Tíminn - 10.08.1994, Side 6
6
Mi&vikudagur 10. ágúst 1994
SiuwtMta
SELFOSSI
D) DAGBLAÐ
AKUREYRI
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Naubungarsölur
Arnessýslu
langflestar í
Hveragerbi
Af sveitarfélögum í Árnessýslu
voru langflestar nauöungarsölur
í Hveragerði á tímabilinu októ-
ber 1992 til 1. júlí sl. samkvæmt
upplýsingum frá embætti sýslu-
mannsins á Selfossi. Athygli
vekur hins vegar hversu fáar
nauöungarsölur áttu sér stað á
Selfossi á tímabilinu.
Alls voru 25 eignir seldar í
Hveragerði á nauðungarupp-
boði á þessum tíma, þar af 20
íbúðir og fimm eignir sem falla
undir atvinnuhúsnæði. Á Sel-
fossi voru hins vegar aðeins
fimm eignir seldar á nauðung-
aruppboði; fjórar íbúöir og eitt
atvinnuhúsnæði.
Stöng í Þjórsárdal:
Vibgerbir á
yngstu skála-
rústinni
I.okið var við fyrsta hluta við-
gerða á yngstu skálarústinni á
Stöng í Þjórsárdal þann 10. júlí
sl. en í vetur og í vor hafa Víg-
lundur Kristjánsson hleðslu-
maður og aðstoðarmaður hans
lagað hleðslur rústarinnar á
vegum Þjóðminjasafns íslands.
Síðar í ár og á næsta ári veröa
endurbætur á skýlinu yfir rúst-
inni og reynt aö koma endan-
lega í veg fyrir þann leka sem
valdið hefur mestum skemmd-
um á minjunum.
Tveir útlendir
kaupamenn
fengu far meb
forseta íslands
„Viö þekktum hana ekki strax
en mér fannst hún mjög kunn-
ugleg. Það var ekki fyrr en hún
var búin að spyrja okkur í þaula
um hvaðan við værum og hvað
við gerðum að við spuröum
hana viö hvaö hún ynni og
okkur dauðbrá þegar hún sagð-
ist vera að undirbúa komu þjóð-
höfðingja í tengslum við 17.
júní."
Þetta sögðu þeir Holger Lange
frá Þýskalandi og Morten Eg-
holm frá Danmörku sem voru
svo heppnir að fá að fara með
sjálfum forseta íslands, frú Vig-
dísi Finnbogadóttur fyrr í sumar.
Forsetinn tók þá félaga upp í
bíl sinn á miðri Hellisheiðinni
fyrir skömmu. Vigdís var þá á
leið upp í Hrunamannahrepp
og þeir voru aö reyna að húkka
sér far sömu leib í ausandi rign-
ingu.
„Hún sagði að þetta væri í
fyrsta skipti sem hún gerbi
þetta og raunar miskunnaði
hún sig yfir okkur vegna þess
hve veðrið var vont," segir Hol-
ger.
Báðir eru þeir félagar við
kaupamennsku í Hrunamanna-
hreppi, annar í Ásatúni en hinn
í Syðra- Langholti. „Hún skutl-
aði okkur meira að segja alla
leið heim á hlab að lokinni eft-
Félagarnir Morten Egholm frá
Danmörku t.v. og Holger Lange
frá Þýskalandi sem fengu far
meö forseta íslands austur yfir
fjall.
irminnilegri ferð. Við stoppuð-
um m.a. í Eden í Hveragerði og
þar starði fólk auðvitaö á forset-
ann sinn, með tvo síöhærða út-
lendinga í eftirdragi, ekki beint
þeir lífverðir sem ætla mætti að
væru við hlið hennar," sagði
Morten.
Báðir sögðust þeir hlakka mik-
ið til ab segja vinum sínum ytra
frá þessari óvæntu en jafnframt
ánægjulegu lífsreynslu sinni.
„Hvergir nema á íslandi er þetta
hægt," sögðu Morten og Holger
og lýstu yfir ánægju sinni meö
land og þjóð.
