Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 8
é 8 ‘Laúgárdagur 12. mars 1994 Moröiö á ungu skólastúlkunni að byrjaöi sakleysislega. Þær voru bara á rúntinum til aö drepa tímann í borginni Greensboro, Noröur-Karólínu. Klukkan var 22.00 mánudags- kvöldiö 2. október 1989. Etta Grant, 26 ára, keyrði Chevrolet Nova bifreiö sína og með henni vom tvær yngri stúlk- ur. Vinkona hennar, Betty Neal, 16 ára, sat í framsætinu en í aftur- sætinu var frænka Ettu, Shariea James, abeins 12 ára gömul. Þegar þær óku niður Carver- stræti heyröu Etta og Betty tvo skothvelli vinstra megin viö bíl- inn. Grant gaf bílnum inn, en leit síöan aftur í til hinnar ungu frænku sinnar til aö athuga hvort allt væri í lagi. Svo var ekki. Shari- ea lá í blóöi sínu og haföi auðsjá- anlega orðib fyrir skoti. Lítib gat á vinstri hliö rúöunnar sannaöi þaö. Grant hemlaöi í fyrstu og rak upp neyöaróp. Síöan afréö hún í skyndingu áö bíða- ekki eftir sjúkrabílnum, heldur „botnaði" Novujia og keyröi jafn hratt og hún mögulega komst til næsta sjúkrahúss, Moses Memorial spít- alans. Örfáum mínútum seinna var líkami Sharieu í höndum fag- fólksins á bráöamóttöku spítal- ans. Stúlkan deyr Etta Grant og Betty Neal vom brátt yfirheyröar af lögreglunni. Að sögn þeirra haföi hin 12 ára stúlka veriö vinsæl og tilgangur skotárásarinnar var meö öllu óskiljanlegur. Rannsóknin hófst þar sem bif- reiðin var skoöub og nokkrir menn fóra á vettvang til aö reyna að hafa uppi á vitnum eöa finna einhverjar vísbendingar um hinn miskunnarlausa árásarmann. í bílnum var ekkert aö sjá nema blóð, kúlan fannst ekki og það auðveldaöi ekki rannsókn máls- ins aö ekki var nákvæmlega vitað hvar bíllinn haföi veriö þegar skotið var á hann. Aö sögn ökumanna, sem átt höfðu leið um Carverstræti um þetta leyti, könnuöust nokkrir viö aö hafa heyrt 2-3 skothvelli, en enginn haföi séð neitt gmnsam- legt. Lögreglan taldi líklegast aö skotárásin tengdist notkun fíkni- efna, eins og langoftast í málum sem þessum. Mögulega hafði fómarlambiö veriö skotiö af slysni, e.t.v. haföi kúlan veriö öðrum ætluö. Svo kom þaö til greina aö einhver geösjúldingur- inn heföi skotiö á bílinn af eigin hvötum án nokkurs tilgangs. Þaö var ljóst að rannsóknin yrði erfið. Um kl. 1.00 eftir miðnætti lést hin unga Shariea James af völd- um áverka sinna. Kúlan hafði far- iö i höfuð hennar og aftur út og hlaupvíddin var mikil, eöa 45. Fyrstu vitnin Strax daginn eftir útilokuöu þeir, sem stóöu að rannsókninni, að morðinginn heföi vísvitandi ætl- ab ab myröa Sharieu. Þá þótti einnig ólíklegt aö einhverjum öbmm hefbi verib ætluö kúlan, því mjög fáir vom á ferli um þetta leyti. Hún var vegin úr launsátri, en tilefni árásar- innar vafbist fyrir lögreglunni SAKAMAL Bennie Jackson, eöa hinn alrcemdi „ Red" eins og hann kallaöi sjálfan sig. Strax kvöldið eftir árásina fór rannsóknin að skila árangri. Ung kona sagðist hafa séö miðlungs- xvaxinn blökkumann læöast um meðfram abalgötunni skömmu eftir árásina og hann hafði Iitiö flóttalega í kringum sig, eins og hann væri hræddur um aö til hans sæist. Annað vitni sagöist einnig hafa séö flóttalegan blökkumann læb- ast eftir hliðargötu í nágrenninu, en hvomgt vitnanna treysti sér til að gefa nánari útlitslýsingu á manninum vegna þess hve skugg- sýnt var. Þriöja vitniö var 13 ára gamall strákur. Hann sagðist hafa séð tvo hlaupandi menn um þetta leyti og það sem meira var, hann gat nafngreint annan þeirra. Strákur- inn sagði aö hann væri kallaöur „Red" og hann var fullviss um aö hann hefbi séb byssu í hendi hans þetta kvöld. Spurning um ástæðu Nokkmm tímum seinna var lög- reglan búin að hafa uppi á raun- vemlegu nafni mannsins sem kallaði sig Red. Hins vegar var óljóst meö heimilisfang eöa að- setur hins gmnaða. Ættingjar Sharieu vom harmi lostnir yfir dauða hennar. Það var sýnt að hún var aðeins rangur aö- ili á röngum stað, en sjálf haföi hún ekkert til saka unnið. For- eldrar hennar bjuggu í frekar slæmu hverfi og Shariea haföi vanist götulífinu. Hún hafði verið fyrirmyndamemandi og tók ekki þátt í neinu vafasömu athæfi, eins og jafnaldrar hennar margir. „Ég get ekki fyrirgefið mér aö Shariea James, aöeins 12 ára gam- alt fórnarlamb eiturlyfjasala. hafa leyft henni að vera úti svona seint aö kvöldi," sagöi móöir stúlkunnar grátandi