, og tvær dætur, Guðbjörgu Gígju og Jó- hönnu Hörpu. 4) Sveinn (f. 1931), fyrst bóndi í Láguhlíð og síðar í Kolsholti vestra í Vill- ingaholtshreppi í Flóa. Eigin- kona hans er Halla Aðalsteins- dóttir. Eiga þau tvo syni, Þórar- in og Aðalstein, og tvær dætur, Elínu Bjamveigu og Öldu Ag- nesi. Ég sá Þórarin aldrei, en honum er lýst svo, aö hann hafi verið hægur í fasi og yfirvegaður, hár og grannur og fríður í andliti. Léku flest verk í höndunum á honum. Fyrrverandi tengdason- ur þeirra hjóna, Ámi Jóhanns- son, viðhafði þau orð í mín eyru, einu sinni þegar búskap- inn í Hlíð bar á góma, að Þórar- inn hefði verið „bóndi af lífi og sál". En Þórarinn Aubunsson var líka víðlesinn og sjálfmenntað- ur, sér í lagi á sviði raffræði og raflagna. Hafði hann imnið viö þá ibn sem ungur maður á veg- um Halldórs Guðmundssonar og Bjama Runólfssonar í Hólmi, og í tengslum við það starf kom- ið í flestar sveitir landsins. Hann var og ungmennafélagsmaður og hafði kennt sund í Land- broti. Ekki nutu Þórarinn og Elín lengi ávaxta verka sinna í Hlíö. Þórarinn hafði um árabil verið heilsuveill, og lést hann 24.6. 1957. Flutti Elín um þab leyti kl u UTBOÐ F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavikurborgar, er óskað eftir tilboðum I 13.300-17.600 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða athent á skrifstofu voni, Frfkirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. april 1994, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 kl h F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboöum I lóðar- framkvæmdlr við leikskólann Funafold 42. Helstu magntölur Malbik 800 mJ Hellulagnir 700 m2 Grassvæði 1.750 m2 Gróðurbeð 600 m3 Maiarsvæði 550 m2 Útboösgögn veröa athent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 3. mars 1994, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 t MINNING ásamt dótturdóttur sinni Elínu Sigurðardóttur, sem var alin upp í Hlíð hjá afa sínum og ömmu, fyrst í Drápuhlíð 17 til Guðlaugar og Ingvars og síban í Álfheima 8 til Ólafar dóttur sinnar og Áma tengdasonar síns. Hins vegar tók Sveinn son- ur Elínar við búinu í Hlíð ásamt eiginkonu sinni Höllu Aðal- steinsdóttur, en þau hjón bjuggu í Hlíð til ársins 1969, er þau seldu jörðina og festu kaup á Kolsholti vestra í Flóa, og hafa búið þar síðan. Var þá þéttbýlis- myndun mjög farin að þrengja ab bændum í Mosfellssveit. Þvi fer fjarri að Elín hafi sest í helgan stein, þó að hún væri komin í skjólið hjá dóttur sinni og tengdasyni. Þau Ólöf og Ámi unnu bæði úti, enda fjölskyldan stór og nýbúið að reisa raðhús í Álfheimimum. Hvíldi því heim- ilishaldið mjög á herðum Elín- ar, jafnframt því sem hún 61 upp dótturdóttur sína og nöfnu og tók þátt í uppeldi bama Ólaf- ar og Áma. Annars vom þær mæðgur Elín og Ólöf samrýndar um flesta hluti og samtaka um öll heimilisstörf, milli þeirra ríkti trúnabartraust. En þrátt fyrir miklar annir fann Elín samt tíma til að sinna hugðar- efnum sínum: starfa meö Kven- félagi Langholtssóknar, hlusta á útvarp, lesa og prjóna. Þá ferö- aðist hún nokkuð um landið á efri ámm sínum og fór meira að segja til Grikklands. Þar að auki geröi hún sér far um að heim- sækja vini og ættingja og alveg sérstaklega þá, sem áttu við ein- hver bágindi að stríða. Til að mynda leit hún oft inn til kjör- móbur minnar, þegar hún bjó ein ekkja í Sólheimunum, vib hnignandi heilsu. Eftir að við Elín Sigurðardóttir fórum að vera saman, var það sérstök en jafnframt ánægjuleg lífsreynsla fyrir mig, sem kom úr lítilli fjölskyldu, að kynnast heimilisbragnum í Álfheimum 8, meðan bömin vom enn öll heima. Það var ekki einasta ab fjölskyldan væri stór, heldur var líka mjög gestkvæmt á heimil- inu. Þar komu næstu nágrann- ar, vinir og ættingjar og fólk úr fjarlægum landshomum, sumir jafnvel til