Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. maí 1994 9Smktm ii Sumartónleikar og Norður- landaferð Fílharmóníu Undanfarin ár hefur starf- semi Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Reykjavík farið jafnt og þétt vaxandi, und- ir stjóm Úlriks Ólasonar organ- ista, og handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur, ópemsöngkonu og söngkennara. Auk hefð- bundinna verkefna, þ.e. flutn- ings stórra tónverka með hljómsveit, hefur söngsveitin haldið aðventutónleika í Krists- kirkju í Landakoti sex ár í röð, við vaxandi vinsældir. Geisla- plata með slíku efni, „Á hæstri hátíð", sem gefin var út fyrir tveimur ámm, hefur hlotið góða dóma, enda mjög til hennar vandað, og báðar sjón- varpsstöðvarnar hafa tekið upp og sýnt jóladagskrá með söng- sveitinni. Þá sungu félagar úr Fílharmón- íu vib vígslu Jósefskirkjunnar aö Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 7. júlí í fyrra, og einnig við fyrstu sjónvarpsmessuna í Ríkissjón- varpinu í sömu kirkju síðar á ár- inu, en söngsveitin hafði áður tekið þátt í kaþólskri messu við páfakomu vorið 1989. Loks má geta þátttöku söngsveitarinnar í fmmflutningi ópemnnar „Baldr" eftirjón Leifs árið 1991, undir stjórn Pauls Zukofsky, og upptöku verksins á geislaplötu, sem mörkuðu tímamót hér- lendis. Að loknum abaltónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu í fyrra, „Árstíðunum" eftir J. Haydn, var sú nýbreytni upp tekin að æfa allmörg íslensk sönglög, sem flutt vom ásamt öðm efni á vortónleikum í Víði- staðakirkju í Hafnarfiröi. Haldið hefur verið áfram á sömu braut í vetur, jafnframt æfingum á að- alverkefni þessa starfsárs, „Requiem" Mozarts, sem flutt var þrisvar í Kristskirkju fyrir yf- irfullu húsi, og á aukatóníeikum í Langholtskirkju á annan í páskum. íslensk sönglög, gömul og ný, verða eingöngu á efnisskrá Fíl- harmóníu, þegar kórinn fer í fyrstu söngferb sína til útlanda í júní n.k., í lok 35. starfsársins. Ferðin, sem er einnig farin í til- efni 50 ára afmælis íslenska lýb- veldisins, er m.a. styrkt með Ingibjörg Stefánsdóttir: Voriðí Reykjavík Idag velja Reykvíkingar þá framtíð, sem þeir vilja búa sér og bömum sínum næstu fjögur árin. í fyrsta sinn í áratugi gefst reykvískum kjós- endum nú kostur á að velja um tvo sterka framboðslista. En um hvað stendur vahð? Annars vegar er sögulegur listi félagshyggjufólks, Reykjav- íkur-listinn. í fyrsta sinn hafa miðju- og vinstriflokkar sam- einast til þess að bjóða Reyk- víkingum raunvemlegan val- kost gegn frjálshyggjunni. Hins vegar er Sjálfstæbisflokk- urinn, sem stjórnað hefur borginni síbustu tólf árin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið sterkari í Reykjavík en á landsvísu og hefur nánast „átt" borgina. Fjáraustur sjálfstæöismanna Sjálfstæðismönnum brá illa við, þegar sýnt var að andstæð- ingar þeirra myndu sameinast um lista. Þeir líta á borgina sem sína eign og kjósendur sem markabsvöm, sem hægt er að kaupa með ódýmm áróbri. Fyrst reyndu þeir ab uppnefna Reykjavíkurlistann og kalla hann Reiða listann, Rauða list- ann og þar fram eftir götun- um. Þá reyndu þeir að banna nafn listans og fengu sínu fram- gengt í kjörstjóm. Þegar það dugði ekki til ab breyta niður- stööum skoðanakannananna, gripu valdhafar í Valhöll til ör- þrifaráða. Nú hafa þeir ausið tugmilljónum í auglýsingaher- ferð, sem einkennist af per- sónulegum árásum á andstæð- ingana. framlagi Norræna menningar- sjóbsins og opinberra aðila hér- lendis. Sungið verður eingöngu í stómm kirkjum: Frognerkirkj- unni í Ósló miðvikudaginn 8. júní kl. 19.30, Betlehemskirkj- unni í Gautaborg fimmtudag- inn 9. júní kl. 19.30, Sankt Pauls-kirkjunni í Kaupmanna- höfn laugardaginn 11. júní kl. 11.30, og loks í Dómkirkjunni í Lundi sunnudaginn 12. júní kl. 17.00. Einsöngvari með kóm- um verður Elísabet Erlingsdótt- ir. Douglas Brotchie, sem ab- stoðað hefur á æfingum í vetur, annast leik á píanó og orgel. Stjórnandi er eins og áður Úlrik Ólason. Áður en haldið verður utan, mun Fílharmónía halda tvenna Söngsveitin Fílharmónía. tónleika hérlendis, sumartón- leika með sömu efnisskrá, þ.e. íslenskum þjóðlögum og söng- lögum eftir fjórtán íslensk tón- skáld, eldri sem yngri. Em fyrri tónleikarnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, kosningadag- inn 28. maí, kl. 17.00, en hinir síðari verða í Selfosskirkju mið- vikudaginn 1. júní, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á báða tónleikana. Von- ast söngsveitin eftir að sjá þai sem flesta velunnara sína og stubningsabila, jafnframt þvi sem þakkaöur er fjárhagslegui stuöningur vegna Norðurlanda- ferðarinnar. ■ Leikmenn hljóta að spyrja hvaðan allt þaö fé kemur, sem sjálfstæðismenn eyða í sjón- varps- og blaöaauglýsingar. Það er ekkert leyndarmál að ýmis stórfyrirtæki í borginni styðja flokkinn dyggilega. Þau ætlast til launa. Einkavinavæðing hefur ein- kennt Sjálfstæöisflokkinn í borgarstjóm og eflaust munu gamlar leyniskýrslur ráðgjafa fyrmm borgarstjóra koma aft- ur í leitimar, nái Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta í borg- inni. Hagsmunir einkavinanna em andstæðir hagsmunum Reykvíkinga. Það er lítið að marka þá sauðargæm „mjúku" málanna sem flokkurinn hefur íklæðsf nú rétt fyrir kosningar. Tækifæri til framtíÖar Að Reykjavíkurlistanum stendur fólk, sem hefur unnið vel saman í borgarstjóm síð- ustu tólf ár. Frambjóðendur Reykja-víkurlistans hafa barist ámm saman fyrir einsetnum skóla, fleiri leikskólum og mál- efnum fólksins í borginni. Þessum tillögum hefur verið vísað frá af Sjálfstæbisflokkn- um, þótt hann taki þær nú og geri ab sínum. Reykvíkingar em skynsamari en svo, að hægt sé að kaupa þá meb fjáraustri og auglýsihgum. Nú gefst okkur öllum tækifæri til að breyta framrás sögunnar og skapa okkur og bömum okkar lífvænlega borg. Hvert atkvæði skiptir máli og þitt at- kvæöi getur skipt sköpum. Þú munt aldrei gleyma hvab þú kaust vorið 1994. Höfundur er blabamabur. I kjörklefainuni ert u frfáls Þannig lítur kjörseöillinn út þegar búið er að kjósa Rey kj a víku r I i s t a n n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.