Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. mars 1994 WwmWtw 17 t ANPLAT Richard Pálsson, Gyðufelli 14, lést á öldrunar- deild Landspítalans föstudag- inn 4. mars. Karl Auðunsson útgeröarma&ur, Austurgötu 7, Hafnarfirði, lést 7. mars. Valur Snorrason frá Blönduósi lést á Landspít- alanum mánudaginn 7. mars. Jóhanna Einarsdóttir, Laugamesvegi 64, Reykjavík, andaðist á kvennadeild Land- spítalans að morgni 3. mars. Ingibjörg Ólafsdóttir, Skaftahlíð 13, lést á Landspít- alanum 5. mars. Jóhann Hans Jónsson, Þórufelli 14, varð bráðkvadd- ur föstudaginn 4. mars. Andrés Wendel lést 1. mars á St. Jósefsspítala, Landakoti. Bjami Tómasson, Markarflöt 21, Garðabæ, lést 4. mars. Gunnar Armannsson, Ásvallagötu 32, andaðist á Reykjalundi 8. mars. Erna Þorleifsdóttir, Öldugranda 5, lést á Iand- spítalanum 7. mars. Aðalsteinn Andrésson andaðist á Hrafnistu mánu- daginn 7. mars. Sigríður Helgadóttir frá Melshúsum lést á Sól- vangi, Hafnarfirði, 8. mars. Kjartan Þorleifsson, Fannborg 7, lést á Landspítal- anum 8. mars. Ámi Stefánsson póstmaður frá Vestmannaeyjum, lést að morgni dags 8. mars á Land- spítalanum. Þorbjörg Karlsdóttir Jessop andaðist í Gloucestershire Royal Hospital 25. febrúar. Vilborg Guöjónsdóttir, Munkaþverárstræti 14, Akur- eyri, andaðist á Kristnesspít- ala 10. mars. Hrefna Ólafsdóttir, Akurgerði, Hrunamanna- hreppi, lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands 9. mars. Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og útför ástkærs eiginmanns mlns, fööur okkar, tengdafööur, afa og bróður Jökuls Sigurðssonar Vatni, Haukadal, Dalasýslu Hugrún Þorkelsdóttir Sigrún Sóley Jökulsdóttir Ólafur B. Stefánsson Jörundur Jökulsson Sigrún Siguröardóttir Siguröur Hrafn Jökulsson Helga H. Ágústsdóttir Auður Edda Jökulsdóttir Jóhann G. Jóhannsson barnabörn, systkiní og fjölskyldur þeirra Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir Ingibjörg Ólafsdóttir Skaftahlíð 13 veröur jarösungin frá Háteigskirkju þriöjudaginn 15. mars kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ágúst Loftsson, böm og tengdabörn INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 — ; * ' i :. :::: :. :■:■: ■ Hún er oð skrifa endurminningar sínar, sem vísast munu vekja mikla athygli. Britt Ekland er sátt viö lífiö og tilveruna: Iðrast einskis í lífi mínu Britt Ekland hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu að undan- fömu. Um tíma höfðu slúður- blöðin ekki undan að skýra frá nýjum og nýjum karlmönnum í lífi kyntáknsins, en í nýlegu viðtali segir Britt aö nú hafi hún Ioks fundið hinn sanna karlmann í lífi sínu. Það er son- ur hennar, T.J., sem nú er orð- inn fimm ára gamall. Britt hefur nú yfirgefiö Holly- wood, a.m.k. í bili, hefur flust til Fulham í London og ætlar aö ein- beita sér að því á næstu árum að gera son sinn að fyrirmyndar- manni. En er Britt ekki með nein- um um þessar mundir? „Sem stendur nýt ég þess að vera einsömul," segir Britt. „Ég heyri gjarnan af konum miklu yngri mér, sem búa einar og segjast ekki hafa neinn til aö fara út með og þess vegna hangi þær mikið einar. Þetta er mér óskiljanlegt, því frelsi manns er aldrei meira en þegar maður býr einn og þaö hentar mér mjög vel um þessar mundir." Það er ekki að undra þótt Britt njóti þess loks að hafa það rólegt. Líf hennar hefur lengstum ein- kennst af hraða og hálfgerðri ringulreið og mennimir í lífi hennar skipta tugum. Á meöal þeirra, sem falliö hafa fyrir fegurb leikkonunnar, em Rod Stewart, Warren Beatty, George Hamilton og Lou Adler. Þó er sá frægasti e.t.v. leikarinn góökunni Peter Sellers, en Britt giftist honum komung þegar hann var sjálfur 39 ára gamall. „Fjölmiblar köll- ubu mig „bamabrúbina", því ég var mjög ungleg og leit út fyrir að vera bam, miöaö við Peter," segir Britt og brosir við tilhugsunina. Peter var í raun fyrsta og stærsta ástin í lífi Britt EÍdand. Þab liðu aöeins 10 dagar frá kynnum þeirra þangað til þau ákváðu að f SPEGLI TÍMANS gifta sig. „Ég dýrkaði hann og dáði, en í raun kynntist ég hon- um aldrei fyllilega. Hann var snillingur, en snillingar halda oft ab heimurinn sé sérsniðinn aö þeirra þörfum, en svo er ekki." Hjónabandi þeirra lauk á dramat- ískan hátt á Ítalíu, en leikkonan bíður með að upplýsa hvemig það bar til. Sjálf er hún að skrifa endurminningar sínar, sem gefn- ar verða út, en þar mun hún upp- lýsa ýmislegt sem ekki hefur áður komiö fram í lífi hennar. Eftir skilnaöinn frá Peter tók viö langt og stormasamt æviskeið þar Britt Ekland, fyrrverandi kyntákn. sem leikkonan reyndi ab finna hinn fullkomna lífsföiunaut, en sambönd hennar urðu endaslepp. „Ég er sennilega loks búin að finna sjálfa mig nú. Og ég sé ekki eftir neinu í mínu lífi, það hefur verið fjölbreytt og lærdómsríkt hingað til og vonandi verður svo áfram," segir Britt. Leikkonan hefur nú flutt úr stjörnufansinum í Hollywood til kyrröarinnar í Fulham, Englandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.