Tíminn - 22.10.1994, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 22. október 1994
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
11 ' V ...... ............
Utgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 105 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Prentun: Prentsmi&ja
Frjálsrar fjölmiblunar hf.
Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk.
Sambúö stjórnmála-
og listamanna
Eitt af því, sem skapar sjálfsmynd þjóöanna, er
öflug menningarstarfsemi. Ekkert mun fremur
viöhalda raunverulegu sjálfstæöi þjóöanna og til-
verurétti en öflugt og skapandi starf á menningar-
sviöinu. Þaö má leiöa aö því gild rök aö stórsókn í
menningarmálum hafi ekki síður veriö drjúg í ís-
lenskri sjálfstæðisbaráttu heldur en efnahagslegar
framfarir, þótt vissulega hafi þetta haldist í hendur
og verður að fara saman í framtíðinni.
Skapandi menningarstarfsemi og listsköpun
þarfnast stuðnings, og það þykir eðlileg aö ríkis-
valdiö leggi sitt af mörkum. Svo hefur verið hér á
landi. Það er áríðandi aö opinber stuðningur nýt-
ist sem best og samband sé á milli þeirra, sem
vinna að listum og menningarmálum, og stjórn-
málamanna. Þau samskipti þarf aö efla.
Á Norðurlöndunum hafa þessi samskipti veriö
sett í ákveöinn farveg meö stofnun svokallaöra
menningarráöa, sem skipuö eru stjórnmálamönn-
um og listamönnum. Hlutverk þeirra er að sam-
ræma stuðning ríkisvaldsins við hinar ýmsu list-
greinar.
Valgeröur Sverrisdóttir hefur hreyft hugmyndum
af þessu tagi hér, í tengslum viö að í dag gengst
Framsóknarflokkurinn fyrir málþingi um menn-
ingarmál til undirbúnings stefnumótunar fyrir
flokksþing í lok nóvember. Það er nauðsynlegt aö
leiöa saman listamenn og stjómmálamenn til um-
ræðu af þessu tagi. Sameiginlegan vettvang þess-
ara aðila hefur vantaö.
Ekki er hægt aö segja annað meö sanngirni en að
mikill áhugi sé á listsköpun í landinu í öllum
greinum. Það skiptir því miklu máli aö búa svo um
hnútana aö hún fái notið sín. Því miður hefur bor-
ið nokkuð á því undanfariö að ríkisvaldið hefur
gripið inn í framvindu listsköpunar með aðgerð-
um, sem eru ekki sprottnar af samráði við lista-
menn, heldur af öðrum orsökum. Sem dæmi um
þetta má nefna að söluskattur var á sínum tíma af-
numinn af bókum og fólst í því ákveðin stefnu-
mörkun um stuðning við listsköpun á þessu sviði.
Virðisaukaskattur var síðan lagður á einn góðan
veðurdag, og skekur hann nú bókaútgáfuna í land-
inu og þrengir að á þessu sviði. Sama má segja um
Listskreytingarsjóð. Við framlagningu fjárlaga nú í
haust kemur það í ljós að framlög til hans eru skor-
in burt og því borið við að endurskoöun laga um
sjóðinn standi yfir. Þetta kemur flatt upp á mynd-
listarmenn í landinu, og er í rauninni áfall fyrir
þessa listgrein og þrengir kosti myndlistarmanna.
Samráðsvettvangur listamanna og stjórnmála-
manna mundi áreiðanlega koma í veg fyrir slys af
því tagi, að opinberar aðgerðir varðandi listir og
menningarmál komi algjörlega í bakið á þeim sem
í þessum greinum starfa.
Það örlar því miður stundum á þeim sjónarmið-
um að listsköpun sé eitthvert einskis nýtt sport til
þess að eyða fjármunum. Svo er ekki. Blómlegt
starf á þessum sviðum er nauðsyn og það má
margt af því læra, ekki síst öguð vinnubrögö,
frumlega hugsun og eljusemi, sem er aðalsmerki
góðra listamanna.
