Tíminn - 14.05.1994, Qupperneq 4
4
Laugardagur 14. maí 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Sfmbréf: 16270
Pósthólf 5210, 105 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmi&ja
Frjálsrar fjölmiðlunar hf.
Mána&aráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Það er spennandi
tími framundan
Sveitarstjórnirnar í landinu eru mikilvæg grein
stjórnsýslunnar. Sveitarstjórnarmenn standa
nær fólkinu og skynja betur þarfir hvers einstak-
lings og erfiðleika, sem að steðja, heldur en fjar-
lægt vald.
Á sveitarstjórnum hvílir ekki síst að mynda ör-
yggisnet velferðarinnar um hvern einstakling. Á
undanförnum árum hafa þær fengið aukin verk-
efni í þjónustu og má þar nefna rekstur grunn-
skóla, dagheimila og tónlistarskóla.
Nú eru uppi áform um enn frekari verkefna-
flutning frá ríki til sveitarfélaga. Rætt hefur ver-
ið um laun kennara við grunnskóla, heilsu-
gæslu, málefni fatlaðra og öldrunarþjónustu í
þessu sambandi.
Mörg sveitarfélög hafa orðiö að leggja fram
verulega fjármuni í ábyrgðum og reiðufé til at-
vinnumála. Þetta er nauðvörn, því besta fyrir-
komulagið væri að fyrirtækin væru sjálfbjarga
með atvinnumálin, en sveitarfélögin einbeittu
sér að þjónustunni við íbúana. Það sýnir í
hnotskurn hve ástandið í atvinnumálum er
slæmt, að öll framboð til sveitarstjórna eru með
þau efst á sinni stefnuskrá. Það er að vonum, því
ef atvinnan bregst, brestur einnig getan til að
veita góða þjónustu.
Baráttan fyrir sveitarstjórnarkosningar fer nú
að ná hámarki. Þessar kosningar eru afar mikil-
vægar og aldrei er mikilvægara en nú að raun-
sætt og hófsamt fólk miðjunnar í stjórnmálum
nái árangri í þeim, til þess að fást við þau verk-
efni sem framundan eru.
Kosningarnar í Reykjavík eru brennipunktur,
vegna þess að þar er barist undir mjög breyttum
formerkjum. Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið
hefur í valdaaðstöðu þar í áratugi, á nú undir
högg að sækja, samkvæmt skoðanakönnunum,
gegn sameinuðum andstæðingum. Nú er róinn
lífróður til þess að snúa þessari stöðu við og ekk-
ert er til sparað, hvorki peningar né fjölmiðla-
áróður. Þeir gríðarlegu fjármunir, sem flokkur-
inn hefur úr að spila í Reykjavík, hljóta að vekja
mikla athygli. Spyrja má, ef allar þær tugmillj-
ónir eru frá fyrirtækjum í borginni komnar, hver
ítök í stjórn borgarinnar og áhrif þau fá í stað-
inn. Þessi þróun er ískyggileg.
Fjáraustur sjálfstæðismanna í kosningarnar vex
með viku hverri. R- listinn á ekkert svar á sama
sviði. Hans eini möguleiki er að tefla fram fólk-
inu, sem vill breytta stjórn borgarinnar, og nýta
þann meöbyr og þá bylgju sem risið hefur í
borginni. Úrslit kosninganna í Reykjavík verða
prófsteinn á það hvort má sín meira, fjölmiðla-
áróður og peningaaustur eða hreyfing fólks sem
krefst breytinga og nýrra stjórnarhátta og lætur
ágreiningsmál sín víkja fyrir þessari kröfu.
Það er spennandi tími framundan, baráttan
harðnar með degi hverjum. Sjálfstæðisflokkur-
inn reynir nú með öllum ráðum að treysta hið
bláa virki fjölmiðla og peninga. Þannig á að
verja völdin í Reykjavík.
Vottar Jehóva og
vottar D-hóva
Birgir Guömundsson skrifar:
Segja má aö ákveðin tímamót
hafi oröið í kosningabarátt-
unni í Reykjavík í byrjun
þeirrar viku sem nú er að ljúka.
Þáttaskilin felast fyrst og fremst í
margföldun á auglýsingamagni
Sjálfstæöisflokksins í fjölmiðlum,
og sérstaklega notkun flokksins á
sjónvarpi tíl að koma skilaboðum
sínum á framfæri.
