Tíminn - 28.05.1994, Blaðsíða 2
2
Stiwlim
Laugardagur 28. maí 1994
Friöartónieikar í samvinnu listafólks, íslandsdeildar
Amnesty og Barnaheilla:
„Stríð og friður"
í Kristskirkju
Maöurinn, réttindi hans og
hvemig þessi réttindi eru vanvirt
eru viðfangsefni listamannanna á
friðartónleikunum „Stríö og friö-
ur" sem haldnir veröa í Krists-
kirkju klukkan fimm síðdegis,
laugardaginn 28. maí, stofndegi
Amnesty Intemational. Þrjú tón-
verk verða flutt, „ískvartett" eftir
Leif Þórarinsson. „Þaö var vor í
Króatíu" eftir John Speight viö
texta Sæmundar Noröfjörös og
Jónasar Þorbjamarsonar verður
fmmflutt. Fyrsti opinberi flutn-
ingurinn veröur á sólókantötunni
„Bænir" eftir Atla Heimi Sveins-
son, við texta Sörens Kirkegaards
í þýðingu Siguröar A. Magnússon-
ar.
Tónlistarfóliö sem fram kemur
er: Sverrir Guöjónsson kontraten-
ór og Auöur Hafsteinsdóttir fiölu-
leikari, Ármann Helgason klarin-
ettuleikari, Bryndís Halla Gylfa-
dóttir sellóleikari, Einar Kristján
Einarsson gítarleikari og Martial
Nardeau flautuleikari. Milli tón-
verka flytur Guörún S. Gísladóttir
leikkona ljóðaþýöingar Siguröar
A. Magnússonar úr væntanlegu
ljóöasafni „Úr ríki samviskunn-
ar".
Tónleikamir eru haldnir í sam-
vinnu listafólksins, íslandsdeildar
Amnesty og Bamaheilla, en Mus-
ica Nova er sérstakur styrktaraöili.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Mótettukórinn
á Listahátíð
Vortónleikar Mótettukórs
Hallgrímskirkju verba í þetta
sinn haldnir sunnudaginn 29.
maí undir merki Listahátíöar í
Reykjavík 1994. Á efnis-
skránni era mótettur án und-
irleiks eftir innlenda og er-
lenda tónhöfunda.
Á tónleikunum ber hátt frum-
flutning tónverksins Óður til
kærleikans eftir Pál Pampichler
Pálsson. Þetta er nýtt verk fyrir
kór með einsöngvurum sem
Páll samdi með Mótettukórinn í
huga. Kórinn flytur einnig eina
af hinum miklu mótettum
Bachs, Singet dem Herm ein
Neues Lied, og þjóölagaútsetn-
ingar Jóns Nordals, Atla Heimis
Sveinssonar og Jóns Hlöðvers
Áskelssonar viö Hallgrímssálma
Péturssonar. Einnig skal nefna
erlenda höfunda af efnis-
skránni, Bruckner, Messiaen,
Poulenc og Schiitz.
Mótettukór Hallgrímskirkju
heldur í lýðveldishátíöarferö til
Mið-Evrópu um miöjan júní-
mánuö. Þá verður efnisskrá
Listahátíöartónleikanna meö í
för, auk fleiri stórvirkja kirkju-
tónskálda. Miöa á tónleikana á
morgun má kaupa viö vægu
veröi í miöasölu Listahátíöar og
í Hallgrímskirkju, þar sem tón-
leikarnir hefjast klukkan 17. ■
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakennara í eftir-
talda leikskóla:
Álftaborg v/Safamýri, s. 812488
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230
Heiðarborg v/Selásbraut, s. 77350
Þá vantar leikskólakennara og matreiðslufólk í neðan-
greinda nýja leikskóla:
Funaborg v/Funafold, s. 879160
Lindarborg v/Lindargötu, s. 15390
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Sex þúsund króna eingreiöslan:
Þúsundir launa
fólks fá ekkert
Frá fyrri rútudegi.
Kynning
ferða á
rútudegi
Rútudagur sérleyfishafa er hald-
inn í Umferðamiðstöðjnni í
Reykjavík í fimmta sinn í dag. í
tilefni dagsins veröur viðamikil
sýning í og við Umferöarmið-
stööina þar sem sérleyfishafar
kynna þjónustu sína og rútur.
Sýndar verða margvíslegar teg-
undir og stærðir af rútum,
trukkum og hálendisbílum.
Einnig veröa önnur farartæki í
eigu sérleyfishafa til sýnis. Þar
má t.d. nefna eldhúsbíla,
hljómsveitarbíla, fjallajeppa,
farangurs- og reiöhjólakerrur,
snjóbíla, vélsleöa og fjallareiö-
hjól. Meöal þess sem sjá má á
rútusýningunni eru nokkrar
glæsilegustu og dýrustu rútur
landsins og einnig nokkrir gull-
fallegir gamlir rútubílar sem eru
til sýnis í tengslum vib sögu-
sýningu innandyra í Umferðar-
miöstööinni. Þar veröur einnig
feröakynning á vegum sérleyfis-
hafa þar sem sérstaklega verður
kynnt hlutdeild þeirra í upp-
byggingu feröaþjónustu í Þórs-
mörk, á Arnarstapa og Snæfells-
jökli, á Vatnajökli frá Jöklaseli, í
Kerlingafjöllum og Kverkfjöll-
um. Einnig veröa kynntar út-
sýnis- og bátsferðir frá Neskaup-
staö og Stykkishólmi ásamt
fjölda annarra skoðunar- og sér-
feröa um land allt.
