Tíminn - 05.08.1994, Side 3

Tíminn - 05.08.1994, Side 3
Föstudagur 5. ágúst 1994 3 Negldu fyrir hurð nágrannans Lögreglan í Reykjavík var köll- uö að húsi við Baldursgötu í gærmorgun. íbúi hússins til- kynnti að hann heyrði skot- hvelli við dyr sínar. íbúinn hafði átt í útistöðum við ná- granna sína, sem er þekkt drykkjufólk, að sögn lögreglu. Menn úr sérsveit lögreglunnar fóru á vettvang, ásamt öðrum sem voru á vakt. Eftir stutt um- sátur um húsið kom fólkið út og var það handtekið á staðn- um, alls sjö manns. í ljós kom aö skothvellirnir komu frá naglabyssu en fólkið hafði neglt aftur hurð hjá nágranna sínum með henni. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa af- skipti af íbúum hússins. ■ Veiöiþjofar á Subur- nesjum OJÚPtiVW ■. * '■ : íi!;*- tíál nWPlBj wpffafep aIHÉIHh Ul fll m, ; M !!§ f$|$ $jj|| SiflMsSftSsl Élfe! 81 Tímamynd GS Kyrrlátt kvöld viö fjöröinn Nokkrir smábátar eru þab eina sem er eftir af ibandi athafnalífi, sem var á Djúpavík á Ströndum fyrir nokkrum áratugum. Þar er reyndar rekiö hótel allt áriö, en trillukarlarnir eru sumargestir eins og farfuglarnir. Kvartaö yfir lélegu skipulagi á Nordisk Forum: „Hér ríídr hálfgert kaos!" Veiðieftirlitsmenn óskuðu að- stoðar lögreglunnar í Keflavík í aðfaranótt þriðjudags eftir að þeir höfðu fundið ólögleg laxa- net í Helguvík og Hrafnkels- staðavík. í Helguvík fannst eitt net og í því var einn lax en í Hrafnkelsstaðavík voru netin tvö og aflinn þrír laxar. Lög- reglan tók netin í sína vörslu en ekki er vitað með vissu hverjir voru þarna aö verki. ■ Karlmaöur sýnir útsaum Sýning Kristins G. Harðarsonar í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti verður opnuð í dag kl. 16. Á sýningunni sýnir Kristinn sjö útsaumsverk sem hann hefur saumað á undan- förnum þremur árum. ■ „Hér á Nordisk Forum hefur ríkt hálfgert Kaos að undan- förnu og konur eru almennt óánægðar með skipulagning- una." Þannig byrjar símbréf sem Tímanum barst í gær frá íslenskum konum á kvenna- rábstefnunni í Turku í Finn- landi. Starfsmaður Nordisk Forum í Finnlandi segir hins vegar ab íslensku konurnar lesi einfaldlega ekki dagskrána. Konurnar segja að dagskránni sé dreift í fjölmörg hús, sem erfitt sé að finna þótt kort séu notuö. Húsin séu líka illa merkt og nokkuð sé um að fyrirlestrar séu fluttir á milli húsa með skömm- um fyrirvara. Konurnar kvarta einnig yfir því aö fyrirlestrar hafi fallið niður því fyrirlesarinn mætti ekki. Upplýsingaflæöi um þingsvæðið er ábótavant að mati kvennanna og sama ábending kemur fram í Fomm Avis, blaði sem er gefið út daglega meðan ráðstefnan stendur yfir, frá því á þriöjudaginn. íslensku konurnar segjast t.d. hafa beðið eftir fyrir- lestri Steinunnar Óskarsdóttur, sem síðar kom á daginn að haföi verið aflýst fyrir löngu án þess aö boö um það hefðu komist til skila. í bréfinu frá íslensku konunum segir að enginn viröist bera ábyrgö á því sem betur mætti fara. Þeim sé sagt að brosa að erf- iðleikunum eða bent á einhvern annan. í fyrrnefndu tölublaði Fomm Avis er einnig talað um að mis- brestur hafi orðið á því að konur hafi fengið þátttökukort sem þær eiga að bera allan ráðstefnutím- ann og veitir þeim aðgang að dagskránni og ýmsa aðra þjón- ustu. Tíminn Ieitaði til Margrétar Halldórsdóttur, starfsmanns Nordisk Fomm í Finnlandi, til aö fá skýringar á ofangreindu. „Ég held að íslensku konurnar hafi einfaldlega ekki kynnt sér dag- skrána. Allar breytingar sem verða á henni em síðan tilkynnt- ar í Fomm Avis sem kemur út daglega. Það geta allir nálgast Fomm Avis á upplýsingaborðum sem em hér út um allt. Ég hef tal- aö við nokkrar konur sem hafa veriö að kvarta og þá kemur í ljós að þær