Tíminn - 22.10.1994, Blaðsíða 5
5
Laugardagur 22. október 1994 jSÍWÍmt
Tímamynd CS
Félagshyggjan og markaðurinn
Jón Kristjánsson skrifar
Þróunin hefur oröið sú síöustu ár, aö
efnahagskerfi Vesturlanda hefur sótt á og
fleiri þjóöfélög hafa markaðsbúskap að
leiðarljósi í sínum efnahagsmálum. Viö
íslendingar höfum fylgt þessari þróun aö
nokkru. Markaðslögmálin eru gildandi í
fleiri þáttum efnahagslífsins en áöur, og
losað hefur veriö um reglur á ýmsum
sviðum sem settu honum skoröur.
Velferbarþjóöfélagib
Á íslandi er það sem kallað er velferðar-
þjóðfélag. Heilsugæsla hefur verið
ókeypis og menntun sömuleiðis, og hug-
myndafræðin aö baki hefur verið að allir
þjóðfélagsþegnar eigi kost á menntun og
heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Hér
hefur hingað til verið þjóðfélag þar sem
flestir hafa atvinnu og stundum mikla.
Atvinnuleysistryggingar hafa verið mið-
aðar við það að koma til hjálpar þegar
tímabundið atvinnuleysi dynur yfir.
Nú eru þessar aðstæður breyttar. Á síð-
ustu árum hafa verið tekin upp þjón-
ustugjöld I heilbrigöiskerfinu, skólagjöld
í háskólanum og atvinnuleysi hefur
haldið innreið sína í auknum mæli. Þetta
helst í hendur við opnara hagkerfi.
Það er því að vonum að upp komi um-
ræður hér eins og á öðrum Norðurlönd-
um um hver verði framtíð velferðarkerf-
isins í opnu markaðshagkerfi nútímans.
Afstaða til þessara mála deilir fólki í
stjórnmálaflokka fremur en margt ann-
að.
Framtfóarsýnin í
fjárlagafrumvarpinu
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar,
sem nú liggur fyrir Álþingi, er þess freist-
að að spá fjögur ár fram í tímann og setja
fram áætlun um hallalaus fjárlög 1998.
Þar er gert ráð fyrir að samneysla í þjóð-
félaginu, þ.e. útgjöld til velferðarmála,
dragist saman um 5% á þessu tímabili,
eða um 1% á ári. Einnig er gert ráð fyrir
að framlög til einstaklinga og fyrirtækja
dragist saman um 1 1/2% á ári, og á
„þessu sviði vega þyngst útgjöld til al-
mannatrygginga og landbúnaöar", svo
notaö sé orðalag frumvarpsins. Ekki er
gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóös vaxi og
jöfnuði er náð með niðurskurði.
Segja má að í þessum kafla fjárlagafrum-
varpsins komi fram viss stefnumörkun
núverandi stjórnvalda
fyrir næstu ár. Hún er í
því fólgin að draga úr
velferðinni og útgjöld-
um til þeirra málaflokka.
Velferðarkerfiö
í hættu
Það er fullljóst að ef
þessi áform ná fram að
ganga, em markmið velferðarkerfisins í
hættu. Þaö verður ekki sjálfsagt aö allir
fái aðgang að menntun, óháð búsetu og
efnahag, og sá tími gæti nálgast að fólk
þyrfti að sýna fátæktarpassa til þess aö fá
ókeypis læknishjálp og hinir, sem betur
mega sín, geti keypt sér fullkomnari heil-
brigðisþjónustu. Þetta er mér ekki hugn-
anleg framtíðarsýn. Til þess að fegra
áform af þessu tagi er sagt að þeir, sem
betur mega sín, séu færir um að greiða
sína heilbrigðisþjónustu að hluta. Eg hef
aldrei skilið þá hugmyndafræði að fyrst
megi skattleggja fólk þegar veikindi
steðja að, en það sé algjört bannorð að
hver Ieggi til samfélagsins eftir efnum og
ástæðum gegnum skattakerfið. Þessi
sjónarmið eru angi af hinni mögnuöu
einstaklingshyggju, sem grefur um sig í
þjóðfélaginu. Það ber í sjálfu sér ekki að
lasta það, aö fólk á besta aldri vilji vera
sjálfbjarga, en það er jafn fráleit hugsun
að samfélagið komi einstaklingnum ekki
viö.
