Tíminn - 20.09.1994, Page 5

Tíminn - 20.09.1994, Page 5
Þri&judagur 20. september 1994 fMitti 5 Kristján jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir eftir frumsýningu. Tímamynd CTK kyrru fyrir, t.d. þegar Kristján liggur dauðsár á börum eða El- ín Ósk situr í helli sínum, því öll hlaup fram og aftur eru til óþurftar. Tilraunir Sveins til að undirstrika friðarhugsjónina, Bosníu og Mutter Courage komast ekki til skila skýringar- laust, en verða ljós þegar lesið er um þau í efnisskránni. Leikmynd og búninga geröi Hlín Gunnarsdóttir. Leik- myndin er útaf fyrir sig hagan- lega gerð, láréttar og lóðréttar súlur, en gerir svosem ekkert til eða frá til að auka við „and- rúmsloft" óperunnar. Þessi leikmynd hefði allt eins komist fyrir í Gamla bíói meö sínu grunna og óhreyfanlega sviði. Að vísu skal það viðurkennt, að „frelsi" hins stóra og tækni- vædda sviðs má ekki verða að fjötri, þar sem leikstjóri og leik- tjaldahönnuður neyðast til að fylla út í allar víðáttur og nýta allar tæknibrellur — stórt sviö á alveg eins að geta boðið upp á nánd við áhorfendur eins og lítib svib. Eins og hellisatriðið gerði í Valdi örlaganna. Jafn- framt má nefna „ölmusu-atrib- ið" í upphafi 6. atriðis sem var sérlega glæsilegt. Búningarnir eru flestir fremur litlausir og allt í lagi með það — nema búningar Kristjáns og El- ínar Óskar hefðu mátt gera meira fyrir þessar aðalpersónur óperunnar. Ljósameistarar (Björn Berg- steinn Guðmundsson) gerbu góöa hluti. Og sömuleiðis þýð- andi skjátexta, Óskar Ingimars- son — hvílík framför að skilja það sem fram fer á sviöinu! Kórstjóri og abstoðarhljóm- syeitarstjóri var Gunnsteinn Ólafsson, einn af okkar upp- rennandi ungu mönnum. Kór- inn kemur vel fyrir, og mjög fagur var söngur munkanna í 3. atriði. Og loks var hljómsveitin af- bragb undir stjórn Maurizios Barbacini. Raunar var það at- hyglisvert á frumsýningunni hve örugglega og snurðulaust hún gekk fyrir sig. Enda var svo að heyra, eftir ab tjaldið loksins féll eftir langvarandi klapp og hneigingar, að mikil fagnabar- læti brytust út baksviðs. Sem útaf fyrir sig var ærið tilefni til. Samt hefði ég viljað að þessi ópera, þar sem vald örlaganna er túlkað meö magnþrunginni tónlist, hefði snortið mig meira en hún gerði. ■ Vald örlaganna Opera Verdis, Vald örlag- anna, þykir merkust fyrir söngaríur sínar, og næstmerkust fyrir samsönginn. í þriðju röb kemur sennilega söguþráðurinn og í hinni fjórðu boðskapurinn, sem a.m.k. í uppfærslu Þjóðleik- hússins nú er einkum fánýti styrjalda. Þótt sá bobskapur sé í sjálfu sér sígildur, ekki síður en örlög elskenda sem ekki fá not- ist, eru höfuðpersónur þessarar óperu furðulega fjarri okkur: kynþáttahleypidómar Calatra- vas, sjúklegur hefndarþorsti Carlos og ekki síst lífsflótti Leo- noru og síðar Alvaros. Allt var þetta sennilega sjálfsagt á Ítalíu um miðja síðustu öld, auk þess sem það þótti sérlega rómant- ískt þegar elskendur náðu ekki saman, og a.m.k. annar þeirra dó, helst úr berklum en ella fyr- ir sverbi eða rýtingi. í eldri út- gáfu Valds örlaganna deyja all- ar höfuðpersónurnar fyrir leiks- lok, en síbar var aðeins slakað á og einn sleppur, þó til þess eins að grafa sig lifandi innan klaustursveggja. í Valdi örlaganna eru 11 nafn- greind hlutverk, en þrjú eða fjögur þeirra eru Iangstærst. Meginhlutverkin tvö sungu Kristján Jóhannsson (Alvaro) og Elín Ósk Óskarsdóttir (Leo- nora). Kristján birtist fyrst í mibju 1. atriöi eftir hálf-vand- ræðalegan inngang þeirra Leo- noru og Curru (Guðrún Jóns- dóttir), þar sem hann kemur