Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 8
8 fímlBi Laugardagur 28. maf 1994 Hann borgabi meb byssu- "I 1 ___ Aöeins tveimur tímum seinna, I | I | | iil eðo ki. 7.30, var aftur haft sam- vtl vtlll band viö lögregluna og tilkynnt um annaö morö á vœndiskonu í Memorial-garöinum, skammt frá fyrra moröinu. Yfirgnœfandi i'ikur voru á aö moröin tvö tengdust hvort ööru. iö ættuö aö stíga eitt skref afturábak og horfa vandlega í kringum ykk- ur," sagöi gamalreyndur yfirmaöur morödeildarinnar og beindi oröum sínum aö nýliö- unum tveimur, sem voru aö hefja störf innan deildarinnar. „Reyniö aö ímynda ykkur hvaö þaö síðasta var sem fómarlamb- iö sá," bætti hann við. Mánudaginn 20. júlí 1992 fengu nýliðamir í San Diego- lögreglunni, Kaliforníufylki, tvisvar aö heyra þessi skilabob frá yfirmanni sínum. í bæði skiptin var hægt að ímynda sér aö fórnarlömbin heföu verið yiti sínu fjær af skelfingu eftir hrottalegt ofbeldi og það síðasta sem þau sáu hefði veriö kolsvart byssuhlaup. Fyrra tilvikiö var tilkynnt til lögreglunnar kl. 5.10 um morg- uninn. Maður hringdi og sagö- ist hafa heyrt skothvelli og neyðaróp skammt frá heimili sínu viö Altadena-breiöstrætið. Þegar ópunum linnti, keyrði einhver kraftmikinn sportbíl af vettvangi. Fyrra morbið Altadena-hverfið er vont hverfi og glæpir í ýmsum myndum em þar daglegt brauö. Skotárás- ir em hins vegar alvarlegt mál og tveir bílar frá lögreglunni vom sendir meö forgangshraöa á vettvang. Þegar lögreglu- mennirnir fundu rétta götu- númeriö, sáu þeir konulíkama á gangstéttinni fyrir utan húsib. Konan lá á hliöinni í hnipri, íklædd stuttu pilsi og hélt um magann. Á milli fingra hennar vætlaöi blóö úr gapandi skot- sári. Konan var þeldökk og lög- reglumennimir tóku strax eftir hve fögur hún var. Þegar þreifað var á púlsi henn- ar, kom í ljós aö hún var látin. Skilríki hennar sýndu að hún hét Freda Woods, 21 árs gömul og starfaði sem vændiskona. Hún var lögreglunni kunn vegna iðju sinnar, en haföi aldr- ei tengst annarri „glæpastarf- semi" en vændi. Á vettvangi fannst smokka- bréf, 9 mm skothylki og blób- slóö frá húsinu og fram á gang- stéttina þar sem líkiö fannst. Freda hafbi auösjáanlega neytt síbustu krafta sinna til aö skjögra út úr húsinu í von um hjálp. Tilgáta lögreglunnar var að einn af viöskiptavinum Fredu hefði framið moröiö, en enn var ástæöa þess meö öllu ókunn. Það vantaði einn smokk í bréfiö sem fannst og því vom minni líkur á aö hægt væri aö gera DNA-próf, þar sem morðinginn haföi aö öllum líkindum notað smokk, ef hann hafði á annað borb sængab hjá fómarlamb- inu. Það höfðu engin vitni verib aö Eric Lockhart. morðinu, en nokkrir íbúanna í grenndinni gáfu sig fram og sögöust hafa heyrt skothvellinn og ópin í Fredu. Flestum bar saman um aö tveimur skotum heföi veriö hleypt af, en aðeins annaö þeirra hæföi Fredu af mjög stuttu færi. Enginn gat lýst bifreiðinni sem morðinginn hafði ekiö. „Þetta er þannig hverfi aö þú skiptir þér helst ekki af því sem þér kemur ekki við," sagöi nágranni Fredu. „Það gæti kostað líf þitt," bætti hann vib. Talið var að um kraftmik- inn fólksbíl heföi verið að ræöa, því dynurinn gaf til kynna að vélin heföi verið aflmikil. Seinna morbib Abeins tveimur tímum seinna, eöa kl. 7.30, var aftur haft sam- band viö lögregluna og tilkynnt um annað morö á vændiskonu í Memorial-garöinum, skammt frá fyrra morðinu. Yfirgnæfandi líkur voru á aö moröin