Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 12. mars 1994
lllllEffíW
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 105 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmiöja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
......... —1.,..... . , —.........-....
Að auka
ójöfnubinn
Það fyrirkomulag hefur verið með verslun nokk-
urra vörutegunda að verðjöfnun er í gildi. Þetta er
svo um landbúnaðarafurðir og olíuvörur, svo að
nefndir séu tveir flokkar nauðsynjavara.
Vegna þess að í Reykjavík er aðalinnflutnings-
höfn landsins er vöruverð á höfuðborgarsvæðinu
lægra en víðast hvar á landsbyggðinni. Þetta er eitt
af því sem skapar mismun í búsetu. Jafnræði hefur
hins vegar verið í olíuverðinu, og stendur flutn-
ingsjöfnunarsjóður straum af verðjöfnuninni. Ol-
íufélögunum er samkvæmt núgildandi lögum um
olíusölu heimilt að keppa sín á milli í verðlagn-
ingu, en þau eru skyld til þess að bjóða sína vöru á
sama verði um land allt. Það hefur hingað til verið
stefna löggjafans að verðjafna í þessum nauðsyn-
lega vöruflokki.
Nú berast af því fréttir að til meðferðar í ríkis-
stjórninni sé frumvarp um að afnema verðjöfnun
að fullu. Afleiðingarnar yrðu þær að olían yrði
mun ódýrari á stærsta markaðssvæði landsins, en
því dýrari eftir því sem flutningaleiðirnar eru
lengri. Þarna getur munað miklum fjárhæðum.
Helsti gallinn við núverandi kerfi hefur verið tal-
inn sá að olían hefur verið á sama verði til stórnot-
enda á borð við útgerðarfélög togara og báta og
smærri notenda. Útgerðin hefur kvartað yfir háu
verði á olíu, og jafnvel hefur það verið talið koma
í veg fyrir þjónustu við skip annarra þjóða hér-
lendis og sölu til þeirra á olíu og vistum.
Ef verðjöfnun á olíu verður afnumin að fullu,
eykur það mjög á aðstöðumun hérlendis milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, sem er ær-
inn fyrir. Ekki er fjarri lagi að áætla að bensínverð
geti verið sex til átta krónum hærra á lítra á nokkr-
um stöðum á landsbyggðinni en í Reykjavík, ef af
yrði.
Á síðasta ári var til umræöu í Alþingi frumvarp
þess efnis að verðjafna olíuvörur á allmargar hafn-
ir úti á landi. Þar með var stigiö skref í átt til þess
að afnema verðjöfnun. Það frumvarp var mein-
gallað, og samkvæmt því voru heilir landshlutar
án verðjöfnunar. Nú virðist horfið frá því að end-
urbæta það frumvarp, heldur á að stíga skrefið til
fulls og afnema verðjöfnunina.
Það er ástæðulaust að útiloka breytingar á núver-
andi kerfi í olíusölu. Hins vegar verður að finna
leið til þess að koma til móts við stómotendur á
olíu, án þess að auka enn til mikilla muna að-
stöðumun fólks í landinu til kaupa á þessari lífs-
nauðsynlegu vöm.
Ef flutningsjöfnun verður afnumin, mun barátt-
an um stærsta markaðinn á höfuðborgarsvæðinu
leiða til mikils verðmunár á olíuvömm.
Verð á olíu til flotans er notað til þess að þrýsta á
að afnema verðjöfnun á olíu til fulls. í þessu sam-
bandi má benda á það að ef flutningsjöfnunin
verður afnumin, mun það leiða til mismunandi
olíuverðs fyrir flotann í landinu eins og aðra aðila.
Hér er því um stórmál fyrir landsbyggðina að
ræða, og því verður ekki trúað að nú verði þetta
skref stigið. Með því er enn aukinn aðstöðumunur
til búsetu hérlendis, hvað verðlag snertir.