stökkvandi yfir vegg inn á svið- iö furbu fimlega — og var fagn- að með lófataki. í því atriði og hinum næstu var rödd Krist- jáns ansi hörð og stálslegin, en er leið á óperuna mýktist rödd- in og gildnaði, og söngvarinn sýndi þá hlið sína sem heillað hefur margan óperuunnanda í frægum húsum. Elín Ósk, sem undirritaður hefur lengi haft tröllatrú á, stendur sig afar vel í hlutverki Leonoru, sem sjálfsagt gefur hlutverki Alvaros í engu eftir, hvorki í tæknikröfum né dram- atískum tilþrifum. Elín Ósk skipar sér með þessari sýningu í hóp fremstu óperusöngkvenna vorra. Þriðja meginhlutverkiö, Carlo bróbur Leonoru, syngur Norð- maðurinn Trond Halstein Moe, sem söng hlutverk greifans í Brúðkaupi Fígarós í Þránd- heimi í uppfærslu Sveins Ein- arssonar. Trond Moe er glæsi- menni meb mjúka og fallega baritónrödd, sem blandast sér- lega vel vib rödd Kristjáns í gullfallegum samsöngsatriðum þeirra, auk þess sem einsöngs- atriði hans eru prýðileg líka. All-áberandi er Elsa Waage í tveimur veisluatriðum sem spákonan Preziosilla. Elsa gerir þetta mjög vel, bæði söng og leik, en sennilega má hún passa sig á því að festast ekki í hlut- verkum af þessu tagi. Frægasta atribi Preziosillu í Valdi örlag- anna er „Rataplan"-þátturinn, sem Elsa söng með glæsibrag. Loks er ab geta meðal stærri sönghlutverka Viðars Gunnars- sonar í hlutverki ábótans, sem er eins konar Sarastró, göfugur fulltrúi hinna háleitari afla (sem hér er kaþólska kirkjan). Viðar sómir sér þarna afar vel, svo sem vænta mátti, með sína virðulegu bassarödd og fyrir- mannlegu framkomu. Andstæða Viðars og ábótans er Bergþór Pálsson í hlutverki munksins Melitone, sem syng- ur lítið en leikur þeim mun meira og er u.þ.b. eini gaman- semis-ljósgeislinn í því myrkri illra örlaga sem óperan fjallar um. Bergþór er prýðilegur grín- leikari, eins og oft hefur komið fram, þótt ýmislegt í látbragbi hans gæti túlkast sem ómakleg- ar dylgjur um lífið innan klaustursmúranna. Önnur nafngreind hlutverk eru örsmá: Calatrava, faðir Leo- noru og Carlos (Tómas Tómas- son); Curra, vinkona Leonoru Forseti íslands óskar Kristjáni til hamingju meö frammistööuna. (Guðrún Jónsdóttir); læknir (Stefán Arngrímsson) og bæjar- stjóri (Ragnar Davíðsson) — þessa efnilegu söngvara verður gaman að heyra í stærri hlut- verkum þegar fram líða stund- ir. Og loks farandleikarinn Tra- buco (Sigurður Björnsson), sem Sveinn Einarsson leikstjóri ljær þó stærra hlutverk en Verdi kannski ætlaði honum, meb táknrænum strengbrúðuatrið- um í upphafi og við enda óper- unnar. Sú hugmynd, hver sem á hana, er prýðileg og sviðs- TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON hreyfingar Sigurbar ágætar, en samt hefði verið ennþá betra ef Trabuco hefði kunnað meira fyrir sér í strengbrúöulistinni en að láta brúburnar hneigja sig. Með réttu eða röngu hefi ég lengi verið þeirrar skoðunar að uppsetning Sveins Einarssonar á Silkitrommu Atla H. Sveins- Tímamynd CTK sonar og Örnólfs Árnasonar hafi valdiö vissum tímamótum og lagt drög að óperustíl sem skapast hefur hér á landi. Sveinn Einarsson bætir tæplega miklu við rykti sitt sem óperu- leikstjóri með þessari sýningu; sé það rétt sem haft var eftir lærdómsmönnum í upphafi þessa pistils, að tónlistin sé númer eitt og tvö í þessari óperu, þá felst gób leikstjórn í því að hlúa sem best að þeim þáttum. Enda eru bestu atriðin í óperunni þau þegar abstæður knýja söngvarana til að halda Bergþór Pálsson og Viöar Gunnarsson leika og syngja hlutverk munks og ábóta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.