Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. maí 1994 ffiÍBIÍtltSI 15 Heimsfræg frímerkja- söfn á íslandi Landssýning íslenskra frí- merkjasafnara, ÍSFRIM, árib 1994 hófst í gær, föstudag, og stendur til sunnudags, 29. maí. Hún er haldin í Iþrótta- húsi Hagaskóla. Sýningin er aö venju á vegum Landssam- bands íslenskra frímerkja- safnara, en framkvæmdaaðil- ar þessa árs eru Klúbbur Skandinavíusafnara og ís- lenskir mótífsafnarar. Auk þess að kynna það mark- verðasta, sem á döfinni er í frí- merkjasöfnun hérlendis, hefur sýningamefnd kappkostað að reyna aö fá til landsins erlend mótífsöfn fullorðinna safnara. Má þar fyrst telja safnið „Fíll- inn", sem er í eigu Mary Ann Owens frá Bandaríkjunum, en þaö er nafntogaðasta mótífsafn í heiminum um þessar mundir og hefur hlotið heiðursverð- laun á fleiri sýningum en tölu verður á komið. Einnig mun Mary Ann Owens sýna söfnin „Hlífafræði", sem fjallar um regnhlífar, „Dóná svo blá", og „Bandarísku farartækjafrímerk- in". Auk þessara safna koma til landsins safn sem heitir „Ját- varður VIII — Allt fyrir ástina" sem rekur ástir Játvarðar Eng- landskonungs og frú Simpson, og síðast en ekki síst „Víking- arnir" sem er í eigu dr. Dan Laursen og hlaut gullverðlaun á Kólumbusarsýningunni í Chi- cago árið 1992, og hefur verið sérstaklega endumnniö fyrir ÍSFRÍM. Mary Ann Owens kemur til landsins í tilefni sýningarinnar, og er sú heimsókn mikill fengur fyrir íslenska frímerkjasafiiara, því hún hefur verið í fremstu röð frímerkjasafnara í heimin- um um árabil. Mary Ann Ow- ens mun halda fyrirlestur á veg- FRÍMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON um íslenskra mótífsafnara þriðjudaginn 24. maí n.k. um að sýna frímerki. Fyrirlesturinn, sem verður á ensku, verður þýddur fyrir þá sem þess óska. Fundurinn hefst kl. 20.30 að Síðumúla 17 og allir eru vel- komnir. Einnig verður á ÍSFRÍM lögð áhersla á hinn svokallaöa „Nú- tímaflokk" þar sem safnarar eiga þess kost að blanda óskyldu efni inn í söfn sín til að skýra þema safnsins betur. Má nefna safn með fólki, þar sem teikningum Halldórs Pétursson- ar er blandað saman við frí- merkin, og „Öðruvísi söfnun" þar sem frímerki er fylgt frá prentsmiöju til notanda. Þá verður list Þrastar Magnús- sonar kynnt nokkuð rækilega á ÍSFRÍM, en Þröstur hefur til margra ára teiknað flest íslensk frímerki, og hefur hann og list hans unniö til margra verð- launa og viðurkenninga á er- lendum vettvangi. Á síðasta ári fékk frímerki, sem Þröstur hafði teiknað, fyrstu verðlaun „Can- adiana Study Unit" fyrir frí- merki tengt Kanada, og íslensk frímerki, sem Þröstur hafði teiknað, voru kosin fallegustu frímerki í heimi af lesendum franska tímaritsins „Timbrolo- isirs". Póst- og símamálastofnunin mun hafa opiö sérstakt pósthús á opnunartíma sýningarinnar, og sérstimplar verða eftir þema- dögum ÍSFRÍM: 27. maí er dagur íþrótta — Sér- stimpill er merki HM í hand- knattleik á íslandi 1995. 28. maí er dagur íslands — Sér- stimpill er íslenski fálkinn, skjaldarmerki landsins 1904. 