Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.05.1994, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 14. maí 1994 Bruninn / suöurhluta Flórída er borgin Deerfield Beach, ein örfárra borga í fylkinu þar sem húsin eru gömul og vinaleg og íbúar bœjarins heilsast á förnum vegi. Viöfelldiö andrúmsloft borgarinnar beiö þó hnekki í kjölfar atburöa, sem áttu sér staö fyrir rúmum sex árum. Mánudagskvöldib 2. nóv- ember 1987 kom upp eldur í „Cloth World" fataversluninni, rétt við aðalbraut borgarinnar. Slökkviliöiö var komib innan fimm mínútna og réöst til inngöngu. Brátt fundust tvö fómarlömb. „Annað þeirra er á lífi, hitt er ... sennilega dáiö," sagði einn mannanna. Lögreglan var þar meb boöuö á staðinn. Eldurinn var annars veg- ar í versluninni sjálfri og hins vegar í hliðarálmu út frá henni. Einn slökkviliðsmannanna hafði opnað dyr ab kvennasnyrtingu við ganginn. Hann varö stjarfur þegar hann sá hvað blasti við honum. Það var kvenlíkami, að honum sýndist, sem stób enn í björtu báli, en það sem verst var: líkaminn hreyfðist. Hann kallabi á aðstoð og eftir stutta rannsókn var úrskurðaö ab konan væri enn á lífi og meb hálfri meövitund, þrátt fyrir að u.þ.b. 90% af líkama hennar væm skaðbrunnin. Á sama tíma var annar kvenlík- ami fundinn. Það var á karla- snyrtingunni. Konan var bundin og keflub, stób í ljósum logum en hreyfðist samt, slökkviliðsmönn- um til hryllings og furðu. Brátt varö þó ljóst ab um hreyfingar ósjálfráöa taugakerfisins var að ræða og konan hafði verib látin um tíma. Hinni konunni var veitt skyndihjálp áður en hún var flutt á spítala. Slökkviliðsmennimir höfðu nú veitt allar þær upplýsingar, sem lögreglan gat aflað sér áður en hægt yrði að fara á vettvang. Nú var komið ab því að láta morö- deildina vita, þar sem líklegt var að að minnsta kosti væri um eitt morö aö ræða. Lítill sem enginn eldur var í hús- inu og fljótlega tókst ab ráöa nið- urlögum hans. Reykurinn hjaðn- aði smám saman og eftir u.þ.b. klukkustund var tryggt ab lög- reglumenn hlytu ekki skaða inni í versluninni og rannsókn gat haf- ist. Mikilvægar upplýsingar Fljótlega tókst að nafngreina fórnarlömbin. Þær höfðu báðar borið persónuskilríki og sú látna hét Phyllis Harris, en sú sem enn liföi Janet Cox Thermidor. Þær vom starfsmenn verslunarinnar. Haft var umsvifalaust samband við eigandann og hann beðinn aö mæta á vettvang. Dusenberry, læknir á spítalan- um, sem hafði ekki litið af Janet Cox, hafði símasamband við morðdeildina og gaf mikilvægar upplýsingar. Hann sagði ab kon- an hefði komist til snöggrar með- vitundar og þab væri kraftaverk ab hún hefði getab talað. Hún haföi skýrt frá starfsmanni í versl- uninni sem héti Rob. Hún hefði verið inni á skrifstofu þegar bank- aö hefði veriö á hurðina. Hún opnaði og þar stóð Rob. Hann hafði slegib hana meö þungu verkfæri og hún missti meðvit- und. Það síðasta, sem hún mundi, var að hún komst aftur til meðvit- undar þegar Rob var ab úða yfir hana einhverjum vökva og síban kveikti hann í henni. Hún varb strax alelda, en einhvem yeginn Andrew Gianino. tókst henni að komast fram á snyrtinguna. Henni hafði tekist að ausa á sig vatni úr krananum sem slökkti að mestu leyti eldinn. Skömmu síðar höfbu slökkviliðs- mennimir fundið hana. Dusenberry var spuröur hvort einhverjar líkur væru á aö Janet Cox myndi Iifa þetta af. Hann kvab það mjög ólíklegt og sagbi að starfsfólk sjúkrahússins væri fyrst og fremst að lina þjáningar hennar síðustu mínútumar sem hún lifði. En hún haföi gefið mik- ilvæga vísbendingu: nafnið á Rob, samstarfsmanni hennar. Þab var auðvelt fyrir eiganda verslunarinnar, sem fljótlega mætti á staðinn, að gefa upplýs- ingar um Rob. Hann hafði aðeins einn karlmann á launaskrá og þab var Robert Henry, kallaöur Rob. Hann hafði unnið við ræstingar í hlutastarfi. Lögreglan útvegaði skýrslur um Robert Henry, 38 ára fyrmm hermann, og eigandinn stabfesti að þetta væri maöurinn, af mynd sem lögreglan átti af honum. Haft var samband við fjölskyldur beggja fórnarlambanna og þeim sögb hin hörmulegu tíðindi. Leitin tók óvæntan endi Rétt fyrir klukkan fjögur um morguninn var Andrew Gianino skipaður stjómandi rannsóknar- innar. Búið var að fínkemba allt svæðib og leita allra þeirra sönn- unargagna er gætu átt þátt í að Ieysa málið. Gianino hafði orð á sér fyrir að vera mjög vandvirkur og þolinmóður lögreglumaður. Þab vom einmitt þeir kostir hans sem mögulega áttu drjúgan þátt í að upplýsa málib. Nægar upplýs- ingar lágu fyrir til ab leitin að Rob gæti hafist. Fyrst var farið heim til hans. Ætt- ingi hans kom til dyra, en sagði Rob vera ab heiman. Hann leyfði fúslega ab lögreglan svipabist um í húsinu, en ekkert kom út úr því. Því næst vom foreldrar Robs heimsóttir af lögreglunni, en þeir vissu ekkert um feröir sonar síns. Lögreglan leitaði á heimili þeirra, en án árangurs. Skömmu síöar hringdi Robert Henry sjálfur á lögreglustöbina og sagöist sjálfur vera fómarlamb vopnaðs ráns og mannráns. Rob sagöist bíða lögreglunnar til ab hægt væri að taka af honum skýrslu. Áðeins tveimur mínútum síðar sat Robert Henry í baksæti lög- reglubifreiöar Gianinos, á leib á lögreglustööina. Janet Cox. „Rob". Furðulegur framburður Þegar þangaö var komið hófust yfirheyrslur. Samkvæmt frásögn Robs, höfðu þrír menn skyndilega birst í versluninni kvöldið ábur um kl. 21.00. Þeir bám haglabyss- ur og skammbyssur. Augljóst var að þeir hefðu faliö sig einhvers staðar í versluninni og beðiö þess SAKAMAL að búbinni væri lokaö. Þá létu þeir til skarar skríöa. Tilgangur þeirra var að ræna verslunina. „Þeir þvingubu mig til að hjálpa þeim að ræna verslunina. Fyrst neyddu þeir mig til að „sjá um" Phyllis Harris. Ég sagbi henni aö það væm þrír mjög hættulegir menn að ræna búðina og best væri fyrir okkur öll að vera sam- vinnuþýð," sagöi Rob. „Þeir sögðu mér ab binda hana og setja klút fyrir augu hennar og hún virtist skilja alvöru málsins og að- hafðist ekkert á meban." Síðan lokaði hann hana inni á snyrting- unni. Aö þessu loknu sagöist Rob hafa verib fenginn til að hjálpa ræn- ingjunum að komast inn á skrif- stofuna þar sem Janet Cox var í þann mund að gera upp sölu dagsins. „Ég bankaði á læsta hurðina og hún hleypti mér inn. Þegar inn á skrifstofuna var kom- ið, tóku ræningjamir völdin og ég veit ekki hver afdrif kvennanna tveggja urðu," sagöi Rob. Samkvæmt frásögn hans höfðu þeir bundið fyrir augu hans sjálfs og leitt hann síðan út í bíl sem þeir höfðu lagt rétt utan við versl- uniná. Þeir höfðu haldiö honum í átta og hálfa klukkustund, en síð- an sleppt honum lausum með þeim orðum að ef hann snéri sér til lögreglunnar myndi hann hafa verra af. Gianino trúði ekki orði af frá- sögn Robs. Sérfræðingum hafði tekist að rekja slóð Phyllis frá þeim stað þar sem kveikt hafði verib í henni, og inn á snyrting- una. Brunnar holdtætlur bám hetjulegri baráttu hennar vitni, þegar Phyllis gerði tilraun til að slökkva í eigin líkama. Efnafræðingar lögreglunnar fundu merki um eldfiman vökva, sem notaður hafði verib til að kveikja í stúlkunum tveimur. Einnig kom í Ijós aö 1200 dollur- um hafði verið stolið. Líkskoðun leiddi í ljós aö Phyllis Harris hafði látist af misþyrming- um ekki síður en brunasárum. Bein hennar voru brotin ab því er virtist eftir klaufhamar eða álíka verkfæri, en samt benti margt til þess að hún hefði enn verib lif- andi þegar kveikt var í henni. Greinilega var um morð ab ræða. Gianino fékk heimild til ab taka sýni úr fatnaði, hári, nöglum og blóði hins grunaba. Fingraför gátu ekki komið að neinu gagni í þessu máli, þar sem Rob hafði ver- ib starfsmaður hjá fyrirtækinu. Gianino fór sjálfur inn í klefann meö Rob til að tryggja að hann færi sér ekki vísvitandi að voða. Eftir að sýnin höfðu verið tekin, sagði hann honum að hann vildi ræöa nánar um atburði næturinn- ar, þótt Rob þyrfti ekki að segja neitt frekar en hann vildi. Rob sagbi að það myndi létta á hon- um að tala um þetta, honum þætti betra ab losa sig við það sem hann hafði upplifað. „Þetta er eins og martröð. Þegar ég loka augunum, sé ég þetta allt saman fyrir mér," sagði Rob. „Nei," svaraði Gianino alvarleg- ur í bragði. „Þetta er ekki martröð, þetta er raunveruleiki." Hann tjáði Rob að konumar væm báðar látnar eða rétt í þann mund ab gefa upp öndina. Þrátt fyrir and- úð sína á sakbomingnum reyndi hann ab gera það sem hann gat til að ávinna sér traust Robs. í sömu svifum fékk hann þau boð að Janet Cox hefði lokið hetjulegri baráttu sinni við dauð- ann meb ósigri. Þá leit málib þannig út að um tvöfalt morð var að ræða. Ekkert fékkst upp úr Rob, sem hægt var að byggja á. Til ab gera langa sögu stutta vib- urkenndi Rob að vera valdur að dauða stúlknanna tveggja. Hann sagði að hann hefði spunnið upp söguna um ræningjana þrjá og meö henni fengiö Phyllis Harris til aö láta hann binda sig meb góöu. Síðan læsti hann hana inni á karlasnyrtingunni. Næst fór hann inn á skrifstofuna til Janet Cox, réðst á hana meb klauf- hamri og sló hana mörg þung högg í höfubið. Þá nábi hann sér í eldfiman vökva, sprautaði hon- um yfir hana og kveikti í með eld- spýtu. Ab því loknu fór hann aft- ur til Phyllis Harris, sem læst var inni á karlasnyrtingunni, og baröi hana í rot með sama klaufhamri og hann hafði notað áður. Hann kveikti einnig í henni með sömu aðferð og hann hafði kveikt í Ja- net Cox. Hann rændi síðan sölu dagsins og komst út um bakdyrn- ar. Meðferöis hafði hann pening- ana, auk þess sem hann tók ham- arinn og eldfima vökvann með sér. ítarleg geðrannsókn fór fram, en ekkert virtist benda til ab Rob væri veill á gebsmunum. Þaö kom mönnum á óvart og undirstrikaði viðurstyggð glæpsins. Þab er nokkrum sinnum búið að rétta í málinu, en úrskurði hefur jafnan verið áfrýjab. Talið er vel líklegt að Rob hljóti daubarefs- ingu ábur en yfir lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.