Vilhelm Þorsteinsson meö 25
punda fiskinn, sem hann veiddi í
Höföahyl.
Skíbamaburinn
setti í 25 punda
hæng
Vilhelm Þorsteinsson, skíða-
maburinn góbkunni frá Akur-
eyri, gerbi sér lítib fyrir á dög-
unum og dró upp úr Laxá í Að-
aldal 25 punda hæng. Laxinn
veiddist á 20 gramma svartan
Toby.
Vilhelm setti í þann stóra í
Höfðahyl, á Núpasvæðinu við
Laxá. Hann tók duglega í og
veitti ekkert af abstoð föður Vil-
helms, aflaskipstjórans Þor-
steins Vilhelmssonar, við að
koma flykkinu á land.
„Ég hafði misst svakalegan
bolta á þessum stað og það er
spurningin hvort það var sami
fiskurinn," sagði Þorsteinn Vil-
helmsson. Laxinn er í hópi al-
stærstu laxa sumarsins sem hafa
komið upp úr Laxá í Aðaldal.
Fimm ættlibir
á Akureyri
Þab er ekki á hverjum degi sem
fimm ættliðir koma saman en
slíkt átti sér staö í skírnarveislu
á Akureyri 16. júlí sl. og var
meðfylgjandi mynd þá tekin.
Lengst til vinstri á myndinni
er Sigurrós Kristinsdóttir, 93
ára, fædd árið 1901, með Þorra
Birgisson en hann fæddist 20.
júní sl. Við hlið Sigurrósar er
dóttir hennar, Hulda Ásgríms-
dóttir, 60 ára að aldri, fædd
1934. Dóttir hennar, Linda
Hrönn Ragnarsdóttir, er 39 ára
gömul, fædd 1955. Sonur Lindu
Hrannar, Birgir Þór Júlíusson
(lengst til hægri) er fæddur
1972, 22ja ára. Hann er fabir
skírnarbarnsins, Þorra litla sem
er í höndum Sigurrósar langa-
langömmu.
Sigurrós Kristinsdóttir fæddist
á Gili í Öxnadal en lengst af bjó
hún á Hálsi í Öxnadal. Afkom-
endur Sigurrósar munu nú vera
74 talsins.
I l.l.l \ I . I: V
ilm 600 erlendir áskrifendur aö Eiöfaxa
International:
Eiöfaxi auglýst-
ur erlendis
innan tíðar
Alþjóðleg útgáfa hestatímarits-
ins Eiöfaxa gengur vel að sögn
framkvæmdast jórans Gyðu
Hrannar Gerðardóttur. Um 600
nýir erlendir áskrifendur hafa
bæst við, en innan tíðar verður
byrjað að auglýsa útgáfuna í er-
lendum tímaritum um íslenska
hestinn.
Forsvarsmenn Eiðfaxa réðust í
aö gefa blaðið út á þýsku og
ensku í sumar. Alþjóðlega útgáf-
an kemur út fjórum sinnum á
ári, en íslenska útgáfan kemur
mánöarlega út. Enn sem komib
er er tap af þessum rekstri, en
Gyða Hrönn segir að gert hafi
verið ráð fyrir tapi á þessu ári í
áætlunum. Vonast er eftir góð-
um viðtökum þegar blaöið verb-
ur auglýst erlendis, en stærsti
markhópurinn fyrir útgáfu af
þessu tagi er í Þýskalandi þar
sem íslenskir hestar eru um það
bil jafn margir og hér heima.
