Tíminn - 11.05.1994, Side 7

Tíminn - 11.05.1994, Side 7
Miðyikudagyr 11. maí 1994 7 Úr Mávinum, en Gunnar Stefánsson, leiklistargagnrýnandi Tímans, segir í úttekt sinni ab naubsynlegt hafi verib ab fá ferska strauma frá útlöndum, eins og uppfcerslan á Mávinum er dœmi um. Merkib reist hátt Þá er að nefna Seið skugganna eftir Lars Norén, öndvegisleik- skáld Svía nú á dögum, sem sett var upp á Litla sviði Þjóð- leikhússins. Þetta verk fjallar um Eugene O'Neill og er eins konar speglun á stórvirki hans Dagleiðin langa inn í nótt. Mjög forvitnilegt verk, vel skrifað og dramatískt. Sýning Þjóðleikhússins er vönduð og átti Helgi Skúlason þar af- burðaleik. Að síðustu er svo Gauks- hreiðrið sem enn gengur, sýn- ing sem er fróðlegt að sjá til aö gera sér grein fyrir mun leik- húss og kvikmyndar, því marg- ir muna Jack Nicholson á hvíta tjaldinu í myndinni sem byggð er á sömu skáldsögu. Og sýning Þjóðleikhússins sem Hávar Sigurjónsson setur á svið, líklega fyrsta leikstjórnar- verkefni hans þar, stendur vel fyrir sínu og minnir okkur á að ekkert jafnast á við andartakið í leikhúsinu. Af þessu sjáum við að Þjóð- leikhúsið hefur reist merkið hátt í vetur, boðið upp á kost við flestra hæfi: Ný íslensk leikrit, nýtt erlent, klassík, bæði frá þessari öld og eldri klassík, barnaleikrit, unglinga- verk. „Þung" og „létt" viö- fangsefni í hæfilegum hlutföll- um, eldri og yngri leikstjórar og leikarar fá aö spreyta sig við verkefni sem gefa þeim góð tækifæri. Gamlir leikhúsgejtir hafa auðvitaö mikla ánægju af að sjá Róbert og Kristbjörgu, Helga og Bríeti, Gunnar og Herdísi njóta sín eins vel og sjá mátti í vetur, og gaman er að sjá nýjar stjörnur, Ingvar og Steinunni Ólínu sem nú skína í Gauragangi. En hvað sem stjörnuleik líður er mest vert um heilsteypt og vönduð vinnubrögð í heildar- gerð sýninga. Slíkt veltur á starfi leikstjórans fyrst og fremst og virðist Þjóðleikhúsið nú hafa á þeim vettvangi hæfu liöi á að skipa. Síðan er nauð- synlegt að fá ferska strauma frá útlöndum eins og sýningin á Mávinum er dæmi um. Hins vegar eru stofnanaleikhús lítt gefin fyrir eiginlega tilrauna- starfsemi og framúrstefnuverk eru sjaldan sýnd þar. Er Þjóð- leikhúsið engin undantekning í þeim efnum. Mætti vísast nota Smíðaverkstæðið eða Litla sviðið meir til slíkra hluta. Stofnanaleikhús njóta líka góðs af starfsemi frjálsra leikhópa á því sviöi og geta nýtt þá reynslu sem þar fæst. Þessa hópa þarf að styðja og það er áhyggjuefni hve úr starfsemi þeirra hefur dregið síðustu ár. Þá er ekki vafi á að sveigjanlegra ráðningarform starfsmanna leikhússins verður til að hrista upp í starfseminni og er til góðs, þótt sárindum kunni að valda í bili eins og gerðist fyrir fáum árum. f I . . » f ? Hlutur Borgarleikhússins Því miður veröur ekki sagt að Borgarleikhúsið hafi staðið sig sem skyldi í vetur. Fimm sýn- ingar á tveim sviðum er alveg ófullnægjandi framboð. Og þessar sýningar voru að gerð jafnvel fábreyttari en búast mætti viö. Söngleikir og grín voru með einni undantekn- ingu ráðandi á stóra sviðinu og á litla sviði var aðeins eitt við- fangsefni, nýtt íslenskt verk, að vísu vel frambærileg sýn- ing. En þó — þetta stóra leik- hús, nútímalegast og best búið íslenskra leikhúsa, verður að bjóða upp á fjölbreyttari fæðu. Á litla sviðinu var Elín He- lena Árna Ibsens og gekk svo vel að annað komst ekki að — eða hvað? Þetta er vel skrifað verk sem heldur athygli áhorf- enda. Ámi er dálítiö veikur fyr- ir symbólík og skopuðust víst einhverjir að því að hann not- ar þar gæs sem stórmenni leik- bókmenntanna nota önd og máv. Hvað sem um það er, þótti mér leikrit hans vel lif- andi með sínum einföldu per- sónugervingum og nokkuð melódramatísku töktum í meðferð fjölskyldudramans. Sviðsetning Ingunnar Ásdísar- dóttur var vönduð. Á stóra sviðinu var byrjað með Spanskflugunni og Bessa Bjarnasyni. Einhverjir hafa sjálfsagt haft gaman af, en sjálfum þótti mér sýningin fremur leiðinleg en hitt, kannski er ekki hægt á okkar öld að gefa slíku frumstæðu gríni líf, bilið