Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. júlí 1994 11 Sigmundur Guðmundsson frá Melum Fæddur 26. janúar 1908 Dáinn 12. júní 1994 Vinur minn, sveitungi og fyrrum nágranni, Sigmundur Guðmunds- son frá Melum í Árneshreppi, er lát- inn. Hann andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar þann 12. júní s.l., þar sem hann hefur dvalist um langt skeið þrotinn að starfskröft- um um aldur fram, 86 ára að aldri. Hann var jarðaður í Reykjavík 21. júní við hlið konu sinnar, sem þar var jöröuð. Þó starfsþrek Sigmundar biði of snemma skipbrot og hann gæti ekki sinnt störfum síöustu áratugina, þá var hann hress aö ytra útliti og hélt reisn sinni framundir þab síbasta. Hann hafbi ávallt fótavist, heim- sótti vini og kunningja, spjallaði við þá og lét gamanyrbi fjúka svo sem honum var eðlislægt í góðra vina hópi. Síðustu vikurnar hnign- aði honum mjög og var þá rúmfast- ur þar til er aö því dró er verða vildi. Hann fékk, að því ég best veit, hægt andlát. Lausnin á lífsstríöi hans var fengin og önd hans flogin til fegurri og betri heima. Hlýjar kvebjur og þökk gamalla vina og sveitunga fylgja honum yfir þau iandamæri, að leiðarlokum. Að honum látnum hverfur síbasta Melasystkiniö af leikvelli lífsins. En þetta er gangur lífsins. Þann kost göngumst við öll undir og fáum ekki undankomist. Nú, þegar Sigmundur vinur minn er fallinn frá og ég honum nokkr- um árum eldri stend eftir „á eyri vaðs", langar mig að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum, þó ég finni mig þess vanbúinn að inna það af hendi svo sem ég vildi og vert væri. Meðan hann var hér heima áttum vib samstarf í gegnum stjórn Búnaöarfélags Árneshrepps og á öðrum sviöum að málefnum okkar byggðarlags og vorum nánir nágrannar meöan hann átti hér heima. Og eftir að hann fluttist burtu skrifaði hann mér bréf, lengi vel, þar sem hann opnaði mér hug sinn og viöhorf sín til sinnar heimabyggðar, sem hann bar mjög fyrir brjósti. Voru þau mér kærkom- in og juku þau á vinarþel mitt til hans. Finn ég mig í þakkarskuld vib hann fyrir það allt. Sigmundur var fæddur að Melum í Ámeshreppi þann 26. janúar 1908. Foreldrar hans voru hjónin, Guö- mundur Guðmundsson bóndi á Melum og kona hans Elísabet Guð- mundsdóttir, Péturssonar í Ófeigs- firði, landskunns athafnamanns á sinni tíð. — Á Melum höfðu forfeö- ur hans í beinan karllegg búiö hver fram af öðrum allt frá árinu 1796, búhöldar og atorkumenn sem veittu mörgum smælingjanum og umkomulitlum skjól og forsjá. Var jörðin gerð að ættaróðali á þessari öld, þegar öðrum augum var litið til bújarba en nú er. Þeim Melahjónum varð 12 barna auðið. Voru það 8 bræöur og 4 syst- ur. Mun Sigmundur hafa verið 6. í aldursröð sinna systkina. Öll kom- ust þau til fulloröinsára og uröu nýtir menn hvert á sínu sviði. Þau voru öll góbum gáfum gædd. Nú á tímum hefði eflaust þótt sjálfsagt að þau legðu stund á langskólanám. En þá voru aðrir tímar og þau ekki borin til þess auös sem geröi það mögulegt. Fabir þeirra féll frá er þau voru mörg á ungum aldri og síðasta barn þeirra hjóna fæddist ab föður sínum látnum. Það kom því í hlut eldri systkinanna