Ýmislegt veröur gert fyrir
bömin á rútudeginum, þau fá
góögæti og gosdrykki, blöðrur,
penna og límmiða. Aörir gestir
geta tekið þátt í feröagetraun
sérleyfishafa þar sem fjölmargir
veglegir vinningar veröa boðn-
ir. ■
„Mönnum finnst þetta heldur
skítt, þótt þetta séu auövitab
ekki neinir stórpeningar. En
þaö er dálítiö skrýtiö aö vera
einhverskonar utangaröshópur
í þessu og eiga enga sök á því
sjálfur," segir Heigi Laxdal, for-
mabur Vélstjórafélags íslands.
Þúsundir sjómanna á farskipum
og fiskiskipum fá ekki sex þúsund
króna eingreiöslu um næstu mán-
aðamót, auk fjölmargra annarra
hópa launamanna sem em með
lausa samninga. Yfirmenn á far-
skipum fá t.d. ekkert vegna þess
aö þeir hafa sagt upp gildandi
kjarasamningi vegna vanefnda
ríkisvaldsins sem lagði ekki fram
frumvarp til laga um alþjóblega
íslenska skipaskráningu fyrir 1.
maí sl. Sömuleiðis fá sjómenn á
Tvær forsýningar veröa á Listahá-
tíð í Reykjavík á leikritinu „Sann-
ar sögur af sálarlífi systra" sem fyr-
irhugaö er að fmmsýna á Smíöa-
verkstæöi Þjóöleikhússins í haust.
Leikritið er eftir Guöberg Bergsson
og Viðar Eggertsson og er efni þess
byggt á svokölluðum Tangasög-
um Guðbergs. Sögumar lýsa vem-
leikanum í íslenskum sjávarþorp-
um sem urðu til í skjóli stríös og
hermangs um miöja öldina. í leik-
ritinu er sagt frá dagstund á
Tanga, þar sem boðiö er til jarðar-
farar og erfidrykkju. Áhorfendur
fiskiskipaflotanum ekkert vegna
þess að samningar þeirra veröa
lausir frá og meö 15. júní nk. En
sem kunnugt er vom samningar
þeirra framlengdir frá sl. áramót-
um til miös júnímánaðar meö
setningu bráðabirgöalaga í janú-
ar. Þau lög vom síöan samþykkt
nokkm seinna á Alþingi.
Sömuleiðs fá rafiönaöarmenn
innan Landssambands íslenskra
rafverktaka ekkert sem og flug-
virkjar, matreiðslumenn og flug-
freyjur. Af aðildarfélögum BSRB
fá t.d. sjúkraliðar og ljósmæður
ekkert og innan BHMR em þaö
Félag íslenskra hjúkmnarfræö-
inga, Röntgentæknafélag íslands
og Stéttarfélag sálfræðinga á ís-
landi.
kynnast bjargráöi fólksins á
Tanga, ómm þess, draumum og
bágindum. Leikritið er meinfynd-
in, raunsönn og ekki síst lygileg
lýsing á íslenskri fjölskyldu.
Tangasögur Guöbergs vöktu á sín-
um tíma mikið umtal og oft heift-
arleg viðbrögö enda hafði þá lítiö
verib fjallað um veruleika íslensks
samfélags og síst á þann hátt sem
þar er gert. Höfundur leikgerðar er
Viðar Eggertsson sem jafnframt er
leikstjóri. Forsýningarnar veröa 2.
og 4. júní og hefjast klukkan
20.00. ■
Leikkonurnar Ingrid lónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverk-
um sínum í„Sönnum sögum".
Leikrit forsýnt
áListahátíð
Konur og stúlkur í þjoöbuningi á Þingvöllum myndaöar á þingpalli:
Hátíðargestum 1944
safnað á mynd 1994
Þjóbhátíbamefnd væntir þess
ab þeir sem vibstaddir vora
lýbveldistökuna á Þingvöll-
um 1944 og sömuleibis allar
stúlkur og konur sem skarta
þjóbbúningi á 50 ára afmæl-
ishátíb lýbveldisins 1994 noti
tækifæri sem þar verbur í
bobi og sitji fyrir á sögulegum
ljósmyndum á sögulegri þjób-
hátíb 1994.
Þegar þingfundi á Lögbergi
lýkur um hádegisbil 17. júní
nk. gefst öllum, sem viöstaddir
voru lýðveldistökuna á Þing-
völlum 1944, kostur á að koma
saman á þingpallinum þar sem
fyrirhugað er að taka af þeim
hópmynd. Á sama stað mun
einnig fara fram hópmynda-
taka af stúlkum og konum sem
skarta þjóöbúningi á 50 ára af-
mælishátíð lýðveldisins á Þing-
völlum 1994.
Hálfrar aldar afmælis lýöveld-
isins veröur minnst á Þingvöll-
um 17. júní meö fjölbreytileg-
um hátíöarhöldum frá morgni
til kvölds, undur kjörorðinu
„Þjóö á Þingvöllum".
Hátíðarhöldin hefjast aö
morgni með klukknahringingu
um land allt og íslenski fáninn
og hátíðarfáninn veröa dregnir
aö húni. Þá verður haldin hug-
vekja í Almannagjá, opnuð
fjölsýning og þingfundur settur
aö Lögbergi. Eftir hádegi veröur
flutt vönduö hátíðardagskrá og
litrík skemmtidagskrá. Fjölsýn-
ing og ótal viðburðir verða á
öllu hátíöarsvæöinu. ■