29. maí er dagur samgangna — Sérstimpill í tilefni 80 ára af- mælis Eimskipafélags íslands hf. er Gullfoss hinn fyrsti. Alla dagana veröur einnig sér- stimpill með merki sýningar- innar, sem er teikning af styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Am- arsyni. ÍSFRÍM verður opin í dag, laug- ardag, frá kl. 10-21, og sunnu- daginn 29. maí frá kl. 10-18. DACBÓK iir maí 148. daqur ársins - 217 daqar eftir. 21. vika Sólris kl. 3.34 sólarlag kl. 23.21 Dagurínn lengist um 6 mínútur Félag eldri borcjara í Reykjavík og nagrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í Risinu og félagsvist kl. 14 sunnudag. Dansað í Goöheimum kl. 20. Mánudag: Opið hús í Risinu kl. 13-17. Frjáls spilamennska. Lauqardælakirkja í Flóa Guðspjónusta kl. 14 sunnudag. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Opinber fyrirlestur í Odda í dag, laugardaginn 28. maí, kl. 14 heldur Ólafur Páll Jónsson fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn nefnist Fmm- speki Aristótelesar. í honum mun Ólafur Páll fjalla um nokk- ur lykilhugtök í frumspeki Aris- tótelesar, einkum þó hugtökin efni og fmmvemnd. Einnig mun hann setja kenningu Aris- tótelesar í samband viö hug- myndir forvera hans, þ.á m. fmmmyndakenningu Platóns og einhyggju Parmenídesar. Ólafur Páll Jónsson lauk B.A.- prófi í heimspeki frá Háskóla ís- lands í október 1993 og fjallaði lokaritgerð hans um frumspeki Aristótelesar. Ólafur er bóka- vörður og vinnur að útgáfumál- um. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Aö fyrirlestrinum lokn- um gefst kostur á fyrirspurnum og umræöum. Að loknum fyrirlestri og um- ræðum verður haldinn á sama staö Aðalfundur Félags áhuga- manna um heimspeki. Aöal- fundurinn er opinn öllu félags- fólki. Á dagskrá em venjuleg að- alfundarstörf í samræmi við lög félagsins. Fyrirlestur í Odda: Hvemig verður mannheimur til? Mánudaginn 30. maí næst- komandi flytur Páll Skúlason prófessor fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar, sem ber heitið Hvemig verður mann- heimur til? í lestrinum mun Páll halda því fram ab það sé ákveöinn háttur á að nema náttúmna sem heild sem liggi skilningi okkar á vem- leikanum til grundvallar og ab sá skilningur skipti síðan sköp- um vib mótun mannheims. Páll mun lýsa þeim kynnum af náttúmnni sem hann telur hér skipta mestu og taka dæmi af eigin reynslu af Óskju í því sam- bandi. Þá mun hann ræða ýms- ar efasemdir um slíka reynslu og náttúmlýsingu sem á henni er byggö. Einnig mun hann leitast við að skýra hvemig hugurinn vinnur úr reynslu sinni af nátt- úmnni og skapar það sem við köllum menningu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 20.15. Leikhópurinn„Erlendur" sýnir. Dæqurvísa jakobínu Leiknópurinn „Erlendur" flytur leikþátt byggðan á skáldsögu Jakobínu Sigurbardóttur, „Dæg- urvísu", í leikstjórn Helgu E. Jónsdóttur, í Listaklúbbi Leik- húskjallarans, mánudaginn 30. maí kl. 20.30. Þetta er stytt leikgerð unnin uppúr leikgerð Bríetar Héðins- dóttur, sem hún vann, ásamt höfundinum, fyrir Ríkisútvarp- ið og flutt var árið 1974. Sagan fjallar um hús í Reykjavík og íbúa þess. Fylgst er með daglegu amstri þeirra einn dag í maí- mánuði. Tónlist við leikþáttinn er fmmsamin af Þórði Magnús- syni og er það Þórhildur Björns- dóttir sem leikur á píanóib. í leikhópnum em fimm ungir leikarar, sem nýlega hafa lokib