Ástæöulaust er aö fjölyrða um
þann ótrúlega fjáraustur sem nú á
sér stað úr sjóðum Sjálfstæðis-
flokksins vegna birtinga á auglýs-
ingum. Þó er nokkuð ljóst nú þeg-
ar að árangurinn af öllum þessum
auglýsingum verður ekki í nokkru
samhengi viö það fjármagn sem í
þær er eytt. Sannleikurinn er ein-
faldlega sá að sjálfstæðismenn em
ekki síður aö kaupa sjálfum sér
sálarró á erfiðum tímum meö
þessari yfirkeyrslu auglýsinga en
að vinna áróðursstríð fyrir flokk-
inn.
Ein tiltekin auglýsing frá Sjálf-
stæðisflokknum er þó sérstaklega
áhugaverð. Þetta er auglýsing sem
D-listinn virðist leggja mikla
áherslu á, því búið er að marg-
birta hana og efnisatriði hennar
koma hvað eftir annað upp í mál-
flutningi borgarstjóraefnis Sjálf-
stæðisflokksins, Áma Sigfússonar.
Þetta er áherslan á að Sjálfstæðis-
menn séu búnir að skipta með sér
verkum og kjósendur geti gengiö
að því sem vísu hver muni stjórna
hvaða málaflokki hjá sjálfstæðis-
mönnum ef þeir ná meirihluta.
Hver er í forsvari?
Sé tekið mið af því hversu hátt
sjálfstæðismenn hafa gert þessu
„forsvarsmannavali" sínu undir
höföi mætti ætla að stórfengleg-
um áfanga væri náð, einhverju
óvenjulegu sem réttlætti að fram-
bjóðendur kæmu fram oft á dag
til að endurtaka þessi miklu sann-
indi. Það aö flokkur hafi komið
sér saman um aö skipta með sér
verkum þannig að einn ákveðinn
einstaklingur sé málsvari tiltekins
málaflokks, er kynnt eins og ein-
hver stórviöburður sem marki
þáttaskil í stjórnmálabaráttu á ís-
landi (og þótt víöar væri leitað?).
Sannleikurinn er auðvitaö sá aö
tilnefningar af þessu tagi gerast
næstum sjálfkrafa í öllum eðlileg-
um stjórnmálahreyfingum. Hjá
Sjálfstæðisflokknum i Reykjavík
hins vegar viröist þetta vera tals-
vert mál sem skýrist af því að hér
er á ferðinni tilbrigði við gamal-
kunnugt stef í stjómarháttum
borgarinnar. Stjórnkerfið, ekki
síst hinn pólitíski hlutí þess, hef-
ur nefnilega verið nokkurs konar
.lénskerfi þar sem stjómlyndur
borgarstjóri deilir út lénum eða
málaflokkum til misjafnlega
áhrifamikilla flokksgæðinga.
Þessir lénsmenn borgarstjórans
hafa síðan ráðskast með mála-
flokkana að vild án þess að hafa
um þaö samráö við nokkurn
mann nema kannski borgarstjór-
ann sjálfan. Þetta kerfi náði mest-
um þroska í stjómartíð Davíðs
Oddssonar og þaö var einnig í
hans tíö sem innbyrðis barátta
lénsherranna stóð í hvað mestum
blóma. Höfðingjabaráttan náöi
síðan hámarki í arftakastríðinu,
þegar Davíð hætti og fyrstu borg-
arstjóraskipti kjörtímabilsins
urðu. Átök lénsherranna hafa
eölilega sett mark sitt á þá mála-
flokka sem þeir ráöa yfir og oftar
en ekki valdið skaðlegri og oft á
tíðum fráleitri togstreitu milli
einstakra málaflokka. Fjárframlög
em vitaskuld það þýðingarmesta,
sem lénshöfðingjarnir togast á
um og goggunarröð lénsherranna
í flokknum er síöan ákvöröuð af
þeirri upphæð sem viökomandi
nær í sín mál. Sterku flokksmenn-
imir hafa betur í slíku reiptogi en
hinir og standa þar af leiðandi
mun betur að vígi í næstu reip-
togslotu. Misvægi málaflokka
eykst því ár frá ári þar til ekkert
samhengi er orðiö á milli fjárveit-
inga og þess hvaöa málaflokkur
hefur mesta þörf fyrir fjármagn.
