Tíminn - 27.08.1994, Side 6

Tíminn - 27.08.1994, Side 6
r i t t 6 Hagvrðingaþáttur Kristileg HM-höll Fellur allt í friðarkram frjóvgar von oggaman. Eiríkur og Ellert Schram ættu að leggja saman. Skortir gólf og víðan völl vandann ber að leysa. Kristilega HM-höll helst er þörfað reisa. Kristilegur íþróttaunnandi Jón Þorleifsson yrkir hvorki stökur né limrur en er eigi að síður vel hagortur og kemur hugsun sinni vel til skila í bundnu máli. Tvær vísur eftir Jón: Varnarstríö Gegn einu púðurskoti upp á lífog dauða, okkar sterka vinartkið norska er að berjast, og siðferöileg skylda allra íslendinga, er með því í tvísýnu dauðastríði að verjast. Kynjagrös Víða ennþá hér á landi kennir kynjagrasa, og kraftur þeirra er nœrri ótrúlegur. fón Baldvin setur Davíð í sinn þrönga vasa, sem ekki virðist fara þangað tregur. Þórður Kárason orti eftirfarandi um fyndna og skemmtigjarna ráðherra. Ýmsu þörfu oft þeir sinna, uppákoma er þeirra fag. Held þeir ættu að hlægja minna og hugsa meira um þjóðarhag. Hér kemur gamall fyrripartur og nýr botn: Eigi að yrkja vandinn vex, allt vill snúa þversum. En listaskáldin segja sex í sýnum bestu versum. Og góökunningi okkar, Búi, telur tímabært að birta nýjan fyrripart að glíma við. Ofar stjömum, utar sól andinn frjálsi sveimar. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Vinningstölur ,------------- miðvikudaginn:| 24. ágúst 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6 af 6 1 114.799.000 ri 5 af 6 Ea+bónus 0 870.217 5 af 6 7 58.015 3 4af6 320 2.018 d 3 af 6 EÆ+bónus 1.312 211 fjjvinningur fór til Danmerkur Heildarupphæd þessa viku: 116.997.914 áísi, 2.198.914 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Laugardagur 27. ágúst 1994 Hvernig a eg ao vera? HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR svarar spurningum lesenda Perlur fyrir konur Skrautgjöm kona spyr hvaöa munur sé á perlum og hvern- ig eigi að þekkja þær í sund- ur. Talað er um ekta perlur, rækt- aðar perlur, tilbúnar perlur, gerviperlur og ódýrar og dýrar perlur. Hver er munurinn og hvernig á að þekkja þetta sundur? Svar: Ekta perla er náttúrlega bara ekta perla. Hún er fengin með því að perlukafari kafar eftir skelinni sem perlan er í og má því segja að hún sé eiginlega villt. Ræktaðar perlur eru búnar til með náttúrlegum hætti í vatni. Sandkorni er komið fyrir í skel sem myndar perluna utan um kornið og er þetta ræktað í eins konar skeljaeldisstöðvum. Síðan eru perlur sem búnar eru til í verksmiðjum úr til þess fram- leiddum efnum, sem eru lag yfir lag, yfir lag, eins og í perlum sem vaxa í skel. Út úr því kemur meira og minna hið sama. Svo eru perlur úr plasti. Það er svo margt sem hægt er að líkja perlunni við af þeim efnum sem við klæðumst. Dæmi. Micro- polymer í dag, sem er gerviefni, en þráðurinn er fínni en í silki. Er það í fyrsta sinn sem manninum hefur tekist að búa til þráð sem er fínni en silki. Þannig að klæði sem búið er til úr þessu efni hefur eiginleika silk- is, en það má henda því inn í þvottavél. En auðvitað er þetta ekki silki þótt það hafi alla eigin- leikana og aö enn auöveldara sé að hugsa um það. Þannig getur það verið með perl- una. Sú sem er búin til þolir betur hnjask en ekta perla en hefur aðra eiginleika hennar. Perlur sem búnar eru til í verk- smiðjum úr fínustu efnum með bestu þekktu aðferðum eru álíka dýrar og þær ræktuðu en svokall- aðar ekta perlur úr hafdjúpunum eru dýrari. Plastperlur eru billegar og ættu að vera auðþekkjanlegar. En verðlagi á íslandi er svo hátt- að í dag að það er hægt að treysta því að ekki sé verið að okra á okk- ur. Ekta hlutir og dýrir eru seldir á sannvirði en billegar eftirlíkingar eru miklu ódýrari. Erlendis þarf maöur að vera miklu varari um sig. Þú getur keypt demant hjá dýrum skart- gripasala í París sem kann ab vera fjórum sinnum dýrari en hjá til- tölulega óþekktum demantasala í London. Hér er demantaverðið hjá skart- gripasölunum fast og er óhætt að treysta því að ekki er verið að pretta mann. Það sama gildir um perlur. Því má bæta við að veröiö á ekta perlum er varla á færi venjulegra íslendinga í dag en við eigum kost á góðum perlum á sanngjörnu verði. ■ Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Utanríkisrábherrar Norður- landa funda í Litháen Utanríkisrábherrar Norðurland- anna ætla að hittast í Palanga í Litháen þann 31. ágúst næst- komandi. Þar munu þeir eiga óformlegan fund meb utanríkis- ráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Ef allt fer samkvæmt áætlun eiga síðustu rússnesku her- mennirnir að fara frá Eystrasalt- ríkjunum daginn sem rábherr- arnir koma saman. Á dagskrá fundarins er m.a. samband Eystrasaltsríkjanna og Rúss- lands. Annað ekki síbur mikilvægt mál sem til stendur að ræða er tengsl Eystrasaltsríkjanna vib Evrópusambandið. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa allar lýst sig fylgjandi því að stækkun ESB í austur taki til Eystrasaltsríkj- anna þriggja, Eistlands, Lett- lands og Litháen. Stjórnvöld í Júgóslavíu meina Bosníu-Serb- um að kjósa Belgrad, Reuter Stjórnvöld í Serbíu og Svart- fjallalandi, sem mynda sam- bandslýðveldiö Júgóslavíu, ætla ekki að leyfa Bosníu-Serb- um, sem af einhverjum ástæð- um dveljast í lýðveldunum tveimur, að kjósa í þjóðarat- kvæðagreiðslu um alþjóblega friðaráætlun. í gær var Momcilo Mandic, yf- irmanni skrifstofu Bosníu- Serba í Belgrad, tilkynnt að kosningarnar gætu ekki farið fram á landssvæöi Júgóslavíu þar sem stjórnmála- og efna- hagssambandi hefði verið slitið við Bosníu-Serba. Ástæðan fyrir slitunum var sú afstaða sjálfs- skipaös þings Bosníu-Serba í Bosníu að fallast ekki á friðar- áætlunina. ■ Fylgjendur ESB-aðildar Svía fleiri en andstæbingar Umskipti hafa orðið í afstöðu Svía til aðildar landsins að Evr- ópusambandinu. í fyrsta skiptið í langan tíma eru fleiri Svíar fylgjandi aðild að sam- bandinu en þeir sem eru and- vígir henni. Samkvæmt nýgerðri skoð- anakönnun Gallups eru 40 prósent atkvæðabærra Svía fylgjandi aðildinni en 37 pró- sent eru henni andvíg. Tæp- lega fjórðungur aðspurðra tók ekki afstöðu en það er álíka stór hópur og verið hefur að undanförnu. Fylgjendum hef- ur fjölgab um tvö prósentustig frá síðustu könnun Gallups en andstæðingum fækkað um þrjú prósentustig.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.