Tíminn - 12.05.1994, Page 5

Tíminn - 12.05.1994, Page 5
Fimmtudagur 12. maí 1994 5 Einar Olafsson: Reiöh j ólið er farar- tæki framtíöarinnar s g les í Tímanum 6. maí að á næstunni verði hjólreiða- fólk í brennidepli í umferð- arátaki lögreglunnar á Suðvest- urlandi og verði fylgst grannt með hjólreiöafólki með tilliti til gildandi umferðarreglna. Ég glenni upp augun, af því að fyrir tæpum mánuði keypti ég ódýrt fjallahjól og hef síðan hjólað til vinnu minnar austast úr Kópa- vogi niður í Þingholtsstræti í Reykjavík. Þessi 15-16 km hjólreiðatúr hvem virkan dag í tæpan mánuð er orðinn mér umtalsverð reynsla. Fyrst og fremst sannfær- ir sú reynsla mig um að reiðhjól- ið er sérlega skemmtilegt og hentugt farartæki og gott fyrir bæði sál og líkama. Áður hafði ég raunar ferðast mikiö í strætis- vagni, sem er mjög afslappandi ferðamáti, og í strætó er ég t.d. búinn að lesa einhver reiðinnar býsn af bókum og tímaritum. Það gerir maður nú ekki á hjóli, en á móti kemur að bakverkur- inn, sem var farinn að koma reglulega, hvarf; ég er líkamlega hressari. Ég trimma á leiðinni í vinnuna og þarf ekkert að vera að fara sérstaklega út að skokka eöa kaupa mig inn á líkamsrækt- arstöð. En til að reiöhjólið sé þægilegt og skemmtilegt farartæki þurfa líka að vera sæmilegar aðstæður til að hjóla. Ég hafði svo sem hjólaö af og til á gamla garmin- um mínum, en hann dugði ekk- ert í lengri vegalengdir á höfuð- borgarsvæðinu, á því malbiki „En ég er hrœddur um aö sumir bílstjórar yrðu hissa á þeim farartálm- um sem lagðir eru fyrir hjólreiðamenn og það ekki út af náttúrulegum aðstœðum, heldur bara vegna hugsunarleysis þeirra sem skipuleggja og framkvœma gatna- ■ og gangstéttagerð" dugar ekkert minna en fjallahjól. Það er lagt í miklar og dýrar framkvæmdir til að gera bílferöir auðveldari, það er malbikað og gamlir krókóttir vegir lagðir nið- ur, teknar af beygjur og jafnvel gerð gífurlega dýr svokölluð mi- slæg gatnamót. En ég er hrædd- ur um að sumir bílstjórar yröu hissa á þeim farartálmum sem lagðir eru fyrir hjólreiðamenn og þaö ekki út af náttúrulegum að- stæðum, heldur bara vegna hugsunarleysis þeirra sem skipu- leggja og framkvæma gatna- og gangstéttagerð. Og þessir farar- tálmar hreinlega neyða mann stundum til að brjóta umferöar- reglur. Eða fara út á götuna. En ég reyni að hjóla sem minnst á umferðargötum, af því að mér finnst þaö hættulegt bæði fyrir mig og bílstjórana. Reynsla mín bæði sem bílstjóri og hjólreiða- maður hefur kennt mér að reið- hjól eiga alls ekki heima á um- VETTVANGUR ferðarbrautum. Stutt lýsing á leið minni til vinnu: Ég fer fyrst með Nýbýla- veginum í Kópavogi. Þar eru al- veg sérlega góð skilyrði til hjól- reiða vegna þess að meðfram veginum liggur aðkeyrslugata að húsunum og þar er nær engin umferð. En við allar þvergötur að einni undanskildri er þessi þægilega hjólreiðabraut rofin af gangstétt með u.þ.b. 20 sm há- um, þverhníptum kantsteini. Er þá ekki um annað að ræða en stöðva hjólið og lyfta því þar upp á. Með góðri þjálfun er reyndar hægt að kippa í stýrið og hoppa þannig upp á kantinn, en ég er aldrei alveg viss um hvort það tekst. Þar sem gönguleiöin liggur af gangstéttinni yfir þver- götuna er kantsteinninn reyndar gerður svolítið aflíðandi, en þó skilinn eftir svo sem 5 sm kantur sem gerir það að verkum að á hjóliö kemur högg sem trúlega eyðileggur að lokum bæði dekk- ið og gjörðina, fyrir utan óþæg- indi af því. Á einum stað þarf ég meira aö segja að