Oddur Ólafsson skrifar:
Sefasjúkt hlutleysi
Þau eru að verða nokkuð tíð
sefasýkisköstin, er dynja yfir
þjóöina, sem eiga upptök sín í
Ríkisútvarpinu. Atburðarásin
er alltaf keimlík. Einhver segir
óvarlegt orð og menn eru rekn-
ir og skipaðir í stöður á víxl.
Nokkrir skrifstofu- og tækni-
menn mæta á fundi hjá for-
manni starfsmannaféagsins og
álykta um mikilvægi útvarps-
ins. Þeir, sem hafa aðgang að
hljóðnemum, blása málin út
og eru afskaplega uppteknir af
mikilvægi sínu og hlutverki
stofnunarinnar.
Fyrr en varir eru fram-
kvæmdastjóri og útvarpsstjóri
komnir í spilið og sjálfumgleð-
in ríður ekki við einteyming út
í ljósvakann. Þá er komið að út-
varpsráði að verða hissa og út-
skýra að það sé valdalaust og
gagnslaust og geti ekkert í mál-
unum gert.
Alþingi lætur ekki sitt eftir
liggja og einlægt er það Svavar
sem kveður sér hljóðs utan
dagskrár og nötrar af vandlæt-
ingu, þegar hann lýsir aðför al-
heimsauðvaldsins aö hinu
frjálsa orði Ríkisútvarpsins og
kórrétt þenkjandi starfsmönn-
um þess. Svo er rifist eins og
þingmönnum einum er lagið.
Dýrvitlausir pistlahöfundar
og prýðilega hlutdrægir frétta-
menn kunna skýringar á húll-
umhæinu og gera allt hvab þeir
mega til ab magna hysteríuna á
meöan nokkur von er til að
einhver líftóra bærist með
henni.
Vonum síðar er allur vindur úr
sprellinu, stóru orðin og tilefni
þeirra gleymast og ekki líður á
löngu þar til sjálfhverfir starfs-
kraftar ríkisrekna skemmtana-
iðnaðarins fara að reka hornin
hver í annan á ný og efnilegt
hysteríiskast gagntekur libið og
sagan endurtekur sig.
Dularfullt fyrirbæri
Tilefni upphlaupanna er ávallt
hið sama. Einhverjir em ásak-
abir um brot á starfsreglum
þess háæruverðuga Ríkisút-
varps, hlutleysisbrot er alvar-
legasta sökin og liggur útlegð-
ardómur við ef sannast. Er del-
inkventum ýmist sparkað út í
gleymskuna, upp í skrifstofu
útvarpsstjóra, í framkvæmda-
stjórastól sjónvarps, út úr skrif-
stofu útvarpsstjóra eba í kjafta-
þætti Stöbvar 2.
Taka má undir orb Sókratesar,
þegar hann velti fyrir sér hvort
hlutskiptið væri skárra ab
bergja á eiturbikarnum eða
ganga út í sviösljós fjölmiðla-
nábarinnar.
Hlutleysi Ríkisútvarpsins er
eitt af dularfyllstu fyrirbærum
nútímans. Þab er teygt og tog-
ab í allar áttir, heimtað hlut-
leysi hér og hlutdrægni þar, og
eru reglurnar búnar til eins og
hverjum sýnist, þegar svo ber
við að horfa.
Hlutleysið á eingöngu við um
flokkspólitísk málefni. Þess
gætir hvergi annars staðar og
engar kröfur eru gerðar til ab
starfsmenn útvarps eða aðrir
reki ekki áróður fyrir nánast
hverju sem er, nema aðeins
gegn tilteknum pólitískum
flokkum eða standspersónum
innan þeirra. Svo má náttúr-
lega ekki segja neitt nema gott
eitt um konur og kynþætti,
nema germanskar þjóðir og
engilsaxneskar. En þau bann-
svæði eru ekki einskorðuð við
Ríkisútvarpið.