leiklistarnámi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þeir em: Gísli Óla- son Kæmested, Ragnhildur Rú- riksdóttir, Rannveig Þorkels- dóttir, Sigrún Gylfadóttir og Skúli Ragnar Skúlason. Sigrún Eldjárn sýnir í Slunkaríki á Isafíröi í dag, laugardaginn 28. maí, kl. 16 verður opnuð málverkasýn- ing í Slunkaríki, Aðalstræti 22 á ísafirði. Það er Sigrún Eldjárn myndlistarmaður sem sýnir ol- íumálverk unnin á ámnum 1992-94. Þetta er tólfta einka- sýning Sigrúnar. Hún hélt síðast stóra sýningu í Listasafni ASÍ 1993 og aðra minni í Lundún- um sama ár. Myndefnið er litir og form kringum fólk í lands- lagi og vináttusamband milli fólks og ávaxta. Hin klassíska peysufatakona hefur og allvíða tranað sér fram á myndflötinn. Sigrún vinnur auk málverksins grafíkmyndir, vatnslita- og ol- íupastelmyndir og mun sýnis- horn af slíku sjást í Slunkaríki. Sýningin í Slunkaríki stendur til 12. júní. Hún er opin kl. 16- 18 frá fimmtudegi til sunnu- dags að báðum dögum með- töldum. Pennavinur í Wales 26 ára kennaranemi í Norður- Wales í Bretlandi óskar eftir ab heyra frá einhverjum stallbrób- ur sínum eða -systur, sem myndi langa til að bæta sig í ensku og um leið kenna honum eitthvað í íslensku, ellegar þá bara skrifast á. Paul Owen 2 Tan-Yr-Allt Cefn-Y-Bedd Wrexham Clwyd North Wales UK LL 12 9SW TÍMARIT ,VÁLS OG MENNINCAR 2-94 Sjón og Derrida Annað hefti Tímarits Máls og menningar (2/1994) er komið út. Uppistaðan í tímaritinu er að þessu sinni þríþætt: 1) Þrjár greinar sem tengjast ljósmynd- um og eðli þeirra á einn eöa annan hátt. 2) Þrjú ávörp sem flutt vom þegar stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar vom af- hent Þorsteini Gylfasyni þann 30. mars s.l. 3) Nýtt og afar ítar- legt viötal við franska heim- spekinginn Jacques Derrida. Derrida er einn af þekktustu hugsuðum samtímans, en hann kom hingað til lands síð- astliðið haust í boði Háskóla ís- lands og hélt m.a. fyrirlestur fyrir troðfullu Háskólabíói. Derrida kemur víða við í viötal- inu og veltir fyrir sér ýmsu sem er daglega til umræðu nú um stundir, s.s. fréttum, fréttamati fjölmiðla, þjóðemi og kyn- þáttahatri. Páll Skúlason, pró- fessor í heimspeki vib H.Í., skrifar aðfaraorð að viðtalinu við Derrida. Af öbm efni í vorhefti TMM má nefna ljóð efdr palestínskar og lettneskar skáldkonur, ljóð eftir T.S. Eliot og einn af síöustu textum Samuels Beckett, en þeir Beckett og Eliot eiga það sameiginlegt að hafa hlotiö bókmenntaverðlaun Nóbels. Loks má nefna grein eftir Gyrði Elíasson rithöfund um velska skáldjöfurinn John Cowper Powys. TMM frumbirtir ab vanda töluvert af íslenskum skáld- skap, s.s. tvö ljóð eftir Sjón til minningar um Dag Sigurðar- son, ljóð eftir Kristján Árnason, Árna Ibsen, Jón Stefánsson, Láms Má Björnsson, Hallgrím Helgason og sögu eftir ungan höfund, Þórarin Torfason. Auk þess em vandaðir ritdómar á sínum stað. Verk á forsíöu TMM er eftir Halldór Ásgeirsson myndlistar- mann. Ritstjóri Tímarits Máls og menningar er Friðrik Rafnsson. Það er 120 bls., unnið í Prent- smiðjunni Odda h.f. TMM kemur út fjómm sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 kr. S "" s 0 efti* íolta Itamu* ía*nJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.