á milli þess sem er skoplegt og hins sem bara er hallærislegt verður stundum næsta mjótt, líka í atvinnuleik- húsi. Það vantaði líka mikið á að hlutverkin væru öll mönn- uð á viðunandi hátt. Borgarleikhúsið gerði út á Bessa í bak og fyrir, því að leik- árinu lauk með Gleðigjöfun- um, þar sem hann og Árni Tryggvason léku gamla skemmtikrafta. Eiginlega er þetta tragíkómískt verk, sem leikstjórinn virðist ekki hafa gert fyllilega upp við sig hvernig ætti að túlka og varð því ekki eins skemmtilegt og búast mætti viö, — en Bessi átti ágætan leik. Eitt verk eftirtektarvert Eina viðfangsefnið sem mér þótti verulega eftirtektarvert var Englar í Ameríku eftir Tony Kushna, glænýtt verk. Þetta leikrit fjallar um homma og samband þeirra, en er umframt allt hvasst ádeiluverk um þjóð- félagsþróun í Bandaríkjunum á Reaganárunum. Borgarleikhús- ið brást myndarlega við að sýna þetta verk, fyrst leikhúsa utan hins enska málsvæðis að sagt er, og sviðsetning Hlín Agnarsdóttur útsjónarsöm og sitthvað vel af hendi leyst. Síðan kom Eva Lúna, gang- stykki leikhússins allan seinni part vetrar, unnib upp úr skáldsögu Isabel Allende. Þessi sýning er mikið sjónarspil, ekki vantar það. Að vísu þótti mér verkið yfirborðslegt og öll umfjöllun þar um þjóðfélags- átök í Suður-Ameríku féll mátt- laus niður. Það er auðvitab mjög umdeilanlegt að setja kornunga, óskólaða leikkonu í burðarhlutverk í svo stórri sýn- ingu, en Sólveig Arnarsdóttir naut æskuþokka síns í dálítið undarlegu hlutverki einhvers konar Sölku Völku í Chile. En Kjartan Ragnarsson er fær leik- stjóri eins og menn vita og skipar öllu vel á sviöinu, at- riðaskipting liðmannleg og tæknibúnaður hússins nýttur til hins ýtrasta. Sýningin er þannig þokkaleg kvöld- skemmtun. Þá er upptalið framboð Borg- arleikhússins. Engin ný bama- sýning — sem er hneyksli, því það er eitt frumskilyröi leik- húss með metnað að rækta nýjar kynslóðir leikhúsgesta. EÍckert klassískt verk, innlent eða erlent, eitt nýtt erlent verk, eitt nýtt íslenskt. Og svo gam- all farsi, ný kómidía — og út- lend skáldsaga í músíkalbún- ingi. Kreppan holl menningunni Af öðmm sýningum í vetur vil ég nefna Nemendaleikhúsið sem hafði skemmtilega og hugmyndaríka sýningu á Draumi á Jónsmessunótt Shakespeares, undir stjórn Guðjóns Pedersen, þætti úr grískum leikjum um konur og stríð, og loks Sumargestir Gorkis. Þarna var sem sé ekki slegið slöku viö klassíkina og alltaf gaman að sjá hina upp- rennandi leikara. — Frú Emilía tók Afturgöngur Ibsens til meðferðar, en sú sýning var heldur klén, skorti mjög á dýpt í persónusköpun. Áthyglis- verður var einleikur Jóhönnu Jónas á þáttum eftir Dario Fo, og nýtt leikhús, íslenska leik- húsib, bauð uppá tvær mjög athyglisverðar sýningar: Býr ís- lendingur hér?, minningar Leifs Muller þar sem Pétur Ein- arsson átti stjörnuleik, og Vörulyftan eftir Pinter, magn- að og spennandi verk. Að lok- um minnist ég lítillar, skemmtilegrar barnasýningar á sléttu gólfi í leikhúsi frú Emil- íu, Ævintýri Trítils. Sýningar af því tagi eiga leikhúsin að skipuleggja og senda út í bamaskólana, það er nauðsyn- legt að sá í akurinn! Þannig bauð leikárið upp á ýmsa kosti og leikhúsgestir geta þakkað fyrir skemmtunina í von um framhaldandi grósku á næsta vetri. Kreppan reynist holl fyrir menningarlífið, en ekki þarf menningin ab líba fyrir það að fjárhagsástand lagist — eða hvað? VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKA D:í«FiÚNAdUR Eli SÉRGRBN OK! Optibelt kílreimar - viftureimar - tímareimar ' FARAR ■ BRODDI RENOLD keðjur og tannhjól RENOLD og OPTIBELT eru leiðandi merki á heimsmarkaði fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar. Vörur frá þessum framleiðendum eru þekktar fyrir gæði. Eigum á lager allar algengar stærðir af keðjum, tannhjólum, reimum og reimskífum. Útvegum með skömmum fyrirvara allar fáanlegar stærðir og gerðir. Veitum tæknilega ráðgjöf við val ádrifbúnaði. Pekking Reynsla Þjónusta<í FALKINN SUÐURLANDSBRAU.T 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.