Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. maí 1994 9 Sirens *★* Framleibandi: Sue Milliken. Handrit og ieikstjórn: John Duigan. Abalhlutverk: Hugh Crant, Sam Neill, Tara Fitzgerald, Elle MacPherson, Kate Fischer og Portia De Rossi. Laugarásbíó. Bönnub innan 12 ára. Norman Lindsey (Neill) er ástr- alskur listmálari, sem fær kirkj- unnar menn til ab skjálfa meö djörfum nektarmyndum sínum og þá sérstaklega mynd af kross- festri og nakinni konu. Þeir senda ungan Englending og prest, Ant- hony Campion (Grant), í heim- sókn til Lindseys og ætla honum aö fá hann til aö sleppa því aö sýna málverkiö opinberlega. Estelle (Fitzgerald), eiginkona Anthonys, er meö honum í för og heillast af frjálslyndum lífshátt- um listamannsins, sem býr í húsi á landsbyggöinni ásamt konu sinni og þremur fyrirsætum. Þeg- ar erótískir draumar taka aö sækja á hana, fer hún aö endurmeta lífs- skoöanir sínar og hjónaband sitt. John Duigan er athyglisveröur leikstjóri og honum tekst hér á- gætlega upp. Eins og í fyrri mynd- um hans, The Year My Voice Broke og Flirting, er það frásagn- argáfan, sem heldur þeim uppi. Fiann tengir skemmtilega saman goösögnina um sírenumar, sem afvegaleiddu sjómenn með söng sínum, við fyrirsætumar þrjár, sem reyna hvaö þær geta til ab af- vegaleiða Estelle. Anthony, prest- urinn, er fyndinn persónuleiki; skemmtilega hallærislegur í allri siöavendni sinni. Erótík, kynórar og langanir em mjög vandmeðfarin fyrirbæri í kvikmyndum, sérstaklega vegna hættu á aö framsetning þeirra verbi á lágu plani. Duigan sneiöir mjög vel hjá þessu og nær aö gera söguna enn áhugaverðari fyrir vikiö. Hugh Grant vinnur mikinn leiksigur í hlutverki hins siöa- vanda Anthonys. í Bitter Moon eftir Roman Polanski lék hann að mörgu leyti svipaða týpu og nær hér aö fullkomna túlkun sína. Tara Fitzgerald sýnir einnig af- bragösleik í erfiöu hlutverki og Sam Neill stendur sig vel sem list- málarinn Lindsey. Ögrun er vandvirknislega gerö mynd, sú besta frá Duigan til þessa. ■ KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Kali- fornia Kalifornia * Handrit: Tlm Metcalfc. Framleibendur: Steve Colin, Sigurjón Slg- hvatsson og Aristldes McCarry. Leikstjóri: Domlnic Sena. Abalhlutverk: Brad Pitt, juliette Lewis, Dav- id Duchovny og Michelle Forbes. Regnboglnn. Bönnub innan 16 ára. Brian (Duchovny) og Carrie (Forbes) em ungt par, sem hyggur á feröalag til Kalifom- íu. Á leiöinni ætla þau aö koma viö á stööum þar sem frægir fjöldamoröingjar stunduöu iöju sína. Brian ætl- ar síöan aö skrifa bók um þá og Carrie aö taka myndir á vettvangi moröanna. Til aö spara bensínkostnaö auglýsa þau eftir ööm pari til aö fara í feröalagiö meö þeim. Aöeins eitt par, Early (Pitt) og Ádele (Lewis), svarar auglýsingunni og síöan leggur hópurinn af staö. Fljótlega í feröinni kem- ur í ljós að Early er stórhættu- legur morðingi og Adele, ein- feldningsleg stúlka í meira lagi, sér ekki í gegnum hann. Það gerir hins vegar Carrie, en loks þegar hún hefur sannfært Brian um hvem mann Early hefur aö geyma, þá er það of seint. Viö tekur martröö hjá þeim Brian og Carrie þar sem þau reyna að losna úr klóm Earlys. Propaganda-fyrirtæki þeirra félaga, Sigurjóns Sighvatsson- ar og Steve Golins, viröist sér- hæfa sig í vegamyndum, sbr. Red Rock West, Wild at Heart og fleiri myndir. Kalifomia er engin undantekning. Sagan gerist meira og minna öll á vegum úti með tilheyrandi landslagsmyndum af um- hverfinu í kring. Hún sker sig hins vegar úr aö því leyti að gæöin em mun minni. Það tekur myndina mjög langan tíma að byrja og hún er því lengsmm mjög langdregin. Þegar svo lokauppgjörið nálg- ast loksins, er þaö fremur