Tíminn - 27.08.1994, Side 18
15
Laugardagur 27. ágúst 1994
Magbalena Gublaugsdóttir
Fædd 6. sept. 1902.
Dáin 22. ágúst 1994.
Magðalena Guðlaugsdóttir var
fædd 6. sept. 1902 að Efri-
Brunná í Saurbæjarhrepp, Dal.
Foreldrar hennar voru: Guð-
laugur Guðmundsson, bóndi
þar og síðar á Bakka og Kletti í
Geiradal, og k.h. Sigurlína
t MINNING
Guðmundsdóttir, bónda og
sjóm. á Drangsnesi. Tók ljós-
mæðrapróf frá LMSÍ 27. júní
1925. Ljósm. í Bæjarhreppsum-
dæmi 1925-1929, 1938, 1948-
1952, Óspakseyrar- og Fells-
hreppsumdæmi ásamt annarri
1932-1940 og 1946-1953 og
Staöarhreppsumd. í V.-Hún.
1948- 1950. M. 20. okt. 1928
Magnús búfræðingur og bóndi
á Þambárvöllum, f. 18. júní
1905, Kristjánsson b. s. st.
Helgasonar og k.h. Ástu M. Ól-
afsdóttur frá Þórustöðum.
Magðalena og Magnús eignuð-
ust þrjú börn. Þau eru: Erla, f.
14. jan. 1931, ógift, búsett
heima á Þambárvöllum; Ásgeir,
f. 18. júlí 1932, bifreiðastjóri á
Akureyri, kvæntur Sigríði Ól-
afsdóttur, eiga þau þrjú börn;
Sigrún, f. 20. okt. 1941, kaupfé-
lagsstjóri á Óspakseyri, gift
Sveini Eysteinssyni, b. á Þamb-
árvöllum, eiga þau fjögur börn.
Útför Magðalenu veröur gerð
frá Hólmavíkurkirkju kl. 2. e.h.
í dag. Jarðsett verður i heima-
grafreit að Þambárvöllum.
Mágkona mín, Magðalena
Guðlaugsdóttir, Magga á Þamb-
árvöllum eins og hún var að
jafnaöi nefnd meðal ættingja
og vina, andaðist 22. þ.m. í
hárri elli, nær 92ja ára gömul.
Um nokkurra ára bil haföi
hún kennt sjúkleika, sem smátt
og smátt sigraði líkamsþrótt-
inn, en ágætu minni og and-
legri heilsu hélt hún til síðustu
stundar. Helst hefði hún viljað
eiga síðustu stundirnar heima á
heimili sínu, sem henni var
svo kært, enda naut hún þar
frábærrar umönnunar eigin-
manns síns og Erlu dóttur
þeirra, sem annaðist móöur
sína af mikilli alúð og sá um
heimilið. En þegar ekki voru
tök á að veita henni þá hjúkr-
un heima, sem hún þurfti, fór
hún á Sjúkrahúsið á Hólmavík
og var þar síðustu þrjár vikurn-
ar og andaðist þar eins og áður
segir.
Tíu ára að aldri kom Magga á
heimili foreldra minna, eftir að
hafa misst móður sína, og ólst
þar upp. Yngri bróðir hennar,
Leó, kom um svipað leyti til
ömmu minnar og seinni
manns hennar, Skúla Gub-
mundssonar, en hann var föð-
urbróðir þeirra systkinanna.
Þótt búin væru talin tvö, var
sama sem eitt heimili væri og
hver vann sem best hann mátti
að heill og velgengni þessa litla
samfélags. Þar áttu þau systkin-
in sín æsku og unglings ár í
hópi annarra unglinga á svip-
uðu reki, og jafnan var mann-
margt og þröngbýlt. Þurfti þvi
hver ab taka tillit til annars. í
Minningarsjóður
Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar
Styrkir til náms í verkfræði
og raunvísindum
Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýs-
ir hér með eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í
verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa
þeir einkum verið veittir þeim sem lagt hafa
stund á framhaldsnám í þessum greinum.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sam-
skiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt
að skila umsóknum þangað.
Umsóknarfrestur er til 15. október n.k. Fyrir-
hugað er að tilkynna úthlutun í byrjun nóvem-
ber.
sumar, þegar ég hitti Möggu í
síðasta sinn, spurði hún mig:
„Manstu eftir því að nokkurn
tíma væri ósætti á mili okkar
krakkanna, er leiddi til vand-
ræða?" Auðvitað minntist ég
þess ekki, slíkt þekktist ekki
enda umgengnishættir full-
orðna fólksins fyrirmyndin.
