Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 28. maf 1994 Hagyr&ingaþáttur Kosningavísur Flestu tjaldað er í ár, eyðist haldið líka. Býðurgjald við pappírspár peningsvaldaklíka. Skrift á vegginn sýnir sú að senn er úti valdið. Lofar bót og betrun nú borgarstjómarhaldið. (Kjósandi) Komið til að fara Að atvinnuleysi sé göfugt og gott og gœfulegt sýnist víst öngvum. En þjóðin er ömgg; nú bœgir því brott Bubbi — með trúbadorsöngvum. Svo kvað Búi, sem heyrði að óvart kom vísupart- ur í mæltu máli í útvarpi og úr varð fyrripartur: Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga. Botn: Að hentugt sé það held íplat, efholdin á að laga. eða: Á þó margur ekkert fat og ekki bein að naga. Reynir Ragnarsson hefur sitthvað við vaxtamálin að athuga, eins og vel kemur fram í eftirfarandi vísu: Um vaxtalækkunar skrum Sé það best á sjálfum mér, þó sumir svífi á skýi, að lœkkun vaxta á lánum er leiksýning og lygi. Pétur Stefánsson er pólitískur í besta lagi og er ómyrkur í máli um landsstjórnina: Enn má landinn líða hart, lagður í Davíðs hlekki. Framundan er feikna svart — Framsókn stjómar ekki. fón og Davíð þjaka þjóð, það em daprar stundir. Vona minna geislaglóð gengin senn er undir. Fólksins óskir almennar em að stjómin víki. Enda ráða öllu þar úlfar í sauðarlíki. Davíð hefur þrek og þor, því skal ekki neita. En gmnar lítt að vetri í vor vonlaust er að breyta. Landið okkar aftur rís upp í góðum bata, aðeins þegar enginn kýs / íhaldsflokk og krata. og hananú! Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Hvernig á ég a& vera? HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR svarar spurningum lesenda Trimmab á háum hælum Ein, sem lætur sig útlit og klæöaburð varða, spyr hvort viðeigandi sé að ganga í há- hæluðum skóm í jogginggalla. Hún vill einnig fá að vita hvort það sé yfirleitt hægt að ganga í skræpóttum flíkum, sem ætl- aðar eru til að trimma í hvar sem er og hvenær sem er. Svar: Ég hef fengið þó nokkuð mikla gagnrýni fyrir ádeilur mínar á jogginggalla. Upphaf- lega eru þetta æfingagallar fyr-' ir þá sem stunda íþróttir og flíkur til að vera í í fjallgöng- um. Þeir geta líka nýst nokkuð vel þegar miðstöðin eða hita- veitan klikkar. Að öðru leyti vil ég sem sér- fræðingur meina að hvorki menn né konur ættu að ganga í svona flíkum við aðrar að- stæður en hér er lýst. Þetta eru víðar flíkur meö skrefbótum og fólk, sem telja verður vel vaxið, verður oft luralegt í jogginggalla. Mér finnst fráleitt að konur gangi í jogginggalla á háum hælum eða séu í æfingabún- ingum á þeim stöðum þar sem háir hælar eiga við. Ég hef áður bent á að þessir búningar eiga hvergi vel við, nema við íþróttaiðkun af ein- hverju tagi. Til eru trimmgall- ar sem eru ágætlega klæðilegir og fara fólki vel, því það hefur orðið framþróun á þessu sviði einsog öðrum. En það er sama hve jogginggalli er smart, hann á ekki vib hvar sem er og honum hæfir ekki annað en íþróttaskór. Ég hef fengið ávít- ur fyrir að halda þessu fram, en þetta er mín skoðun. Fólk hefur leyfi til að klæða sig einsog því sýnist og finnst fal- legt, en ég hef líka leyfi til að láta mér finnast fólk í svona múnderingu og á ópassandi skóm púkalegt og láta þá skoð- un í ljós. FAXNUMERIÐ % ER 16270 'sff "v’.l ii Skattframtal lögaðila: Skilafrestur rennur út þann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. aa -mssM. wmm gsmmm m&m mmm smm RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ■vftö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.