Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 12. mars 1994 Tíminn spyr„Önnu K."sem hafiö hefur meöferö fyrir kynskiptiaögerö íSvíþjóö Var6 a6 gerast Svíi til að fá kynskiptiaðgerðina „Anna K." er rúmlega fertugur íslendingur, sem býr í Stokkhólmi og var karl en er á leiöinni aö veröa kona. „Anna K.", sem hét raunar karlm'annsnafni þegar hún bjó á ís- landi, er nú á leiö í kynskiptiaögerö og hef- ur veriö í hormónameöferð auk þess sem vertö er aö vinna meö skeggrót Önnu K. Einhvemtíma á næstu misserum mun hún aö líkindum gangast imdir skurðaögeröir, brjóstaaögerö og aörar þær aögeröir sem nauösynlegar eru til þess aö gefa konu sem fæöist í karlmannslíkama þann kven- mannslíkama sem hún þráir. Á meðan Norðurlandaráösþing stóö yfir í Stokkhólmi hitti blaöamaöur Tímans Önnu K. til aö afla upplýsinga um stööu ís- lenskra kynskiptinga. Anna K. vill ekki gefa bein viötöl í fjölmiölum, en ef þaö mætti veröa til þess að koma af stað öfgalausri umræöu um stööu íslenskra kynskiptinga og þannig hugsanlega auövelda þeim aö komast í kynskiptiaögerð, þá var Anna K. reiöubúin aö ræða viö blaöamann viö og koma þannig meö óbeinum hætti upplýs- ingum á framfæri. Það tók dálitla stund aö átta sig á aö þessi kona sem blaðamaðurinn hitti væri ekki kona í þeim hefðbundna skilningi sem ís- lendingar era aldir upp í. Klæðnaður, viö- mót og fas benti til þess aö hér væri kona, en þetta var kona í karlmannslíkama. Þegar sú staöreynd varö ljós er ekki því að neita aö ákveönum fordómum skaut upp í hug- ann. En þeir rénuðu þegar á leið og mann- eskjan Anna K. varð fyrst og fremst áber- andi. Manneskja sem vill hjálpa öörum þeim íslendingum sem eins er ástatt mn að fá úrlausn sinna mála. Skilyrði að vera sænskur ríkisborgari Til að ná því markmiöi að geta gengist undir kynsldptiaögerö varð Anna K. að beygja sig undir skilyröi sænskra heilbrigö- isyfirvalda sem ekki era reiöubúin aö gera kynskiptiaögeröir á öðram en sænskum ríkisborguram. Anna K. er nú oröin sænsk- ur ríkisborgari, en til þess aö þaö gæti orðið varö hún að hafa verib búsett í Svíþjób í fimm ár. Þvingun sem þessi er brot á Norð- urlandasamningi um félagslegt öryggi, sem tryggja á öllum íbúiun Norðurlandanna sama rétt. En þetta var eina leiöin fyrir Önnu K. til aö eiga möguleika á kynskipti- aögerö í Svíþjóö. Tíminn spyr... „ÖNNU K" Ekki eini íslendingurinn sem vill kynskiptiaðgerð Anna K. er ekki eini íslendingurinn sem lengi hefur barist fyrir því aö fá að gangast undir kynskiptiaögerö. Vitað er um nokkra íslendinga í viöbót sem líta á sig sem kon- ur, þrátt fyrir að vera í karlmannslíkama. Önnu K. er sérstaklega umhugað um eina manneskju sem svo er ástatt um og viröist ekki eiga nokkra möguleika á aö komast í kynskiptiaðgerö þar sem hún er búsett á ís- landi og er íslenskur ríkisborgari. Anna K. hefir veralegar áhyggjur af líöan þessarar manneskju ef stjómvöld á íslandi beiti sér ekki í hennar málum og tryggi henni möguleika á kynskiptiaögerð erlendis. Þessar áhyggjur Önnu era ekki hvab síst til komnar vegna þess aö hún veit um einstak- linga sem svipab var ástatt