Skipulegt skólahald fyrir börn
og unglinga var ekki í sveitinni
á þessum tíma og byggöist
fræösla þessara unglinga á því
sem heimilin gátu veitt, en auk
þess voru fengnir heimilis-
kennarar flesta vetur og völd-
ust til þess hinir ágætustu
menn.
Um tvítugsaldur fór Magba-
Iena til Sauðárkróks og var þar
vetrartíma ab læra fatasaum.
Varð það henni hagnýt kunn-
átta á langri ævi og marga flík-
ina saumaði hún og hand-
bragðið leyndi sér ekki. Magða-
lena var mikil hannyrðakona
og bera margir fagrir munir því
vitni, heklaðir eða prjónaðir,
sem hún hefur gefið vinum og
vandamönnum. Fram á síðustu
vikur sat hún við prjón eða
hekl þegar þrautir linuðust.
Haustið 1924 hélt Magðalena
til Reykjavíkur og var þar við
nám í ljósmæðrafræði undir
handleiðslu Guðmundar
Björnssonar, landlæknis, og
ágætra ljósmæðra.
Að námi loknu réðist hún
sem ljósmóðir í Bæjarhrepps-
umdæmi og gegndi því starfi
um árabil, auk þess bæði í Stað-
arhreppsumdæmi í V,- Hún. og
Bitru- og Fellshreppsumdæmi í
Strandasýslu.
Magdalena var mjög fær ljós-
móðir og átti láni að fagna í
starfi sínu og vinsældum sæng-
urkvenna, sem margar bundust
henni ævilangri vináttu. Henni
var starfið hugleikið og leyfi ég
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON
Bikarkeppni Bridgesambands íslands:
Sveit VÍB úr leik
Þriðju umferð Bikarkeppni BSÍ
lauk sl. sunnudag, 21. ágúst, og
uröu úrslit eftirfarandi:
Sveit Kjöts og fisks frá Hafnar-
firði tók á móti sveit Halldórs
Más Sverrissonar og vann Hall-
dór meb 131 impa gegn 113
inpum. Sveit Sigmundar Stef-
ánssonar frá Reykjavík vann
sveit Sparisjóðs Keflavíkur meö
106 impum gegn 74 impum.
Sveit Glitnis, Reykjavík, fór til
Selfoss og spilaði vib sveit Ól-
afs Steinasonar og vann sveit
Glitnis með 156 impum gegn
29.
Sveit Landsbréfa vann sveit
Estherar Jakobsdóttur, Reykja-
vík, 123-49.
Sveit Ármanns Magnússonar
vann hina sterku sveit VÍB
125-47.
Sveit Ragnars T. Jónssonar, ísa-
firöi, vann sveit Georgs Sverris-
sonar með 57 impa mun.
Dráttur fjórbu umferb-
ar Bikarkeppni BSÍ
Búið er að draga í 4. umferð
Bikarkeppninnar og munu eft-
irtaldar sveitir eigast vib í 8-
sveita úrslitunum. Sú sveit sem
talin er upp á undan fær
heimaleik:
S. Árm. Magnússon-Landsbréf
Magnús Magnússon-Trygg-
ingamiöstöðin
Ragnar T. Jónsson-Sigmundur
Stefánsson
Glitnir-Halldór Már Sverrisson
Það eru sem sagt tvær lands-
byggðasveitir eftir í pottinum,
sveit Ragnars frá ísafirði og
sveit Magnúsar frá Akureyri en
hinar sex sveitirnar eru frá
Reykjavík. Ómögulegt er að
spá fyrir um úrslit fyrirhugaðra
leikja en frestur til ab spila um-
ferðina rennur út sunnudag-
inn 21. september. Þá verður
ljóst hvaða fjórar sveitir koma
til með að keppa til úrslita um
bikarinn en núverandi bikar-
meistarar eru sveit Samvinnu-
ferða-Landsýnar, sem vann sig-
ur á sveit Björns Theódórsson-
ar í úrslitaleik í fyrra. Fjórir af
libsmönnum Samvinnuferða
eru enn í baráttunni nú undir
merki Glitnis, en það eru Helgi
Jóhannsson, Gubmundur Sv.
Hermannsson, Björn Eysteins-
son og Aðalsteinn Jörgensen
sem hefur unnið titilinn oftar
en nokkur annar íslendingur.
