Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 14. maí 1994 Hagyr&ingaþáttur Fyrst birtast hér nokkrar vísur um hann Áma, sem stendur í stórræðum um þessar mundir, og við getum kallað Árnavísur Það er merk og mikil stund, margur hnútur raknar, þegar afátta ára blund Ámi litli vaknar. Ámi ráð við ýmsu kann, ekki í neinum vafa. Ríkissjóðinn reynir hann í rassvasanum hafa. Áma virðist brautin bein, býst við fullu húsi. Spumingin er aðeins ein: Er hann skárri en Krúsi? Búi sendir þættinum oft vísur og hér koma tvær sérstæð- ar og skemmtilegar: Vor Bráðum tekur vorið völd, varpið fuglar stunda. Við Suðumes ég sá í kvöld 1700 lunda. Ákall Heyr þú Bakkus, gleðiguð, gefmér nokkra bjóra, 10224 (Ef einhver áttar sig ekki á þeirri litlu rímþraut, sem höf- undur býr til og leysir með tölustöfum, gæti stakan litið svona út:) Heyr þú Bakkus, gleðiguð, gefmér nokkra bjóra, tíu þúsund tvö hundruð tuttugu og fjóra. Það er ekki nýtt að orðfimir hagyrðingar leiki sér að tölu- stöfum í rími, og væri gaman ef fleiri spreyttu sig á þann- ig vísnagerð. En gætiö að því að vandalaust er það ekki að yrkja með tölustöfum, svo úr verði meining eða heil hugsun. Smi er jafnvígur á limrur sem stökur: Jar&vegseyðing Ferleg og Ijót em landbrotin, liggja í eyði mörg sandkotin, hvað mun því valda? Vísir menn halda að það sé sauðkindarandskotinn. Þá eru það botnar. Hér kemur sá síðasti um Seðlabankann: / Seðlabankann sœkja menn, svona undir lokin. Botn: Slíku reiðast ýmsir enn, Ágúst burtu rokinn. Annar fyrripartur og botnar: Vertu hjá mér vina góð, vökum áncegð saman. Botn: Nú er bjart um norðurslóð, — nú skal verða gaman! Eða: Þú ert mikið mektarfljóð og myndarleg í framan. Að lokum nýr fyrripartur frá einum helsta velunnara þáttarins: Em stundum augun blind á eyðisöndum gráum. Botnar og vísur sendist til Iimans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Wmmm Kona segist hafa lesið í blaði að besta fegurðarlyfið, sem leik- konan Sophia Loren þekkti, væri matarolía. Hún notar bestu tegundir af ólífuolíu og öðlast með því frábært útlit og miklu minni peningaeyðslu en ef hún notaöi dýr krem. Þetta langaði hana til ab leggja undir álit Heiðars. Svar: Matarolía og júgursmyrsl eru náttúrlega gífurlega góðir fitugjafar, en einsog við íslend- ingar emm famir að borba og hvaö við næmmst vel er raka- tapið miklu meira en þetta með fituna. Og að ofmata sig með fitu getur valdið stíflum í húð og hreinlega sogað að sér óhreinindi. Margir hafa dálítið of feita húð, svo að okkur vant- ar yfirleitt meira af raka en fitu. En ef húð, hár, neglur, já jafn- vel allur líkaminn er fitulaus, þá em matarolía og júgursmyrsl gott. Það er til þó nokkuö af fólki sem er meb skerta starfsemi fitu- kirtla og þeir aðilar hafa gott af því að bera á sig mjög feita og fína fitu. En ég tel mjög hæpið að hrein fita, svo sem ólífuolía, komi í staö margra kremteg- unda, nema I einstaka tilfellum. Hvar á ab snyrta sig? Þá er spuming um framkomu varðandi snyrtingu. Er viðeigandi að konur temji sér að snyrta sig á almannafæri, það er að segja innan um annað fólk, á samkomustööum eða jafnvel í partíum í heimahúsum eða annars staðar þar sem fleiri em samankomnir? Svar: Það er alltaf æskilegra að fara afsíðis til að snyrta sig, greiða eða mála eða hvað sem er í sambandi við snyrtingu. Tvennt er í lagi, ef það er gert á elegant máta, þó aldrei við borðhald, en eftir að því lýkur, þá má með litlum veskisspegli aögæta varalit og lagfæra, ef meö þarf. Eða aðgæta hvort nef- ib er farið að glansa og púðra þá létt yfir. Ef konan sér í speglin- um að hún er komin I vont horf og þarf að gera á sér stóraðgerb varðandi snyrtingu, þá fer hún á snyrtinguna og lagfærir það sem úrskeiðis hefur farið þar. Ef mála þarf augabrýr eða augnhár, er sjálfsagt að fara á snyrtingu eða afsíðis og fram- kvæma aðgerðir þar. Neglur snyrtir maöur alltaf af- síðis, sama hvort þær þarfnast klippingar eba þarf að sverfa þær eða mála. Rautt nef og tárin í augunum Ung stúlka, sem þarf starfs síns vegna ab líta vel út, enda um- gengst hún margt fólk, hefur áhyggjur af því þegar hún fær kvef að verba rauðnefjub og þrútin um augun, en þó ekki la- snari en svo aö hún getur mætt í vinnu. Hún spyr hvort eitt- hvað sé hægt aö gera til að hressa upp á útlitiö þegar svona stendur á. Svar: Mörg snyrtivörumerki eru með svokölluð græöandi krem og ég hef reynt tvö þeirra aö mjög góðu. Annað heitir 8- Hour frá Elizabeth Arden og hitt er placentyl frá snyrtivörumerki sem heitir Sophys. Þetta em bæði krem sem gott er að eiga inni í lyfjaskáp til að setja á smávægilega ertingu, svo sem sólbmna og ekki síður kvefert- ingu. Þetta em krem sem ég reyni alltaf að hafa á heimilinu til að grípa til, þegar á þarf aö halda. Ef maður fær afrifur til hliðar við nasavængina eftir miklar snýtur og setur 8-Hour krem svolítið þykkt að kvöldi, þá er mín reynsla ab minna ber á roða og þrota, þótt maður sé kvefabur. ■ \ RAVTT L'favi KAUTT \ LJOS rTL LJOSi _______WrÆ_______ y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.