um, en þoldu ekki þaö álag sem því fylgdi aö búa í felum, fangin kona í karlmannslíkama og leituðu endanlegrar leiðar til aö frelsa sig úr þess- um fjötram. Barátta Önnu K. Barátta Önnu K. hefur staðið yfir í langan tíma og á þeirri leiö hefur hún orðið aö glíma vib margar hindranir. Meö hjálp sál- fræöings náði Anna K. ab rífa sig upp úr því vonleysi sem fylgdi þeirri aöstööu sem hún var í og hefja baráttu fyrir því aö komast í kynskiptiaðgerð. Þótt henni hafi ekki í sjálfu sér verið tekið illa í íslenska heilbrigöiskerfinu, þá heldur hún fram aö heilbrigðiskerfið hafi verið sinnulaust um mál hennar og ekki haft áhuga á aö gera neitt í málum hennar eöa annarra íslendinga sem vilja í kynskiptiaö- gerð. Önnu var bent á að hafa samband við hin ríkin á Noröurlöndimum til að komast í að- gerðina, en bæöi Danir og Svíar neituðu aö taka viö henni þar sem hún hefði íslenskt ríkisfang. Hún ákvab því aö flytjast til Sví- þjóðar og halda áfram baráttu sinni þar. Sænskum stjómvöldum varö ekki haggað fyrr en hún lét undan og skipti um ríkis- fang. Því sér Anna K. nú hilla undir það aö draumur hennar verði aö veraleika. En þótt Anna K. hafi náb þessu takmarki sínu, telur nún aö þaö sé engin lausn fyrir aöra íslendinga sem eins er ástatt um. Þeir þurfi hjálp íslenskra heilbrigðisyfirvalda strax, enda sé þaö óþolandi aö Danir og Svíar brjóti norræna sáttmálann um félags- legt öryggi á íslendingum og Finnum, sem eins sé ástatt um. Afstaðan á vinnustað Þegar Anna K. var á íslandi varð hún að lifa lífi sínu sem karlmaöur, þvert gegn vilja sínum. Um langt skeiö „lék" hún karl- mannshlutverkið þannig að út á vib var ekkert athugavert aö sjá. Innri átökin vora því meiri. Þegar hún svo tók ákvörbun um þaö að berjast fyrir kynskiptiaðgerö og þaö fór aö kvisast út á íslandi, þá mættu henni oft miklir og haröir fordómar. Sömu for- dómar og aörir íslendingar sem í hennar sporam era þurfa enn að berjast viö. Því urðu viöbrögö vinnufélaga Önnu í Sví- þjóö, þegar þaö fréttist að hún væri „trans- sexualisti" og hygðist í kynskiptiaðgerð henni töluverð hvatning. í staö þeirra for- dóma sem hún átti aö venjast heima á ís- landi þá urðu viðbrögðin þveröfug. Fólk lýsti yfir stuðningi við hana og sótti eftir fræðslu um hvaö „transexualisti" væri. Fyr- irtækið sem Anna K. starfar hjá Ieitaöi því til sérfræöinga til að halda fræðsluerindi fyrir starfsmenn. Því má segja að viöbrögö og móttökur sænska fyrirtækisins séu and- hverfa viö viðbrögö sænskra heilbrigbisyf- irvalda. Hvað er „transsexualisti" eða kynskiptingur? Þaö aö vera „transexualisti" eöa kynskipt- ingur felst í því aö viðkomandi manneskja lítur á sig tilfinningalega og huglega sem annars kyns en h'kaminn segir til um. Kyn- skiptingur í karlmannslíkama lítur á sig sem konu, en kynskiptingur í konulíkama lítur á sig sem karlmann. Þessi tiifinning um annað kynferði en líkaminn segir til um hefst strax í bamæsku og helst út lífið. Málib snýst ekki um kynlíf, heldur stað- fasta tilfinningu vun aö viökomandi sé ekki í réttum líkama. Kynskiptingur sem finnur sig konu í karlmannslíkama er því