ab aðstoba móður sína viö að koma þeim upp sem yngri voru. Mörg þeirra öfluðu sér síðar starfsmenntunar af eigin rammleik og urðu hinir nýtustu þegnar síns samfélags, hvert á sínu sviði. Öll voru þau dugmikil til starfa og sum þeirra með afbrigb- um. Þar var Sigmundur enginn eft- irbátur sinna systkina. Hann varð snemma afkastamikill svo hann átti sér fáa jafningja á því svibi. — Um fermingaraldur réðst hann sem smali og léttadrengur til prestshjón- anna í Árnesi, séra Sveins og frú Ingibjargar. Man ég að frú Ingibjörg gaf Sigmundi þann vitnisburð um veru hans þar, að aldrei hefði hún kynnst vinnufúsari unglingi og jafn afkastamiklum og honum. Það ein- kenndi hann alla tíð meöan hann hafði heilsu til að vinna. Unglingur var hann eitt sumar hjá Árna bróður sínum í Súðavík á færa- fiski. Þar kom það sama fram. Hann var hverjum manni fisknari og sló ekki slöku við. Líkaði honum vel að vera á sjó og minntist þessarar sjó- mennsku sinnar sem lokkandi æv- intýris. Eftir þá vertíö, haustið 1926, þá 18 ára gamall, hélt hann til náms í Bændaskólann á Hvann- eyri, þangað sem leiðir margra ungra manna lágu til að afla sér þekkingar undir lífsstarf sitt, meb góðum árangri. Þar var hann næstu þrjú misserin undir skólastjórn Halldórs Vilhjálmssonar. Lauk hann þaöan burtfararprófi vorið 1928 með góðum vitnisburði vib nám og störf. Hélt hann þaöan heimleiðis vonglaöur og fullur af at- hafnaþrá. En örlögin brugðu fyrir hann fæti. Nokkru síðar veiktist hann af illkynjaðri brjósthimnu- bólgu og lá um tíma á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga undir læknishönd- um Jónasar Sveinssonar læknis, frá Ámesi. Var þar um berkla að ræða á byrjunarstigi. Var það honum hörð raun ab þurfa ab liggja sjúkur í stab þess að takast á við þau verkefni, sem hann ætlaði. Honum tókst að komast yfir þá sjúkdómsraun. En þar var falinn eldur sem síðar átti eftir ab koma við sögu hjá honum. — Hann kom heim, en hann varð ab fara varlega um áreynslu. Það var erfitt jafn bráöhuga athafnamanni og hann var að eðlisfari. Þann 21. júní 1931 gekk hann í hjónaband með Sigrúnu Guö- mundsdóttur, fósturdóttur prests- hjónanna í Ámesi, séra Sveins og frú Ingibjargar, hinni ágætustu konu, sem átti eftir að reynast hon- um traustur lífsförunautur. Jafn- framt fékk hann þá til umráða og ábúöar búið og jörðina Árnes með leigukjörum. Var séra Sveinn þá að veröa aldraöur og erfitt um hjúa- hald til að nýta jörðina og hlunn- indi hennar. Þar bjó hann góðu búi næstu árin. En þar var ekki til fram- tíðar aö tjalda. Eins og áður er getið var jörðin Melar færð í tölu ættaróðala. Þar höfðu jafnan búiö tveir bændur eða fleiri samtímis. Þegar hér var komið var Guðmundur bróðir Sigmundar orbinn einn ábúandi jarbarinnar. Réðst það þá þannig að Sigmundur fengi hálfa jörbina Mela til eignar og ábúðar þegar veru hans í Árnesi lyki. En sá hluti jarðarinnar var með öllu húsalaus. Síbustu ár sín í Árnesi hófst Sigmundur handa, jafnhliða búskapnum í Árnesi, um að byggja upp öll jaröarhús á væntanlegu býli sínu, Melum. Að því gekk hann með sinni kunnu atorku og kapp- gimi. Fyrst byggði hann hlöðu