Tíminn - 04.10.1994, Side 9
Þri&judagur 4. október 1994
WlWWrww
9
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Hungurvofan sveimar yfir Asíu:
Framkvæmdast j ori
FAO varar við oftrú
á áhrifum hagvaxtar
Manilla, Reuter
Ójöfnuður hefur færst stórlega í
aukana í þeim ríkjum Asíu þar
sem hagvöxtur hefur veriö
mestur aö undanförnu. Jacques
Diouf, framkvæmdastjóri Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, segir þró-
unina stefna tilveru milljóna í
hættu. Þeirra bíöi ekki annað en
hungur og örbirgð ef ekki verði
gripið í taumana. Framkvæmda-
stjórinn lét þessi orð falla við
upphaf svæbaráðstefnu FAO í
Manilla á Filipseyjum. Fulltrúar
35 Kyrrahafsríkja Asíu sækja
ráðstefnuna sem stendur í fimm
daga.
Diouf segir að vandinn felist
Náttúruöflin grípa í
taumana:
Kaldur
sjór leysir
Smugu-
deiluna
Náttúruöflin munu binda endi
á þorskastríð íslendinga og
Norðmanna í Smugunni. Von
er á aö hitastig sjávar í Barents-
hafi fari kólnandi á næstuni
sem leibir væntanlega til þess
að þorskurinn leiti annað. Þetta
kemur fram í frétt norska dag-
blaðsins Verdens Gang á laug-
ardaginn.
Blabið segir ab nýgerð skýrsla
norsku hafrannsóknarstofnun-
arinnar í Bergen fái kalt vatn til
að renna milli skinns og hör-
unds íslenskra togarasjómanna.
Samkvæmt niðurstöbu skýrsl-
unnar má búast við að Smugan
tæmist af þorski innan tíðar og
þar með ljúki uppgripum ís-
lenskra togara i Barentshafi. ■
meðal annars í því að umrædd-
ar þjóbir þurfi að fæða um
helming mannkynsins en hafi
ekki umráö nema yfir um fjórð-
ungi ræktaðs lands í heiminum.
Ráðstefnan í Manilla er m.a.
undirbúningur fyrir heimsþing
Sameinuðu þjóðanna um mat-
væli í byrjun árs 1996. Á heims-
þinginu á að ræða leiðir til að
tryggja að ávalt séu til nægar
birgðir af matvælum. Einnig á
að kanna hvernig auka megi
framleiöslu matvæla fram til
ársins 2010. ■
Balladur á undir högg ab sœkja:
Reuter
Franskir ráö-
herrar sakabir
um spillingu
Afmœlisfagn-
aöur í Berlín
Gamli góöi Trabantinn var áber-
andi í Berlín um helgina þegar
haldiö var upp á ab fjögur ár eru
liöin frá því aö þýsku ríkin samein-
uöust viö hátíölega athöfn framan
viö þinghúsiö Reichstag. Sjálfur
sameiningardagurinn var ígœr og
þá var fagnaö um allt Þýskaland.
París, Reuter
Edouard Balladur, forsætisráð-
herra Frakklands, hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir ab gefa
Gerard Longuet ibnaðarráð-
herra mánaöarfrest til að svara
ásökunum um fjármálamisferli.
Balladur sagði um helgina að
rétt væri ab ljúka fyrst máli á
hendur iðnaðarráðherranum
þar sem hann ásamt tveimur
öbrum ráðherrum er sakabur
um að hafa fjármagnað starf-
semi Lýðveldisflokksins með
vafasömum hætti.
Forsætisráðherranum er mikið
í mun að hafa forystumenn
Lýðveldisflokksins góða, því
hann þarf að geta reitt sig á
stuðning þeirra ef hann ætlar að
eiga möguleika á að sigra í for-
setakosningunum á næsta ári.
Longuet er sakaður um að hafa
látiö hið opinbera fjármagna
framkvæmdir á húsi sínu á
frönsku Ríverunni.
„Sumir sögðu að ég hefði átt ab
vera miskunnarlaus... [enj ég er
ekki sú manngerð sem sparkar í
liggjandi mann," sagði Ballad-
ur. Almenningur virðist sáttur
við „góðmennsku" forsætisráð-
herrans ef marka má skoðana-
könnun sem gerð var fyrir TFl
sjónvarpsstöðina. Samkvæmt
henni eru 55 prósent Frakka á
því að iðnaðarráöherrann hafi
átt að fá gálgafrest en 27 prósent
aðspurðra voru mótfallin slíkri
tillitssemi.
Verkalýðsfélög vinstrimanna
lýstu megnri óánægju meb að
forsætisráðherrann skyldi
blanda sér með beinum hætti í
störf rannsóknardómara en lög-
um samkvæmt hefur ekki einu
sinni dómsmálaráðherrann
leyfi til slíkrar afskiptasemi. ■
VINNINGAR fjOldi VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5aJ5 1 3.671.835
2. 4aÍ5? $ 7 100.703
' 3. 4a(5 197 6.172
S 4. 3a!5 5.904 480
Heildarvinningsupphæd þessa viku: 13.426.560 kr.
• m / / jrj c / /-^jLW&mj/ s
upplýsingarsimsvari91 -681511 lukkulína991002
Norski sjávarútvegsráöherrann ergilegur:
Klagar vegna umfjöllunar
um sjávarútvegssamning
Jan Henry T. Olsen, sjávarút-
vegsráðherra Noregs, hefur
stefnt Einari Förde, útvarps-
stjóra NRK, vegna umfjöllunar
um sjávarútvegssamkomulag
Noregs og Evrópusambandsins.
Norska dagblaðið Verdens Gang
greindi frá því um helgina að
sjávarútvegsráðherrann hefði
gripiö til þessa óvenjulega ráðs
eftir að sjónvarpab hafði verib
tveimur þáttum um samkomu-
lagið sem gáfu kolranga mynd
af innihaldi þess ab hans áliti.
Olsen sagðist ekki sjá sér annað
fært en að benda útvarpsstjór-
anum á að algjört ójafnvægi
hefði verið í kynningu á ólíkum
sjónarmiðum í þáttunum
tveimur. Blaðamaður Verdens
Gang segir að það teljist til tíö-
inda að stjórnvöld bregðist við
með þessum hætti.
■
Ferjuslysiö:
Svíar ekki látnir vita
Turku, Reuter
Að minnsta kosti hálf klukku-
stund leiö frá því að eistneska
ferjan Estonia sendi út neyðar-
kall þar til sænsk öryggismálayf-
irvöld fengu ab vita hvernig
komið var.
Sérfræðingar vinna nú að því
að meta það sem sést á mynd-
böndum sem tekin hafa verið af
ferjunni þar sem hún liggur á
hafsbotni. Eigendur Estonia
ætla að láta styrkja stafnhlera á
öðrum ferjum félagsins. Þeir
létu hafa það eftir sér í gær að
verið gæti að um hönnunargalla
væri ab ræða.
■
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1980-2.fl. 25.10.94-25.10.95 kr. 284.388,70
1981-2.fl. 15.10.94- 15.10.95 kr. 172.170,20
1982-2.fl. 01.10.94-01.10.95 kr. 121.042,20
1987-2.fl.A 6 ár 10.10.94-10.10.95 kr. 31.865,20
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 29. september 1994
SEÐLABANKIÍSLANDS