Tíminn - 20.09.1994, Page 11

Tíminn - 20.09.1994, Page 11
Þtí8f<Jclagár20.5eptember'1994'H Guðbjörg Anna Þorsteinsdóttir Syöra-Velli Guðbjörg Anna Þorsteinsdóttir, Syðra-Velli, fceddist þann 21. september 1984. Hún lést á gjör- gcesludeild Landspítalans 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson á Syðra-Velli. Óskírð systir Guðbjargar fceddist þann 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar eru Jón Ól- afsson og Gunnþórunn Hallgríms- dóttir, Lágengi 12 á Selfossi. For- eldrar Þorsteins voru Agúst Þor- valdsson alþingismaður, d. 1986, og Ingveldur Ástgeirsdóttir, d. 1989, á Brúnastöðum. Útfór Guðbjargar Önnu fer fram frá Gaulverjabcejarkirkju í dag, þriðjudaginn 20. september. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta; ég er svo noerri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlceið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu... (Höf. óþ.) Sumarið er liðið með sínum nóttlausu dögum, eitt sumar í lífi okkar, hlýtt og notalegt þó sólardagarnir væru ekki margir, en í minningunni verður það skráð í huga okkar fyrir alla logndagana, fyrir fallegu morgnana, fyrir kyrrðina og látleysið. En allt tekur enda og nú er komið haust. Stráin gulna í broddinn og gera annan lit á um, sem raunar naut sín best sem ráðgjafi og samráðsmaður, þegar mikið lá við og þörf var fastheldni viö grundvallarviðhorf, trúnabar við meginprinsip. Þórarinn sat á Alþingi samfleytt 19 ár (1959-1978) sem þingfulltrúi Framsóknarflokksins úr Reykjavík, lengst þess tíma ásamt Einari Ág- ústssyni. Þetta var á blómaskeiöi Framsóknarflokksins í borginni, þeim Þórarni og Einari til mikils sóma meðan það stóð. Þá hófust að marki persónuleg kynni okkar Þór- arins. Af þeim varð mér ljóst ab hann var verður þess mikla trúnað- ar og trausts sem hann hafði ætíð notið í flokksstarfi. Enda gegndi hann þingmannshlutverki sínu með mestu prýði. Um skeið var hann formaður þingflokksins og fórst það afar vel úr hendi. Allan þingferil sinn sat hann í utanríkis- nefnd þingsins og var formaður hennar tvö kjörtímabil, 1971-1978. Á þeim tíma voru utanríkismál fyr- irferðarmikil og vandmeðfarin ekki síður en nú, verkefnin að sumu leyti lík, en viðhorfin allt önnur, svo mjög hafa tímarnir breyst. Það reyndi því mikiö á Þórarin Þórar- t MINNING jörðina, en haustið á sína fal- legu liti þó það boði komu vetr- arins, konungs árstíðanna. Og í miðjum haustönnunum erum við að kveðja litla stúlku, tíu ára gamla, heimasætuna á Syðra-Velli, hana Gubbjörgu Önnu. Tíu ár er ekki hár aldur í lífi einstaklinga, en þroskinn fer ekki alltaf eftir aldrinum. Guðbjörg Anna var þroskað barn, bæði andlega og líkam- lega, hún stundaði íþróttir og var farin að keppa á mótum þó ung væri. Hún átti kindurnar sínar á fjalli, nú dregur hún ekki lagðprúðu lömbin í dil- kinn með pabba. Eftirvænting- in var oft mikil að fá lömbin sem hún var búin að taka á móti á vorin. Dýrin voru henn- ar áhugamál, Skjóni var oft beislaður og þeyst á honum og Snati fylgdi á eftir. Við minnumst ferðar sem afi og amma buðu henni í austur að Kirkjubæjarklaustri á síðast- liðnu sumri í samfloti við frændsystkini hennar. Hún Guðbjörg fór með af því það var rigning, hún gat ekki hugs- að sér að missa af heyönnum í sveitinni. Minninguna um þessa góðu rigningardaga geymum við í hjörtum okkar meb þakklæti. 