fara spöl upp í bratta þvergötu til að komast á gangstéttina hinum megin! Kominn til Reykjavíkur sýndist mér fyrst liggja beint við að hjóla upp Suðurhlíðamar eftir fáfarinni götu og þar yfir Öskju- hlíðina úr því að enn er nánast ófært suður fyrir hana. Þá er nú fyrst að koma sér yfir Kringlu- mýrarbrautina. Að vísu er hægi að fara undir brúna við Nýbýla- veg, en það er allmikill og leiðin- legur krókur. Svo ég ákvað að fara yfir Kringlumýrarbrautina þar sem er nánast óslitinn straumur bíla á 70-80 km hraða. Þegar örlítiö bil kom, tók ég á sprett yfir og hugsaði til manns- ins sem dó þama í fyrra eða hitt- eðfyrra. Einu sinni eftir langa mæðu tók ég það ráö að fikra mig útí umferðina, þannig að bUarnir urðu bara að sveigja hjá og hægja á sér. Ég veit ekki hvaö löggan hefði gert, ef hún hefði þá verið að fylgjast með hjól- reiðamönnum. Svo fór ég upp þessa ágætu götu, Suðurhlíð, og upp á Bú- staðaveginn. Þá bregöur svo við að þar er engin gangstétt ofan af Öskjuhlíð niður á Hringbraut og er þó nóg pláss. Þá er bara að demba sér út í umferðina og hjóla skjálfandi á beinunum „Á ferðum mínum geys- ast framhjá mér bílam- ir, venjulega er einn maður um borð í hverj- um. Það er í rauninni kostulegt að sjá allt þetta fólk fara daglega til og frá vinnu með fimm manna sóffasett og eitt tonn afjámi í farteskinu." niður á Hringbraut, eftir þaö er svo hægt að hjóla eftir gang- braut þar sem hjartslátturinn kemst aftur í samt lag. Ég gafst náttúrlega fljótlega upp á Suðurhlíðunum og hjóla nú upp með Kringlumýrarbrautinni upp í Hamrahlíð eða Miklu- braut. Og fer ég þá stundum á lygnum dögum að efast um holl- ustu þess að hjóla, þegar ég anda djúpt að mér bensínreyknum sem liggur yfir brautinni. Þrátt fyrir þetta ætla ég að halda áfram ab hjóla. Ég er sannfæröur um að bætt skilyrði til hjólreiða er eitt brýnasta verkefnið í umferð- ar- og umhverfismálum á höfuð- borgarsvæðinu. Á ferðum mínum geysast fram- hjá mér bfiamir, venjulega er einn maður um borð í hverjum. Það er í rauninni kostulegt að sjá allt þetta fólk fara daglega til og frá vinnu meb fimm manna sóffasett og eitt tonn af jámi í farteskinu. Og kveikja í einum potti af bensíni í leiðinni. Svo mæti ég einum og einum manni á hjóli, kannski tveim eöa þrem á þessari 7-8 km leið. Þá hugsa ég svona innra með mér: „Sæll fé- lagi." Og nú ætlar löggan að fara að fylgjast með okkur. Hún þarf sjálfsagt að vera á mörgum bíl- um út um allan bæ til aö hafa upp á þessum fáu sérvitringum sem hætta sér út á malbik höfub- borgarsvæðisins á reiðhjóli. Höfundur er rithöfundur. Óbótónleikar Tvær sinfóníur Einn af „tengdasonum ís- lands", Matej Sarc óbóleik- ari, og Steinunn Bima Ragn- arsdóttir píanóleikari héldu tón- leika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar 8. maí. Matej hefur veriö ráðinn 1. óbóleikari í Slóvensku fílharmóníusveitinni í Ljúbljana í Slóveníu frá hausti komanda, og þar mega spilararnir vera æði sleipir ef hann verður ekki í röð bestu manna. Matej Sarc hefur mjög fallegan og safamikinn tón, mikla tæknigetu og greinilegt „músíkalítet" sem m.a. kemur fram í fallegum „fraseringum". Og Steinunn Birna Ragnarsdóttir er sýnilega meiri háttar píanisti og prýðilegur kammermúsíkant. I stuttu máli voru þessir tónleik- ar í Listasafni Sigurjóns mjög ánægjulegir, og raunar glæsilegir. Fimm verk vom á efnisskrá, eftir Schumann, Þorkel Sigurbjöms- son, Marcel Mihalovici (d. 1985), Poulenc og Antonio Pasculli (d. 1924). Verk