óspennandi þar sem Brian hef- ur verið sögumaður okkar frá byrjun. Þessi sögumaður gríp- ur inn í öðm hvom og einhver hjákátleg speki um fjölda- og raðmoröingja fylgir meö. Helsti gallinn við myndina er aö aöalleikaramir fjórir standa sig hreint og beint illa. Karlmennimir em þó sýnu verri. Þeim er þó e.t.v. öllum vorkunn, því persónumar em aö flestu leyti illa skrifaðar af háim handritshömndar. Brad Pitt er mjög takmarkaður leik- ari. Hann nær engan veginn aö vera trúverðugur í hlutverki Earlys. David Duchovny er glataöur leikari -og frammi- staöa hans eftir því. Juliette Lewis, sem þótt hefur fram- bærilegasta leikkona, er ekki nærri nógu góð heldur. Þaö er helst að Michelle Forbes kom- ist næst því að sýna frambæri- legan leik. Kalifornia er langdregin, illa leikin og að mesmm hluta óspennandi kvikmynd. Yfirlýsing frá stjórn lœknaráös Landspítalans: Nýr barnaspítali Nokkur umræöa hefur orðið um byggingamál Landspítalans aö undanfömu og er þaö vel. Ný- lega benti Ólamr Ólafsson land- læknir á að þörf fyrir sjúkrarúm færi síminnkandi vegna fram- fara í læknisfræöi. Ef til vill mátti skilja orö hans þannig að þörf fyrir byggingaframkvæmdir við stóm sérgreinasjúkrahúsin væri ekki brýn eða jamvel óþörf. Ábending landlæknis um sí- minnkandi legutíma á sjúkra- húsum er rétt og réttmæt. í því sambandi má benda á að rúm- um hemr ekki fjölgaö á Lyflækn- ingadeild Landspítalans í yfir 20 ár, en á sama tíma hefur umsetn- ing meira en þrefaldast. Meöal legutími var rúmir 20 dagar, en er nú um 6,6 dagar. Hliöstæð þróun hemr átt sér staö á öðmm deildum, svo sem handlækn- ingadeild. Öllum má vera ljóst að þörf fyrir sjúkrarúm minnk- aði m.a. vegna bættrar nýtingar meö fjölgun lækna og annars starfsfólks og eflingar rann- sóknastofa og ýmissa stoðdeilda, en slík þróun krefst aukins hús- næðis. Því miöur virðast heilbrigöis- og fjármálayfirvöld undangeng- inna ára hafa litiö á sjúkrahús sem staö fyrir sjúkrarúm og talið að þar sem ekki vantaöi rúm vantaöi ekki byggingar. Hús- næöisvandinn á lóö Landspítal- ans hemr því stöðugt vaxið á undanfömum 20 ámm. Eina ný- byggingin, sem framkvæmdir hafa verið hamar viö, er K-bygg- ing Landspítalans, sem aðeins hefur veriö reist aö hluta og hýs- ir nú m.a. geislameöferöarein- ingu krabbameinslækninga- deildar. Brýnt er að bygginga- framkvæmdum verði hraðað þannig aö leyst veröi úr brýn- ustu húsnæðisvandræðum spít- alans. Stærsm deildir hans, svo sem lyflækningadeild, hand- lækningadeild, bamalækninga- deild og kvenlækningadeild, hjfa ekki fengið nauðsynlegar úrbæmr og rannsóknastomr spítalans hafa aldrei fengiö við- unandi framtíðarhúsnæöi. Nú er svo komið aö hluti starfseminn- ar hefur flust burt af lóðinni og neyðarástand ríkir í húsnæöis- málum lækna. Sérfræðingar þrí- og fjórmenna í skrifstomkytmm, sem em á engan hátt boölegar til trúnaöarviötala við sjúklinga eöa aöstandendur þeirra eöa annarra starfa. En nýlega dró til tíöinda. Tveir stjórnmálamenn, hvor úr sínum stjórnarflokknum, sem báöir em forystumenn um heilbrigðismál, tóku höndum saman um úrbæt- ur. Hér er átt við heilbrigðisráö- herra, Guömund Áma Stefáns- son, sem nýlega lagöi fram áætl- im um alútboð á byggingu fyrir bamaspítala, og Áma Sigmsson borgarstjóra í Reykjavík, sem ekki aðeins veitti mikilsveröan pólitískan smðning, heldur hét einnig fjárstuðningi. Aödrag- andinn ætti aö vera þeim, sem fjær standa og ekki em öllum hnúmm kunnugir, vísbending um hve brýnt mál er um aö ræöa. Ábending landlæknis var rétt. Ekki er brýn þörf á fjölgun sjúkrarúma fyrir böm. Hins veg- ar hafa viðhorf til bamalækn- inga breyst mikiö á síðusm ámm og nú er talið að börn geti beðiö