Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. maí1994 ííftTa^EOl'l uKtni 15 / Nú hefir Póstmálastofnunin sent frá sér endanlega til- kynningu um frímerkja- útgáfur á árinu sem nú er næstum hálfnað. Þá hefir einnig verið gef- in út skrá yfir vörur þær, sem kaupa má frá Frímerkjasölunni. Ár fjölskyldunnar Fyrsta útgáfa ársins, þann 25. febrúar, er til að minnast þess að ár fjölskyldunnar er haldiö hátíð- legt á árinu af bæði Sameinuðu þjóðunum og kaþólsku kirkjunni, með 40 króna frímerki sem er hannað af Tryggva T. Tryggva- syni og Önnu Þóm Árnadóttur. Frímerkið er prentað í 50 stykkja örkum í offset hjá seölaprent- smiðju Noregsbanka í Ósló. Er þetta í annað sinn er þeir prenta íslensk frímerki. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1989 var samþykkt að árið 1994 skyldi vera Ár fjölskyldunnar með einkunn- aroröunum: „Fjölskyldan: Úrræði og skyldur í breytilegum heimi." Um leið og Allsherjarþingið helgaöi árið fjölskyldunni ákvað það að þess skyldi einkum minnst í hverju landi og hverju byggðar- lagi. Félagsmálaráðherra skipaði, síðla árs 1991, landsnefnd til að vinna að undirbúningi aö Ári fjölskyldunnar hér á landi. Sameinuöu þjóðimar bentu á nokkur atriði sem þjóðir heims gætu hugað sérstaklega að á Ári fjölskyldunnar 1994 og vom eft- irfarandi viðfangsefni meöal ann- ars nefnd: - styrking fjölskyldunnar til að mæta eigin þörfum, - jafnvægi milli þarfa fjölskyld- unnar, sem sinnt er innan heim- ilis, og þess sem þjóðfélagið kem- ur til móts við, - áhrif þjóðfélagsmeina á fjöl- skyldusambönd og viðurkenning á því að íhlutun stjómvalda kann aö vera nauðsynleg til aö spoma viö þáttum sem ógna fjölskyldu- lífi. Áhersla er lögð á víðfeðma merkingu hugtaksins fjölskylda og er mikilvægt að allar geröir Frímerkin sem gefin voru út í febrúar. fjölskyldna komi til umfjöllunar á Ári fjölskyldunnar. Meginmáli skiptir að hugað sé að velferð heimilanna, en innan veggja þeirra býr fólk við mismunandi aðstæður. íslenska landsnefndin hefur komið sér saman um að hafa eftirfarandi skilgreiningu á fjölskyldunni til hliðsjónar við störf sín: Fjölskylda er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Meðlimir em oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum, eða einstak- lingar, ásamt bami eða börnum (þeirra). Þau em skuldbundin hvort öðm í siðferðilegri, gagn- kvæmri hollustu. Iþróttafrímerki Næst komu svo íþróttafrímerki, sem gefin vom út sama dag, eöa þann 25. febrúar sl. Þau em hönnuð af Ástþóri Jóhannssyni og Finni Malmberg. Joh. Ensche- de en Zonen í Hollandi hefir prentaö þau, einnig í offset í 50 stykkja örkum. Myndefni þessara frímerkja er svo lyftingar og sund. Lyftingar em tiltölulega ung keppnisíþrótt, en eiga rætur aö rekja til margvíslegra aflrauna, sem tíðkast hafa með flestmn þjóðum. Má í því sambandi minna á íslendinga hina fornu. Aflraunir vom á stefnuskrá ÍSÍ frá upphafi, en iðkun þeirra sem keppnisíþróttar hófst ekki aö ráði fyrr en 1961. Fyrsta íslandsmótiö var háð 1971 og Lyftingasamband íslands var stofnað 27. janúar 1973 að til- stuðlan ÍSÍ. íslendingar tóku fyrst þátt í móti erlendis 1967, en þaö var Norðurlandameistaramót, og svo áriö eftir var tekið þátt í Ólympíuleikunum í Mexíkó. Mikilvægi almennrar sundkunn- áttu er þjóö sæfara ljós og hefur sund því um árabil verið skyldu- kennsla við íslenska skóla. Leng- ur er þó saga sundsins tengd við leiki og keppni, ímynd knáleika til foma og íþrótt kennd við kappa. Sundíþróttin sem nútíma keppnisíþrótt fer að ryöja sér til rúms hér á landi fljótlega á fyrri hluta þessarar aldar. Sundsamband íslands var stofn- að 25. febrúar 1951. Eitt af fyrstu