hafa ekki opnað möpp- una með dagskránni þar sem þær hafa kort yfir svæðið og sagt er frá því sem er á dagskrá. Það er rétt að það vom ekki tilbúin þátt- tökukort fyrir allar konurnar fyrsta daginn en skýringin á því er sú að margar íslensku kvenn- anna tilkynntu um þátttöku á síðustu stundu. Við áttum ekki von á þessum mikla fjölda." Margrét segir að vissulega sé eitthvað sem megi betur fara á svo fjölmennri ráðstefnu en mið- að við fjöldann sé skipulag henn- ar gott. „Auðvitab em einhverjar óánægðar og hafa kannski ástæðu til þess en ég held að meirihlutinn sé ánægbur. Konur sem em vanar að sækja ráðstefn- ur em almennt á því að skipulag- ið hér sé gott miðað við stærb rábstefnunnar," segir Margrét Halldórsdóttir. ■ Niöurstaöa um HM-höll veröur aö nást á allra nœstu dögum: Arkitektar teikna upp á von og óvon VISA-ísland: Föxuöu fjölmiðlum lista yfir úttektir Ekki liggur enn fyrir hvort smíbi íþróttahúss fyrir HM í handknattleik á næsta ári verbur ab veruleika. Embættis- menn borgarinnar og fulltrúar Electolux fundubu um málib í gær og halda því áfram í dag. Borgarlögmabur segir ab málib verbi ab skýrast fyrir næsta þribjudag. Hjörleifur Kvaran borgarlög- maður segir aö fulltrúum Elect- olux hafi verið afhent skýrsla borgaryfirvalda um hvernig hús- ib ætti ab líta út og hvað þyrfti nauðsynlega að vera í því. Þeir séu nú að reikna út hvað kosti ab reisa slíkt hús og um leið sé hald- ib áfram að ræða ýmsa mögu- leika um rekstur þess. „Menn hafa veriö að kasta á milli sín upplýsingum og nú er boltinn í raun hjá bábum aðilum. Fulltrú- ar Electrolux þurfa að meta hvab það kostar þá ab reisa húsiö og borgaryfirvöld ab reikna út hugs- anlegar rekstrartekjur þess. Þab er einnig verið að ræða um sam- nýtingu á þessu húsi og Laugar- dalshöll." Hjörleifur sagðist í gær eiga von á ab áfram yrði fundað um málið í dag. Hann segir að niðurstaða muni jafnvel fást fyrir helgi en í síðasta lagi fyrir næsta borgar- ráðsfund á þriðjudag. Hann segir ab ef samkomulag náist um bygginguna eigi málið ab geta gengið hratt fyrir sig eftir það. „Af því að hver dagur er mjög dýrmætur í þessu er búib að rába arkitekta sem vinna ab tillögu ab uppdrætti ab húsinu, upp á von og óvon. Þab stendur til ab kynna tillöguna fyrir skipulags- nefnd á mánudaginn og ef afráð- ið veröur ab rábast í bygginguna verður hún kynnt bygginganefnd á fimmtudag- inn. Þetta er gert til ab spara tíma enda hann orðinn naumur." I kjölfar frétta um vandamál tengd notkun debetkorta er- lendis, sendi VISA-ísland til fjölmibla lista yfir tæplega 50 úttektir viöskiptavina meö VISA Electron debetkortum í Hollandi í síöasta mánuöi. Þar kemur fram dagsetning og tímasetning úttektar, upphæð í íslenskum krónum, númer á viðkomandi debetkorti, nafn búðar, banka eba viðskiptaaðila, sem tekur við greiðslunni er- lendis, og í hvaða borg kortið er notað. Þannig er ekki einungis kortanúmer viökomandi gefið upp heldur einnig í hvaða versl- un hann notaði kortið og klukk- an hvað. Að sögn Leifs Steins Elíssonar, hjá VISA-íslandi eru númerin á debetkortunum ekki þrykkt í kortið sjálft, þannig ab jafnvel korthafi veit ekki númer hvab kortið hans er. Þannig sé ekki eingöngu hægt að nota korta- númer líkt og með kreditkortin. Leifur Steinn segir ab listinn sem sendur var fjölmiðlum hafi ekki verið ætlabur til birtingar heldur til staðfestingar á að hægt væri ab nota kortin. „Það er auðvitað ekki ætlast til ab þetta sé birt í neinum blöbum eða slíku, heldur til þess að sannfæra blaðamanninn um þab, að við erum að fara með rétt mál. Við emm bara að styrkja málflutning okkar," sagði Leifur Steinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.