og peningshús úr steinsteypu, meiri og stærri en hér tíðkuðust á þeim tíma, og því verki lauk hann með bygg- ingu vistlegs íbúðarhúss samkvæmt þeim kröfum sem þá voru gerbar, án alls íburðar eða óhófs. Þeir tímar voru öllum, ekki síst bændum, erf- iöir og gæta varb hófs um alla hluti. Var þessu stóra átaki hans lokið vor- iö 1939. Þá flutti hann með fjöl- skyldu sína ab Melum í hin nýju húsakynni á nýbýli sínu. Þessar framkvæmdir hans voru einstakt af- rek og hann horföi björtum augum til framtíðarinnar. Á búskaparárum sínum í Árnesi höfðu þau hjónin eignast fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Þau eru: Sveinn Björgvin f. 1932, framkv.stj. í Reykjavík; Rúnar Heib- ar f. 1933, flugvallarstj. á Akureyri; Guðmundur Pétur f. 1934, kennari í Reykjavík; og Elísabet f. 1936, starf- ar á Hagstofu íslands. — Öll eru þau góðum gáfum gædd og gott t MINNING fólk. Barnabörn þeirra Sigrúnar og Sigmundar eru 11 og barnabarna- börnin orðin 23. En Sigmundur lét ekki við þetta sitja. Strax og hann settist að á Mel- um gekk hann að því með sama kappi aö bæta túnskikann sem býl- inu fylgdi og stækka það. — Út frá túninu lágu mýrarflákar blautir. í bjartsýnni trú á gróðurmátt þeirra réðst hann í ab ræsa þær fram til túnauka og ræktunar með skófluna og hakann ein að vopni. Önnur tæki voru þá ekki komin til þeirra hluta. Síðan plægbi hann þær og herfabi með hestum og hestaverk- færum og sáði í þær grasfræi. Að þessu gekk hann með sínum al- kunna dugnaöi, svo að eftirtekt og undrun vakti hverju hann gat kom- ið í verk. Þó þessar framkvæmdir skiluöu honum auknum heyfeng í byrjun, þá varð hann fyrir vonbrigðum með framtíðaruppskeru þeirra. Þar lenti hann í því sama og aðrir, en var ekki þá þekkt, að þessar mómýr- ar voru svo súrar að án mikillar kölkunar voru þær enginn framtíð- ar sáðbeöur nytjajurta. Eftirtekjan rýrnabi fljótt og olli mörgum von- brigðum. Og svo var meb Sigmund. í þessari framkvæmdalotu hygg ég að hann hafi ofgert sér og þreki sínu svo að hann varð ekki samur mað- ur, og viö það bættust vonbrigðin um árangur af því. Þrek hans bilaði og hann varð að hverfa frá heimili sínu um skeið í von um að heimta heilsuna aftur. Það tókst að vissu marki, en hann varð aldrei samur mað- ur uppfrá því. Kom hann þá heim eftir nokkra fjarveru og heilsubót. Á þessum árum var nokkur uppbygging á bændabýlum hér í Árneshreppi og byggt úr steinsteypu. Þessar byggingar þurfti að múrhúða, en fag- menn voru þá ekki á hverju strái til þeirra hluta. Eftir heimkomuna og á þessum árum fór Sigmundur að vinna meir utan heimilisins og þá í félagi við frænda sinn, Guömund Magnússon á Kjörvogi. Réðust þeir frænd- ur í ab múrhúða þessar bygg- ingar og unnu saman við þab þegar tóm gafst til frá búsönnum. Unnu þeir þar mikið og þarft verk, sem lengi sáust merki um. Þeir fóru einnig í aörar sveitir til sömu verka. Urðu þeir eftirsóttir til þeirra starfa vegna mikilla afkasta og færni í þessari faggrein, þó ólærðir væru. — Það var með eindæmum að sjá af- köst þeirra og verklagni. Þar var Sig- mundur stórvirkur eins og við ann- ab sem hann gekk að. Og ef nokkuð vantaði