Þab sem má
Hlutdrægni og áróbur íþrótta-
fréttamanna er regla en ekki
undantekning, sem engum
ágreiningi veldur. Um menn-
ingarmál af öllu tagi má tala af
hjartans lyst og hefja sýru-
hausa og eiturætur til skýjanna
og gera þær að fyrirmyndum
barna þeirra sem borga áskrift-
argjöldin.
Brot á hlutleysisátrúnaði Rík-
isútvarpsins byrjar og endar í
flokkspólitískri umfjöllun. Um
þau er bannaö að fjalla, nema
ab sjálfsögðu mega stjórnmála-
menn ausa hver annan auri og
þá eru brigsl um alvarlegustu
glæpi, eins og til að mynda
landráð, sjálfsögð og eðlileg.
Skiptir þá ekki máli hvort ein-
hverjir eru til andsvara eða
ekki.
Skinhelgin og öfugsnúningur-
inn á því sem kallaö er reglur
um hlutleysi Ríkisútvarpsins er
í skásta tilfelli meinlaus, en
brýtur yfirleitt í bága vib rit-
frelsi og rétt manna til aö láta
skoðanir sínar í ljósi.
Krafa um
skobanakúgun
Og stutt er í skobanakúgunina
hjá þeim sem meb völdin fara.
Agli Jónssyni, þingmanni Sjálf-
stæbisflokksins, var mikið niðri
fyrir þegar hann sté í pontu s.l.
fimmtudag og mótmælti lítilli
könnun, sem fréttamaður sjón-
varps gerði á útsöluverði mat-
væla í Bandaríkjunum og á ís-
landi.
í ræðustóli á háttvirtu Alþingi
lýsti hann yfir þeirri skoðun
sinni að sjónvarpið hefði brot-
ib útvarpslög, vegna þess að
það samrýmdist ekki hlutleysi
stofnunarinnar að bera saman
verb á matvælum hér og ann-
ars staðar og skýra frá niður-
stöðunum. Landbúnaðarráð-
herra var sama sinnis, en er
nógu greindur til að umgarig-
ast efnið eins og köttur sem fer
kringum heitan graut.
Þetta er aðeins dæmi um
brenglaðan þankagang misvit-
urra manna, sem hagræða hug-
tökunum hlutleysi og hlut-
drægni eftir því hvaða hags-
muni þeir halda sig vera að
verja eða sækja. Réttur annarra
til að hafa skobun og láta hana
í ljósi kemur þeim ekki við og
staðreyndir eru ekki til í þeirra
heilabúi. Þær eru aðeins útúr-
snúningar, sem þeir búa til
sjálfir.
Ef yfirmenn Ríkisútvarpsins
bregba ekki vana sínum, munu
þeir reka Kristínu Þorsteins-
dóttur frá stofnuninni fyrir að
gera svona könnun, vegna pól-
itískra hagsmuna formanns
landbúnaðarnefndar Alþingis.
Oflæti
Reglur Ríkisútvarpsins um
hlutleysi lýsa mikillæti þeirra
manna, sem þær setja og starfa
samkvæmt þeim. Látib er eins
og þessi skemmtideild ríkis-
rekstursins sé ein fær um ab
móta og útbreiða skoðanir.
Ofmat útvarpsins á sjálfu sér
og vanmat á öbrum fjölmiðl-
um á sér engin takmörk.
Sjálfshól starfsfólksins, æðra
sem lægra, er ekki einasta
smekklaust, heldur einnig fá-
víslegt. Skrumið og skjallið,
sem það temur sér í kynningu á
hvert öðru, og hástemmt oflof
yfirmanna um ofurmannlega
færni þess virkar einatt eins og
háð.
Þegar svo eitthvað kemur upp
á, eins og hin hræðilegu hlut-
leysisbrot, og farið er að taka til
hendinni að stjórna fyrirtæk-
inu og þessu ofljobslega hæfi-
leikaríka fólki, fer allt í bál og
brand og skruöningarnir berg-
mála um gjörvallt þjóbfélagib
og fórnarlömb hlutleysisins
verða landsfræg í nokkra
daga.
Áður en langt um líbur, tekur
næsta móðursýkiskast vib. ■