Forsvarsmál — áhuga-
mál forsvarsmanna
Satt að segja hélt maöur að þess-
ar stjórnunaráherslur væm á út-
leið hjá Sjálfstæöismönnum eftír
að Davíð hættí og þar á bæ vildu
menn nú líta á borgarmálin sem
eina heild en ekki sem misjafn-
lega blómleg lén flokkshöfðingja.
Niðurstöðurnar úr prófkjörinu
virtust í það minnsta benda tíl
þessa, en þar vom nokkrir þessara
gamalgrónu höfðingja hreinlega
sviptir sakramenti flokksins. Sú
niðurstaða bendir eindregið til
þess að almennir flokksmenn beri
takmarkaða virðingu fyrir léns-
herrakerfinu og sjái enga ástæðu
til að viöhalda því. Það að endur-
reisa kerfið með nýjum smákóng-
um eða „forsvarsmönnum" hefur
því takmarkað gildi fyrir almenna
flokksmenn og enn minna gildi
fyrir almenna kjósendur. Slík end-
urreisn skiptir hins vegar miklu
fyrir hina verðandi lénsherra eða
lénsherraefnin sem vilja ólmir fá
að vita hvaða lénum þeir megi
búast viö að taka við.
Vegna smákóngahugsunarinnar
verður þessi verkaskipting svo
mikilvæg frambjóðendum Sjálf-
stæðisflokksins á sama tíma og
allir aðrir, sem standa utan hiröa'r
lénsherranna, sjá þetta sem arf-
leifb óheppilegra stjómunarhátta
eða í besta falli sem hálfgert auka-
atriði. Auglýsingaherferö Sjálf-
stæðisflokksins um ágæti verka-
skiptingarinnar er því hálfgerður
vindmylluslagur, því verið er að
beina kastljósinu að hlutum sem
almennir sjálfstæðismenn sjálfir
virðast vera aö missa trúna á og
almenningur hefur lítinn áhuga
á.
Gengið í hús
Eiginlega má segja ab sjálfstæðis-
menn hafi almennt verið
óheppnir í auglýsingamálum sín-
um öllum, því áhersluatriðin sem
auglýst em ganga oft ekki alveg
upp, eins og „forsvarsmanna"-
herferðin er dæmi um eða þá að
einhvers konar leiðindamál
tengjast því sem þeir ætla aö gera.
Sýnarmálið er dæmi um þetta,
þar sem sú ágætishugmynd ab
nota Sýn tíl áróðurs fær á sig nei-
kvæða ímynd vegna þess ab Al-
þingi haföi ekki lokiö störfum.
Þab varb tíl þess að samningar
vom brotnir á þjóðþingi íslend-
inga til þess að koma aö aðkeypt-
um kosningaáróðri.
Annað dæmi um þetta er „mað-
ur á mann"-aöferöin, þar sem
frambjóðendur ganga í íbúöarhús
og banka uppá og vilja ræða mál-
in viö húsráöendur. Morgunblað-
ið birti á dögunum þrjár litmynd-
ir af borgarstjóranum að banka
uppá í íbúöarhúsum og ekki var
annað að sjá en hann fengi góðar
viötökur húsráðenda. Viðtökurn-
ar munu hins vegar ekki alltaf
hafa verið svo góðar og mörgum
finnst þetta uppáþrengjandi og
bera vott um frekju. Reykvíkingar
em óvanir heimsóknum af þessu
tagi. Lengi hafa það aðeins verib
vottar Jehóva sem ástundað hafa
trúbob af þessu tagi og bakaö sér
miklar óvinsældir fyrir enda þjóð-
sögurnar orönar margar um það
hvemig þeir setja fótinn í dyra-
gættina þegar heimakærir borgar-
búar hyggjast skella á þá. Undir-
ritaður hefur hvorki verið heim-
sóttur af vottum Jehóva né fram-
bjóðendum Sjálfstæðisflokksins
— ennþá, og því skal fátt fullyrt
um hvað hæft sé í sögum um að
þar fari uppáþrengjandi fólk og
frekt. Hitt er ljóst að miöað vib þá
ímynd sem vottar Jehóva hafa á
sér í þessum efnum er þab enn
eitt dæmið um seinheppni sjálf-
stæöismanna aö fólk er fariö að
tala um þá sem pólitíska votta Je-
hóva og kalla þá „votta D- hóva".