á um nostur í frágangi, sá Guðmundur um að bæta þá hlið málsins. Þó Sigmundur væri fyrst og fremst maður starfs og athafna, þá var hann einnig höfðingi í eðli sínu, mabur gleði og góðra stunda og þá hrókur alls fagnabar. Hann greip mörg tækifæri tengd afmælum fjöl- skyldunnar og áföngum hversdags- lífsins til að gera sér og öðrum daga- mun. Bauð hann þá vinum og ná- grönnum til veislu og fagnaðar- funda á heimili sínu. Veitti þá vel, en í hófi, af örlæti sínu og var hrók- ur alls fagnaðar, söngglaður, gam- ansamur og oröheppinn. Þess var gott að njóta og gaman að minnast þeirra gleðifunda og mannfagnað- ar. Og ekki lét húsfreyjan sinn hlut þar eftir liggja með hlýju viðmóti og kræsingum bornum fram af rausn og háttvísi. Þetta gaf mönn- um tækifæri til að hittast, blanda geði við aðra í vinsemd, orðum og söng. Minningin um þetta er eins og glampar á götu liðinnar ferðar, sem gott er að njóta líkt og lífgeisla í önn hversdagslífsins. Börn sín studdi hann öll til náms og mennta. Þrjú þeirra luku siúd- entsprófi, en Sveinn elsti bróðirinn sótti sína menntun í Samvinnuskól- ann. Öll hafa þau reynst nýtir þegn- ar síns samfélags. En bak við þetta bjó heilsubrestur hans eins og falinn eldur. Líkt og leyndur strengur hefði brostiö. Það endaði með því að hann hvarf frá Melum. Seldi jörðina og fargaði bú- stofni sínum. Fluttist hann þá til Akureyrar áriö 1962 ásamt konu sinni, settist þar að og átti þar heima til dauöadags. Börn hans voru þá öll farin að heiman og höfðu stofnað sín eigin heimili. Keypti hann þar hús og hélt sitt heimili á Akureyri þar til Sigrún kona hans lést árið 1973. — Eitt- hvað vann hann eftir að hann kom til Akureyrar, en vinnuþrek hans var lamað. Það varð honum erfitt, þessum vinnuvíkingi, að finna sig hvergi geta lagt hönd að verki og hann átti erfitt meö að sætta sig við þaö hlutskipti. Eftir lát Sigrúnar lá leiö hans á dvalarstaði fyrir sjúka og aldraöa á Akureyri þar sem hann dvaldi við hjúkrun og aðhlynningu fyrir vist- menn þeirra. Hann hafði ávallt fótavist framundir þaö síðasta og gat notið samvistar við vandamenn sína, vini og kunningja sjálfum sér og öðrum til uppörvunar og hann hélt reisn sinni framundir þab síð- asta. — Hann andaðist eins og ábur segir þann 12. júní og fékk, aö því ég best veit, hægt andlát. Langri vegferð var lokið. Hann hafði lokið miklu verki á starfsferli sínum á til- tölulega skömmum tíma. Við tók langur tími án athafna, sem honum gekk erfiðlega að sætta sig við, eink- um í fyrstu. Það er trú mín að við þessi vistaskipti endurheimti hann orku sína og fái meira að starfa Guðs um geim. Gamlir sveitungar og vinir senda honum látnum hinstu kveðju sína með þökk fyrir samvistarárin og virðingu og biðja honum allrar Guðsblessunar á nýrri vegferð og nýju tilverustigi. — Börnum hans og ættingjum votta ég samúð mína, jafnframt því að ég gleðst yfir að fjötrar jarðlífsins, sem hann var færður í of snemma, skuli vera af honum fallnir. Bæ, 29. júní 1994, Gubmundur P. Valgeirsson hinum stórmerka stað, eru órækur vottur þess að svo var í raun og veru. Svo merkilegt og ágætt sem það var, sem geröist á