15. ágúst síðastlibinn eignað- ist Guðbjörg Anna litla systur, en þá kom nýr kapítuli í lífi hennar þá daga sem hún naut hennar, en þeir urðu alltof fáir. insson á þessum formannsárum í nefndinni, þegar landhelgisdeilan stóð og stefnan í varnarmálum mjög umdeild, ekki aðeins flokka milli heldur innanflokks í Fram- sóknarflokknum. Eitt þeirra stórmála aldarinnar sem Þórarinn Þórarinsson lét sig skipta, svo ab um munaði, var „landhelgismálið", barátta íslend- inga fyrir rétti sínum sem fiskveibi- þjóð og strandríki ab öblast full yf- irráð yfir aublindum hafsins kring- um landið. Þetta var 30 ára stríð þjóðarinnar gegn leifum útþenslu- stefnu sjóvelda öldum saman og nýlendustefnu stórvelda, framhald sjálfstæðisbaráttunnar. Þórarinn var einn af áhrifamönnunum í landhelgismálunum. Hann var það innan Framsóknarflokksins og sem ritstjóri Tímans. Hann sat í land- helgisnefndinni 1970-1971, átti sæti í undirbúningsnefnd hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1971-1973 og sótti fundi hafréttar- ráðstefnunnar í mörg ár. Sem for- maöur utanríkismálanefndar á fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórn- ar (1971-1972) átti hann manna drýgstan þátt í ab vinna ab sam- komulagi allra stjórnmálaflokka á Alþingi um útfærslu landhelginn- ar, þegar 50 mílna skrefið var tekið sem áfangi í lokasókninni að 200 mílna útfærslunni, sem byggð var á stefnumótun hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eftir 1973 og náði fram í raun, að því er ísland varðaði, þegar samkomulag íslands og Bretlands þar að lútandi var undirritað í Ósló í júní 1976. Þórar- inn var viðstaddur þessa sögulegu stund í Ósló sem formaður utanrík- ismálanefndar og fulltrúi Fram- sóknarflokksins. Þetta er gott dæmi um það úr persónusögu Þórarins Þórarinssonar, ab hann stób oft hið næsta meginviðburðum íslands- sögunnar meðan hann lét að sér kveba í virkri pplitík. „Hið næsta" Við biðjum Guð að veita henni leiðsögn í nýjum heim- kynnum. Við bibjum Guð að blessa frændsystkini hennar sem hún mat svo mikils, skóla- félaga og kennara sem upp- fræddu hana. Þakkir skulu færðar til Stein- unnar og Egils og allrar fjöl- skyldunnar á Tunguvegi 42, einnig til lækna og hjúkrunar- fólks á gjörgæsludeild Landspít- alans og til allra þeirra annarra sem hafa veitt okkur ómetan- legan stuðning og hjálp og bibjum Guð að blessa þau. Orð okkar verða ekki fleiri eft- ir þessa dótturdóttur okkar, því góðar hugsanir í þögninni segja oft meira en orðin. Við óskum og biðjum að litla stúlkan, sem fæddist 15. ágúst, megi lýsa í kringum sig og verði stjarnan sem skín í lífi og starfi foreldr- anna. Afiog amtna Tilhlökkun og eftirvænting fylgir jafnan fyrsta skóladegin- um, en að þessu sinni varpaði skugga á þennan dag í Barna- skóla Gaulverja, því að um sól- arhring áður hafði eitt barn- anna, hún Guðbjörg Anna, veikst skyndilega og lá þungt haldin á sjúkrahúsi. Að viku liðinni hafði hún kvatt þetta líf og er því nú stórt skarð höggvið í fámennan en samrýndan hóp skólasystkinanna. Gubbjörg Anna ólst upp við alúð og ástríki elskulegra for- eldra, Margrétar Jónsdóttur og Þorsteins