tvö tengdust hvort öðru. Seinna fórnarlambiö hét Rose- mary Curry, 35 ára gömul vændiskona. Hún átti eitt sam- eiginlegt meö Fredu Woods. Gínandi skotsár á maga, sem hafði samstundis leitt til dauöa hennar. Það styrkti enn frekar grunsemdir lögreglunnar um aö sami maöur hefði veriö aö verki í báöum tilfellunum, aö sams- konar skothylki fannst í garöin- um og í fyrra tilvikinu. Rosemary var íklædd stuttu pilsi eins og Freda, en hún hafði aö öllum líkindum átt kynferð- islegt samneyti viö moröingj- ann, því hún var með pilsið niö- ur um sig. Líkt og í fyrra tilvik- inu hafði moröinginn foröaö sér í háværum fólksbíl eftir verknaöinn, en enginn hafði oröið vitni að sjálfu moröinu. Líklegast þótti aö moröinginn hefði valið vændiskonumar af handahófi, enda voru engin merki um aö þær tengdust inn- byrðis á neinn máta. Auðsjáan- lega var um stórhættulegan mann aö ræða, þar sem hann hafði ekki vílað fyrir sér að fremja tvö morö á tveimur klukkustundum. Því var allur laus mannafli morödeildarinnar settur í máliö, enda vinnur tím- inn ætíö meö moröingjanum í tilvikum sem þessum. Mikilvæg vísbending Það var staðfest af rannsóknar- mönnum aö byssukúlumar tvær komu úr sama vopninu. Lögreglan hafði fátt í höndun- um, en reyndi aö finna morð- ingjann meö því aö leita í skýrslum síðustu vikna um árás- ir á vændiskonur. Þá kom nafn Tinu May upp, en hún hafði orðið fyrir hrottalegri líkams- árás 5 vikum áöur og haföi einnig verið ógnað með byssu. Vændiskonur hafa fyrir reglu að snúa sér ekki til lögreglunnar nema í neyðartilvikum, en Tina hafði samt komið og gefið lög- reglunni skýrslu um árásar- manninn. Hann haföi ekki náöst og aðsetur Tinu var óljóst. SAKAMÁL Samt sem áöur var mál Tinu ein helsta vonin til aö upplýsa morðmálin. Þrír dagar liðu, en þá tókst lög- reglunni loks aö hafa uppi á Tinu. Hún sagðist hafa hitt þel- dökkan karlmann um þrítugt á gráum Sedan og hann haföi beðið hana aö koma meö sér í Memorial-garðinn aö næturlagi. Þar hafði hann kynmök viö hana, en aö þeim loknum bar hann þvi við að hún hefði ekki reynst nægilega vel og heimtaði endurgreiöslu. Tina hafði sagt honum aö hún gæfi ekki afslátt af sinni þjónustu og þá skipti engum togum aö maöurinn réöst á hana og kýldi hana hvað eftir annað í höfuðiö svo henni lá við öngviti. Síöan dró hann upp byssu og hótaöi henni líf- láti, en ók aö því loknu á brott. Nákvæm lýsing á hinum grun- aða var að hann væri sterklegur maöur, 25-30 ára gamall, um 1.80 m á hæð meö hermanna- klippingu og yfirvararskegg. Tina sagðist ekki geta gleymt andliti hans og því var hún viss um aö þekkja hann aftur, ef hann næöist. Þá gaf hún ná- kvæma lýsingu á bifreiðinni og sagöi m.a. aö hægra afturljósiö hefði verið brotiö. Máli Tinu hafði ekki veriö sýndur mikill áhugi þegar hún kom til lögreglunnar nokkrum vikum áöur, en nú bar svo viö aö hún var mögulega lykilvitni í morömálunum tveimur. Þær upplýsingar, sem hún gaf lög- reglunni, reyndust mjög þýö- ingarmiklar og uröu ööm frem- ur til aö málið upplýstist. Sunnudaginn 28. júlí hafði Freda Woods. vændiskona samband viö lög- regluna og sagði aö maöur, sem líktist hinum gmnaöa í útliti, hefði neitaö aö greiba henni fyrir skyndikynnin og hótað henni lífláti meö byssu. Enn kom grái Sedaninn viö sögu og lögreglumennimir vom nú viss- ir um aö þeir væm á réttri leið. Morbinginn finnst Daginn eftir var lögreglukona úr umferðardeildinni viö skyldustörf, er