Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 28. maí 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmi&ja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Kjördagur 1994 í dag er gengið að kjörborðinu og kosið í sveit- arstjórnarkosningum. Kosningabaráttan hefur verið um margt sérstæð að þessu sinni og harð- ari en oft áður. Ein af undirstöðum valdakerfis Sjálfstæðis- flokksins er sterk staða í fjölmennustu sveitarfé- lögunum, einkum í Reykjavík. Þar hefur verið byggð upp valdablokk, byggð á hreinum meiri- hluta í borginni. Tekist hefur að halda henni saman í gegnum tíðina með óhemju áróðri um að glundroði muni ríkja ef aðrir flokkar stjórna í borginni. Þegar slíkt vald hefur verið lengi við lýði, fer það að verða hluti af tilverunni og lok- ast utan um sjálft sig. Það er reynslan í Reykja- vík. Vegna stærðar borgarinnar fer þetta vald með gífurlega hagsmuni, sem snerta hvern ein- asta mann sem þar býr. Gegn því er nú fylkt liði. Þessvegna eru átökin fyrir þessar kosningar harðari og persónulegri heldur en dæmi eru um fyrr og meiri fjármun- um hefur verið eytt í kosningabaráttunni af hálfu Sjálfstæðisflokksins en nokkru sinni. Við slíkri sóun fjármuna og slíkum vinnubrögðum er aðeins eitt svar hjá kjósendum: að gefa borg- arstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins frí frá störfum. Það er hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem á ekki að komast upp með slík vinnubrögð eins og stunduð hafa verið. Framsóknarmenn hafa gengið til samstarfs við minnihlutaflokkana í Reykjavík í þeirri baráttu, sem þar hefur farið fram, og unnið þar af fullum heilindum og munu gera áfram. Annars staðar bjóða framsóknarmenn víðast hvar fram undir merkjum B- listans, en annars staðar í samvinnu við aðra, og á það einkum við í smærri sveitarfé- lögum. Framsóknarflokkurinn hefur víða sterka stöðu í sveitarstjórnum, enda hafa sveitarstjórn- armenn flokksins verið ábyrgir og raunsæir og vilja vinna í þeim anda. Þeir vilja þoka framfara- málum áfram, byggja upp félagslega þjónustu og íþróttamál á grundvelli öflugs atvinnulífs. Þetta er aldrei hægt að skilja að og það hefur ávallt verið stefna framsóknarmanna að vinna í þessum anda. Til þess að sveitarfélögin geti veitt íbúum sín- um þjónustu, eins og þeirra hlutverk er, og búið atvinnuvegunum og einstaklingunum lífvæn- legt og gott umhverfi, þarf fjárhagsstaða þeirra að vera traust og raunsæi að ríkja í stjórnun þeirra. Yfirboð eða gylliboð til einstakra hópa í samfélaginu, eða loforð um að gera allt fyrir alla hefur aldrei verið stíll framsóknarmanna í sveit- arstjórnum. Þó hafa þeir staðið að mjög mynd- arlegri uppbyggingu um land allt, í þeim sveitar- stjómum þar sem áhrif framsóknarmanna hafa verið mest. Tíminn sendir framsóknarmönnum, sem bjóða sig fram til sveitarstjórna um land allt, baráttu- kveðjur og einnig því fólki sem þeir hafa tekið höndum saman við í sameiginlegum framboð- um. Megi árangur þeirra verða sem bestur og áhrif þeirra í sveitarstjórnum landsins eftir því, til heilla fyrir fólkið sem þar býr. Kristileg dómharka, fjölmiðlar og heilag- ur Frans frá Assísí Birgir Gubmundsson skrifar Hjónabandserfiðleikar tveggja nafngreindra presta hafa verib til umræðu í fjölmiðlum í vik- unni, en slík umræða markar nokkur tímamót. Fram til þessa hafa slík mál verið talin einkamál fólks og ekki um þau skrifað eða rætt í blöðum eða ljósvakamiðlum. íslenskt samfélag er að sönnu lítið og fásinnið hefur alið af sér margar séríslenskar reglur í fjölmiðlaumfjöllun, reglur sem hvergi eru skráðar, en eru þó almennt virtar. Þannig gilda t.d. allt aðrar reglur á ís- landi um frásagnir af slysum eða um nafn- og myndbirting- ar, en í útlöndum. Persónuleg óhamingja fólks eða tilfallandi dæmi um mannlegan breysk- leika hafa til þessa ekki veriö talin fréttaefni, nema þá helst að viðkomandi fólk sé sjálft að segja lífsreynslusögu sína. „Lebjuslagur" kosninganna Þessar reglur eru raunar ekki aðeins óskráðar, heldur óft nokkuð óljósar líka; en þær miba þó allar að því ab sýna sérstaka tillitssemi þegar kem- ur að persónulegum og ein- staklingsbundnum hlutum. í kosningabaráttu undangeng- inna vikna hefur verið tekist á með mjög óvægnum hætti og persónum manna, einkum frambjóðenda á R-lista, hefur verið stillt upp sem skotmörk- um, oft á grundvelli atriða sem koma borgarstjómarmál- um ekkert við. Þetta hefur gengið svo langt og verib end- urtekið svo oft, að segja má að stiginn hafi verið samfelldur línudans varðandi óskráðar reglur fjölmiðlanna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þess vegna hafa reglur, sem voru óljósar fyrir og torvelt hefur verið að skilgreina, orðið enn erfiðari viöureignar, öljósari og þokukenndari. Harkan í kosningabaráttunni hefur m.