verkefnum SSÍ var að taka við skipulagningu fyrstu Samnor- rænu sundkeppninnar á íslandi. Úrslit keppninnar urðu mikill sig- ur fyrir Islendinga. SSÍ hefur síð- an séð um skipulag þessarar keppni hér á landi, þegar hún hefur verið haldin. Auk þess era nú haldin árlega mörg sundmót á vegum SSÍ og sundmenn sendir á mót erlendis. Árangur íslenskra sundmanna á innlendum sem er- lendum mótum hefur farið vax- andi og fjöldi sundmanna mikill sem iðkar þessa grein annað hvort sem keppnisíþrótt eða sér til heilsubótar. Blokkin meb landafundum heilags Brendans. Ný söluskrá Þá er komin út söluskrá á vegum Póstmálastofnunar, Frímerkjasöl- unnar, sem áður segir. Þar er gerð grein fyrir þeim útgáfum sem væntanlegar em á árinu, ásamt verðgildum þeirra flestra og þar meö fjölda frímerkja. Þann 18. apríl komu svo Evrópu- frímerkin út. Myndefnið er landafundir írska munksins heil- ags Brendans, en hann kemur bæöi á land í Færeyjum og einnig á íslandi, þar sem ýmist kindur jarma upp á hann eða eldfjöll öskra á hann. Hönnun merkj- anna er gerð af Colin Harrisson á írlandi og prentun var fram- kvæmd hjá Irish Security Stamp Printers. Frímerki þessi vora gefin út á sama hátt og landafundir Ameríku, eða bæöi sem blokk og einnig í 50 stykkja örkum. Þá vom frímerkin gefin út sameigin- lega og þá með sama myndefni í FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON þrem löndum, eða þríburaútgáfa. Þaö vom írland, Færeyjar og ís- land, sem stóðu að þessari útgáfu. Næst koma svo út fimm frímerki um íslenska list og menningu í 50 ár. Það þýðir að aðeins efrii frá ís- lenska lýöveldistímanum er tekið með og er þetta því fyrsta afmæl- isútgáfa lýðveldisins og kemur út 25. maí í verðgildunum 30, 35, 40, 50 og 55 krónur. Forsetar lýð- veldisins fá þó líka að vera með í afmælisútgáfu, sem kemur út á sjálfan þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní 1994. Þá verða fjögur 50 króna frímerki gefin út í blokk, með myndum allra forseta hins unga lýðveldis. Þá loksins er lokið því fargani, sem ríkt hefir síöan við höfðum erlenda kónga, að mega ekki gefa út frímerki með myndum lifandi fólks. Hvemig væri að minnast 40 ára afmælis Nóbelsverðlaunanna á sama hátt á næsta ári? Loks kemur svo blokk með yfir- verði á degi frímerkisins, en áöur tilkynnt smáörk meö póstskipum virðist hafa dottið uppfyrir, sem verður að teljast miður. Jólafrímerkin koma svo út 9. nóvember, 30 og 35 króna fri- merki. Þá kemur einnig út þenn- an sama dag enn eitt afmælisfrí- merkið til aö minnast 50 ára af- mælis, en nú er það Alþjóðaflug- málastofnunin, sem á afmæli. Þetta verður 100 króna frímerki. Loks segir í bæklingnum, að nánar veröi tilkynnt síöar um þessar útgáfur. Þaö hlýtur að vakna sú spuming hvort ekki hefði verið þörf á að gefa út hærri verögildi, til dæmis í listaverkasamstæðunni. Alltjent veldur vandræðum að frímerkja stærri pakka til útlanda, eins og nú á stendur. ■ DAGBÓK Lauqardaqur 14 maí 134. dagur ársins - 231 dagur eftir. 19. vika Sólris Id. 4.17 sólartag kl. 22.34 Dagurinn lengist ~7 um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudagur: Bridskeppni, tví- menningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað kl. 20 í Goðheimum. Mánudagur: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Kóramót F.E.B.