hún sá gráan Sedan með brotiö afturljós standa fyrir framan áfengis- verslun. Náið samstarf haföi veriö á milli morö- og umferðar- deildarinnar í leitinni aö hinum gmnaða og hún áttaði sig strax á því að mögulega væri þetta bíll morðingjans. Lögreglukon- an, Ronna Franson, var búin aö vera sex og hálft ár í umferöar- deildinni, en fyrir henni var þetta algjörlega ný reynsla aö eiga mögulega í höggi við stór- hættulegan moröingja. Hún hafði því strax samband viö stööina og baö um liðsauka til aö rannsaka ökumann bifreiöar- innar. Þegar eigandi bílsins kom út úr versluninni, u.þ.b. fimm mínútum seinna, biöu hans 6 lögreglumenn sem báöu hann aö svara nokkmm spurningum. Maðurinn kvaðst heita Eric Lockhart, 27 ára gamall blökku- maöur og sjómaður aö atvinnu. Honum svipabi í öllum megin- atriöum til lýsingar Tinu. Lög- reglan hafði hins vegar engar haldbærar sannanir og hvorki heimild til að handtaka Eric né svipast um í bílnum hans. Síö- asta vonin var aö athuga hvort Eric væri dmkkinn, en svo reyndist ekki vera og því fékk Eric aö fara frjáls ferða sinna eft- ir að hafa svaraö nokkmm spumingum. Sönnunin Tveimur dögum seinna fór full- trúi morödeildarinnar á fund Erics og spurði hvort hann hefði eitthvað á móti þvi aö hann leitaði í bílnum hans. Þá var búiö aö kanna Eric og fá þaö staðfest aö hann haföi ekki haldbæra fjarvistarsönnun nóttina sem vændiskonumar vom drepnar. Ósk fulltrúans var ab finna einhverjar vísbending- ar í bifreiðinni, sem gætu tengt Eric morðinu. Eric kvað fulltrú- anum velkomiö aö leita í bíln- um. Leitin inni í bílnum bar engan árangur, en þegar fulltrú- inn baö um að mega kíkja í skottið, varð Eric skyndilega mjög taugaóstyrkur. Hann leyfði þó með semingi að leitað væri í skottinu, en fulltrúinn hafði varla stungið lyklinum í skráargatiö, þegar Eric lagði skyndilega á flótta og hljóp í burtu. Hann komst þó ekki langt, því óeinkennisklæddir aðstoðarmenn fulltrúans vom með í för og handtóku Eric. i litlum poka í skottinu fannst hálfsjálfvirk skammbyssa, og klukkustundu síðar var staöfest aö hún væri morðvopnið. Eric var handtekinn, gmnaöur um tvö morð og a.m.k. tvær vopn- aðar árásir. Dómurínn Eric var ekki skráöur fyrir vopn- inu og í fyrstu bar hann við aö hann heföi aldrei séö byssuna áöur og einhver væri aö reyna að koma sökinni á hann. Eftir aö Tina hafði bent á hann sem árásarmanninn í sakbendingu og sannanirnar hrönnuðust upp gegn honum, varö þó minna úr aö hann þrætti fyrir ákærumar. Þegar málið kom fyrir rétt, féllst lögmaöur Erics á ab hann viöurkenndi sekt sína gegn því að ekki yrði farið fram á þyngstu refsingu eöa dauðadóm. Enn á endanlega eftir aö dæma í mál- inu, en sannaö þykir aö Eric Lockhart muni aldrei ganga um frjáls maöur á ný. Það er athyglisvert viö málið aö Eric hafði enga sérstaka ástæbu fyrir moröunum aöra en þá að hann tímdi ekki aö borga fyrir þá þjónustu sem honum var veitt. Fram aö árásinni á Tinu hafði hann hreina saka- skrá, hafði unnib á flutninga- skipi frá unglingsárum og var sæmilega þokkaöur af sam- starfsmönnum sínum. Þá neytti hann ekki eiturlyfja og áfengis aöeins í hófi. Enn er óskýrt hvaö varö til þess að Eric tók lögin í sínar hendur og hóf skipulagða aðför ab vændiskonum. Afleiöingamar em hins vegar skýrar. Tvö morö og ævilöng frelsissvipting moröingjans sem borgaði fyrir sig með byssukúlum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.