ekki hommi. Hann lítur á sig sem konu í einu og öllu, nema hvaö líkaminn er karlkyns. Hallm Magttússon Síldarsöltun: 53% aukning á milli vertíba Island getur ráöiö því hvenœr þaö kýs aö láta GATT-samningana taka gildi hér á landi: Nefnd skipuð um framkvæmd GATT Gehgib hefur verib frá skipan fimm manna nefndar sem rík- isstjómin hefur falib ab koma meb tillögur um breytingar á löggjöf vegna gildistöku GATT-samninganna. Ólafur Davíbsson, rábuneytisstjóri í forsætisrábuneytinu, veitir nefndinni forstöbu, en meb honum í nefndinni em Sigur- geir Þorgeirsson, abstobar- mabur landbúnabarrábherra, Pétur Thorsteinsson, lögfræð- ingur í utanríkisrábuneytinu, Páll Ásgrímsson, deildarstjóri í vibskiptarábuneytinu, og Indribi H. Þorláksson, deildar- stjóri í fjármálarábuneytinu. Nefndinni er m.a. ætlab ab koma meö tillögu um hvemig eigi aö breyta búvörulögum meb tilliti til GATT, en sem kunnugt er var Iandbúnaðar- nefnd meö tillögur þar ab lút- andi til umfjöllunar. Tillögur landbúnaöamefndar voru mjög umdeildar og munaði litlu ab þær sprengdu ríkis- stjómina. Enn er ekki endanlega ljóst hvenær GATT tekur gildi. Stefnt hefur veriö aö því aö það veröi um næstu áramót, en lík- legra er að það verbi ekki fyrr en um mitt næsta ár eða jafnvel ekki fyrr en um áramót 1995- 96. ísland er ekki skuldbundið til að gerast aðili að samkomu- laginu um leið og þab tekur gildi. Aðildarþjóðimar geta sjálfar ákveðið hvenær þær kjósa að gerast aðilar ab sam- komulaginu. Samningurinn öðlast ekki gildi á íslandi fyrr en Alþingi hefur samþykkt samninginn. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra tók það skýrt fram í umræðum um búvömlaga- frumvarpiö í fyrradag að ísland myndi ekki samþykkja GATT fyrr en það lægi alveg ljóst fyrir hvemig samningnum yrði beitt hér á landi. -EÓ Heildarsöltunin á síldarvertíðinni 1993-1994 nemur alls 93.923 tunnum af ýmsum tegundum saltaörar síldar. Þetta er 53% aukning frá síðustu vertíö þegar saltað var í 61.185 timnur. Af heildarmagninu vora fram- leiddar 29.370 tunnur af flökum á mótí 20.575 tunnum á vertíöinni á undan. Síld var söltuö á 14 stöö- um á landinu en mest á Homa- firði, eða í 25.047 tunnur. Saltaö var á 16 söltunarstöövum en mest var saltað í söltunarstöö Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstaö, eöa í 22.643 tunnur. Þótt ekkert hafi verið veitt eða saltað af síld síöan um miðjan desember þá telur Síldarútvegs- nefnd ekki útilokab að eitthvert framhald geti orðið því forráða- menn einhverra báta hafa sýnt áhuga á aö halda áfram veiöum aö aflokinni loönuvertíð. En sam- kvæmt ákvöröun sjávarútvegs- ráðuneytísins er heimilt aö stunda sOdveiðar til 1. maí nk. -grh Páskabjór í ÁTVR Sala er hafin á Páskabjór frá Vik- ing bragg hf. í verslunum ÁTVR. Þetta er í fjórba sinn sem Viking bragg setur Páskabjórinn á mark- aö en hann er framleiddur eftir gamalli þýskri uppskrift. Viking bjórinn frá sama fyrirtæki hlaut gullverðlaun á Monde Selectíon sýningunni árið 1992 en hún nýtur mikillar virðingar innan þessa iönaðar um heim allan. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.