Tíminn - 22.10.1994, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 22. október 1994
Tíminn spyr.. , Sigurö R. Þóröarson
/
A slóðum
Pourquois
okkar nema fimm mánuði hef-
ur það þegar gegnt margvísleg-
um verkefnum. í júní var það í
víðtæku landkynningar- og
menningarverkefni í Lundún-
um, í tilefni af fimmtíu ára af-
mæli lýðveldisins. Efnt var til
myndlistarsýninga, tónleika
og veisluhalda um borð og þar
var meira að segja starfrækt út-
varpsstöð meðan á hátíðinni
stóð.
Skipiö kom svo til íslands í
byrjun júlí og þá voru farnar
dagsferðir, m.a. með starfs-
mannafélög sem fóru í sjó-
stangaveiðitúr í stað hinnar ár-
legu og mjög svo hefðbundnu
rútuferðar. í lok júlí fékk Leifur
Eiríksson það verkefni að fara í
Smuguna og sækja þangað tog-
arann Rex sem þar var vélar-
Siguröur R. Þórbarson
Ýmis verkefni
„Frá upphafi hefur verið ljóst
að rekstur svona skips gæti
ekki grundvallast á þjónustu
við ferðamenn nema aö tak-
mörkuðu leyti. Þess vegna
þurftum við að finna skip sem
gæti sinnt öðrum verkefnum
utan ferðamannatímans. Þótt
skipiö hafi ekki verið í eigu
Sú var tíbin ab íslendingar köllubu
granna sína á Crœnlandi skrœl-
ingja. Enn þann dag í dag víla
Crœnlendingar ekki fyrir sér
ab rífa í sig hrátt kjöt efsvo ber
undir. Hér er þab volgt kjöt af
saubnauti sem veibimaburinn
gcebir sér á.
menn, þeir Jón Steinar Árna-
son og Sigurjón Sigurjónsson,
báðir skipstjórar, Gunnar Þor-
bjarnarson sjómaður og Ágúst
Geirsson vélstjóri.
„Reyndar hef ég líka verið
mikið á sjó og við sjó," segir
Svona eru nú kirkjugarbar á
Grœnlandi. Þessi er í Scoresby-
sundi. Ekki er um eiginlegar grafir
ab rceba þar sem jarbvegi er ekki
fyrir ab fara. Kisturnar eru urbabar
en meb tímanum vill grjótib hrynja
utan afþeim og sjálfur hefur Sig-
urbur R. Þórbarson séb í iljarnar á
líki íeinni slíkri sem var farin ab
fúna. Þab var í Angmagsalik.
Nýtt skip í íslenska flot-
anum, Leifur Eiríks-
son, fór einstaka æv-
intýraferð til Grænlands í
lok ágústmánaðar. Eftir
tveggja sólarhringa stím frá
Reykjavík var akkerum varp-
aö á höfninni í Scoresby-
sundi. Þar er 500 manna
þorp noröan vib mynni þessa
fjaröar sem fullyrt er ab sé
lengsti fjörbur í heimi. Frá
mynni hans og inn í botn er
ríflega 300 kílómetra leib.
Þótt ekki væri fært inn í
fjarbarbotninn vegna ísa fór
Leifur Eiríksson inn eftir öllu
og tók sá leibangur fimm
daga.
Sigurbur R. Þórðarson, einn
eigenda skipsins, segir:
„Það er erfitt að lýsa þessum
gífurlega firöi sem er svo lang-
ur að ef hann væri hér á Is-
landi mundi hann næstum
skera landið í sundur eftir
endilöngu. Fjörburinn er um-
kringdur himinháum fjöllum,
allt að 2.500 metra háum. Þau
rísa þverhnípt úr sæ en dýpiö á
þessari siglingaleið er víöast
hvar milli eitt og þrjú þúsund
metrar, svo þarna hafa ekki átt
sér stað nein smáræðis jarð-
söguleg átök. Allt náttúrfar
þarna er svo stórfenglegt ab ég
á bágt meb ab ímynda mér
stab þar sem mannskepnan
skynjar betur smæð sína og
vanmátt gagnvart höfuð-
skepnunum."
Leifur Eiríksson bættist í ís-
lenska flotann í sumar. Þetta er
360 tonna fleyta sem smíðuð
var sem togari fyrir 14 árum,
en var síðar breytt í björgunar-
og aðstobarskip sem sá um
þjónustu við breska olíubor-
palla í Norðursjónum.
Nú hafa íslensku eigendurnir
látiö breyta því í þægilegt far-
þegaskip. Þar sem áður var lest-
in í skipinu er nú matsalur og
setustofa með hljóðfæri, bar og
öðrurn þægindum.
Um er borð er fullkomið eld-
hús þar sem útbúnar eru fyrsta
flokks veitingar. Um borð er
rúm fyrir 24 farþega en í áhöfn
eru sjö.
