Tíminn - 22.10.1994, Blaðsíða 6
6
&ttXÁWH
Laugardagur 22. október 1994
Ruth Ellis var huggu-
leg Ijóska og liföi
hœttulegu lífi. Hún
stjórnaöi nœtur-
klúbbi í Knights-
bridge í Lundúnum
og kynntist mörgum
manninum á lífsleiö-
inni. Hún var mynd-
arleg kona meö mik-
inn sjarma og reyndi
ekki aö dylja aö hún
svcefi hjá gestum
staöarins, öörum
mönnum en þeim
sem hún myrti aö
síöustu vegna ástar
sinnar.
Þegar Ruth var spurð árið
1955 hvernig henni hefði
liðið er hún kom aö ást-
manni sínum, David Blakely, í
örmum annarrar konu, svaraði
hún af breskri hógværö: „Ég
fann fyrir ákveðinni spennu í
magavöðvunum, og fékk strax
þá tilfinningu aö ég ætti eftir að
drepa hann."
Ef frönsk eða amerísk kona
hefði staöið í sömu sporum og
verið spurð sömu spurningar,
hefði afbrýðiseminni eflaust
verið lýst meö áhrifameiri orð-
um, en Ruth var kona athafna,
ekki orða. Hún sannaði orð
enska skáldsins þegar hún
tæmdi af ískaldri yfirvegun
Smith og Wesson skammbyss-
una í líkama mannsins sem hún
elskaði, „engin reiði vítis kemst
nálægt þeirri sem kona skapar".
Kappaksturshetjan
Saga hennar hefst vorið 1953,
þegar myndarleg kappaksturs-
hetja, David Blakely, fór að
venja komur sínar á nætur-
klúbbinn „Little Club". Ruth
hafði nýlega fengið stöðuhækk-
un og var sjálf farin að reka
skemmtistaðinn. Launahækk-
unin geröi henni kleift að kaupa
litla tveggja herbergja íbúð á
hæðinni fýrir ofan skemmti-
staðinn og var það í fyrsta skipti
sem hún átti eigið húsnæöi.
Ruth Ellis fæddist 9. október
1926 í velsku borginni Rhyl.
Hún fæddist í lægri miðstétt, en
var metnaðargjörn og ákvað að
vinna sig upp úr meðalmennsk-
unni hvaö sem það kostaöi. Þeg-
ar Ruth var 25 ára að aldri, hafði
hún starfaö sem verksmiðju-
stúlka, gengilbeina og söng-
kona í næturklúbbi. Hún eign-
aðist tvö börn, annað utan
hjónabands, en maðurinn yfir-
gaf hana og í október árið 1951
stóð Ruth uppi atvinnulaus
með forsjá tveggja ungra barna.
Þá var henni boðin vinna á
Little Club. Staðurinn höfðaði
til yngri viöskiptamanna sem
voru aö hasla sér völl og voru
flestir kúnnamir fastagestir úr
betri hópi þjóðfélagsins, menn
sem lifðu því lífi sem Ruth þráði
alltaf sjálf að lifa. Hún ávann sér
viröingu gestanna og eftir
skamman tíma var litiö á hana
sem skrautfjöður staðarins. Starf
hennar fólst upphaflega í aö
skenkja drykki og selja líkama
sinn, en frami hennar óx, eins
Ruth Ellis afkastaöi miklu á skammri œvi sinni. Hún var þriggja barna móöir, þjónustustúlka, söngkona í nœtur-
klúbbi og fyrirsœta. Hennar veröur þó fyrst og fremst minnst fyrir aö vera síöasta konan sem tekin var af lífi í
Bretlandi.
— síöasta konan sem dœmd var til hengingar í Bretlandi
ófrísk og hann vildi endilega
giftast henni, en hún vildi fara
sér hægar.
Þau höfðu tortímandi áhrif
hvort á annað og ástir þeirra
virtust aldrei mætast á miöri
leið. Ruth tók sér annan ást-
mann, sem hún svaf reglulega
hjá. Jafnframt er talið að það
samband hafi ekki veitt henni
kynferðislega fullnægingu.
Heldur hafi not hennar af karl-
mönnum öðrum en David verið
til aö sýna vald hennar, að hún
væri sú sem aðrir sæktust eftir.
David varð mjög afbrýðisamur
og sleit trúlofuninni við fyrrum
SAKAMÁL
Hér átti ástmaöur Ruthar, David
Blakely, örlagaríkt stefnumót viö
barnfóstruna. Þaö kostaöi hann
lífiö.
og áður var vikið að, og fyrr en
varöi hafði hún tekið við rekstri
staðarins.