Róbinson Krúsó,
Bildt og ESB
Birgir Gubmundsson skrifar
ænski forsætisráöherrann,
Carl Bildt, sendi íslendingum
iJog raunar fleirum tóninn á
þingi Norðurlandaráös í vikunni
og sagði að þau ríki, sem stæðu
utan ESB, myndu vera í sporum
Róbinsons Krúsó og Frjádags, slík
myndi einangmn þeirra verða.
Þessi samlíking sænska forsætis-
ráðherrans kom í orðræðu sem
hann átti vib nokkra norska þing-
menn, sem viöraö höfðu efa-
semdir um gildi inngöngu Noregs
í Evrópusambandið. Augljóslega
er ísland eitt þeirra ríkja sem Carl
Bildt telur aö eigi á hættu örlög
Róbinsons Krúsó, því enn sem
komið er í það minnsta hefur ekki
verið gefin út yfirlýsing um aö viö
-séum á leið inn í sjálft Evrópu-
sambandið.
Það er hins vegar kaldhæðnislegt
að hægrimaöurinn Carl Bildt
skuli grípa - til sögunnar um
Róbinson Krúsó til aö búa til
grýlu á efasemdamenn um inn-
göngu í ESB. Bildt situr nú um
borð í Norðurlandahraðlestinni,
sem bmnar inn í ESB, og þegar
menn þjóta áfram á mikilli ferb
hafa útlínur umhverfisins í kring
tilhneigingu til aö renna saman
og verða óskýrar, þannig aö
skynjim Iestarfarþega á þvi verður
yfirborðsleg.
Saga Daniels Defoe rnn Róbin-
son Krúsó, sæfarann frá York sem
dvaldi 28 ár á eyðieyju, var skrif-
uð árib 1719. Flestir em sammála
um, núorðið, aö þessi „fyrsta
breska skáldsaga" sé tímamóta-
verk í bókmenntum. Bókin er
ekki síður áhugaverð vegna þess
ab hún er meö fyrstu og merkileg-
ustu dæmunum um nútíma ein-
staklingshyggju og bókin er nán-
ast óður til vaxandi verslunar og
aukins skilnings á efnahagslegu
gildi hennar. Fyrir Defoe jafnt
sem Róbinson Krúsó var verslun-
in eitt af lögmálum sköpunar-
verksins, aöferð til að dreifa verð-
mætum og koma þeim með hag-
kvæmum hætti á milli staba.
Kappið og forsjáin
Boöskapur sögunnar um Krúsó
var því ekki síst sá að verslúnin
yröi að vaxa og dafna, en það yrbi
að gerast meö eblilegri þróun og
skilningi á eðli verslunarinnar
sem dreifanda efnislegra gæða.
Taumlaus auðsöfnun og græðgi
voru sem sé ekki þeir eiginleikar,
sem rába áttu ferðinni í verslun,
en hin gamalgrónu sannindi um
að kapp sé best meb forsjá em í
raun einkunnarorö sögunnar um
ævintýri Róbinsons Krúsó.
Ástæban fyrir því að Krúsó lendir
yfirleitt í því að verða stranda-
glópur á eyðieyjunni er nefnilega
sú, ab hann hugðist hagnast á
verslun með of miklu kappi en of
lítillí forsjá.
í formála aö Penguin-útgáfunni
að þessari sögu, sem skrifaður er
af bókmenntafræðingnum Angus
Ross á miöjum sjöunda áratugn-
um, segir m.a. um þetta: „Defoe
hafði góöan skilning á því hvab
þurfti til aö ná árangri í verslun,
og það má e.t.v. rekja til þess að
hann átti sjálfur að baki erfiöa
reynslu í þeim efnum. En hin trú-
arlegi undirtónn bókarinnar kem-
ur skýrt fram í því, að það var
græðgi Krúsós sjálfs og offors,
sem var hin eiginlega ástæða fyrir
því ab hann lenti í skipsskaöan-
um. Hann reisti sér hurðarás um
öxl og vildi að hlutimir gengju
hraðar fyrir sig en eölilegar að-
stæður leyfðu, þegar hann lagbi
upp í ferðina og ætlaði aö hagnast
meb skjótum hætti á þrælaversl-
un í Afríku."