Sigurður R. Þórðarson er í for-
svari fyrir þessari nýstárlegu
útgerð, sem ekki er ætlað að
afla fiskjar heldur ferðamanna.
Sjálfur er hann matvælafræð-
ingur að mennt en aðrir í
þessu kompaníi eru allir sjó-
Sigurður, „en upphafið að
þessum rekstri má rekja til þess
að við urðum varir við mikinn
áhuga innan ferðaþjónustunn-
ar að bjóöa upp á nýja valkosti
varbandi ferðalög hér innan-
lands og í grennd við landið.
Hörður Erlingsson, sem sjálfur
rekur ferðaskrifstofu og hefur
sérhæft sig í náttúruskoðunar-
og gönguferðum með erlenda
ferðamenn, og reyndar verið
brautryðjandi á því sviði,
hvatti okkur óspart til að fara
út í þetta."
vana. Sá leiðangur tók átta
daga en næsta verkefni var
hvalamerkingaleiöangur á veg-
um Hafrannsóknarstofnunar."
Grænlandsferö
„Þá var komið að Grænlands-
ferðinni frægu, en hún var far-
in í samvinnu við Flugfélag
Norðurlands og Ferðaskrifstof-
una Nonna á Akureyri. Þetta
var reynsluferð sem var nauð-
synleg áður en við færum að
skipuleggja ferbir þarna norð-
ur næsta sumar. Árangurinn
varð í stuttu máli sá ab í júní
og júlí ætlum við, í samvinnu
við Ferðaskrifstofu Harbar Er-
lingssonar, að vera meb Leif Ei-
ríksson í förum héban frá
Reykjavík, um Snæfellsnes,
Breiöafjörð, Vestfirði, í ísa-
fjarðardjúp, Jökulfirði og á
Hornstrandir, til Hólmavíkur.
Þær ferðir eru sérstaklega mið-
aðar við erlenda ferðamenn,
en í ágústmánuði er svo ætlun-
in að fara þessar Grænlands-
ferðir.
Þarna á austurströnd Græn-
lands, og inni á þessum óra-
langa firöi, er eiginlega ekki
hægt að athafna sig nema í ág-
ústmánuði, en svo er ætlunin
ab fara á vesturströndina í
september þar sem aðaláhersl-
an verður lögð á sjóstanga-
veiði, svo og lax- og silungs-
veibi í ám og vötnum. Með því
að bæta septembermánuði við
erum við komnir með fjögurra
mánaða nýtingu á skipið í
sambandi viö ferðamanna-
þjónustu."
Sauðnaut veidd í
matinn
„Á siglingunni um Scoresby-
sund var reynt að fara í land
sem víðast. Þá var skotið út
skipsbátum og ævintýrin sem
við komumst í voru hreint
ptrúleg. Veðrið var yndislegt.
Sólin skein og oft var um 15
stiga hiti. Gróburfarið minnti á
norðlenskar hlíðar. í einni
slíkri gripu grænlenskir vinir
okkar frá Scoresbysundi til
vopna og felldu níu saubnaut.
Þetta voru þaulreyndir veiði-
menn sem kunnu sannarlega
handtökin því að innan fjög-
urra klukkustunda voru þeir
búnir ab flá saubnautin, gera
að kjötinu og flytja 800 kíló af
því um borð. Heimamenn
vildu endilega slá upp veislu
þegar þetta sama kvöld og var
það gert. Kjötiö var afbragðs-
gott, bara eins og úrvalsnauta-
kjöt, en að vísu var það dálítiö
seigt þetta sama kvöld. Það
hefði þurft að hanga í ein-
hverja daga.
Tækifæri gáfust til að renna
fyrir lax og silung, en Græn-
lendingarnir notuðu líka tæki-
færið og lögðu net fyrir ná-
hveli sem þeir ætluðu síðan að
vitja um að viku liðinni. Ekki
höfum við haft spurnir af því
hvað kom í netin, en náhveli
er mjög eftirsótt veibi á Græn-
landi. Fyrir utan spjótið sem
gengur fram úr skoltinum, sem
reyndar getur orðið meir en
tveggja metra langt og 10 kíló
ab þyngd, er mjög hátt verð á
kjötinu sem þykir lostæti.
Við fórum framhjá Charcot-
höfn sem kennd er við franska
vísindamannin Jean-Baptiste
Charcot, en því er haldið fram
að þarna hafi fá eða jafnvel
engin skip komið síðan Po-
urquois pas? var þar á ferð, en
þetta mun hafa verið einn síö-
asti viðkomustaður skipsins
áður en það lagði upp í hina
örlagaríku íslandsför sem end-
aði meb því að skipið fórst við
Mýrar 1936, svo sem alkunna
er." h