Tíminn - 12.03.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. mars 1 yy^
11
Nýtt Interrailkort er nú svaebaskipt eftir verbi.
Ferbaskrifstofa stúdenta:
Nýtt Interrail-
kort í apríl
Nýtt Interrail-lestarkort, sem
gildir fyrir feröir innan Evrópu,
tekur gildi í næsta mánuöi.
Kortiö gildir í allt aö einn mán-
uö, en meö því er hægt aö ferö-
ast ótakmarkaö á gildistiman-
um.
Á tímabili ríkti nokkur óvissa
um hvort samningar næöust á
milli evrópskra jámbrautarfélaga
um framtíö Interrail-kortanna.
Samkvæmt nýju skipulagi er Evr-
ópu skipt niöur í misdýr svæöi,
en áöur var eitt verö gildandi fyr-
ir alla Evrópu. Ferðaskrifstofa
stúdenta er eini söluaðilinn fyrir
lestarkortin á íslandi, en þar á bæ
bjóöa menn einnig farfuglaskír-
teini, sem veita afslátt á öllum
viðurkenndum farfuglaheimilum
innan álfunnar. Þessi ódýrasta
gisting, sem völ er á, er t.d. mikið
notuð af námsfólki og öörum
sem vilja feröast án þess aö eyða
miklum peningum. ■
Góö loönuvertíö nefnd sem ein afástœöum mikillar eftirspurnar eftir utanlandsferöum:
Biblistar í páskaferðir
Utanlandsferðir xun páskana
hafa selst eins og heitar
lummur og nú er svo komiö
aö flestar feröaskrifstofur
hafa nánast selt allar feröir,
sem þær hafa upp á aö bjóöa,
og biölistar lengjast. Ein
skýringin, sem gefin hefur
veriö á þessum kippi í söl-
unni, er aö almennt sé létt-
ara yfir fólki í kjölfar gjöfull-
ar loönuvertíöar.
Það virðist ekki skipta máli
hvort um sólarlandaferðir eða
stórborgarferöir er að ræða,
eftirspumin er í báðum tilfell-
um miklu meiri heldur en
reiknað var með. Helgi Jó-
hannsson, formaðiu Félags ís-
lenskra ferðaskrifstofa, segir að
menn reikni ekki með að þessi
aukna eftirspurn sé viðvar-
andi, heldur sé um undan-
tekningu að ræða. íslenskar
ferðaskrifstofur almennt búa
sig undir að sala á ferðum er-
lendis verði ekki meiri í sumar
heldur en í fyrra.
Engin einhlít skýring hefur
komið fram á því, hvers vegna
utanlandsferðir seljast jafn vel
nú og raun ber vitni. Þeir aðil-
ar, sem rætt var við, höUuðust
helst að því að betra efnahags-
ástand í kjölfar góðrar loðnu-
vertíðar ætti þar stóran hlut að
máli. Að sögn Helga er sölufólk
almennt þeirrar skoðunar að
léttara sé yfir fólki, sem kemur
til að kaupa ferðir, og meiri
bjartsýni ríkjandi. íslaug Aðal-
steinsdóttir hjá Ferðaskrifstofu
Reykjavíkur tók í sama streng
og sagði að sér þætti meiri
bjartsýni ríkjandi meðal við-
skiptavinanna heldur en und-
anfarin misseri.
Hjá Samvinnuferðum-
Landsýn eru flestöll sæti upp-
seld og sumstaðar eru langir
biðlistar, ems og t.d. í ferðir til
Dublin á írlandi, en þar eru
um 60 manns á biðlista. Ferðir
til nýs áfangastaðar í Túnis,
sem boðið var upp á í fyrsta
skipti nú fyrir páskana, seldust
upp á skömmum tíma, en fyr-
irfram hafði ekki verið búist
við mildum straumi þangað.
Hjá Úrval-Útsýn fengust þær
upplýsingar að salan væri mun
meiri heldur en gert var ráð
fyrir. Þar em m.a. ferðir á sólar-
strendur vinsælar, en líkt og á
öðmm stöðum er engu að síð-
ur eftirspum eftir styttri ferð-
um og ferðum til stórborga.
íslensk innan-
klæðaveski
Notkun innanklæöaveskja hef-
ur lengi tíökast meöal feröa-
manna, ekki síst á fjölmennum
feröamannastööum þar sem
vasaþjófnaöir em tíöir.
íslenska fyrirtækið Atson Leður-
iðjan hf. á Hverfisgötu framleiöir
ýmiskonar veski og hulstur úr
leðri fyrir ferðamenn, s.s. innan-
klæðaveski, hulstur utan um
vegabréf og merkispjöld á töskur.
Allar vörur Atson em handunn-
ar, en þetta er eftir því sem best er
vitað eina íslenska fyrirtækiö sem
framleiðir leðurvömr af þessu
tagi hérlendis. ■
-AG
Opið: Mán.-fös. 10:00-23:00
Laugardaga 10:00-20:00
Wm Sunnudaga 11:00-18:00
HRAUNBERGI 4 • SÍMI 79945 - 7 9955
Sólbaðstofa — Gufa — Nudd — Nuddpottur
10% afsláttur af 5 tíma korti. Verð með afslætti kr. 1.215,-
15% afsláttur af 10 tíma korti. Verð með afslætti kr. 2.890,-
★ GUFA OG NUDDPOTTUR INNIFALIÐ í LJÓSATÍMUM ★
Undirbúðu húðina hjá okkur áður en þú ferð í fríið
á manninn m.v. 4, 2fullorðna og 2 böm, 2-11 ára,
á Oceanside Inn í 6 nætur.
Verð frá 75.220 kr.m.v. 2fullorðna á Oceanside Inn í 6 nœtur.
Innifalið erflug, gisting ogflugvailargjöld.
LÆGRA VERD
Brottför 18. - 19. mars
Verð frá 44.735 á manninn m.v. 4, 2fullorðna og 2 böm,
2-11 ára, á Oceanside Inn í 6 ricetur.
Verð frá 65.220 kr. m.v. 2fullorðna á Oceansidelnn í 6 nœtur.
Inhifalið erflug, gisting ogflugvallargjöld.
Lágmarksdvöl er6 - 8 nœtur (eftir brottförum).
Hámarksdvöl er einn mánuður. /Fort Lauderdale eru
frábœrir gististaðir, vel búin hótel og íbúðarhótel, við allra
hœfi með öllum nútímaþœgindum á ameríska vísu.
Öll Flugleiðahótel í Fort Lauderdale eru á góðum stöðum
í bænum, liggja vel við ströndinni og eru stutt frá
verslunum, veitingastöðum og skemmtistöðum.
mnmmmm
Föstudagur
Laugardagur
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
Föstudagur
Laugardagur
18. mars.................örfá sæti laus.
19. mars................örfá sæti laus.
24. mars.................örfá sæti laus.
25. mars................uppselt.
26. mars.................örfá sæti laus.
1. aprfl...............örfá sæti laus.
2. aprfl...............laus sæti.
HEIMKOMUDAGAR
Föstudagur Föstudagur Laugardagur Föstudagur Laugardagur 25.mars 1. aprfl örfá sæti laus. örfá sæti laus.
8. apríl örfá sæti laus.
9. aprfl uppselt.
Laugardagur 16. aprfl uppselt.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SÖLUSKRIFSTOFUR
OKKAR, UMBODSMENN UM ALLT LAND,
FERÐASKRIFSTOFURNAR EDA í SÍMA
690300 (SVARAÐ ALLA 7 DAGA VIKUNNAR
FRÁ KL. 8 - 18.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi