Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. maí 1994 ^PÍÍ999Í$999 3 Breytum til í Reykjavík Höfuöborg hvers lands er stolt hverrar þjóbar. Reykja- vík er glæsileg borg ab ytra útliti. Glæsileiki hennar má ekki einungis felast í fallegu yfirbragbi og tilkomumikl- um byggingum. Glæsileik- inn verbur fyrst og fremst ab vera í abbúnabi og líban þeirra sem í borginni búa. Atvinnuleysi í höfubborginni er mikib og vandamál fjöl- skyldnanna því meiri en oft ábur. Útgjöld borgarinnar vegna gæluverkefna Sjálfstæb- isflokksins á libnum ámm hafa farib vaxandi og skuldir borgarinnar aukist gríbarlega. Sjálfstæbisflokkurinn hefur sýnt ab hann er ekki fær um ab tryggja nýsköpun í at- vinnulífinu í Reykjavík og skapa þeim vinnu sem em at- vinnulausir og um leib ab kveikja vonir um gób störf hjá öllu því unga fólki sem kemur inn á vinnumarkabinn á næstu ámm. Það er við þessar aðstæður sem framsóknarmenn í Reykjavík ásamt öðmm stjóm- málasamtökum tóku þá ákvörbun ab bjóða fram til borgarstjómar undir merki Reykjavíkurlistans við kosn- ingarnar í vor. Reykjavíkurlist- inn leitar nú eftir stubningi borgarbúa til að fá meirihluta í kosningunum í dag, þannig ab hægt sé að vinna eftir nýjum áherslum í Reykjavík eftir nær samfellda stjórn Sjálfstæbis- flokksins í áratugi. Sjálfstæbisflokkurinn lítur á völd sín í Reykjavíkurborg sem þau þýðingarmestu og leggur ofurkapp á ab halda þeim. Ekkert hefur verið til sparab í kosningabaráttunni í þeim til- gangi. Tugir milljóna króna Halldór Ásgrímsson. hafa verib settir í persónuleg- an óhróbur um einstaka fram- bjóbendur og ómálefnalega umfjöllun um Reykjavíkurlist- ann. Nú gefst tækifæri til ab hrinda áratuga oki íhaldsins í Reykjavík í stjóm borgarinnar, þar sem fjórir stjórnmálaflokk- ar hafa sameinað krafta sína til þess ab berjast fyrir opnum og lýðræðislegri stjómarháttum í höfuðborginni og um leið að tryggja fjölskyldum atvinnu o§ bætta stöbu heimilanna. Eg vil nota þetta tækifæri og hvetja alla framsóknarmenn í Reykjavík, sem og abra borgar- búa, til ab gera allt sem í þeirra valdi stendur til ab tryggja sig- ur Reykjavíkurlistans í borgar- stjómarkosningunum í dag. Ég trúi því ab með samstilltu átaki takist okkur ab fella íhaldsmeirihlutann í Reykja- vík og breyta um stjórnarhætti í höfuðborg landsins. Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins Mikib ab ger- ast í Kópa- vogi í dag í Kópavogi verður dagurinn í dag meb líflegra móti. Ab fmmkvæði yfirkjörstjórnar hafa margir lagt hönd á plóg til að lífga upp á daginn og í bobi verbur dagskrá frá morgni til kvölds undir heit- inu „Upphaf sumardaga í Kópavogi". Morgunandakt verður í Kópavogskirkju kl. 8.30, Skólahljómsveit Kópavogs leikur við Sundlaug Kópavogs kl. 10.30. Eftir hádegib verbur bobib uppá dagskrár samtímis í Félagsheimilinu, Bókasafn- inu og Gerðarsafni. Allir eru velkomnir á upphaf sumardaga í Kópavogi og skal þess getib ab ókeypis aðgang- ur er að öllum dagskráratrib- um. Kaffisala verbur í Lista- safni Kópavogs og í Félags- heimilinu. ■ Reyna mun á vaxtastefnuna meö haustinu - segir í Fréttabréfi um veröbréfaviöskipti: Varanleg vaxtalækkun - eöa skammgóður vermir? „Umbætur í ríkisfjármálum em ekki síst mikilvægar í ljósi þess ab reyna mun á vaxta- stefnuna meb haustinu. Þá er gerb kjarasamninga framund- an, síbustu hindranir í fjár- magnsflutningum milli ís- lands og annarra landa hverfa um áramótin og líklega munu vextir erlendis fara hækkandi (reyndar hafa þeir þegar hækkab töluvert í Bandaríkj- unum). Þessi atribi öll leggjast á voga- skálar vaxtahækkana," segir í Fréttabréfi um verðbréfavib- skipti. þar segir líka ab margir velti því nú fyrir sér hvort fram- komin vaxtalækkun sé varanleg, eöa einungis skammgóbur vermir. Og í Ijósi reynslunnar séu slíkar vangaveltur skiljanleg- ar. Fagblað um ferðamál Fyrsta tölublab nýs fag- og fréttablaös fyrir feröaþjónust- una kom út í fyrradag. Blaöiö kallast Ferðamál og er gefið út af Farvegi hf. sem gefur einnig út tímaritiö Farvís-Áfanga. Ferðamál verður gefið út mán- aðarlega og mun þaö fjalla um feröaþjónustu út frá ýmsum sjónarhornum. Meðal þess sem á erindi í Feröamál er fólk í ferðaþjónustu, fyrirtæki og stofnanir, þróun og væntingar, menntun, fundir og öll umræða er varöar uppbygg- ingu ferðaþjónustunnar. Feröa- mál er eina fagblaö ferbaþjón- ustunnar sem er gefiö út á ís- landi. Upplag fyrsta tölublaös- ins er tvö þúsund eintök en stefnt er að því aö dreifa blað- inu aðalíega til áskrifenda. Ferðamál er í dagblaösbroti, tólf síöur aö stærö. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Feröamála er Þómnn Gestsdóttir útgefandi. ■ Þótt ýmislegt hafi breyst í átt til jafnvægis og stööugleika segir greinarhöfundur engan vafa leika á því aö sá þáttur sem helst á eftir að treysta snúi aö opin- bemm fjármálum. „Á þeim vett- vangi hefur ekki náðst jafnmik- ill árangur og æskilegt hefði ver- ið. Ríkissjóður hefur einfaldlega veriö rekinn meö of miklum halla og skuldir hans hafa aukist meira en góöu hófi gegnir. Sennilega er fátt mikilvægara fyrir framhald hagstæörar vaxta- þróunar hér á landi en betri af- koma ríkissjóðs og minni láns- fjáreftirspum opinberra aöila." Sýnt er hvemig skuldir hins op- inbera hafi aukist ár frá ári um langt árabil, en þó aldrei haröar en eftir 1991. Heildarskuldir hins opinbera námu 23% af Sjálfstæöisflokkurinn fær ekki til umrába tuttugu mínútur til ab útvarpa málflutningi sínum á Rás 2, eins og Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri flokksins, fór fram á vib út- varpsstjóra vegna pistils Illuga Jökulssonar í fyrradag. Starf- andi dagskrárstjóri Rásar 2 seg- ir pistlahöfunda lýsa eigin skobunum en ekki Ríkisút- varpsins. Tilefni beiðni framkvæmda- stjóra Sjálfstæöisflokksins var pistill Illuga Jökulssonar á Rás 2 í fyrradag þar sem hann lýsti skoö- unum sínum á kosningabarátt- unni í Reykjavík. Kjartan Gunn- arsson segir í Morgunblaðinu í gær aö pistillinn hafi verið óslit- inn rógur um forystu Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og óslitnar árásir á borgarstjórann. Heimir Steinsson útvarpsstjóri sendi Kjartani svarbréf í gær þar sem hann segir að Ríkisútvarpið harmi hvernig til hafi tekist en hafnar beiðni hans um aö fá aö útvarpa málflutningi sínum. landsframleiðslu áriö 1981 og höfðu hækkað í um 38% áratug síöar 1991. í fyrra, tveim ámm síðar, voru skuldirnar komnar í 52%. Á þessu ári stefnir þetta skulda- hlutfall í 56% og í 60% á því næsta. „Haldi skuldasöfnun áfram í þessum takti er borin von að raunvextir haldist lágir áfram, hvaö þá lækki enn frekar en oröið er." Hvaö gera þurfi til aö koma í veg fyrir að vextir hækki á ný meö haustinu segir Fréttabréfið ekki auðsvaraö. Vafalaust skipti þó mestu máli að menn hafi trú á því aö halli á ríkisbúskapnum fari minnkandi á næstu misser- um. Til þess þurfi aö leggja fram fjárlagafrumvarp í haust meö minni halla en á þessu ári. ■ Leifur Hauksson, starfandi dag- skrárstjóri á Rás 2, fjallaöi um pistil Illuga á Rás 2 í gærmorgun. I máli hans kom fram aö pistla- höfundar lýstu eigin