skaða af langri vistun á sjúkra- stofnunum. Þessi breyttu við- horf kalla á úrbæhir í húsnæöis- málum. Brýnt er aö koma upp deildum þar sem böm geta veriö daglangt til lækninga meö for- eldri sínu, en fariö síðan heim aö kvöldi. Ef þau em, einhverra hluta vegna, ófær um aö fara til síns heima, þarf ab vera aðstaöa til dvalar foreldra með bami sínu á sjúkrahúsinu. Böm em ekki smækkuö mynd af fullorðn- um sjúklingum. Báðar bama- deildir borgarinnar hafa veriö í húsnæði sem hannað var fyrir miloröna sjúklinga og því óhentugt til barnalækninga. Stjóm læknaráös Landspítalans lýsir yfir milum smöningi viö áætlun heilbrigöisráöherra meö tilvísun til oröa hans um aö verkiö muni ekki hægja á fram- kvæmdum viö K-byggingu. Landspítalinn á marga aðstand- endur og vini og stjóm lækna- ráös heitir á þá alla að veita mál- um þessum brautargengi eftir megni. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ÁÞÖNDUM NASAVÆNGJUM Davíb Oddsson ræddi eitt sinn um sambúö Sjálfstæðisflokks og Morgunblabs á fundi hjá flokkn- um og lýsti samförum þeirra á þessa leið: „Ef formabur Sjálf- stæbisflokksins kvefast, þá hnerr- ar Morgunblabib!" Síban hafa bæbi kvefpestir og abrir farand- kvillar þrúgab formenn Sjallans og Mogginn jafnan loftab vel út um nasaholurnar fyrir þeirra hönd. Makalaus sambúb Sjálfstæbis- flokks og Morgunblabs er því engin ný bóla, en hefur breyst umtalsvert á síbustu árum og blabinu til sóma á margan hátt. Mogginn hefur oft tekib afstöbu meb þjóbinni gegn ýmsum einkahagsmunum formanns Sjálfstæðisflokksins og hirbsveina hans. Blabib hefur jafnvel neitab ab hnerra þrisvar ábur en haninn gelur tvisvar, ef svo ber undir. En nú er sambúbin ab falla aftur í Ijúfa löb vegna kosninganna í vor og tilefnib er líka ærib. Skobanakannanir spá Sjálfstæb- isflokknum rífandi gangi í Hafn- arfirbi og ísafirbi jafnt sem Vest- mannaeyjum og Keflavík. Á sama tíma afþakka Reykvíkingar for- ystu flokksins í borgarmálum og hafa ekki gleymt rábhúsum og perlum ásamt fleiri tívolíum frá valdatíma núverandi flokksfor- manns. Davíb Oddsson ber nefnilega ekki bara ábyrgb á pattstöbu Sjálfstæbisflokksins í landsmál- um, heldur líka á fortíðarvanda Reykjavíkur. Þar meb er talin sér- kennileg atburbarás D-listans á síbasta kjörtímabili meb sundrab lið og þrjá borgarstjóra. Enda hnerrar blessab Morgunblabib nú eins og blabib sé kvalib af heymæbi. Ar og dagar eru síban pistilhöf- undur var síbast strangur vib blessab Morgunblabib okkar fyrir opnum tjöldum og áminnti blab- ib fyrir agabrot. Enda hefur Mogginn sama rétt og abrir ís- lendingar til ab hafa sína skobun á mönnum og málefnum og þótt fyrr hefði verib. En nú er mál ab rifja upp gamla heimsókn til ab lesendurTímans velkist ekki í vafa um hvernig Morgunblabib mótar pólitíska ritstjórn blabsins: Á sínum tíma var dr. Gunnar Thoroddsen varaformabur Sjálf- stæbisflokksins og þá heimsótti pistilhöfundur Morgunblabib í hópi sjálfstæbisfólks. Rætt var vib pólitfskan ritstjóra blabsins um sambúbina og hann túlkabi hana svo ab Mogginn hefbi í stórum dráttum sömu skobun og Sjálf- stæbisflokkurinn og tæki því undir málflutning flokksformanns á hverjum tíma. Pistilhöfundur spurbi þá hvort sama gilti ef dr. Gunnaryrbi kosinn formabur, en ritstjórinn svarabi um hæl ab svo frjálslega væri ekki farib meb trúnab blabsins. Morgunblabib siglir nú þönd- um nasavængjum um Ijósvakann og hnerrar án afláts. Hnerraköst blabsins eru hins vegar ekki bundin vib Sjálfstæbisflokkinn sjálfan og þarfir hans, heldur for- mann flokksins eingöngu. Óbreyttum flokksmönnum er hollt að rifja þab upp tímanlega fyrir kjördag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.