að gista meðan þeir ráku erindi sín í höfubstabnum. Þar var alltaf einhver að koma eða einhver að fara. Minnti heimilið einna helst á stórbýli í þjóðbraut héma áöur fyrr. Öllu þessu fólki sinnti Elín af stakri alúð og sömuleiðis Ólöf, þegar hún var ekki að vinna ut- an heimilis. Það var ævinlega matur handa öllum, kaffi á könnunni og eitthvað gómsætt meö því, svo sem pönnukökur, kleinur, heimabakað flatbrauö og fleira í þeim dúr. Og þótt mikið væri ab gera, gaf Elín sér samt tíma til að setjast nibur stundarkorn og spyrja gestina almæltra tíðinda og ræða lands- ins gagn og nauösynjar. Hafði Elín einstakt lag á að láta öllum líða vel, er vom nálægt henni, jafnt imgum sem öldnum, enda var kynslóöabilið svokallaða óþekkt fyrir henni. Þá átti Elín auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæbum og tímum, eins og lífshlaup hennar ber glöggt vitni um, og kynnast nýju fólki með ólík viðhorf og bakgmnn. Bömin uxu úr grasi, urðu full- oröin og stofnubu sín eigin heimili; ég og mín kona fluttum norður í land. Elín var ekkert imglamb lengur, en heimilis- haldið í Álfheimum 8 tók eng- um sýnilegum breytingum við það. Þar var iöulega margt um manninn. Bamaböm Elínar gátu jafnan komið með sín böm í pössun í Álfheima, ef þannig stóð á, ell- egar fengið þar inni um stund- arsakir með fjölskyldur sínar, meban bebið var eftir varanlegu húsnæbi. Þá gistum við, ég og mín fjölskylda, iðulega í Álf- heimum, þegar við komum í bæinn. Og þegar sonur minn og dóttir fóm að ferbast á eigin spýtur, lá leið þeirra oft þangað. Elín Sveinsdóttir var kirkjuræk- in, en bar ekki trú sína á torg. Hún fýlgdist vel með þjóðmála- baráttunni allt til loka og hafði mjög fastmótaðar skoðanir, sem hún gat varið og rökrætt. Ung ab árum drakk hún í sig hug- sjónir ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Hún var alla tíð stök bindindiskona, áleit áfengi og tóbak og önnur vímuefni leiða til ófamaðar. Þar var hún viss í sinni sök, eins og á svo mörgum öðram sviðum. Elín hafði mik- inn skilning og samúð með sveitafólki, lífsbaráttu þess og kjömm. Hún fylgdi Framsókn- arflokknum að málum, og ekki þótti mér lakara að skoðanir okkar tengdaömmu skyldu fara saman að þessu leyti. Hins vegar var hún misánægð með forystu flokksins eins og gengur, en það er einmitt einkenni þeirra, sem em heilir í pólitík, að gera meiri kröfur til sjálfs sín og eigin liðs- manna en andstæöinganna. Síöasta rúma eina og hálfa árib, sem Elín lifði, bjó hún við hnignandi heilsu, en hafði jafn- an áöur á lífsleiðinni verið eink- ar heilsuhraust. Hún var þá stundum á sjúkrahúsi, en náði tímabundnum bata á milli, kom heim og reyndi ab sinna störf- um sínum. I júlí í sumar fór Elín svo í síbasta sinn I upphlutinn sinn og hélt upp á 95 ára afmæl- isdaginn sinn í hópi vina og ættingja. En leiðin var orðin löng og starfið mikið að vöxt- um, og ellin beygir alla að lok- um, jafnvel styrkustu stofna. Það er gangur lífsins, því lög- máli veröum viö öll að lúta. Elín lést þann 29. desember síðastliðinn, eins og áður segir. Hún var jarðsungin frá Lang- holtskirkju 6. janúar af séra Sig- uröi Hauki Guðjónssyni. Félag- ar úr Karlakómum Fóstbræðr- um sungu við jarbarförina og var Ámi Jóhannsson einn með- al söngmanna, en milli hans og Elínar ríkti ætíð gagnkvæm vin- átta. Var athöfnin öll einstak- lega falleg, bæði orð prestsins og söngurinn. Þótt Elín hefbi aldrei mikil mannaforráð um dagana, var fjölmenni við útförina, erfis- drykkjuna í Safnaðarheimili Langholtssóknar og í Fossvogs- kirkjugarði, þar sem hún var lögö til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns. Sýnir það bet- ur en orð fá lýst, hve Elín Guð- björg Sveinsdóttir var mörgum kær. Sölvanesi, 26. jan. 1994, Magnús Oskarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.