Þingvöllum 17. júní 1994, var þó enn meira vert hvab ekki gerðist. Hernaðaræfingin „Northern Viking" fór ekki fram og sá hennar engan stab. (Sjá greinina „Heljaráætlun um ísland" í Tíman- um 29.03.94). En þess í stab flugu tíu hvítir svanir yfir Lögberg, um það bil sem þingfundur átti að hefj- ast, og er það flug hinn órækasti vottur þess að nú eru lífslögmálin að vakna til veru, eftir langan dvala. Á undursamlegan hátt munu þau lögmál verka. í fyrsta lagi munu þau efla allt það sem íslenskast er, en í öðru lagi leiða burt, með hægð og gát en engum asa, fólk sem er ekki „af ættinni" og á hér ekki að vera. Mannréttindi á íslandi eru umfram allt þau, að þjóðin haldi áfram að vera til og að tungan haldi velli. Mun þjóðin þá endurnýjast í sinni réttu mynd og verða fær um aö tak- ast á við sitt alstærsta verkefni frá upphafi, en þab er ab leiða mann- kynið allt burt frá helstefnu á leið lífstefnu. Þorsteinn Guöjónsson Eftir þjóðhátíð 60 þúsund manns eba fleiri þyrpt- ust á Þingvöll og hvorki er getið um dauðsföll, slys né nein veruleg skakkaföll. En tilgangurinn með slíkri hátíö gat varla verið annar en sá að efla þjóðernis- og söguvitund- ina, og er óskandi að það hafi tekist. Það er dálítið sérstætt um Þing- velli, ab 40 árum eftir lýðveldis- stofnun var enn engin frambærileg bók til um staðinn hjá hinni mjög skrifandi þjóð — þangað til ég skrif- abi mína. Og mín rann út áður en valdafingur fóru að benda. Þegar ég var kominn af stað með mína, komu abrir líka og gerbu vel eða ágætlega. Enginn nema ég sagði þó hver væru aðalatriðin, en þau eru þessi: að Þingvellir eiga sér tneir en þúsunci ára satnfellda sögu, sem er samofin þjóbarsögu; aö Þingvellir voru um tíma einn af höfuðstödum í Víkingaveldi —- armar þess náöu frá Aralvatni í Asíu til austurstrandar núverandi Bandaríkja; og að lík þing voru háö meö Gennönum, þegar á fyrstu öld eftir Krist, að því er Tac- itus segir. Eins og ég tók skýrt fram í „Þingvellir og Goðaveldib" er þab hin þríþætta frægð — hin íslenska, hin víkinglega og hin germanska — sem gerir Þingvelli að þeim stór- LESENDUR merka stað sem þeir vissulega eru. Ég kom á flugdiskafundinn fyrri, sem Magnús Skarphéðinsson og aðrir héldu í Norræna húsinu í vet- ur, og í frjálsum umræðum benti ég á, ab ekki væri nóg ab safna dæm- um, hversu merk sem þau væru, heldur þyrfti umfram allt skýringar og þær sagöist ég hafa. Sé þeirra kostur, veröur að ræba þær, en sé það ekki gert er eitthvað bogið vib málatilbúnaðinn. Næst gerðist þab, að upp stóð Halldór Vigfússon og sagbi, svo vel mátti heyra, að á væntanlegum Þingvallafundi 17.6. 1994 myndi gerast nokkuö líkt og þegar „diskar" birtast. Myndu forn- menn íslenskir beina áhrifum til niðja sinna, þeirra sem enn eru og vilja vera. Heyri ég þá sagt fyrir aft- an mig, með lágri, allt að því ör- væntingarfullri, rödd: „Ne-e-e-ei!" Ég tel mig sálfræðing og þóttist því skilja hvab bærbist þarna á bak vib. Það var sú innrætta hugmynd, að fornmenn vorir megi ekki hafa ver- ið meöal hinna fremstu og bestu. Stilliáhrifin, sem sumir verba fyrir á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.