Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 6
6 fjwfani Laugardagur 28. maí 1994 Sagt er aö / Banda- ríkjunum sé orð/ð þjóöarsport oð saka fólk um kyn- feröislega áreitni s Ifjölmiðlum sést komist svo að orði að Bandaríkin séu hrjáð af „vinstri-mccarthy- isma". Aðalhvatafólkiö á bak við þá öldu séu femínistar, gjaman með rætur í 68-tíman- um. Yfirlýst markmiö þeirra er að útrýma kynferðislegri áreitni, en af ýmsu viröist mega ráöa að sú viðleitni hafi að nokkm leyti gengið út í nánast afkáralegar öfgar. í þessu hafa femínistum áskotnast ólíklegir bandamenn: heit- og strangtrú- að kristið fólk með sjónvarps- prédikara í broddi fylkingar. Þessir aöilar em að sögn eins blaðsins sammála um að konan sé veik fyrir, karlmaöurinn dýr og kynlíf synd. Bylgja þessi, sem sumir líkja við nomaveiðar, á upphaf sitt í baráttu gegn kynferöislegu of- beldi. Þesskonar ofbeldi er ein af viöurstyggilegustu plágunum sem hrjá Bandaríkin, en margra mál er að með meintri baráttu gegn kynferðislegri áreitni, sem nú er sem mest í tísku þar, sé gengið á snið við mesta hryll- inginn í þessum efnum, nauðg- anirnar. „Líf hans er eyðilagt" í fjölmiðlum ýmsum hefur því undanfarið verið haldiö fram, að í Bandaríkjunum sé það orð- in einskonar þjóðarskemmtun að kæra fólk fyrir kynferðislega áreitni eða vekja athygli á meintu misferli þess í þeim efn- um. Að vera sakaöur um „sexual harassment" er eitt af því sem Bandaríkjamenn nútímans ótt- ast mest, sérstaklega í skólum, en þab á líka vib um margskon- ar stofnanir og vinnustaði. Mál- in, sem af slíkum ásökunum hafa risið, em oröin illteljanleg. í þýsku blaði stendur ab þetta hafi í mörgum fyrirtækjum og skólum leitt af sér ástand, sem öfgalaust megi kalla stalínskt. Það lýsi sér þannig ab sérstak- lega karlmenn lifi í stöðugum ótta við að umgangast konur, vegna þess að sumstaðar virðist næstum því hvað sem er í hversdagslegustu framkomu vera tekið gilt sem kynferðisleg áreitni, ef kært er. Kennarar í háskólum og menntaskólum veröa illa úti í þessu æði. Prófessor einn hafði mynd af eiginkonu sinni í bað- fötum á skrifboröi sínu. Það varð til þess að einn nemenda hans, stúlka, kærði hann fyrir kynferöislega áreitni. Prófessor í bókmenntum við New Hamps- hire-háskóla, Silva að nafni, líkti aðferð viö samningu skáld- verks við kynmök. „Þú og við- fangsefniö verða eitt," sagði hann. Nokkrum kvennemenda hans fannst hann að sögn hafa niöurlægt þær meb þessari sam- líkingu og kærðu þær hann fyr- ir stofnun í háskólanum, sem hefur með höndum „vamir gegn kynferðislegri áreitni og naubgunum". Stofnunin fór með málið fyrir rétt. Niðurstað- an varð að prófessor Silva var rekinn og dæmdur til að greiða sekt og fara í kynferbisterapíu á sinn kostnað. „Líf hans," segir einn starfsbræðra hans, „er eyðilagt." Silva var þekktur maöur í sinni grein og hefur þetta mál hans því vakib nokkra athygli. Ásakanir um „sexual harassment" eru eitt afþvísem nútíma Bandaríkjamenn eru sagöir óttast mest. „Má ég leggja hönd mína á öxl þér?" Einna lengst er í þessum efnum gengið í menntaskólanum í Antioch, vestan til í Ohio. í þeim skóla telja menn sig vera framverði nýs menntunarkerfis og skapara nýs mannkyns. Lítiö er um að einkunnir séu þar gefn- ar. Áhrifamesti aðili í skólanum er „nauöganaskrifstofan", svo kölluð í daglegu tali. Forstöðu- maður þar er Karen Hall, sem látib hefur talsvert að sér kveða í kvenréttindamálum. Undir for- ustu hennar hefur skólinn markab stefnu í kynferðismál- um, þar sem meginatriðið er að piltur, sem fer á fjörur við stúlku, spyrji hana skýrt og BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON greinilega um samþykki hennar hverju smáatriði viövíkjandi. Til dæmis: „Má ég leggja hönd mína á öxl þér?" Það má piltur- inn ekki gera nema stúlkan hafi svarað greinilega: „Já, þú mátt leggja hönd þína á öxl mér." Sé stúlkan undir áhrifum áfengis er hún gefur slíkt leyfi, er það ógilt, og leggi pilturinn samt sem áður hönd sína á öxl hennar, má hann búast viö að verða kærður fyrir naubgunartilraun eða jafn- vel nauðgun. Um 70% nemenda í Antioch- skóla em stúlkur og af skólapilt- unum em tiltölulega margir hommar. Á vegg í skrifstofu sinni hefur Karen Hall spjald, þar sem taldar em upp „hundr- að aðferðir sem konur geta beitt til að binda enda á feðraveldið". Ein þeirra aðferða er: „Elskaðu konu." Á dansleik þar í skólanum á laugardagskvöldi þóttust ein- hverjir sjá pilt að nafni Randy Riess kyssa stúlku sem hann var að dansa við. Önnur vitni em ekki viss um að þetta hafi gerst, en halda því á hinn bóginn fram að Randy hafi þrýst dömunni „of fast" ab sér. Fyrir þaö lá við að hann yrði rekinn úr skólan- um, sem hefði orðið einkar al- varlegt mál fyrir hann, þar eð hann var kominn að lokaprófi. En hann bjargaöi sér með því að játa sig sekan um allt sem á hann var boriö og gera sjálfs- gagnrýni. En honum er bannab að fara á dansleiki í skólanum og allt samneyti við kvenfólk. Til vonar og vara fer hann næstum aldrei út fyrir dyr herbergis síns. Þess utan var hann skyldaður til ab gangast undir terapíu fyrir kynferðisafbrotamenn. Gullnáma fyrir lögfræöinga Einn af kennurunum við skól- ann, Robert Fogarty, varð svo hneykslaður á aðfömnum við Randy Riess ab hann líkti þeim viö sýndarréttarhöldin í Moskvu á fjórða áratugnum. „Harassment-bransinn" er orð- inn bandarískum lögfræðingum sannkölluö gullnáma („við er- um með þesskonar mál í smá- lestatali," er haft eftir einum þeirra) og sumir þeirra sem kæra hagnast líka vel á því. Dómari sem kyssti stúlku, hraðritara sinn, í óleyfi hennar, var dæmd- ur til að borga henni sem svarar um tíu og hálfri milljón ísl. kr. í miskabætur. Við þetta vaknar kannski fyrst og fremst sú spum- ing hversu háar bætur þær kon- ur fái, sem nauðgað er og líf þeirra eyöilagt, og hversu hörð- um refsingum þeir sem glæpina fremja gegn þeim sæti. Flestar kæmmar um kynferðislega áreitni em frá konum, en karlar bera einnig alloft fram slíkar kæmr. Starfsmanni borgar- stjómar Minneapolis var vikið úr starfi og kærði hann það sem kynferðislegt misrétti og kyn- ferðisáreitni, þar eð hann taldi aö kona í borgarstjóm hefði ráð- ið því að honum var sagt upp. Á málaferlum út af því græddu Iögfræöingar 150.000 dollara. Nokkuð algengt mun orðið ab fólk beri fram ásakanir um kyn- ferðislega áreitni og misrétti af kynferöisástæðum með aukinn frama fyrir augum, í hefndar- skyni eða beinlínis til að græða á því. ■ Spyrja skýrt og greinilega og bíba greinilega oröaös svars.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.