Silfurstigamót í Sigtúni
í dag, laugardaginn 27. ágúst,
verður haldið silfurstigamót
með peningaverðlaunum í Sig-
túni 9. Þetta veröur síðasta tví-
menningsmótib með silfurstig-
um í sumar og eru spilarar
hvattir til að mæta og hefja æf-
ingar fyrir veturinn. Mótið
hefst kl. 12 og lýkur kl. 18.00
Aöalsteinn jörgensen er enn meb í
baráttunni um bikarmeistara-
titilinn en hann hefur oftast allra
Islendinga unnib Bikarkeppnina.
Spilaður er Mitchell, tvær um-
feröir með forgefnum spilum.
Keppnisgjald er 1500 kr. á spil-
ara og fer helmingur þátttöku-
gjalda í verðlaun. Skráning er á
skrifstofu BSÍ í síma 619360.
Lesin vörn
Vestur átti kost á glæsilegri
vörn í sumarbridge sl. sunnu-
dag þar sem suöur spilabi eitt
grand.
Suður/Allir
* KDT3 * CT7 * D432 * 76
4 Á9 N V A * 8765
¥ ÁD9 ♦ K76S ¥ 5432 ♦ 2
4 ÁD64 S 4 CT93
A C42 y K86 * ÁT98 4 K32
Vestur Norbur Austur Subur
1 ♦
dobl 1V pass 1 grand
allir pass
Útspil ♦ 6
Vestur valdi tígulútspil sem er
hlutlaust útspil en sagnhafi
drap á tíu heima og spilaði
spaðagosa sem vestur drap
meö ás. Þá kom meiri tígull,
suður drap heima og spilaði
spöðunum til enda. Áfköst
vesturs eru vandamál. Austur
frávísaði í hjarta og suður
kastabi lauftvistinum. Vestur
losaði sig að lokum við bæði
litlu laufin. Þá kom tígull á ás
vesturs og meiri tígull. Suöur
drap og varb að gefa þrjá slagi í
vibót en 8 slagir voru
miðlungur.
Vestur gat vissulega gert betur
meb því að hugsa. Eina leiðin
til að koma makker að hlaut að
vera laufið og því var nauðsyn-
legt ab kasta laufdrottningunni
til að spila makker inn og fá
síðan gegnumspilib í hjarta.
Suður hlaut ab eiga laufkóng
til ab eiga opnun og líkurnar á
þrílit í laufi eru sterkar. Svo
virtist hins vegar sem enginn
fyndi þessa vörn við
spilaborðið.
Ódýr toppur
Það þarf oft lítið í toppinn í tví-
menningi. Sl. þriðjudagskvöld
í sumarbridge sat vestur með
♦ÁGT8654 V 3 ♦ 83+Á32 og
þannig gengu sagnir, austur
gjafari og AV á hættu:
Vestur Norbur Austur Subur
- - pass 1¥
24 34 4* 5¥
pass 6 ¥ pass pass
Hverju spilar lesandinn út?
Ef laufásinn var valinn getur
vestur pakkað spilunum sínum
í rólegheitunum og þegið topp
fyrir Allt annað gefur 13 slagi.
Eins og það virðist skrýtið kom
aðeins einn vesturspilari út
með laufásinn sem er eina spil-
ið sem naegir til að halda sagn-
hafa í 12 slögum.
Sjá allt spilið:
♦ .
¥ KT94
♦ ÁCT972
* G84
A
¥
♦
4
ÁCT86S2
3
83
Á32
N
V A
S
A D93
¥ DG
♦ 65
* KDT97S
4 K74
¥ Á876S2
♦ KD4
4 6
Eftir þessar sagnir finnst manni
sem aðeins eitt útspil komi til
greina en staðan gjörbreytist ef
vestur ákvebur að opna í spil-
inu og þá að öllum líkindum á
þremur laufum. Þá gæti fram-
haldið orðið þessu líkt:
Vestur Norbur Austur Subur
3* 3¥ 3A 4A .
pass 5* pass 6¥
Nú em AV „sannaðir" með 10
spila samlegu í laufi og þá er
orðið vænlegra að leggja niður
spaðaás. í Þessu tilviki er sem
sagt stórvarasamt að hefja leik-
inn á þremur laufum og á aust-
ur ekki minni þátt í útspilinu
en vestur með öguðu passi
sínu.
Annað er eftirtektarvert, að
aðeins eitt útspil nær að
hnekkja alslemmunni og
hálfslemman er 100% örugg.
Punktafjöldi NS er aðeins 21,
en merkilegt nokk sögðu þó
allir sumarspilararnir slem-
muna, nokkrir að öllum líkind-
um þvingab eftir hindranir AV.