Tíminn - 04.10.1994, Page 5

Tíminn - 04.10.1994, Page 5
Þri&judagur 4. október 1994 5 Myndir EH og síðan Sigurður Jósefsson, Torfufelli. Á starfstíma veiðifélagsins hefur laxaseiðum af ýmsum stærðum verið sleppt í árnar, sem skilað hefur nokkrum ár- angri, eins og tölur um veiði í ánni á liðnum árum sýna. Sjávarveiði bönnuð Mikilvæg aðgerð til friðunar á göngusilungi í sjó hófst þegar friðlýst var svæði í sjó úti fyrir ósum Eyjafjarðarár í suður- hluta Akureyrarpolls 1958. Þá kom bann árið 1979 við allri veiði á göngusilungi í net í sjó á 2 km svæði frá ströndinni við vestanverðan Eyjafjörð, frá Akureyri að Ólafsfirði. Þessi friðun kom öllum ánum við Eyjafjörð til góða, eins og eðli- legt er. Stangaveiði Eyjafjarðará hefur verið leigð út til stangaveiði um langt skeið eða allar götur frá því að veiðifélagið var stofnað. Stangaveiðifélagið Straumar á Akureyri kom þar lengi við sögu fyrr á árum sem leigutaki veiðinnar. En um árabil hefur veiðifélagið sjálft annast ráð- stöfun veiðileyfa til veiði- manna. Veiðiástundun í Eyja- fjarðará gaf sumarið 1993 3.080 bleikjur, sem er nálægt árlegri meðalveiði seinustu þrjú árin. Auk þess fengust sumarið 1993 100 urriðar og 33 laxar úr ánni, samkvæmt skýrslum Veiðimálastofnunar. Eyjafjarðará með hinar mörgu þverár Eyjafjarbardalir og Eyjafjarbará séb frá Laugalandi. Akureyringar geta glaðst yfir tveimur góöum veiðiám, Eyja- fjarðará og Hörgá, við bæjar- dyr höfuðstaðar Norðurlands. Eyjafjarðará setur sinn sterka svip á eina glæsilegustu bú- skaparbyggð hér á landi, Eyja- fjarðarsveit. Eyjafjarðará er vatnsmest og lengst straumvatna í Eyja- fjaröarsýslu, en auk hennar eru í sýslunni tvær aðrar ár sem vert er að gefa gaum, fyrr- nefnd Hörgá og Svarfaðar- dalsá. Árnar eru allar þekktar sjóbleikjuár, sem fjöldi stanga- veiðimanna hefur lagt Ieið sína til veiða í um langt skeið. Allt breytingum undirorpiö Eyjafjarðará er um 60 km að lengd og ós hennar í sjó fast við Akureyri. Áin er aö jafnaði lygn og eru margir hólmar og eyjar á neðri hluta hennar, og því í kvíslum. Láglendið á þessum slóðum hefur verið myndað af framburði. Þar hafa hinar óvenju mörgu þverár hennar, einar tíu tals- ins, sem falla til hennar bæði austan- og vestanvert frá ánni sjálfri, tvímælalaust átt drýgst- an þátt í efnisflutningum þess- um. Talið er að sjávarbotn Eyja- fjarðar hafi í fyrndinni verið þar sem nú eru Melgerðismel- ar (Steindór Steindórsson) eða í um 22 km fjarlægð frá núver- andi ósi árinnar í sjó. Athyglis- vert er að enginn foss er í ánni, þó að sumstaðar sé straumur stríður, en hæð yfir sjó hefur náð 225 m þegar komið er inn dalinn á móts við Tjarnir í 42 km fjarlægð frá sjó. Breytingar urðu við ósa ár- innar af mannavöldum, þegar Leiruvegurinn (þjóðvegur nr. 1) var gerður þar á níunda ára- tugnum. Myndaðist þar lón og veiðistaðir urðu til við veg- arstæöið. Oft má sjá þar veiði- menn með stengur sínar. Slök skilyrði fyrir lax Hitastig árinnar að sumarlagi er frekar lágt vegna leysinga- vatns oft fram eftir sumri, þar sem nærliggjandi umhverfi að henni er fjalllendi til allra átta nema til sjávarins. Af þessum ástæðum eru skilyrði frekar rýr fyrir náttúrulegan laxastofn auk annarra skilyrða, eins og því hversu lygn hún er. Sjó- Veibimenn á Leiruvegi. Eyjafjarbará hjá Hrafnagili. VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON bleikjan er hins vegar þar í rík- um mæli á svæðinu, enda harðger og duglegur fiskur. Félagslegt starf Innan vébanda Veiðifélags Eyjafjarðarár, sem stofnað var 1952, eru um 120 jaröir, en formaður þess er Kristján Jóns- son, Fellshlíð. Forverar hans voru Garðar Halldórsson, Rif- kelsstöðum, sem var fyrsti for- maður félagsins, þá Sigtryggur Símonarson, Jórunnarstöðum, Magnaöar hljóðbækur Nú í ár hefur Hljóðbókagerð Blindrafé- lagsins ákveðið að gefa út nokkrar nýjar hljóðbækur. Nú þegar eru þrjár tilbúnar, en fleiri á leiðinni. Hljóðbækur eru mjög hentugar til að hlusta á hvar og hvenær sem er. / faðmi Ijóssins eftir Betty J. Eadie og Curtis Taylor. Sigurður Hreiðar þýddi og les ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur. Úr- valsbækur, Frjáls fjölmiðlun hf., gaf prentuðu bókina út á þessu ári. Þessi bók segir frá einni mögnuðustu dauðareynslu fyrr og síðar. Betty J. Eadie dvaldi á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og þar dó hún. Hún lýsir reynslu sinni og ferð yfir í annan heim. Þessi bók hefur vakið mikla athygli og hefur selst í Bandaríkjunum í yfir 5 milljónum ein- taka. Þar er hún einnig komin út á hljóðbók. Þeir, sem lesa þessa bók, full- Fréttir af bókum yrða að þeir verði betri menn og reynsl- unni ríkari á eftir. Hljóðbókin er á þrem snældum og kostar 1990 kr. Draugar vilja ekki dósagos eftir Kristínu Steinsdóttur. Höfundur les. Vaka-Helga- fell gaf út prentuðu bókina árið 1992. Bókin segir frá ungri stúlku sem flytur í gamalt timburhús í Hafnarfirði. Þar taka magnaðir hlutir að gerast. Stúlkan kynnist draugnum Móra, sem þar býr og líkar ekki alls kostar nútímaþægindi eins og t.d. sjónvarp. Þau Móri og stúlk- an eigast við á margan hátt, en enda sem miklir og góðir vinir. Sagan er spennandi og ætluð börnum, en full- orðnir, sem hafa auðugt ímyndunarafl, munu áreiðanlega skemmta sér vel við að hlusta á bókina. Bókin er á þrem snældum og kostar 1690 kr. Laxdœla saga. Silja Aðalsteinsdóttir les. Laxdæla saga er ein vinsælasta fornsaga okkar. Harmþrungin örlög, sem sagan snýst um, vekja lesendur stöðugt til um- hugsunar. Lesið er eftir útgáfu Máls og menningar frá 1989. Laxdæla saga er á fimm snældum og kostar 2480 kr. Þá er fyrirhugað að gefa út Grettis sögu Ásmundarsonar í lestri Óskars Halldórs- sonar og Góða dátann Svejk í lestri Gísla Halldórssonar leikara. Þessar tvær bækur munu væntanlegar koma út seinna í haust. " ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.