Alþjóðlega útgáfan, Eiðfaxi
International, var fyrst kynnt á
landsmóti hestamannafélaga á
Hellu fyrir rúmum mánuði síö-
an. ■
Ríkisstjórnin samþykkti aö fela Háskólanum á Akur-
eyri aö kanna þarfir matvœlaiönaöarins:
Geri tillögur
um menntun
vinnuafls í
matvælaiðnaöi
Fjölbreytni í matvælaiðnaði á
Eyjafjarðarsvæðinu annars veg-
ar og sterkar menntastofnanir
hins vegar gera það, að mati
ríkisstjórnarinnar, mjög fýsilegt
að hefja þar tilraunir til aö
bæta úr mjög slakri stöðu í
verkmenntun fólks í matvæla-
ibnaði hér á landi. Ríkisstjórnin
hefur því samþykkt að starfs-
fræðsla í matvælaiðnaði skuli
efld á Eyjafjaröarsvæðinu og að
Háskólinn á Akureyri skuli í því
skyni hefja skipulegt samstarf
við rannsóknarstofnanir í upp-
hafi næsta árs. Háskólanum á
Akureyri er faliö að kanna þarf-
ir matvælaibnaðarins á Eyja-
fjarðarsvæðinu fyrir menntað
vinnuafl og gera tillögur um
hvernig nýta megi skóla og
stofnanir á svæðinu til eflingar
matvælafyrirtækjanna.
Ráðuneytum menntamála,
landbúnaðarmála, iðnaðar og
sjávarútvegs er ætlað að leggja
fram fé til þessa verkefnis auk
þess sem ætlunin er að leita eft-
ir fjármagni hjá fyrirtækjum og
stofnunum á Eyjafjarðarsvæb-
inu.
Áætlað er að matvælafyrirtæki
í Eyjafirði velti rúmlega 14
milljörðum króna og hafi hátt í
2 þúsund manns í vinnu. Er
verkmenntun í þessum iðnaði
hverfandi og þjálfun starfs-
manna að mestu í höndum fyr-
irtækjanna sjálfra. Ab mjólkur-
iönabinum einum undanskild-
um er hlutfall verkmenntabra í
matvælaframleiðslu afar lágt
hér á landi. íslensk fyrirtæki
hafa að þessu leyti slæma stöbu
gagnvart samkeppnisríkjunum.
I nágrannalöndunum er meg-
inþorri starfsmanna í matvæla-
iðnaði með verkmenntun.
Breytingar á verkmenntamál-
um og aðlögun verkmennta-
stofnana að þörfum ibnaðarins,
hið allra fyrsta, er því talin
brýn nauðsyn til að bæta stöðu
íslensks iðnabar í alþjóðlegri
samkeppni á matvælamarkaði.
Skilningur á þessu fer mjög
vaxandi innan fyrirtækjanna.
Að mati ríkisstjórnarinnar er
nú þegar fyrir hendi í Eyjafirði
góður efniviður til samstarfs.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
sé fjölmennur og öflugur og
þar sé vilji til að fara inn á mat-
vælasvið. Undir hans stjórn
starfi fiskvinnslubrautin á Dal-
vík. Háskólinn á Akureyri og
samstarfsstofnanir hans, Rann-
sóknarstofnanir fiskiðnaðar og
landbúnaðar ásamt Iöntækni-
stofnun og Hafrannsóknar-
stofnun gætu verið meginhluti
af hugsanlegri matvælastofn-
un. ■
Sýslumaöur í Reykjavik
skorar á erfingja aö
gefa sig fram:
Lýst eftir
tyndum
erflngjum
erlendis
Skorað er á tvo íslendinga bú-
setta erlendis að vitja arfs frá
látnum ættingjum í nýlegu Lög-
birtingarblaði. Talsmaður sýslu-
manns í Reykjavík vildi ekki tjá
sig um einstök tilfelli en segir
ekki algengt að auglýst sé eftir
erfingjum á þennan hátt.
í báðum tilfellum er skiptum á
dánarbúum sagt lokið og skorað
á viðkomandi erfingja að gefa
sig fram. Þeir eru Sigmundur
Guðmundsson, f. 27. nóvember
1953, síöast sannarlega búsettur
í Bandaríkjunum og Reynir Ár-
sælsson, f. 19. des. 1944, síðast
sannarlega búsettur í Dan-
mörku. Annars vegar er um
dótturson þess látna að ræða og
hins vegar um systurson hinnar
látnu.
Þeim Sigmundi og Reyni er gef-
inn tíu ára frestur frá birtingu
auglýsingarinnar til þess að vitja
arfsins. ■
» I ii
» »1 M.