Tíminn - 27.08.1994, Side 2

Tíminn - 27.08.1994, Side 2
2 Laugardagur 27. ágúst 1994 Nýjan flokk óhában gömlu Lara V. Júlíusdóttir segist ekki œtla oð vera á sérframbobslista hjá Jóhönnu komi hann fram: flokkunum Lára V. júlíusdóttir er yfirlýstur stubningsmabur jóhönnu Sigurbardóttur úr Alþýbuflokknum en segist ekki hafa í hyggju ab taka sceti á hugsanleg- um sérframbobslista hennar. „Sérframbob Jóhönnu" var mjög til umræöu eftir ab Jó- hanna Sigurbardóttir félags- málarábherra sagbi skilib vib ríkisstjórnina. Sigur Reykjavíkur-listans í borgar- stjórnarkosningum og bolla- leggingar um haustkosning- ar til Alþingis blésu þvílík- um fítonsanda í umræbur um sameingu á vinstri væng stjórnmálanna ab „sérfram- bobi Jóhönnu" var spáb 5- 6% fylgi á landsvísu, væri kosib á þeim tíma sem spurt var. Síban haustkosningar voru flautabar af hefur dreg- ib úr þessari umræbu, þótt vart verbi sagt ab lömbin séu þögnub. Fjölmiblar eru bún- ir ab gefast upp á því ab ná tali af Jóhönnu Sigurbar- dóttur, en í hópi helztu stubningsmanna hennar er Lára V. Júlíusdóttir, fyrrver- andi abstobarmabur hennar í rábuneyti. Afskipti Láru af pólitík og tengdum málum hafa verið mikil á undanförnum árum. Hún var lengi framkvæmda- stjóri ASÍ og var oröuð viö for- sPetaframboö þar. Hún er for- maður Jafnréttisráðs en er nú starfandi lögmaður í Reykja- vík. Þar sem Lára er hnútum kunnug fór Tíminn þess á leit við hana ab hún varpaði ein- hverju ljósi á það sem býr að baki umræðum um samein- ingu á vinstri væng stjórnmál- anna og spurði fyrst hvort hún væri líkleg til að skipa sæti á hugsanlegum lista „sér- framboðs Jóhönnu": „Nei, þab er ég ekki," segir Lára V. Júlíusdóttir, „og ég get upplýst að af minni hálfu kemur það ekki til greina. Per- sónulega hef ég ekki áhuga á ab blanda mér í stjórnmál á þeim grundvelli sem þau eru nú og hafa verið um langt skeið. Það þyrfti mikið að breytast til þess ab það kæmi til greina af minni hálfu. Ástæður þessarar afstöbu minnar eru ekki eingöngu per- sónulegar. Ég býst við að þær séu tiltölulega hlutlægt mat á aðstæðum. Stjórnmál hér á ís- landi eru í þeim farvegi að hér er lítið hægt að gera til úrbóta að óbreyttum forsendum. Ég tel að því sem ég kann að hafa fram ab færa sé einfaldlega betur varið öðruvísi en með beinni þátttöku í stjórnmál- um, hvort sem um er að ræða þingsetu eða annað." — Hverjar vceru þá þœr breyttu forsendur sem gcetu fengið þig til að endurskoða þessa afstöðu? „Stjórnmálalegt afl sem myndaö væri á nýjum grunni og væri án tengsla vib gömlu TÍMINN SPYR... stjórnmálaflokkana. Að mínu mati eru hagsmunalegar teng- ingar þeirra með þeim hætti að þeir megna ekki að stokka upp það sem þarf í þjóðmálum hér á íslandi. Það er sama hvert litiö er. Sagt hefur verið að það búi tvær þjóbir í þessu landi. Ég er sammála því, en því miður held ég að þeir sem ferðinni ráða innan gömlu flokkanna hafi engan áhuga á ab breyta því. Ég er jafnaðar- maður og skipti mér af pólitík gagngert til að jafna kjör og abstöðu, þannig ab hér búi ein þjóð en ekki tvær. Skinhelgin í stjórnmálastarfi er þvílík að fyrir kosningar er talað fagur- lega um ab koma á jöfnuði en um leiö og búið er að telja upp úr kjörkössunum kemur í ljós að það stóð aldrei til. Ég er ekki ab segja að þeir sem vald- ið hafa hegði sér svona vísvit- andi, þeir eru bara svo gegn- sýrbir af ríkjandi ástandi að þeim er fyrirmunað að rísa gegn því og gera þab sem gera þarf til þess ab jöfnuður kom- ist á." — En rennur þér þá ekki blóðið til skyldunnar? „Jú, en það er hægt að vinna hugsjónum sínum gagn með öðru móti en því að vera á þingi. Ég er reiðubúin að leggja talsvert á mig í þágu jöfnuðar og réttlætis. Ég tel mig reyndar gera það en þótt margir haldi að greiðasta leið- in til að hafa áhrif í samfélag- inu sé að láta kjósa sig á þing þá tel ég að því fari fjarri að svo sé eins og málum er nú háttab. En ef hér kæmi upp nýtt stjórnmálaafl, nýr flokkur án beinna tenginga viö gömlu flokkana, flokkur sem gæti í alvöru vegið á móti Sjálfstæð- isflokknum, þá hlyti ég að ger- ast þátttakandi í því. Ekki endilega með því að fara sjálf í framboð, þótt ég mundi ekki heldur útiloka slíkt. Það er kannski nauðsynlegt að skýra þetta aðeins nánar. í mínum huga á sannur áhugi á pólitík ekkert skylt við það persónu- lega framapot sem einkennir íslenzk stjórnmál. Það er ekki annað að sjá en mörgum sé það alveg framandi hugsun að einstaklingur geti haft þörf fyrir þátttöku í stjórnmálum án þess að framapot og einka- hagsmunir séu helzta og jafn- vel eina ástæban." — Þú nefnir einstaklingsbundið framapot en Ijáðir þó máls á því í sumar að ganga til liðs við „sér- framboð Jóhönnu" sem að mestu virtist snúast um persónuna Jó- hönnu Sigurðardóttur. Er þetta ekki þversögn? „Nei, ég leit svo á ab ab þetta kæmi að vissu leyti í beinu framhaldi af framboöi og kosningasigri R-listans, sem að mínu mati er það bezta sem gerzt hefur í íslenzkum stjórn- málum um langt skeið. Þarna kom upp hreyfing sem vildi leita nýrra leiða og sýndi þann styrk að hún gaf mér og mörg- um öðrum vonir um framhald þótt þær vonir hafi nú dofnab. Persónulegir hagsmunir ein- staklinga sem nú sitja á þingi og ráða lögum og lofum innan flokka sem stóðu að R-listan- um eru einfaldlega farnir að segja til sín og þeir vega of þungt til þess að breytingar séu mögulegar við núverandi aðstæður. Því segi ég ab nýtt stjórnmálaafl án beinna tengsla við gömlu flokkana sé eina leiðin til að komast úr þeirri hnappheldu sem íslenzk stjórnmál eru í, til stórskaða fyrir þann hluta þjóðarinnar sem hefur ekki aðgang að kjöt- kötlunum. Það er rétt að Jó- hanna Sigurðardóttir var sá öxull sem sameiningarmál virtust snúast um, og sannar- lega er hún stjórnmálamaður sem ég treysti og vil styðja, en þab var aldrei tilgangur minn að sameinazt yrði um það eitt ab hampa einhverri tiltekinni persónu. Hins vegar virtust mál þróasi meb þeim hætti að Jóhanna gæti komið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu, en ég held að nú sé komið á daginn að þeir sem fjálglegast tala um nauðsyn sameiningar séu í rauninni bara ab hugsa um sjálfa sig. Þátt í slíkum „stjórnmálum" tek ég ekki. ■ Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kynning Til íbúa í Rimahverfi Borgarskipulag Reykjavíkur kynnir hugmynd að nýrri götu í Rimahverfi milli Rimaflatar, Smárarima og Langarima (sjá kort). Tillagan er til sýnis hjá Borgarskipulagi, Borgar- túni 3, frá 29. ágúst til 30. september. Athugasemdir og ábendingar, ef einhverjar eru, þurfa að berast Borgarskipulagi fyrir 7. október 1994. Til sjávarútvegsfyrirtækja á Vest- fjörðum sem ætla að sameinast Á grundvelli laga nr. 96 frá 24. maí 1994, um ráðstafan- ir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, er hér með auglýst eftir umsóknum sjávarútvegsfyrirtækja á Vest- fjörðum sem óska eftir að koma til umfjöllunar. 2. gr. laganna er svohljóðandi: „Þar sem sveitarfélög verða sameinuð á Vestfjörðum, er Byggðastofnun heimilt að veita sjávarútvegsfyrirtækj- um, sem ætla að sameinast, víkjandi lán. Sama gildir um þau sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum sem hafa sameinast á síðustu þremur árum." í upphafi 3. gr. laganna segir: „Forsenda fyrir lánveitingu samkvæmt lögum þessum er að sérstakur starfshópur-, sem forsætisráðherra skip- ar, hafi gert tillögu um afgreiðslu á lánsumsóknum við- komandi fyrirtækja." Síðar í 3. gr. laganna segir: „Starfshópurinn skal við umfjöllun um lánsumsóknir hafa náið samráð við eigendur fyrirtækja og stærstu kröfuhafa þeirra. Starfshópurinn skal stuðla að sam- komulagi þessara aðila um nauðsynlega endurskipu- lagningu á rekstri hins sameinaða fyrirtækis." Með umsóknum fyrirtækja skulu fylgja ársreikningar ár- anna 1992 og 1993. Jafnframt verður óskað eftir endur- skoðuðu sex mánaða milliuppgjöri fyrir árið 1994. Um- sækjendur skulu gefa greinargóða lýsingu á þeirri sam- einingu fyrirtækja sem fyrirhuguð er eða hefur þegar farið fram. Starfshópurinn áskilur sér rétt til að taka til athugunar aðra sameiningarvalkosti en getið er í um- sóknum. Umsóknir, merktar „Ráðstafanir vegna Vestfjarða", skulu berast í pósthólf 955, 121 Reykjavík, fyrir föstu- daginn 9. september. Nánari upplýsingar gefur Guð- mundur Jóhannsson í síma 609200. Starfshópur um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.