Tortímandi sam-
band
Hún var 25 ára þegar David
Moffet Drummond Blakely
gekk fyrst inn á staðinn hennar,
þá 24 ára aö aldri. Hún varö
strax heilluö af háttvísi hans,
myndarlegu útliti og góðri
greind.
Þegar David og Ruth kynntust,
var hann trúlofaður dóttur vell-
ríks kaupsýslumanns. Fyrr en
varði eyddi hann öllum nóttum
í litlu íbúðinni hennar ofan við
næturklúbbinn.
Þegar litið er til örlaga þeirra,
kemur á óvart aö í upphafi var
það David sem varð ástfanginn
upp fyrir haus. Ruth varö brátt
Ruth bar sig alla tíö vel eftir moröiö á David og sagöist ekki sjá eftir neinu.
Hinsta ósk hennar varglas af koníaki áöur en hún var líflátin.
ástmey sína. Hann bað Ruth nú
þrákelknislega að giftast sér.
Hann fann sér aðra íbúð og hún
varð annað heimili Ruthar.
Nú tók við erfiður tími, tímabil
sem lagði grunninn aö endalok-
um þeirra. Ruth hætti ekki að
sofa hjá ástmanni sínum, enda
sá hann henni farborða með
rausnarlegum greiðslum. Sér-
hver eyrir Davids fór í íþrótt
hans, en svo fór að hann lagöist
í mikinn drykkjuskap.
Örlagaríkt hlibar-
spor
Kvöld eitt átti Ruth von á að
hitta David, en hann lét ekki sjá
sig. Hún hringdi í sameiginleg-
an kunningja þeirra og eftir
nokkur vandræðaleg svör þótt-
ist hún fullviss um að kona væri
hjá David. Æf af reiði hélt hún á
fund Davids, en hann leyfði
henni ekki að koma inn. Hún sá
kvenmanni bregða fyrir, sem
hún taldi vera barnfóstruna
þeirra, og eftir það varð að
hringja í lögregluna til ab róa
hana.
Um áttaleytið daginn eftir,
laugardaginn 9. apríl 1955, beið
Ruth í skoti eftir David og ást-
konu hans til að fá grun sinn
staðfestan. Svo varð, þegar hún
sá hann leiða barnfóstruna út úr
húsinu um 8- leytið um morg-
uninn.
Að kvöldi páskadags var David
ásamt kunningja sínum, Clive
Gunnell, á leið út að bíl sínum
eftir drykkju á bar, þegar Ruth
birtist skyndilega með 38 kal-
íbera Smith og Wesson skamm-
byssu sem hún beindi að David.
Morbib
Eitt augnablik varð allt hljótt,
en síðan reyndi David að
hlaupa í átt aö bílnum sínum.
Hann hafði aðeins náb að
hlaupa nokkur skref, þegar tveir
skothvellir mfu kvöldkyrröina
og David kastaðist upp að bíln-
um og skildi eftir sig blóöslóð á
bílhurðinni. Vinur hans ætlaði
að koma honum til hjálpar, en
Ruth gekk rólegum skrefum að
David, manninum sem hún
elskaði, og sagði Clive að fara úr
skotlínunni. Hann þorði ekki
annað og síöan varb hann vitni
að því þegar Ruth tæmdi maga-
sínið í sex skota skammbyss-
unni af ískaldri yfirvegun og ná-
kvæmni í líkama Davids. Fjölda
manns dreif brátt að, en Ruth
stóð hreyfingarlaus yfir líkama
Davids og horfði á andlit hans,
allitaö blóbi. Hún sýndi engin
viðbrögð, þegar einn kunningi
hennar gekk ab henni og tók af
henni skammbyssuna.
Skömmu seinna komu lögregla
og sjúkrabíll á vettvang. Ruth
viðurkenndi þegar verknaðinn
og sagði lögreglunni ab hún
hefði skotið á David til að
myrða hann.
Koníaksglas
Það tók kviðdóm 14 mínútur
að komast að niðurstöbu um
sekt Ruthar Ellis. Hún stóð tein-
rétt og bros lék um varir henn-
ar, þegar dómarinn dæmdi
hana til dauða meb hengingu.
Síðasta ósk hinnar dauða-
dæmdu konu var aö fá koníaks-
staup áöur en hún gekk hnar-
reist til hengingarpallsins. Ruth
var síöasta konan sem var líflát-
in í Bretlandi, en dauðarefsing
var afnumin 10 árum síðar. ■