Flatur niðurskurbur
Ríkisfjármálin einkennast af hinum flata
niðurskurði. Hann er lagður á án þess að
meta það hvort hann er mögulegur. Skýr-
asta dæmið um þessa samdráttarstefnu,
án tillits til aðstæðna, eru málefni Há-
skóla íslands. Það er full ástæða til þess
að hafa miklar áhyggjur af þróun mála
þar, og fjölmennur fundur háskólanema
nú í vikunni sýnir áhyggjur þeirra af
framvindunni í þessari
æðstu menntastofnun
þjóðarinnar. Það er al-
varlegt mál, ef nám í
Háskóla íslands dregst
aftur úr því sem gerist
hjá öðrum þjóðum.
Slíkar áhyggjur er ekki
hægt að afgreiða með
því aö yppa öxlum,
Velferbarkerfi byggt á
sterku atvinnulífi
Það á að setja sér það mark að verja vel-
ferðarkerfið í mennta- og heilbrigðismál-
um. Það er ekkert einfalt mál, og til þess
þarf atvinnulífið að vera sterkt og auka
framleiðni. Markaðshagkerfið vill há-
marka gróöa einstaklinganna. Þeir, sem
aðhyllast blandað sjónarmið markaðs-
hagkerfis og félagshyggju, vilja að ein-
staklingar skili hluta af þessum ágóða til
samfélagsins til þess að jafna kjörin í
landinu. Þjóðfélag fólks þar sem sumir
hafa ofsagróða og risalaun, en aðrir búa
við fátækt og skuldafjötra, er ekki hugn-
anleg framtíðarsýn. Því miður hefur ís-
lenskt þjóðfélag þróast í þessa áttina síð-
ustu fjögur árin. Fleiri og fleiri einstak-
lingar missa tökin á fjármálum sínum og
festast í skuldafjötrum, meðan aðrir mala
gull með því að ávaxta eignir skattfrjálst
eða með risalaunum. Sú framtíðarsýn,
sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar, er ekki sú að þetta ranglæti
verði leiðrétt. Þvert á móti mun aðstöðu-
munurinn og misréttiö vaxa, ef hún
verður að veruleika.
Afkoma fólksins
Mér finnst að í allri efnahagsumræðunni
nú um þessar mundir láti valdhafarnir
sér fátt um finnast afkomu einstakling-
anna í þjóöfélaginu. Launamenn hafa
tekið á sig mikla kjaraskerðingu, og ýms-
ir berjast við atvinnuleysi af ýmsum or-
sökum. Sumum hefur verið sagt upp
störfum vegna tæknivæðingar í fyrir-
tækjum, aörir standa höllum fæti og hafa
ekki sérstaka starfsmenntun. Fyrirtæki
hafa orðið gjaldþrota og hætt störfum
eða fólki hefur verið stórlega fækkað.
Mér finnst aö kastljósið sé ekki á málefn-
um þessa fólks, heldur er verið að búa til
útkomu á ríkissjóði, sem lítur vel út fyrir
kosningarnar, og vitna til lágrar verð-
bólgu, sem meðal annars stafar af sam-
drætti í fjárfestingu í þjóðfélaginu. Það er
einnig vitnaö í hagstæðan viðskiptajöfn-
uð, sem stafar meðal annars af því að
fjárfestingin er í lágmarki. Síðan kemur í
ljós að milljarðar frá fjármagnseigendum
streyma úr landi, en lítill áhugi er á fjár-
festingum hér. Efnahagsmáiin eru því
miður í alvarlegri stöðú og kastljósið þarf
að beinast að því hvernig er hægt ab
auka fjárfestingar og atvinnu í þjóðfélag-
inu, auka tekjur ríkissjóðs og varðveita
velferðarkerfið. Aubvitaö þarf aö taka
fyrir óþörf útgjöld í ríkiskerfinu, en þau
útgjöld, sem stuðla að jöfnuði í þjóðfé-
laginu, verða að hafa forgang.
Kostir markabshyggju
meb félagshyggju
Framtíðin byggist á því að sameina kosti
markabshyggju og félagshyggju. Því að-
eins að þab takist verbur þjóðfélag jafn-
aðar á íslandi. ■
Menn
málefni