-félaganna í Hall- grímskirkju kl. 13.30 laugardag og kl. 14 á sunnudag syngur grænlenskur gestakór. Seybfir&ingar! Munið kirkjukaffið og aðalfund- inn strax eftir messu í Bústaöa- kirkju sunnudaginn 15. maí kl. 14. Mætum öll. Kaffinefndin. Félag kennara á eftirlaunum Heldur vorfagnað í dag, laugar- daginn 14. maí, kl. 14 í Kennara- húsinu við Laufásveg. Kvennalistinn í Kópavogi Kvennalistinn í Kópavogi verður meö opið hús í dag, laugardaginn 14. maí, kl. 10-13 að Hamraborg 7. Frambjóöendur Kvennalistans í Hafnarfirði koma í heimsókn. Ulla Magnússon kynnir SOS- bamaþorpin á Indlandi. Fram- bjóöendur Kvennalistans í Kópa- vogi verða á staðnum. Kvennalistinn í Kópavogi veröúr með sölubás í Kolaportinu í dag, laugardag, kl. 10-16. Kvennalistinn í Kópavogi efnir til fjölskyldugöngu á morgun, sunnudaginn 15. maí. Lagt verö- ur af staö kl. 13 frá kosningastofu Kvennalistans, Hamraborg 7. All- ir velkomnir. Fyrlrlestur í Odda í dag, laugardaginn 14. maí, kl. 14 heldur Per Ariansen fyrirlestur í Félagi áhugamanna um heim- speki sem nefnist „Values and the Environment". Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda. í fyrirlestrinum fjallar Per Arian- sen um heimspeki umhverfisins, þ.e. heimspekilegar spumingar sem vakna í kringum umhverfis- mál með einhverjum hætti. Einn- ig fjallar hann um hvernig verö- mætamat og umhverfismál tengj- ast og hvemig umhverfismál snerta sniöferðileg vandamál. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Per Ariansen er lektor í heim- speki vib háskólann í Ósló þar sem hann kennir heimspeki og heimspekileg forspjallsvísindi. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Aö honum loknum gefst kostur á fyrirspum- um og umræðum. Norræna húsiö um helgina Sunnudaginn 15. maí kl. 14 verða sýndir tveir þættir um Línu langsokk, sem heita: „Pippis ball- ongfárd" og „Pippi ár skeppsbm- ten". Þessir þættir em byggöir á bók eftir Astrid Lindgren. Sýningin tekur eina klst. og er með sænsku tali. Allir em vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Sama dag kl. 16 heldur Oddur Albertsson, skólastjóri í Reyk- holtsskóla, erindi sem hann nefn- ir: „Menntun: baráttan gegn blekkingu". í erindinu mun Odd- ur taka fyrir hlutverk skólans í nútíma þjóöfélagi. Máli sínu til stuðnings sýnir hann kvik- myndabúta og auglýsingar. Ab loknu erindinu verða al- mennar umræður. Allir em vel- komnir og aögangur er ókeypis. Listskreyting Hofstabaskóla Nú stendur yfir sýning, sem menningarmálanefnd Garðabæj- ar efndi til á tillögum sem borist hafa í lokaðri samkeppni um hinn nýja Hofstaðaskóla í Garða- bæ. Á sýningunni, sem er í Garðalundi í Garðaskóla við Víf- ilsstaðaveg, verða niburstöbur dómnefndar kynntar. Ennfremur em til sýnis teikningar arkitekt- anna Baldurs Svavarssonar og Jóns Þórs Þorvaldssonar af hinum nýja Hofstaöaskóla og teikningar arkitektanna Pálmars Ólasonar og Einars Ingimarssonar af fyrir- hugubum nýjum fjölbrautaskóla í Garðabæ. Einnig em sýndar teikningar skólanemenda, sem tóku þátt í samkeppni á vegum fjölskyldu- nefndar í tilefni árs fjölskyldunn- ar. Sýningin er opin í dag og á morgun kl. 13-18, en henni lýkur nú um helgina. Abgangur er ókeypis. Málverkauppbob á Hótel KEA Gallerí Borg og Listhúsið Þing, Akureyri, halda málverkauppboð í samvinnu við Listmunauppbob Siguröar Benediktssonar h/f. Uppboðiö fer fram á Hótel KEA sunnudagskvöldið 15. maí og hefst kl. 20.30. Af sérstökum ástæðum verða uppboðsverkin aðeins sýnd á sjálfan uppboösdaginn milli kl. 14 til 18. Áð þessu sinni fer sýn- ingin fram á Hótel KEA, en ekki í Listhúsinu Þingi eins og* verið hefur. Boðin verða um 70 verk, flest eftir þekkta listamenn. Uppboðs- haldari verður aö venju Haraldur Blöndal. TIL HAMINGJU Þann 23. apríl s.l. vom Guöbjörg Grétarsdðttir og Ásgeir Guðnason gefin saman í heilagt hjónaband í Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni. Heimili þeirra er að Drápuhlíð 42, Rvk. Ljósmst Jóh. Valg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.