skoöunum í pistlum sínum en ekki skoöun- um Ríkisútvarpsins. Hann segist hafa ákveðið að fjalla um máliö þar sem margir hafi hringt vegna þess en þar meö líti hann svo á aö málib sé afgreitt. í pistli sínum sagði Illugi meöal annars að hann hefði verið alinn upp sem stuðningsmaður Sjálf- stæðisflokksins og síðan verið hlynntari honum viö stjórn borg- arinnar en í landsmálum. Síðan bætti hann við: „Slagorð hans um styrka stjóm og stöðugleika hafa ekki látið mig, fremur en svo marga abra, alveg ósnortinn. En nú þykir mér mál að spyrja: Hve- nær verður stöðugleikinn ab stöðnun, og hvenær verður styrk stjórn ab einskærum valdhroka." Illugi sagöi ab Sjálfstæbisflokkn- um hefði oft tekist betur upp við stjórn borgarinnar en undanfarin ár. Fjármálastjórnin hefði ekki Klæbum Landgræðslusjóður heldur í dag fjársöfnun með merkjasölu vib kjörstaði um land allt. Land- græðslusjóður var stofnaður samtímis lýðveldiskosningun- um 1944 og fékk hver kjósandi þá afhent barmmerki, sem var hringur með þremur bjarkarlauf- um, um leið og hann kaus. Landsnefnd kosninganna valdi þjóbaratkvæðagreiðslunni þetta verið sem skyldi, borgin sæti I skuldasúpu eftir illa undirbúin gæluverkefni og flokkurinn hefði ekki áttað sig á því að annað stæði fólkinu nær en frjálshyggja, einkavæöing og bílastæðahús. „Núna rétt fyrir kosningar var stefnu flokksins svo allt í einu umbylt, splunkunýjar áherslur lagðar, og þab þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn ab reyna að neita því - það vita allir. Aubvitab er góðra gjalda vert ab flokkurinn skuli nú hafa fengið áhuga á skólamálum, dagvistarmálum og öðru slíku. Þaö er bara ekki nógu trúverðugt, það geröist of snöggt og flokkurinn hefur ekki gert upp við einkavæðinguna og frjáls- hyggjuna sem hann hafði á stefnuskrá sinni fyrir tveimur eða þremur mánuðum. Hann reynir bara ab fá okkur til ab gleyma því öllu saman, en ofan í skúffu ligg- ur skýrslan tilbúin um allt það sem átti aö einkavæða. Verður hún dregin upp aftur, sú skýrsla, ef Sjálfstæöisflokkiuinn vinnur eða var peningunum bara kastað landið , merki og var um leið ákveðið að þaö yrbi fjársöfnunarmerki Landgræðslusjóbs. Merkið sem selt verður í dag er samskonar merki á pappír til að festa með prjóni í barm sér. Eins og áður er merkið selt til að minna íslend- inga á að merkasti þátturinn ab fengnu stjórnarfarslegu sjálf- stæði er ab Idæða landið skógi og öbrum nýtilegum gróðri. ■ á glæ?" spurði Illugi í pistli sín- um. Illugi Jökulsson segir þab í við- tali vib Tímann rangt hjá Kjart- ani Gunnarssyni ab hann hafi fariö með rógburð. Hann hafi einfaldlega verið að segja skoöun sína, sem hann sé ráðinn til ab gera. „Ég væri mjög móögaður og sár yfir því sem sagt er í Morgun- blaðinu ef ég gerði mér ekki grein fyrir því að allir eru orðnir tauga- trekktir út af kosningunum. Það var enginn rógburður í pistlinum heldur kom þar fram afdráttar- laus, persónuleg skoðun á ýms- um málum. Ég er ráðinn til ab hafa skoöanir á hlutunum og það væri fáránlegt ef ég hefði ekki skoðun á þessu, þegar ekki er tal- aö um annað. Ég hlaut ab tala um kosningamar eins og annab og gerbi það á sama hátt og ég tala um hvaðeina á milli himins og jarðar." Illugi vill taka það fram að pistillinn hafi ekki veriö hluti af kosningabaráttu R-listans heldur eingöngu persónuleg skoðun sín. ■ Utvarpsstjóri hafnar kröfu Sjálfstœöisflokksins um aö fá aö útvarpa málflutningi sínum. Iliugi jökulsson: / Eg hlaut að tala um kosningamar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.