við lögregl- una. „Annafs er ástandiö þannig héma að maður er alltaf í hættu, jafnvel um hábjartan dag." Lögreglan varö ab samsinna því aö þetta væri einn af dökku blett- unura í borginni. Glæpaheimur- inn er harðsvíraður heimur, þar sem meginstoöirnar em fíkniefni og vændi. Ef einhver reynir aö setja sig gegn ríkjandi undir- heimaöflum er fjandinn laus og lögreglan hefur ekki mannafla nema rétt til að halda í horfinu. Verst er þó þegar fómarlömb glæpamannanna em alsaklaus, eins og hin 12 ára gamla Shariea. Mikilvægur vitnis- burður Þaö var ekki fyrr en 5. október, þremur dögum eftir árásina, sem lögreglan haföi hendur í hári Ted- dys Epps, mannsins sem taliö var aö hinn dularfulli Red hefði veriö meö. Epps viðurkenndi fyrir lögregl- unni að hann væri dópsali. Sama dag og moröið átti sér staö haföi Red komiö aö máli við hann og sagt að hann skuldaði sér fé fyrir aðföng. Red (sem hét í raun Jack- son) sagbi aö ef hann yröi ekki búinn ab skila peningunum (3.000 krónum) fyrir kvöldið þá myndi hann deyja. Hinn grunaöi geröi tvœr tilraunir til aö sleppa úr fangelsinu í Creensboro. Önnur þeirra heppnaöist. Um kvöldiö hafði Epps verið á gangi meðfram Carverstræti og þá heyröi hann tvo skothvelli og honum fannst sem byssukúla strykist framhjá hægri öxlinni. Hann kastaöi sér niöur og heyröi þriöja skothvellinn. Síðan varö allt hljótt. Þá tók hann eftir ab tveir bílar höföu staðnæmst og skömmu síöar heyrðust neyðar- óp. Hann hraöaði sér á brott, en sá til Jacksons á flóttanum meö glampandi byssu í hendi. Epps tókst aö sleppa burt. Nú var lögreglan komin með nokkuð sterkan vitnisburö gegn Jackson, en vandamálið var aö- eins aö finna hann. Hann haföi setið inni fyrir minniháttar rán og eiturlyf, en þab vom lítil afbrot miöaö viö þetta. Allur mögulegur mannafli lögreglunnar var virkj- aður í leit aö hinum gmnaba, en dagar liðu án þess aö drægi til tíö- inda. Handtaka og flótta- tilraun Mánudaginn 23. október var Jackson loks handtekinn eftir aö einn af snuömram lögTeglunnar hafði veriö hjálplegur. Hann var strax leiddur í sakbendingu og þar staðfestu 13 ára strákurinn og Epps aö hann væri maðurinn sem þeir höfðu séö. Enn spuröist ekk- ert til skammbyssunnar. Jackson var settur í fangelsið í Greensboro, en ekki leiö á löngu áöur en hann geröi fífldjarfa flóttatilraun meö félaga sínum. Þeir stálu lyklum aö hliðar- geymslu, bmtu þar glugga og sigu niöur af 5. hæb í samanhnýttum lökum. Þeir náöu aö hlaupa að múmnum, en vom þá gómaöir. Flóttinn varö síst til aö greiba úr málum Jacksons. Vib fyrstu réttarhöld hélt verj- andi hans fram sakleysi hans og sagöi forsendur ákæmnnar vafa- samar, þar sem engin vitni hefðu raunvemlega séö hann hleypa af byssu þetta kvöld, auk þess sem byssa heföi ekki fundist. Rökin meö sekt Jacksons vógu þó þyngra og þaö tók kviödóm ekki nema klukkustund að gera upp hug sinn að loknu réttarhaldinu. Jackson var dæmdur sekur um morö og gert aö sitja 30 ár í fang- elsi. Skammvinn sæla Jackson var aftur stungið í Greensboro-fangelsiö, en hann haföi ekki sagt sitt síöasta orö. Nokkmm dögum seinna reyndi hann aftur aö flýja og í þetta skipti tókst þab. Abferöin var svipuö og í fyrra skiptið nema hvaö í þetta sinn réöst hann á fangavörö eftir aö hafa gert sér upp veikindi. Hann rotaöi vörö- inn og stakk af með lyklana hans. Meö einhverjum hætti náöi hann að sleppa óséður út fyrir múra fangelsisins og frelsið var hans. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís, þvi Jackson var handtek- inn síöar um nóttina á knæpu sem hafði veriö uppáhaldsstabur hans á meöan hann var frjáls maður. Drykkimir, sem Jackson drakk þessa nótt, vom dým veröi keyptir. Ofan á þau 30 ár, sem bú- ið var aö dæma hann til refsivist- ar, bættust önnur 15 fyrir árásina á fangavörðinn, auk flóttatilraun- anna tveggja. Þaö em litlar líkur á aö Jackson veröi frjáls maöur úr þessu. „Hverskonar maður er þab sem hættir lífi vegfarenda fyrir skitnar 3.000 krónur?" spurði sækjandi málsins, þegar fyrst var réttaö í máli Jacksons. Þaö er erfitt að finna svariö við þeirri spumingu, en afleiöingamar vom hörmuleg- ar. Hinn ungi aldur fómarlambs- ins hafði greinileg áhrif á niður- stööu dómsins, þrátt fyrir aö sönnunargögn væm af skomum skammti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.