Agústssonar, ömmu, merkir að sjálfsögðu að vera í fram- varðarsveitinni, en þab var Þórar- inn í mörgum stórmálum síns at- hafnaskeiös. Eins og siður er góbra sagnfræð- inga, sem Þórarinn er ab upplagi betri en margir aðrir, hreykir hann sér ekki í tíma og ótíma af hlut- deild sinni í stórviðburðum eba samneyti vib háttskrifaðar persón- ur utan lands og innan. Með eng- um manni hefur mér þótt betra ab rifja upp sögulega framvindu þess- arar viðburbaríku aldar, sem við lif- um, en Þórarni Þórarinssyni. Hon- um bregst ekki heildarsýnin, þótt minnugur sé á smáatvikin. Smáat- vikin eru að vísu krydd hverrar frá- sagnar og stundum eins og drög að stærri viðburðum, en eins og menn hvolfa ekki í sig úr kryddbauknum eða reyna að fleyta fari sínu á lækj- arsytrum, segja menn ekki mann- kynssöguna í brotakenndum skrýtlum og frásögnum af smá- skærum, sem ekkert eru, þegar að er gáð. Þórarinn hafði löngun til þess unglingur að ganga menntaveg, gerast sagnfræbingur og bók- menntamaður. Enda er fræði- mannsupplagið í honum hverjum manni augljóst. Þab hefur verið hans meginstyrkur sem stjórnmála- manns og ritstjóra, énda valdi hann sér þannig viöfang á hösluð- um velli stjórnmálanna að hann fengi notið hins besta af kröftum sínum og orbið þannig drýgst ab liði þeim hugsjónum sem hann barðist fyrir. „Veit sá takmörk sín sem vitur er." í pólitík er mörgum erfitt að hafa þetta spakmæli aö leibarljósi, enda naumast ab menn séu hvattir til þess. En Þórarinn er maður til að virða spaks manns orð. Þess vegna hefur honum orðið svo mikib úr því sem hann hefur fram ab færa til libveislu góbum málum. Ingvar Gíslason afa og alls síns frændfólks. Hún var afskaplega dugleg og at- orkusöm stúlka og fylgdi for- eldrum sínum vib störf, hvort sem var inni eða úti, og naut hún sín vel viö að hugsa um dýrin og þá sérstaklega kind- urnar sem hún hélt mikið uppá. Guðbjörg Anna var sjálfstæð- ur persónuleiki, hafði kímni- gáfuna í góbu lagi og alltaf góð í tilsvörum. Komst hún því vel frá hlutverkum sínum á leik- sýningum Barnaskólans, auk þess sem henni sóttist allt nám og skólaganga með ágætum. Og mikiö var hún Guðbjörg Anna hamingjusöm er hún í síðasta mánuði bankaði upp á hjá okkur, ásamt föður sínum, og tilkynnti að lítil systir væri fædd. Guðbjörg Anna var náinn leikfélagi systkinanna hér á bæ, þó sérstaklega yngstu dóttur- innar. Þeirra leikir tóku á sig hinar ýmsu myndir gegnum ár- in, og þar fékk athafnasemin ab njóta sín. Fyrir allar þessar góöu stundir viljum við nú þakka og er við hugsum um þær í framtíðinni, munum við minnast kærrar frænku og vin- konu sem nú er sárt saknað. Missir fjölskyldunnar er stór og við bibjum algóðan Guð að styrkja foreldra, litla systur, ömmu, afa og aðra aðstandend- ur á erfibum tímum. Fjölskyldan Gerðum Fagrir haustdagar eru að baki, sannkallaður sumarauki hefur fallið okkur í skaut. Það er fallegt í Flóanum undir septembersól, jörðin skartar litadýrð, í austri gnæfa jöklarn- ir hreinir og tærir og drottning fjallanna rís sviphrein og sak- leysisleg upp af sléttunni. I norðri varða fögur fjöll sýsl- una. Þab er hvergi ský eða móðu að sjá á þessum árstíma, þannig að þetta listaverk skap- arans er engu líkt. En hitt má kynna hverjum Ámesing að hvergi