Þorkels heitir Duo fyrir einleiks-óbó, gjöf Þorkels til listamannsins í tilefni „nýlegra fjölskyldutengsla" eins og segir í tónleikaskrá. Meginatriðið í verk- um sem þessum er að þau séu ekki of löng, og Þorkell stóðst þaö próf nokkurn veginn. Sónatína op. 13 eftir Rúmenann Mihalovici reyndi mjög á báða hljóðfæraleikara, en lítt á áheyr- endur, því hún er áheyrileg mjög. Mihalovici þessi lærði í París á 3. TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON áratugnum, og tónleikaskráin segir þetta um sónatínu nr. 13: „Tónmál sónatinu hans er mjög krómatískt, á mörkum þess aö vera atónalt í þriöja þætti en mjög tónait og meb mikil áhrif þjóölegrar rúmenskrar tónlistar í báöum hröðu þáttunum." Eftir ágæta Sónötu Poulencs, sem tileinkuð er Prókoffjeff og Fyrir utan 9. sinfóníu Beet- hovens, sem flutt verður í Hallgrímskirkju 9. júní sem hluti af Listahátíð í Reykjavík, lauk reglulegu tónleikahaldi Sinfóníuhljómsveitar íslands 5. maí meb flutningi 40. sinfóníu Mozarts og 2. sinfóníu Brahms. Stjómandi var Rússinn Valery Poljanský, sem tónleikaskrá seg- ir vera meðal heldri stjórnenda Rússlands. Enda fórst honum stjómin mjög vel úr hendi. G-moll sinfónía Mozarts nr. 40 er ein af tæmstu perlum tónlist- arinnar, mikilfengleg, full trega og jafnvel örvæntingar undir glaðlegu yfirborði. Mozart skrifuð talsvert í hans stíl, kom lokaverk tónleikanna, „virtúósa- stykki" eftir ítalskan óbóleikara ab nafni Antonio Pasculli, „Gran Concerto" saminn um stef úr ópem Verdis Aftansöngur frá Sik- iley. Þetta stykki setti Pasculli saman til ab sýna mönnum hve fingrafimur hann var, auk þess sem heilmikill hasar var í píanó- inu. Og bæbi Matej og Steinunn Birna spiluðu með glæsibrag, enda urðu ógurleg fagnaðarlæti sem enduðu með aukalagi. samdi hana, ásamt meö 39. og 41. sinfóníunum, fyrri hluta sumars 1788, að því er menn hyggja meö það í huga að flytja þær allar á tónleikum veturinn eftir. Af því varö þó ekki, og eng- in vissa er fyrir því að sinfón- íurnar þrjár hafi verið fluttar fyrr en eftir dauða tónskáldsins þremur ámm síðar. Sumir telja þó að g-moll sinfónían að minnsta kosti hafi verið fmm- flutt undir stjóm Salieris meðan Mozart var á lífi, og meðal rök- semda fyrir því aö Mozart hafi haft þar hönd í bagga er sú, aö hann breytti upphaflegri hljóð- færasetningu — bætti við tveim- ur klarinettum og umskrifaði óbóraddirnar til samræmis. Sú útgáfa, sem nú er jafnan spiluð, kom ekki fram fyrr en dánarbú Jóhannesar Brahms var gert upp 1897, en Brahms reyndist eiga dálítið safn af fmmhandritum og þar á meðal þetta. Sinfóníuhljómsveitin undir stjóm Poljanskýs flutti 40. sin- fóníuna mjög vel, að ég held, en einhvern veginn snart hún mig ekki. Það gerði hins vegar 2. sin- fónía Brahms í D-dúr, sem var meistaralega flutt — hún hljóm- aði betur á þessum tónleikum í Háskólabíói en jafnvel á hljóm- plötum sem ég hefi heyrt. Brahms þykir stundum þungur við fyrstu kynni, en þama á tón- leikunum vom menn sem aldrei höfðu heyrt 2. sinfóníuna fyrr, sér vitanlega, en sátu samt sem bergnumdir þær 40 mínútur sem flutningurinn tók. Sannlega er það ein af skyldum Sinfóníuhljómsveitar íslands aö halda með reglulegu millibili tónleika eins og þessa, þar sem flutt era stórvirki tónbókmennt- anna. Þeirra á meðal em sinfón- íur Beethovens, Brahms og síb- ustu sinfóníur Mozarts — eöa hversu langt er síðan 5. sinfónía Beethovens heyrðist síbast á tónleikum hér? ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.