En sagan um Róbinson Krúsó er
ekki einvörðungu ævintýri sem
felur í sér siöferðilega viðskipta-
prédikun. Hún er líka hetjusaga,
saga um stórkostlega sigra manns
sem tekst að byggja upp nýtt sam-
félag úr því takmarkaöa hráefni
sem honum stób til boða. Þess
vegna er Róbinson Krúsó búinn
að vera bókmenntaleg hetja í
tvær og hálfa öld. Þó ekki væri
I
tívnans
rás
nema fyrir þá sök, er þessi saga
ekki mjög heppileg grýla á þá sem
efast um aö rétt sé að hoppa um
borð í Norðurlandahraðlestina
inn í ESB. Raunar væri miklu nær
að draga fram þessa sögu til ab
undirstrika að þaö gildi ekki síður
um aðildarumsókn að ESB, sem
gilti um þátttöku Krúsós í þræla-
verslun í Afríku— að kapp væri
best með forsjá í báðum tilfellum.
Ab læra af Róbinson
Krúsó
Skilningur og þekking sænska
forsætisráðherrans á sögunni um
Róbinson Krúsó er trúlega álíka
ógreinilegur og yfirborðskenndur
og sýn hans er almennt á um-
hverfið úr sætinu hans í Norður-
landahraðlestinni. Vissulega er
það rétt aö Róbinson Krúsó og
Frjádagur tóku sjálfstæðar ákvarb-
anir í einangruninni, eins og Bildt
bendir á, og þurftu því ekki að
taka tillit til annarra, þrátt fyrir aö
þeir hefðu sjálfir kosið sér annab
hlutskipti, ef þeir hefðu fengið ab
ráða. En það er hins vegar ekki
mergurinn málsins í sögunni,
eins og Defoe sagbi hana, þó þetta
kunni aö hafa verið orðið ab aöal-
atriöi í einhverri af fjölmörgiun
einfölduðum útgáfum sögunnar,
sem Bildt hefur lesið og gefnar
hafa veriö út fyrir börn.
Á sama hátt er það hreinlega
ekki aðalatriöi málsins hvort Is-
lendingar verði í svipuðum spor-
um og Krúsó á eyðieyjunni meb
sína sjálfstæðu ákvörðunartöku,
ef þeir standa utan viö ESB. Aðal-
atriðiö er hins vegar að læra af
mistökum Róbinsons Krúsó og
rasa ekki um ráð fram með því að
ana í græðgi inn í Evrópusam-
bandið til þess að hreppa nú ör-
ugglega okkar hlut í raunveruleg-
um eða ímynduðum hagnaði af
„þrælaverslun" nútímans, sem
þar fer fram.
Það aö sækja um aðild til þess
eins að missa ekki af einhverju
tækifæri áöur en einn af hinum
endalausu lokafrestum sem virð-
ast einkenna allt starf þessa sam-
bands rennur út, er aö taka skref-
ib til hálfs og festa málið í
ákveðnum farvegi. Umræða um
valkosti íslendinga í þessari nýju
stöbu hefur nær engin orðið enn-
þá, en samt sem áður virðast fjöl-
margir stjómmálamenn tilbúnir
að hlaupa af staö og sækja um að-
ild, til þess ab missa nú örugglega
ekki af neinu.
íslendingar ættu að láta sér
reýnslu Róbinsons Krúsó að
kenningu veröa og ræða vandlega
sín mál og ígmnda þá leið sem á
endanum vérður fyrir valinu, en
láta ekki vonina um skjótfenginn
gróba eba óttann um aö missa af
gróba ráða ferðinni. Það, sem
Bildt áttar sig ekki á í prédikun
sinni, er að það var einmitt vonin
um skjótfenginn verslunargróða í
„Afríkulest þrælaverslunarinnar"
sem varð til þess að Krúsó mátti
byggja upp líf sitt á eyðieyju í 28
ár. ■