á landið slíkan sjónarhring og rausnarítök rýmka hann í kring um Rangárþing. (Eiríkur Einarsson) Heima á bæjunum ríkir friður og kyrrð, töðuilmur finnst enn á einstaka bæ, réttirnar eru framundan, skólastarfið komiö í gang. Farfuglarnir minna okk- ur á að senn kemur vetur hér á norðurhveli jarbar. Ung hjón hafa eignast nýjan sólargeisla, sitt annað barn, litla dóttur. Er það ekki á svona stundum sem hamingjusömu fólki finnst að hjól tímans mættu stöðvast um stund til að njóta lífsins? Fólkið í sveitinni þekkir betur lögmál lífsins en aðrir, það veit að fyrsta frost- nóttin á haustin fellir oft falleg- ustu rósina í garðinum. Skyndilega barði óboðinn gestur að dyrum hjá þeim Þor- steini bróður mínum og Margr- éti mágkonu á Syðra- Velli. Guðbjörg, sem er að verða tíu ára gömul, er heltekin banvæn- um sjúkdómi. í hönd fóm lang- ir dagar og dimmar nætur, bið á milli vonar og ótta, en lífið tapabi orustunni. Gubbjörg Anna var fædd 21. sept. 1984. Hún var hraust og dugleg stelpa, ljósgeisli foreldra sinna, tápmikill krakki sem tók óvenju virkan þátt í starfi for- eldra sinna. Stundum blöskraði manni hvab hún var órög að umgangast skepnur, þá agnar- lítil, en búskapurinn og skepn- urnar voru hennar yndi, löngu farin að ríða út á góðum hesti. Hún var virkur þátttakandi í leik og starfi hvar sem hún kom. Eftir aldri var hún þroskuð bæði andlega og líkamlega, stór og gerðarleg, dökk á hár og skipti vel litum, sviphrein og fr(ð í andliti. Þótt hún hafi alist upp sem eina barn foreldra, bar aldrei á neinum samskiptaerfið- leikum hjá henni við aðra krakka, enda gestkvæmt á heimilinu. Henni gekk vel að umgangast jafnaldra og skólafé- laga og átti sér mörg áhugamál. Skarðið er stórt sem nú stend- ur autt á heimili bróður og mágkonu. Kvödd að fullu ein sumarsaga með sólbros og hamingjudaga. (Sigurbur Einarsson) Vib svona aðstæbur eru fátæk- leg orð vanmegnug til ab lina sorg og þjáningu, lífið hefur numið staðar um stund. Það hefur hent slys á jörðunni sem er í mótsögn við sköpunarverk- ið sjálft, eitthvað sem ekki átti að gerast, en gerist samt, af því að dauðinn fylgir lífinu. Helsjúkur líkami hefur fengið hvíld og leyst sálina úr þeim fjötrum, sem oft fylgja erfiðum veikindum. Guð almáttugur hefur kennt okkur að dauðinn getur verið miskunnsamur og líkn þeim sem eftir lifa. Jafnvel á svona stundum fá orð skálds- ins nýjan hljóm: Og því er oss erfitt að dcema þann dóm að dauðinn sé hryggðarefhi, þó Ijósin slokkni og blikni blóm, er ei bjartara land fyrir stefhi? Þér foreldrar grátið, en grátið lágt, við gröfina dóttur og sonar, því allt sem á lífog andardrátt til ódáinsheimanna vonar. ' (Einar Benediktsson) Tíminn er mikill læknir og græðir hin dýpstu sár. Þó verð- ur ekkert eins eftir að horfa á efnilegt barn deyja. Hugur margra er hjá ykkur í bært um styrk við svo sáran missi. Dauf- ur væri barnlaus bær, lítil systir reisir merki Guðbjargar og verður ykkur nýr ljósgeisli. Það er heiðríkja yfir minning- unni um Guðbjörgu litlu. Megi góbur Guð styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar við þessar erf- iðu aðstæður. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu sam- úb. Guðni Ágústsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.