ö.o. haft áhrif á viðhorf manna til þess, hversu mikla tillitssemi þarf að sýna náung- anum í fjölmiðlaumfjöllun- inni almennt. Hún hefur þannig flýtt fyrir þeirri þróun, sem hefur orðið í íslenskum fjölmiblum, ab miðlarnir ger- ast sífellt nærgöngulli við einkamál þekkts fólks. Án þess að hér sé verið ab ef- ast um að hjónabandserfið- leikar presta geti í ákveðnum tilvikum verið stórt fréttamál, þá er freistandi að velta því fyrir sér hvort fjölmiðlar hefðu tekið það skref að fjalla opin- berlega um slík mál, ef and- rúm „leðjuslagsins" í kosn- ingabaráttunni hefði ekki ver- ið búið að plægja jarðveginn ábur. Ekki má gleyma því að opinberri umfjöllun um per- sónuleg mál getur fylgt sárs- auki þeirra sem málinu tengj- ast, ekki síst barna og annarra aöstandenda, og því hlýtur það að hafa verið erfið spurn- Heilagur Frans frá Assísí. ing fyrir þá miðla, sem um málið hafa fjallað, að meta hvort prestamálið hafi haft þab fréttagildi sem réttlætti birtingu. Sá, sem þetta ritar, treystir sér hreinlega ekki til aö taka afstöbu til þess, ekki síst vegna þess að upplýsingar í málinu virðast enn vera mjög af skomum skammti. Ógnvænleg dómharka Prestamálið markar vissulega tímamót í fjölmiðlun hér á landi. Annað er ekki síður at- hyglisvert í þessu máli, en það er dómharkan sem virðist koma fram bæði hjá kollegum prestanna og a.m.k. hluta safnaöanna, sem þessir prestar hafa þjónað, og í raun líka hjá sumum fjölmiðlum. „Drott- inn, ég þakka þér fyrir að vera ekki eins og þeir" er viðhorfib sem skín í gegn. Maður fær á tilfinninguna af viðbrögðum í leiðara DV í vikunni, I svömm tveggja presta í Tímanum í vikunni, í viðtali hjá Eiríki við prest á Stöð 2, og svo auðvitað viðbrögðum safnaðarstjórna, að hér á landi sé að koma upp einhvers konar trúarlegur fundamentalismi, slík er vand- lætingin. Skyndilega er eins og boðorðin tíu séu nú brotin í fyrsta sinn af presti, þó vitaö sé að aldagamlar hefbir ís- lenskar séu einmitt umburðar- lyndar gagnvart ástarmálum presta. Fribrik II og Frans frá Assísí Friðrik II af Þýskalandi var mikill menntamabur og al- mennt talinn einhver víbsýn- asti og framsæknasti maður 13. aldar í Evrópu. Hann gerði sér manna best grein fyrir því að maðurinn er breyskur og holdið veikt. Sagan segir að þegar hann fregnaði af óvenjulegum manni, sem gef- ið hafði sig á vald fátækt, skír- lífi og hlýðni við guð og hafði til að bera Siðferðisstyrk sem enginn annar, vildi Friðrik hitta þennan mann og kanna siðferöisstyrk hans. Maðurinn var Frans frá Assísí og kom Friðrik því svo fyrir að Frans var skilinn eftir í herbergi þar sem forkunnarfögur kona reyndi að freista hans með holdi sínu. Friðrik hafði hins vegar aðstööu til að fylgjast meb á laun, og sannfærðist hann endanlega um styrk munksins þegar Frans hratt glóandi kolum út úr kolaofni herbergisins og bauð konunni að leggjast með sér á kolin. Eflaust hefði Friðriki II og fleirum á þeim tíma þótt það fréttnæmt hefði munkurinn fallið fyrir freistingunni, enda var vonin um slíkt eflaust ástæðan fyrir því að Friðrik fylgdist með, svo lítið bar á. Stóra fréttin hins vegar, þegar til lengri tíma er litið, sem þetta tiltæki Friðriks gat af sér, var sú að heilagur Frans frá Assisí féll ekki fyrir freisting- unni og sýndi þar með að hann var undantekningin frá reglunni þegar mannlegur breyskleiki var annars vegar. Frans frá Assísí var tekinn í dýrlingatölu síðar og kallast heilagur Frans frá Assísí. Prestar eru menn Hluti af því að vera maður er að vera breyskur. Þetta skildi Friðrik II og þetta hefur ís- lenska þjóðin skilið í gegnum aldirnar. Prestar eru líka menn og því em þeir breyskir eins og aðrir. Aðeins dýrlingar og helgir menn standast allar freistingar, og þó menn taki prestsvígslu verða þeir ekki heilagir. Það er því ósanngjörn krafa að ætlast til þess að ís- lenskir prestar séu eitthvað frábrugbnir öðrum mönnum, þó vissulega verði að gera ríkar siðferðiskröfur til þeirra. Það kann ab vera réttlætanleg þróun að refsa fólki í ábyrgðar- stöðum meö opinberri um- fjöllun, ef það misstígur sig í einkalífinu. En eftir að búib er að brjóta ísinn með þessu prestamáli er viðbúiö að aðrir hópar muni fylgja í kjölfarið. Stjómmálamenn eru t.d. aug- ljóslega hópur sem líklegt er að fjölmiðlar muni veröa nær- göngulli við en áður. En dómharkan, sem virtist til í svo ríkulegum skömmtum í vikunni, er þó óneitanlega eitthvað til að hafa áhyggjur af í þessu sambandi. Okkur er nefnilega hollt að muna að þaö var aöeins einn Frans frá Assísí. Hann var undantekn- ingin. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.